Einar Bárðar Einmitt

Einar Bárðar Einmitt Einar Bárðar ræðir við áhugaverða Íslendinga um dægurmál, samfélagsmál og umhverfismál.

 #85 “ég hef staðið við mína sýn”Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra er gestur minni í þessum þætti. Við ræðum stöðu ...
03/11/2024

#85 “ég hef staðið við mína sýn”
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra er gestur minni í þessum þætti. Við ræðum stöðu Sjálfstæðisflokksins, kosningarnar fram undan, stefnu flokksins, árangur ríkisstjórnarinnar og hvað samstarfið við VG kostaði flokkinn. Tengill í þáttinn bit.ly/3AuejEW

 #84 “Andlát bræðranna má ekki vera til einskisSigmar Guðmundsson er gestur minn í þessum þætti og við ræðum um fíknisjú...
03/11/2024

#84 “Andlát bræðranna má ekki vera til einskis
Sigmar Guðmundsson er gestur minn í þessum þætti og við ræðum um fíknisjúkdóminn og allar hans skelfilegu hliðar og hvað við erum máttvana andspænis honum. Sigmar vill að við gerum betur sem samfélag í málaflokknum og á sér skoðanabræður víða. Tengill í þáttinn bit.ly/3AuejEW

 #83 “Stöðnun er upptakur að falli"Magnús Geir Þórðarson er gestur minn í þætti númer 83 af Einmitt. Hann er afreksmaður...
05/10/2024

#83 “Stöðnun er upptakur að falli"
Magnús Geir Þórðarson er gestur minn í þætti númer 83 af Einmitt. Hann er afreksmaður í rekstri menningarstofnanna. Margverðlaunaður fyrir fleira en eina vídd slíkra starfa og þess vegna mikill fengur að fá að hitta hann og ræða allar þær áskoranir sem fylgja því að stýra menningarstofnun og uppfylla í senn kröfur bókarans, gestsins og gagnrýnandans. Tengill í þáttinn í athugasemd.

Podcast · [object Object] · Einmitt eru samtöl á sunnudagsmorgnum þar sem Einar ræðir við áhugaverða einstaklinga úr öllum áttum um smelli og skelli á lífsins svelli.

 #82 "Þetta er bara jólin mín"Elísabet Margeirsdóttir drottning utanvegahlaupana á Íslandi og brautryðjandi í svo mörgum...
05/10/2024

#82 "Þetta er bara jólin mín"
Elísabet Margeirsdóttir drottning utanvegahlaupana á Íslandi og brautryðjandi í svo mörgum þáttum þeirrar íþróttarar er gestur minn í þætti 82 af Einmitt. Við ræðum þessa íþrótt í sínum víðasta skilningi og þá sérstaklega þetta nýja afbrigði íþróttarinnar sem eru þessi svonefndu bakgarðshlaup sem Elísaber kallar litlu jólin sín. Tengill í þáttinn í athugasemd.

Podcast · [object Object] · Einmitt eru samtöl á sunnudagsmorgnum þar sem Einar ræðir við áhugaverða einstaklinga úr öllum áttum um smelli og skelli á lífsins svelli.

Loksins loksins er barber merki drauma okkar mætt til landsins! Sænska herramerkið Beard Monkey framleiðir hágæða vörur ...
03/10/2024

Loksins loksins er barber merki drauma okkar mætt til landsins! Sænska herramerkið Beard Monkey framleiðir hágæða vörur fyrir skegg, hár, andlit og líkama sem eru ekki bara einstaklega fallegar í hillu og með virkni upp á 10 heldur eru ilmirnir á einhverju allt öðru leveli.

Loksins loksins er barber merki drauma okkar mætt til landsins! Sænska herramerkið Beard Monkey framleiðir hágæða vörur fyrir skegg, hár, andlit og líkama.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra er gestur minn í þessum þætti. Við ræðum allt milli himins og j...
23/09/2024

Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra er gestur minn í þessum þætti. Við ræðum allt milli himins og jarðar, Evruna, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Millet úlpurnar og diskóbúrið í Fellahelli. Stórkemmtilegt samtal sem ég mæli með að þið hlustið á. Tengill í þáttinn í athugasemd.

Eftir næstum tvö ár í hlaðvarpsframleiðslu hef ég lært mikið, bæði í að taka viðtöl og láta viðmælandan njóta sín :-) ve...
20/09/2024

Eftir næstum tvö ár í hlaðvarpsframleiðslu hef ég lært mikið, bæði í að taka viðtöl og láta viðmælandan njóta sín :-) vera ekki sífelt að láta mitt ljós skína heldur láta viðmælandann njóta sín enn meira. Síðan hef ég lært og lært og lært eitthvað magnað af hverjum einasta viðmælanda. Ég held samt af öllum samtölunum ólöstuðum að síðasta samtalið mitt við Örnu Magneu Danks trans konu sé merkilegasta og magnaðast samtal sem ég hef átt í þessum þáttum. Ég vona innilega að þú gefir þér tíma til að hlusta á Magneu. Það er fordóma-eyðandi og gefandi. Þið finnið hlaðvarpið á öllum helstu hlaðvarpsveitum undir: Einmitt Einar Bárðar

Podcast · [object Object] · Einmitt eru samtöl á sunnudagsmorgnum þar sem Einar ræðir við áhugaverða einstaklinga úr öllum áttum um smelli og skelli á lífsins svelli.

Arna Magnea Danks trans kona og aðalleikkona í kvikmyndinni Ljósvíkingar er gestur minn í þessum þætti. Myndin er komin ...
16/09/2024

Arna Magnea Danks trans kona og aðalleikkona í kvikmyndinni Ljósvíkingar er gestur minn í þessum þætti. Myndin er komin í bíó, hrífandi og falleg saga um vináttu sem ég hvet ykkur til að sjá. Við ræðum hennar líf og leiðina út úr skápnum og öllu því sem slíkt ferðalag útheimtir af einstaklingnum og þeim sem fara með viðkomandi í það. Tengill í þáttinn í athugasemd.

 #79 Rjómaterturnar eru í frjálsu falliFriðrik Ómar er gestur minn í nýjasta þættinum af Einmitt. Við ræðum verkefni han...
08/09/2024

#79 Rjómaterturnar eru í frjálsu falli
Friðrik Ómar er gestur minn í nýjasta þættinum af Einmitt. Við ræðum verkefni hans sem tónleikahaldara í sínu víðasta samhengi og sameiginlegt áhugamál okkar beggja, Söngvakeppni Sjónvarpsins og Eurovision í framtíð, fortíð og nútíð. Skemmtilegt samtal á milli tveggja vina og tónleikahaldara. Tengill í þáttinn er í fyrsta kommentinu hér að neðan

Podcast · [object Object] · Einmitt eru samtöl á sunnudagsmorgnum þar sem Einar ræðir við áhugaverða einstaklinga úr öllum áttum um smelli og skelli á lífsins svelli.

Eftir smá framleiðslu frí í sumar er ég farinn að dæla út nýjum þáttum í hlaðvarpinu mínu. Kominn inn á topp 10 listann ...
04/09/2024

Eftir smá framleiðslu frí í sumar er ég farinn að dæla út nýjum þáttum í hlaðvarpinu mínu. Kominn inn á topp 10 listann aftur mér til mikillar gleði. Nokkrir frábærir nýjir þættir komnir inn og fleiri góðir á leiðinni. Tenging við þættina á Spotify í fyrstu athugasemd við innslagið. Hvaða skemmtilega fólk ætti ég að fá í kaffi til mín fyrir næsta þátt ?

Björn Jörundur Friðbjörnsson er gestur minn í þessum þætti í nýjasta þættinum af Einmitt. Þessi frábæri tónlistarmaður o...
27/08/2024

Björn Jörundur Friðbjörnsson er gestur minn í þessum þætti í nýjasta þættinum af Einmitt. Þessi frábæri tónlistarmaður og leikari stendur í stórræðum. Árlegir stórtónleikar með Ný Dönsk fram undan í Hörpu og nú er væntanleg í kvikmyndahús kvikmyndin Ljósvíkingar þar sem Björn fer einfaldlega á kostum sem leikari í fallegri sögu sem sögð er af mikilli næmni og fegurð í þeirri mynd.

Podcast · [object Object] · Einmitt eru samtöl á sunnudagsmorgnum þar sem Einar ræðir við áhugaverða einstaklinga úr öllum áttum um smelli og skelli á lífsins svelli.

Birgir Steinn Stefánsson tónlistarmaður er gestur minn í nýjasta þættinum af Einmitt sem var að koma á hlaðvarpsveitur. ...
18/08/2024

Birgir Steinn Stefánsson tónlistarmaður er gestur minn í nýjasta þættinum af Einmitt sem var að koma á hlaðvarpsveitur. Birgir er einn besti lagahöfundur ungu kynslóðarinnar. Hann flytur sína eigin tónlist undir nafninu Birgir en svo hefur hann unnið að ýmsum tónlistarverkefnum í samstarfi við aðra og þá hefur hann einnig samið með og fyrir aðra listamenn bæði hér heima og erlendis. Í þættinum ræðir hann í fyrsta sinn opinberlega andleg veikindi sem hann glímdi við undanfarin ár, hann ræðir tónlistina, ný stofnaða fjölskyldu og framtíðina í tónlistinni. Tenging við þáttinn er hér að neðan í "comment"

Address

Birkiás 33
Garðabær
210

Telephone

+3546189000

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Einar Bárðar Einmitt posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Einar Bárðar Einmitt:

Share