15/10/2025
Nokkrar "faldar" strendur á Tenerife sem vert er að skoða! 🏝
Flestir sem koma til Tenerife eiga það til að fara aðeins á Amerísku ströndina, Fanabé eða Los Cristianos ströndina, en það vill svo skemmtilega til að það eru fullt af fallegum og "minna þekktum" ströndum þar sem ekki er barátta um sólbekki, enginn troðningur og sölumenn eru sjaldséð sjón! 👏😎☀️
Hér eru dæmi um nokkrar þeirra:
🏖 Playa de Diego Hernández (La Caleta)
Þekkt sem "Hippa ströndin" en til þess að komast að henni þarf smá göngutúr, ótrúlega friðsæl strönd og fullkomin ef þið viljið rólegheit á fallegri strönd! 🏝
🏖 Playa del Bollullo (La Orotava)
Svartur sandur, dramatískir klettar & náttúra og lítið sem ekkert af túristum 🌊☀️
🏖 Playa de Benijo (Anaga region)
Dásamleg og villt náttúra, tilvalin til að ná fallegum ljósmyndum en ekki svo tilvalin til að synda í sjónum þar sem mikið er um háar öldur 🌊
🏖 El Puertito (Adeje)
Rólegur sjór, falleg náttúra og hægt að "snorkla" með skjaldbökunum 🌊🐢☀️
🏖 Playa Abama (Guía de Isora)
Lítil og kósý strönd, gylltur sandur, verndaður skagi og dásamlegt útsýni ☀️
**Tips: Gott er að hafa með sér stórt teppi, svalandi drykki, gott nesti og að sjálfsögðu sólarvörnina 😎👌