08/08/2025
„Sumir hafa hnussað yfir því að hinsegin samfélagið hafi eignað sér regnbogann, en málið er að undir regnbogann falla allir og þar eru allir velkomnir. Sem foreldri barns sem hefur þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum get ég ekki undirstrikað það nógu mikið hversu mikilvægur regnboginn og sýnileiki hans er.“
Þegar barnið mitt kom út úr skápnum gagnvart mér og stjúpföður þess hafði ég ekki áhyggjur. Ég var stolt af því að hafa búið til þannig umgjörð og traust að barnið mitt þorði að vera það sjálft og að það gæti deilt því með okkur foreldrunum.