Samstöðin

Samstöðin Samstöðin er samfélagssjónvarp og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu.

10/10/2025

Föstudagur 10. október
Vikuskammtur: Vika 41

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þær Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona, Hlín Agnarsdóttir leikstjóri og rithöfundur, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Þórdís Helgadóttir rithöfundur og fara yfir fréttir vikunnar sem einkenndust af leit að friði, hernaðarhyggju, sigrum og ósigrum, deilum og ekki svo miklum sáttum.

09/10/2025

Fimmtudagur 9. október
Leikskólar, vextir, öryggismál, lögfræði og Trumpland

Gunnar Smári heldur áfram umræðu um leikskólana. Að þessu sinni koma þær Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB og segja hvers vegna þær eru á móti tillögum um styttri vistunartíma á leikskólunum. Finnbjörn A. Hermannsson hjá ASÍ furðar sig á hávaxtastefnu Seðlabankans sem hann segir að valdi miklu tjóni. Þá séu álitamál með krónuna og fleira sem hafi neikvæð áhrif á fólk, einkum hina skuldsettu. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um vopnahlé á Gaza og öryggismál Evrópu, stöðu álfunnar í fjölpóla heimi. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir álitamál í lögfræði tengd fréttum líðandi stundar. Fjallað verður um vændi, hvort líklegt sé að Ísland fái mikilvægar undanþágur með inngöngu í ESB, muninn á málfrelsi og tjáningarfrelsi og rétt eða órétt Ísraela til að handtaka fólk á hafi úti. Björn Þorláks ræðir við Gísla. Gunnar Smári ræðir við Harald Sigurðsson jarðfræðing, sem býr í New Bedford í Massachusetts, um áhrif Trump á bandarískt samfélag. Er Trump að takast að brjóta niður margt af því besta sem byggt var upp í Bandaríkjunum á liðnum áratugum.

09/10/2025

Fimmtudagur 9. október
Sjávarútvegsspjallið - 64. þáttur

Grétar Mar ræðir við þá Geir Sigurjónsson og Gísla Gíslason um sjómennsku í áranna rás.

08/10/2025

Miðvikudagur 8. október
Trump, hervæðing, kristni, veðmál, sigur anti-vók og Hannes Pétursson

Við höldum áfram að ræða Donald Trump í Trumptímanum á miðvikudögum, hugmyndir hans, verk og áhrif á Bandaríkin og heiminn allan. Að þessu sinni koma að borðinu og ræða við Gunnar Smára hagfræðingarnir Þorsteinn Þorgeirsson og Þorvaldur Gylfason og sagnfræðingurinn Sveinn Máni Jóhannesson. Helga Þórólfsdóttir er sérfræðingur í friðarfræðum og hefur starfað á stríðsfræðum. Hún ræðir við Gunnar Smára um hernaðarhyggju og hervæðingu, sem nú fer sem vofa um öll lönd. Bjarni Randver Sigurvinsson trúarbragða- og guðfræðingur ræðir við Gunnar Smára um áhrif evangelískrar kirkju og ýmissa trúarkenninga á stefnu ríkisstjórnar Donald Trump. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, ræðir vandann og möguleg úrræði vegna veðmálastarfsemi barna í samtali við Björn Þorláks. Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri og leikararnir Bjarni Snæbjörnsson, Árni Pétur Guðjónsson og Kristrún Kolbrúnardóttir segja Gunnari Smára frá Skamm­ar­þrí­hyrn­ing­num kómískum pólitískum leik um vók og anti-vók sem þau hafa samið ásamt öðrum og sýndur er í Borgarleikhúsinu. Kvæðabók Hannesar Péturssonar kom út fyrir 70 árum og verður tímamótanna fagnað norður í Skagafirði um helgina. Eyþór Árnason ljóðskáld ræðir við Björn Þorláks um tímamótin.

Staða mála - Frelsisflotinn: Það hreyfir sig enginn
08/10/2025

Staða mála - Frelsisflotinn: Það hreyfir sig enginn

Samstöðin er samfélagssjónvarp og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvari...

Er málið að slaka aðeins á í stríðsæsingi og óviðeigandi samanburði við aðrar þjóðir? Eru sumir ráðamenn sem og leiðandi...
08/10/2025

Er málið að slaka aðeins á í stríðsæsingi og óviðeigandi samanburði við aðrar þjóðir? Eru sumir ráðamenn sem og leiðandi fjölmiðlar hér innanlands of herskáir?

Sagnfræðingur í stjórn Samtaka hernaðarandstæðinga, Stefán Pálsson, fer yfir samtímann í samtali við Björn Þorláks. Hann sér enga ástæðu til …

07/10/2025

Þriðjudagur 7. október
Leikskólar, börn, friður, heimsvaldastefna og sólarorka

Haraldur F. Gíslason, formaður félags leikskólakennara, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræða við Gunnar Smára um leikskólakerfið og deilurnar sem hafa magnast upp vegna tillagna meirihlutans í Reykjavík að draga úr opnunartíma. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir margt að varast fyrir börn og og ungmenni í samtímanum. Fíknir og Internetið eru þar á meðal. Björn Þorláks ræðir við Salvöru. Sagnfræðingur í stjórn Samtaka hernaðarandstæðinga, Stefán Pálsson, fer yfir samtímann í samtali við Björn Þorláks. Hann sér enga ástæðu til að Íslendingar vopnvæðist og varar við stríðsæsingi. Ragnar Baldursson stjórnmálafræðingur og sérfræðingur um Kína ræðir um heimsvaldastefnu Vesturlanda við Gunnar Smára og hvernig rekja má rætur hennar til víkinga. Sólarorka er framtíðin og varasamt er að einblína á síaukna orkuframleiðslu hér á landi í tengslum við orkuskipti. Þetta segir Geir Guðmundsson verkfræðingur. Björn Þorláks ræðir við hann.

07/10/2025

Þriðjudagur 7. október
FRÉTTATÍMINN

Gunnar Smári, Björn Þorláks og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

07/10/2025

Þriðjudagur 7. október
Staða mála - Frelsisflotinn

Í miðju þjóðarmorði sigla skip til Gaza í þeim tilgangi að rjúfa herkvína sem Ísrael hefur haldið úti um árabil. Þetta eru sjálfboðaliðar alls staðar af úr heiminum en við náðum tali af fulltrúa Íslendinga. Margrét Kristín Blöndal ræddi við Pétur Eggerz um Frelsisflotann, umsátrið og þjóðarmorðið sem enn er í fullum gangi.

Hvert er samhengið að baki fréttanna?
07/10/2025

Hvert er samhengið að baki fréttanna?

Bræðurnir Gunnar Smári og Sigurjón Magnús og Björn Þorláks greina samhengi fréttanna.

06/10/2025

Mánudagur 6. október
Listamannalaun, Evrópustríð, fall Play, leiklist, þjóðfélagsstaða og menntun
Úthlutun ritlauna og fyrirkomulag við veitingu listamannalauna hefur ítrekað vakið deilur í seinni tíð. Hvers vegna? Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Jóna Hlíf Halldórsdóttir myndlistarmaður og Björn Leví Gunnarsson, fyrrum þingmaður, reyna að svara þeirri spurningu í samtali við Björn Þorláks. Valur Ingimundarson prófessor ræðir vaxandi stríðsógn í Evrópu við Gunnar Smára, ólíka afstöðu Evrópuríkja og Bandaríkjanna, afleiðingar hernaðaruppbyggingar á álfuna og hættuna á stigmögnun stríðsátaka. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum ræðir fall Play og fjölmörg álitamál og verkefni sem fjöldi neytenda glímir við nú til að leita réttar síns. Er Icelandair að nýta sér neyð strandaðra ferðalanga? Björn Þorláksson ræðir við Breka. Hvaða áhrif hefur þjóðfélagsstaða nemenda á framgang þeirra? Eru samkeppnispróf góð hugmynd? Þorlákur Axel Jónsson hefur nýlokið doktorsvörn í menntavísindum og ræðir niðurstöður við Björn Þorláks. Katla Þórudóttir Njálsdóttir leikkona og Kolbrún Björt Sigfúsdóttir höfundur og leikstjóri segja Gunnar Smára frá sýningunni Þetta er gjöf, verk um græðgi, kapítalisma og annað sem er að eyða samfélaginu okkar, samskiptum okkar og okkur sjálfum.

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Samstöðin posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Samstöðin:

Share

Category