Samstöðin

Samstöðin Samstöðin er samfélagssjónvarp og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu.

08/08/2025

Föstudagur 8. ágúst
Vikuskammtur: Vika 32

Í vikuskammtinn að þessu sinni koma þau Tótla I. Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla, Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður og varaþingmaður Miðflokksins, Viktor Orri Valgarðsson, stjórnmálafræðingur og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs og ræða fréttir vikunnar við Maríu Lilju. Það var ýmislegt sem gekk á innan lands sem utan en hæst ber að nefna Tolla, Gaza, Trump, óánægju með ferðamannaiðnaðinn, bréfaskriftir sakborninga í gæsluvarðhaldi, hinsegindagar, dvalarleyfi og deilur Verkalýðsforingja, fjúkandi Þjóðhátíðargestir og allskonar fleira.

07/08/2025

Fimmtudagur 7. ágúst
Helför á Gaza, Bjarg, ferðamannaplága, fjölmiðlar, matur, rödd skálds og pistahöfundar

Inga Þóra Haraldsdóttir helfararsagnfræðingur ræðir um þjóðarmorðið á um Gaza og samsvörun þess við helför nasista gegn gyðingum, eðli zíonismans og áhrif ástandsins á gyðingasamfélagið í heiminum. Grímur Atlason formaður Geðhjálpar og Sigurþóra Bergsdóttir bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og varaþingmaður Samfylkingarinnar ræða við Maríu Lilju um óánægju bæjaryfirvalda með öryggisvistun fanga á Bjargi, vistheimili fyrir geðfatlaða karla sem fjallað var um á Samstöðinni í sumar. Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður segir samfélagsbreytingar hér á landi vegna uppgangs ferðaþjónustu einar þær mestu í seinni tíð. Hann líkir aðgreiningu erlendra starfsmanna í greininni við samfélag innfæddra Apartheid. Engin stjórn sé á greininni. Björn Þorláks ræðir við hann. Æ meira hallar á fjölmiðla. Skúli Bragi Geirdal, Fjölmiðlanefnd segir að yngsti aldurshópurinn treysti nú samfélagsmiðlum betur en fjölmiðlum. Björn Þorláks ræðir fárveika stöðu einkarekinna fjölmiðla við Skúla og Ólaf Arnarson, blaðamann á DV. Laura Sólveig, forseti ungra umhverfissinna, ræðir matargjafir náttúru landsins sem eru við hvert fótmál án þess að við vitum endilega af því. Björn Þorláks kynnti sér málið. Jón Hallur Stefánsson útvarpsmaður, skáld og trúbador ræðir við Gunnar Smára um stöðu pistlahöfundar, skálds og trúbadors í samfélaginu.

07/08/2025



07/08/2025

Fimmtudagur 7. ágúst
Sjávarútvegsspjallið - 56. þáttur: Sjóslys

Grétar Mar ræðir við Egil Þórðarson loftskeytamann um sjóslys í gegnum tíðina.

Hvenær kemur haustið?
07/08/2025

Hvenær kemur haustið?

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur er ekki ánægður með að Helgi Seljan fjölmiðlamaður hafi afkynnt morgunþátt hans og Veru Illugadóttur í morgun …

Hvað segja lesendur um eigin upplifun?
07/08/2025

Hvað segja lesendur um eigin upplifun?

Við Kröfluvirkjun á Norðausturlandi er nú komin upp myndavél og lítið skilti vinstra megin við Þjóðveg 863 sem tilkynnir um …

07/08/2025

Miðvikudagur 6. ágúst
MATARTÍMINN

Gunnar Smári fær til sín gesti til að ræða um mat, matarmenningu og samfélag. Að þessu sinni koma í heimsókn þau Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur og Friðrik V. Hraunfjörð matreiðslumaður, kallaður Friðrik fimmti.

06/08/2025

RAUÐA BORÐIÐ: Spilling, vinstrið, ferðamenn, okur og hinsegin

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, blaðamaður á Víkurfréttum, ræðir tengslaspillingu við eftirlit og öryggi í eftirmálum Grindavíkurhamfara. Hann segir í viðtali við Björn Þorláks að tilteknir aðilar hafi hagsmuni af því að maka krókinn fjárhagslega. Drífa Snædal talskona Stígamóta, fyrrum forseti Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóri Vg ræðir við Gunnar Smára um stöðu vinstrisins og sósíalismans á Íslandi og í okkar heimshluta. María Lilja tekur púlsinn á almenningi, hvort fólk hafi fengið nóg af túrismanum. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum ræðir nýtt álitamál við gjaldtöku á bílastæðum, vaxtamun banka og hvers vegna sterkt gengi krónunnar gagnvart dollar skilar sér ekki til íslenskra heimila. Björn Þorláks ræðir við Breka. Ugla Stefanía Kristjönudóttir og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ræða við Maríu Lilju um menningarátök, pólitík og mannréttindi mtt hinseginleikans en hinsegindagar voru settir formlega í dag.

06/08/2025

Miðvikudagur 6. ágúst
FRÉTTATÍMINN

Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Áleitnar spurningar vakna um öryggiseftirlit í Grindavík og spillingu. Sjá Samstöðina í kvöld.
06/08/2025

Áleitnar spurningar vakna um öryggiseftirlit í Grindavík og spillingu. Sjá Samstöðina í kvöld.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, Grindvíkingur og blaðamaður á Víkurfréttum, ræðir við Rauða borðið í kvöld á Samstöðinni tengslaspillingu við eftirlit og …

Hrikalegt vaxtaokur íslensku bankanna. Hvar er hin svokallaða samfélagslega ábyrgð? Fákeppnin reynist almenningi dýr.
06/08/2025

Hrikalegt vaxtaokur íslensku bankanna. Hvar er hin svokallaða samfélagslega ábyrgð? Fákeppnin reynist almenningi dýr.

Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi á Akranesi bendir á ofurhagnað íslensku bankanna vegna vaxtaokurs í færslu á facebook. Vilhjálmur hitti Þorgerði Katrínu …

05/08/2025

Þriðjudagur 5. ágúst
Utanríkismál, leyniþjónusta, líðan barna, heimsmálin og rauði þráðurinn

Stefán Pálsson sagnfræðingur og hernaðarandstæðingur og Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, skiptast á skoðunum um utanríkismál og stöðu Íslands. Þeir ræða líka kjarnorkuvána sem virðist nær okkur en um áratuga skeið. Björn Þorláks stjórnar umræðunni. Helen Ólafsdóttir öryggis- og þróunarsérfræðingur ræðir hugmyndir um leyniþjónustu Íslands og hverjar eru helstar öryggisógnir í íslensku samfélagi. Björn Hjálmarsson barnageðlæknir ræðir um líðan barna í samtímanum og hvað má gera til að auka öryggi þeirra og sjálfsmynd. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir um breytta heimsmynd út frá sjónarhóli lítilla ríkja á tímum fjölpóla heims. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur ræðir um vinstrið í okkar heimshluta og nýja vinstri flokkinn í Bretlandi.

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Samstöðin posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Samstöðin:

Share

Category