08/12/2025
Lárus Ásgeirsson, formaður búgreinadeildar landeldis hjá Bændasamtökum Íslands, segir landeldisfyrirtækin sum hver stærstu einkaframkvæmd í sögu Íslands og mætti kalla þau nútíma stóriðjur.
Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu landeldisfyrirtæki landsins. Þar starfa nú um 320 manns en í greininni í heild líklega um 4–500. Áætlað er að framleidd verði 140 þúsund tonn árið 2032 en útflutningsverðmæti eru þá áætluð 200 ...