Austurfrétt/Austurglugginn

Austurfrétt/Austurglugginn Fréttamiðill á netinu fyrir Austurland. Austurfrétt flytur fréttir af Austurlandi og Austfirðingum alla virka daga.

Austurglugginn hefur komið út vikulega og fjallað um austfirsk málefni frá 2002.

Forseti Íslands heimsækir Fljótsdalshrepp á þriðjudag.
08/08/2025

Forseti Íslands heimsækir Fljótsdalshrepp á þriðjudag.

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tekur fyrstu skóflustungu að þéttbýliskjarna í landi Hamborgar í Fljótsdal þriðjudaginn 12. ágúst. Forsetinn heimsækir einnig Hengifoss, Skriðuklaustur og fleiri staði í dalnum.

„Verkið gekk eins og lagt var upp með og þar skipti sköpum þessi ákvörðun að vinna á næturnar.“
08/08/2025

„Verkið gekk eins og lagt var upp með og þar skipti sköpum þessi ákvörðun að vinna á næturnar.“

Fyrri umferð klæðningar lögð á nýuppbyggðan vegkafla að Stuðlagili. Héraðsverk vann verkið á næturvöktum vegna mikillar umferðar ferðamanna. Seinni umferð klæðningar verður lögð síðar í ágúst.

Það helsta á Austurlandi um helgina
08/08/2025

Það helsta á Austurlandi um helgina

Tvær hinseginhátíðir verða haldnar á Austurlandi í ár, auk gleðigöngu á Seyðisfirði verður hinseginleikanum fagnað á Steinasafninu á Stöðvarfirði. Listasýningar, tónleikar, landsmót sagnaþulna og skógardagur í Vallanesi eru meðal annarra viðburða helgarinnar.

„Sumir hafa hnussað yfir því að hinsegin samfélagið hafi eignað sér regnbogann, en málið er að undir regnbogann falla al...
08/08/2025

„Sumir hafa hnussað yfir því að hinsegin samfélagið hafi eignað sér regnbogann, en málið er að undir regnbogann falla allir og þar eru allir velkomnir. Sem foreldri barns sem hefur þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum get ég ekki undirstrikað það nógu mikið hversu mikilvægur regnboginn og sýnileiki hans er.“

Þegar barnið mitt kom út úr skápnum gagnvart mér og stjúpföður þess hafði ég ekki áhyggjur. Ég var stolt af því að hafa búið til þannig umgjörð og traust að barnið mitt þorði að vera það sjálft og að það gæti deilt því með okkur foreldrunum.

S*x af átta keppendum Íslands eru aldir upp í Neskaupstað
08/08/2025

S*x af átta keppendum Íslands eru aldir upp í Neskaupstað

Þrír leikmenn Þróttar í Neskaupstað urðu Evrópumeistarar smáþjóða í strandblaki í Dublin. Íslensku liðin unnu bæði í karla- og kvennaflokki og tryggðu sér þátttökurétt á Evrópumótinu á næsta ári.

Óveður í Norðursjó olli verulegri seinkunn á komu Norrænu til Seyðisfjarðar í gær. Afgreiðsla ferjunnar gekk hratt fyrir...
08/08/2025

Óveður í Norðursjó olli verulegri seinkunn á komu Norrænu til Seyðisfjarðar í gær. Afgreiðsla ferjunnar gekk hratt fyrir sig.

Norræna kom til Seyðisfjarðar níu tímum á eftir áætlun vegna óveðurs í Norðursjó. Stefnt er að því að vinna upp töfina á næstu dögum með hraðari siglingum og afgreiðslu.

Steinsteypa stendur undir um 10% af losun koltvíoxíðs í heiminum.
07/08/2025

Steinsteypa stendur undir um 10% af losun koltvíoxíðs í heiminum.

Sunna Ólafsdóttir Wallevik, efnafræðingur frá Egilsstöðum, er meðal þeirra sem vinna að þróun umhverfisvænni steinsteypu en notuð hefur verið til þessa. Hún segir til mikils að vinna því steinsteypa stendur undir 10% af losun koltvíoxíðs í heiminum.

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið telur annars vegar að starfsmaðurinn hafi ekki haft efnisleg áhrif á niðurstöðu ráðher...
07/08/2025

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið telur annars vegar að starfsmaðurinn hafi ekki haft efnisleg áhrif á niðurstöðu ráðherra um staðfestingu skipulagsins, hins vegar að ógilding myndi leiða til óvissu um önnur leyfi og umsóknir sem gerðar hafa verið á grundvelli skipulagsins.

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið telur ekki ástæðu til að ógilda standsvæðisskipulag Austfjarða þótt umboðsmaður Alþingis hafi úrskurðað starfsmann ráðuneytisins vanhæfan við meðferð málsins. Ráðuneytið telur þann ágalla hafa verið óverulegan miðað við þá ...

Málið er talið fordæmisgefandi um riftun ráðningarsamninga
07/08/2025

Málið er talið fordæmisgefandi um riftun ráðningarsamninga

Hæstiréttur samþykkir áfrýjun HEF veitna vegna dóms Landsréttar sem skyldaði félagið til að greiða fyrrum framkvæmdastjóra laun og miskabætur. Málið þykir hafa fordæmisgildi um riftun ráðningarsamninga.

„Þetta er meiri flötur en maður gerir sér grein fyrir í byrjun því þetta eru sívalningar.“
07/08/2025

„Þetta er meiri flötur en maður gerir sér grein fyrir í byrjun því þetta eru sívalningar.“

Listamaðurinn Stefán Óli Baldursson (Mottan) hefur lokið við stórt útilistaverk á 30 metra háum sementstönkum á Reyðarfirði. Verkið sýnir stríðsáratengda mynd og er hluti af átaki Fjarðabyggðar í útilistaverkum.

Framsóknarflokkurinn er á mörkunum að missa báða þingmenn sína í kjördæminu.
07/08/2025

Framsóknarflokkurinn er á mörkunum að missa báða þingmenn sína í kjördæminu.

Samfylkingin ber höfuð og herðar yfir aðra flokka í Norðausturkjördæmi, samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Litlu munar að Framsóknarflokkurinn missi báða þingmenn sína í kjördæminu.

„Við hefðum frestað þessari fjárfestingu ef einhver kostur hefði verið á.“
06/08/2025

„Við hefðum frestað þessari fjárfestingu ef einhver kostur hefði verið á.“

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði er að hefja framkvæmdir við stækkun löndunarhúss síns. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir breyttar reglur þýða að ráðast verði í framkvæmdirnar en óttast þó að hækkun veiðigjalda letji sjávarútvegsfyrirtæki til framþróunar síðar.

Address

Kaupvangur 6
Egilsstaðir
700

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Austurfrétt/Austurglugginn posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Austurfrétt/Austurglugginn:

Share