Nótan

Nótan NÓTAN - uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Markmiðið er að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við umhverfi sitt.

Net-Nótan 2021 – uppskeruhátíð tónlistarskóla er samstarfsverkefni Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtaka tónlistarskólastjóra. Uppskeruhátíðin er hugsuð sem ný vídd í starfsemi tónlistarskóla og standa vonir til að hátíðin verði í senn faglega hvetjandi og skemmtilegt innlegg í starfsemi tónlistarskóla fyrir aðstandendur skólanna jafnt innan veggja þeirra sem utan. Tónlistarskó

lar landsins eru um níutíu talsins. Þar fer fram gríðarlega fjölbreytt og öflugt starf og með hátíðinni er kastljósinu beint að þessum samfélögum og tónlistarnemendum veittar viðurkenningar fyrir afrakstur vinnu þeirra. Uppskeruhátíðin er þrískipt og skipulögð þannig að allir geti tekið þátt. Þátttakendur eru frá öllu landinu, á öllum aldri og efnisskráin endurspeglar ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms.

Tónleikarnir Nótan & nemendurnir fara fram í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 23. nóvember, klukkan 16:00. Fimm upprenna...
22/11/2024

Tónleikarnir Nótan & nemendurnir fara fram í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 23. nóvember, klukkan 16:00.
Fimm upprennandi tónlistarmenn, sem tóku þátt í Nótunni; Uppskeruhátíð tónlistarskólanna, í ár, eru í einleikshlutverkum á tónleikunum, sem Sinfóníuhljómsveit áhugamanna stendur fyrir, í samvinnu við Nótuna.

NÓTAN 2024 - uppskeruhátíð tónlistarskólanna fer fram núna um helgina. Veislan hófst í gær með tónleikum víða um land. Í...
14/04/2024

NÓTAN 2024 - uppskeruhátíð tónlistarskólanna fer fram núna um helgina. Veislan hófst í gær með tónleikum víða um land.

Í dag, sunnudaginn 14. apríl, fagna tónlistarskólar á Norðurlandi uppskeru skólaársins með hátíðartónleikum í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð klukkan 14:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

NÓTAN 2024 - uppskeruhátíð tónlistarskólanna fer fram núna um helgina með hátíðartónleikum á fjórum stöðum um landið. Að...
13/04/2024

NÓTAN 2024 - uppskeruhátíð tónlistarskólanna fer fram núna um helgina með hátíðartónleikum á fjórum stöðum um landið. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Í dag, laugardaginn 13. apríl, fagna tónlistarskólar í Reykjavík, Kraganum og á Suðurlandi og Suðurnesjum uppskeru skólaársins með þrennum Nótutónleikum í Salnum, Kópavogi, kl. 11:00, 13:00 og 15:00.

Uppskerutónleikar tónlistarskóla á Austurlandi verða haldnir í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði kl. 14:00. Tónlistarskólar á Vesturlandi og Vestfjörðum halda sína uppskerutónleika í Tónbergi, tónleikasal Tónlistarskólans á Akranesi kl. 14:00.

Þá fara Konserttónleikar Nótunnar, sem haldnir eru í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, fram í sal Allegro Suzukitónlistarskólans, Langholtsvegi 109-111, kl. 10:00 og 11:00.

Á morgun, sunnudaginn 14. apríl verður svo uppskeru tónlistarskóla á Norðurlandi fagnað í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð, með hátíðartónleikum kl. 14:00.

Nótan 2024 – uppskeruhátíð tónlistarskólanna fer fram á fjórum stöðum um landið helgina 13.-14. apríl! 🎺Uppskeru skólast...
09/04/2024

Nótan 2024 – uppskeruhátíð tónlistarskólanna fer fram á fjórum stöðum um landið helgina 13.-14. apríl! 🎺
Uppskeru skólastarfsins verður fagnað í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði, Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð, Tónbergi tónleikasal Tónlistarskólans á Akranesi, Salnum í Kópavogi og sal Allegro Suzukitónlistarskólans í Reykjavík.
Tilgangur uppskeruhátíðarinnar er að beina kastljósinu að samfélagi tónlistarskóla og tónlistarnemenda með það að leiðarljósi að styrkja ungt tónlistarfólk og efla tónlistarmenntun og tónlistarlíf í samfélaginu!
Ókeypis er á alla tónleika Nótunnar og allir boðnir hjartanlega velkomnir á þennan skemmtilega viðburð! 🪇🥁

Fimm ungir og upprennandi einleikarar leika listir sínar á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna (SÁ) næsta laugarda...
13/02/2024

Fimm ungir og upprennandi einleikarar leika listir sínar á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna (SÁ) næsta laugardag! Tónleikarnir eru hluti af samstarfi Nótunnar - uppskeruhátíðar tónlistarskólanna og SÁ.
Eins og hljómsveitin segir í kynningu sinni þá er hér um mjög skemmtilega tónleika að ræða, bæði fyrir leikna og lærða og án vafa hvetjandi fyrir aðra tónlistarnema og foreldra að sjá og heyra!

Nú líður að skemmtilegustu tónleikum ársins hjá Áhugahljómsveitinni: Fimm ungir og upprennandi einleikarar leika listir sínar.

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Nótan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Nótan:

Share

Category