22/06/2025
MARKAÐIR Á TENERIFE! ⛱️🍍🧀
🛍️ Hér er smá samantekt um vinsæla markaði á suðurhluta Tenerife 🏝
1️⃣ Mercadillo de Los Cristianos:
📍 Við Avenida de Venezuela, Los Cristianos
🗓️ Sunnudaga & mánudaga, frá kl: 9-14
🛒 Föt, handverk, sólgleraugu, leðurvörur, hárvörur, gjafavara og ferðamannagripir.
Hægt að prútta💸
🧭 Tip: Mættu snemma til að forðast hitann og fá besta úrvalið!
2️⃣ Mercadillo de Costa Adeje:
📍 Við Centro Comercial El Duque, Costa Adeje
🗓️ Fimmtudaga og laugardaga, frá kl: 9-14
👜 Fullt af fallegu handgerðu skarti, hönnunarvöru og sumarfatnaði 👙👗👖
✨ Þessi er markaður er aðeins "fínni" en sá í Los Cristianos, með meira af gæðavöru.
3️⃣ Agromercado Adeje: (matarmarkaður)
📍 Carretera TF-82, Adeje (nálægt suðurhraðbrautinni)
🗓️ Laugardaga & sunnudaga, frá kl: 8-13:30
🌽 Ferskt grænmeti, ávexti, kanarískir ostar, hunang, brauð og "home made" vörur.
👨🌾 Meira "local" markaður, þ.e.a.s. minna um ferðamenn.
4️⃣ Mercado del Agricultor de San Miguel de Abona (Las Chafiras)
📍 Polígono Industrial Las Chafiras, C/Miguel Hernández Gómez, San Miguel de Abona
🗓 Miðvikudaga, frá kl: 12-19:30
🗓 Laugardaga & sunnudaga, frá kl: 8-14
🛒 Ferskt grænmeti og ávextir, Kanarískir ostar, hunang, brauð, sælgæti, kjöt, fiskur, blóm & handverk 🍉🥖🐟💐
Þarna er einnig kaffihús, leiksvæði fyrir börnin og mikið af bílastæðum 🚙