07/08/2025
Fimmtudagur 7. ágúst
Helför á Gaza, Bjarg, ferðamannaplága, fjölmiðlar, matur, rödd skálds og pistahöfundar
Inga Þóra Haraldsdóttir helfararsagnfræðingur ræðir um þjóðarmorðið á um Gaza og samsvörun þess við helför nasista gegn gyðingum, eðli zíonismans og áhrif ástandsins á gyðingasamfélagið í heiminum. Grímur Atlason formaður Geðhjálpar og Sigurþóra Bergsdóttir bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og varaþingmaður Samfylkingarinnar ræða við Maríu Lilju um óánægju bæjaryfirvalda með öryggisvistun fanga á Bjargi, vistheimili fyrir geðfatlaða karla sem fjallað var um á Samstöðinni í sumar. Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður segir samfélagsbreytingar hér á landi vegna uppgangs ferðaþjónustu einar þær mestu í seinni tíð. Hann líkir aðgreiningu erlendra starfsmanna í greininni við samfélag innfæddra Apartheid. Engin stjórn sé á greininni. Björn Þorláks ræðir við hann. Æ meira hallar á fjölmiðla. Skúli Bragi Geirdal, Fjölmiðlanefnd segir að yngsti aldurshópurinn treysti nú samfélagsmiðlum betur en fjölmiðlum. Björn Þorláks ræðir fárveika stöðu einkarekinna fjölmiðla við Skúla og Ólaf Arnarson, blaðamann á DV. Laura Sólveig, forseti ungra umhverfissinna, ræðir matargjafir náttúru landsins sem eru við hvert fótmál án þess að við vitum endilega af því. Björn Þorláks kynnti sér málið. Jón Hallur Stefánsson útvarpsmaður, skáld og trúbador ræðir við Gunnar Smára um stöðu pistlahöfundar, skálds og trúbadors í samfélaginu.