13/04/2024
NÓTAN 2024 - uppskeruhátíð tónlistarskólanna fer fram núna um helgina með hátíðartónleikum á fjórum stöðum um landið. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!
Í dag, laugardaginn 13. apríl, fagna tónlistarskólar í Reykjavík, Kraganum og á Suðurlandi og Suðurnesjum uppskeru skólaársins með þrennum Nótutónleikum í Salnum, Kópavogi, kl. 11:00, 13:00 og 15:00.
Uppskerutónleikar tónlistarskóla á Austurlandi verða haldnir í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði kl. 14:00. Tónlistarskólar á Vesturlandi og Vestfjörðum halda sína uppskerutónleika í Tónbergi, tónleikasal Tónlistarskólans á Akranesi kl. 14:00.
Þá fara Konserttónleikar Nótunnar, sem haldnir eru í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, fram í sal Allegro Suzukitónlistarskólans, Langholtsvegi 109-111, kl. 10:00 og 11:00.
Á morgun, sunnudaginn 14. apríl verður svo uppskeru tónlistarskóla á Norðurlandi fagnað í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð, með hátíðartónleikum kl. 14:00.