Samstöðin

Samstöðin Samstöðin er samfélagssjónvarp og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu.

12/12/2025

Föstudagur 12. desember
Vikuskammtur: Vika 50

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstjóri, Teitur Atlason starfsmaður Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, Vera Wonder Sölvadóttir leikstjóri og Þórdís Gísladóttir rithöfundur og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af stórkarlalegum yfirlýsingum, nýjum og gömlum hneykslismálum, dagsskrárlegum ákvörðunum, afsökunarbeiðnum og öðrum óvæntum uppákomum.

11/12/2025

Fimmtudagur 11. desember
Börn í vanda, reynsluboltar, lögfræði, Evrópa og áfengi um jól

Grímur Atlason hjá Geðvernd bregst við máli drengsins Hjartar og móður hans, Hörpu Henrýsdóttur, sem Samstöðin fjallaði um í gær. Grímur segir í samtali við Björn Þorláks mikið vanta upp á að börn sem lendi í geðheilbrigðisvanda séu varin. Oddný Harðardóttir, fyrrum fjármálaráðherra og þingmaður, Lárus Guðmundsson varaþingmaður og Guðmundur Andri Thorsson ræða fréttir og tíðarandi líðandi stundar. Pólitíkin, skólameistaramálið, samgöngur, Júróvisjón, staða íslenskunnar og jólin koma við sögu. Björn Þorláks ræðir við þau. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir lagaleg álitamál sem eru ofarlega á baugi. Dómurinn gegn knattspyrnumanninum Albert Guðmundssyni, vaxtamál, 5 ára reglan og fleira verður til umræðu. Þátturinn er í umsjá Björns Þorlákssonar. Thomas Möller stjórnarmaður í Evrópuhreyfingunni ræðir við Gunnar Smára um afstöðu Trump-stjórnarinnar til Evrópu: Yfirvofandi siðmenningarlegri útrýmingu álfunnar, veika leiðtoga, ranga stefnu gagnvart Rússlandi, veikan hernaðarmátt og hnignandi efnahag. Mörg dæmi erum að helgi jólanna sé spillt vegna áfengisneyslu eða annarra vímugjafa. Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi ræðir vandann og reynir að útskýra hvort ráðuneytið eða Morgunblaðið hafi rétt fyrir sér í harðri rimmu um hvort unglingadrykkja sé að aukast eða ekki. Björn Þorláks ræðir við hann.

11/12/2025

Miðvikudagur 10. desember
FRÉTTATÍMINN
Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Laufey Líndal segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Myndum við ekki gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga lífi barnanna okkar? Selja ofan af okkur ef það er það...
11/12/2025

Myndum við ekki gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga lífi barnanna okkar? Selja ofan af okkur ef það er það sem þarf? Sláandi viðtal en líka fullt af von. Deilið því endilega ef ykkur finnst málefnið mikils virði.

Harpa Henrysdóttir, móðir í Reykjavík, og Hjörtur, 17 ára gamall sonur hennar, sögðu á Samstöðinni í gær áhrifamikla sögu af …

10/12/2025

Miðvikudagur 10. desember
Húsnæðislán, fíkn og sjálfskaði, þjóðaröryggi og ungt fólk í pólitík

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræðir við Gunnar Smára um málið sem samtökin töpuðu fyrir Hæstarétti i dag, önnur mál sem enn eru útistandandi og hvaða afleiðingar þessi mál hafa fyrir hinn ómögulega húsnæðislánamarkað sem Íslendingar búa við. Harpa Henrysdóttir, móðir í Reykjavík, og Hjörtur, 17 ára gamall sonur hennar, segja Birni Þorláks áhrifamikla sögu af baráttu sonarins við vanlíðan, fíkn og sjálfskaða. Hjörtur var aðeins 13 ára gamall þegar hann leitaði sér hjálpar í Hollandi. Líf hans stóð þá tæpt en engin leið var að komast að í geðmeðferð innanlands. Hann er fyrsta barnið sem fær greitt frá Sjúkratryggingum fyrir meðferð við geðsjúkdómi utan landsteinanna. Helen Ólafsdóttir öryggissérfræðingur ræðir við Gunnar Smára um hina undarlegu þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna þar sem blandað er saman raunverulegri stefnumörkun, upphafningu Trump forseta og blammeringar gagnvart Evrópu og öðrum heimshlutum. Forprófkjör ungs jafnaðarfólks fer fram í fyrsta skipti í sögu Samfylkingarinnar. Hlutur ungra borgarfulltrúa hefur verið lítill sem enginn áratugum saman. Þau Soffía Svanhvít Árnadóttir varaforseti og Jóhannes Óli Sveinsson, kallaður Jóli, forseti ungs jafnaðarfólks, ræða mikilvægi þess að yngra fólk fái ítök í borgarstjórn Reykjavíkur í samtali við Björn Þorláks.

10/12/2025

Miðvikudagur 10. desember
FRÉTTATÍMINN
Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Páll Ásgeir segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Illa taka sumir íslenskir karlar á móti sumum erlendum stríðshjráðum konum. Aukin útlendingaandúð hér á landi tilefni vi...
10/12/2025

Illa taka sumir íslenskir karlar á móti sumum erlendum stríðshjráðum konum. Aukin útlendingaandúð hér á landi tilefni viðtals við framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Þar á bæ er barist gegn kynhlutleysi. Kynbundið ofbeldi er kynbundið ofbeldi.

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, Linda Dröfn Gunnarsdóttir, segir að erlendar konur sem leiti til Kvennaathvarfsins fái oft rangar upplýsingar um rétt sinn …

Ertu sammála Steingrími J? Á Eyjólfur innviðaráðherra að draga til baka fyrri ákvörðun um jarðgöng?
10/12/2025

Ertu sammála Steingrími J? Á Eyjólfur innviðaráðherra að draga til baka fyrri ákvörðun um jarðgöng?

Það hefur blásið hressilega um ríkisstjórnina undanfarið og ekki síst innviðaráðherra, Eyjólf Ármannsson, Flokki fólksins vegna samgönguáætlunar. Íbúar á Austurlandi …

09/12/2025

Þriðjudagur 9. desember
Jarðgöng, ofbeldi og útlendingaandúð, þjóðaröryggi og þjóðskald

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum formaður VG og fjármálaráðherra, gagnrýnir vissa þætti í Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá segir hann fleiri mál orka tvímælis, sem stuðli að auknu ójafnræði meðal borgaranna, hinum efnaminni í óhag. Björn Þorláks ræðir við Steingrím. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, Linda Dröfn Gunnarsdóttir, ræðir hvort aukin útlendingaandúð hér á landi sem víða í veröldinni, kunni að hafa áhrif á starfsemi Kvennaathvarfsins. Björn Þorláks ræðir við Lindu. Valur Ingimundarson prófessor ræðir um öryggisstefnu Bandaríkjanna við Gunnar Smára, hvað í henni eru merki um breytta stefnu og hvað er ætlað að skýra pólitík dagsins, hver er staða Evrópu eftir að Bandaríkin draga sig að einhverju leyti til baka og hvort þess sé að vænta að Bandarísk stjórnvöld muni skipta sér í auknu mæli að pólitík innan Evrópulandanna. Einar Már Guðmundsson rithöfundur hefur skrifað bók sem ögrar hugmyndum um skáldskapinn. Hann veltir því fyrir sér hvernig skáld verður til í samtali við Björn Þorláks.

09/12/2025

Þriðjudagur 9. desember
FRÉTTATÍMINN

Gunnar Smári og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Prestur segir að vitsmunir oddafólks Flokks fólksins séu vart á vetur setjandi og rifjar upp ýmis dæmi máli sínu til stu...
09/12/2025

Prestur segir að vitsmunir oddafólks Flokks fólksins séu vart á vetur setjandi og rifjar upp ýmis dæmi máli sínu til stuðnings.

„Menntamálaráðherra virðist ekki vera „skólamaður“ í nokkrum skilningi. Að tala ekki ensku er eitt en að trúa því að maður …

08/12/2025

Mánudagur 8. desember
Galdrar, íslenska, fréttir og þjóðaröryggisstefna

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og deildarforseti á Bifröst, skrifaði doktorsritgerð sína um galdrafárið á Íslandi. Nú sendir hún frá sér skáldsögu byggða á takmörkuðum heimildum um líf fólks sem sent var á bálið. Hún segir Gunnari Smára frá Glæður galdrabáls. Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, ræðir við Gunnar Smára um kröfu Landsspítalans til starfsmanna um íslenskukunnáttu, en yfirstjórn spítalans hefur ákveðið að enginn starfsmaður verði ráðinn nema viðkomandi hafi tök á íslensku. Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrum fréttastjóri Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2, ræðir við Gunnar Smára um kvöldfréttir sjónvarpsstöðvanna í tilefni af samdrætti og mögulegum slitum á fréttum Sýnar. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna, sem setur punt aftan við það alþjóðakerfi sem Bandaríkin byggðu upp eftir seinna stríð. Hverjar verða afleiðingarnar fyrir Evrópu og Ísland? Við endurflytjum síðan samtal um sögulega þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna við þá Albert Jónsson fyrrum sendiherra og ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum og Guðlaug Þór Þórðarson fyrrum utanríkisráðherra.

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Samstöðin posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Samstöðin:

Share

Category