PartyZone

PartyZone Dansþáttur þjóðarinnar og
Útvarpsþáttur Plötusnúðanna.
á Rás 2 á RÚV The radio show of the Icelandic DJ culture since 1990.

Það var nóg að gera í september:   Funheitur PZ listi, geggjaðar múmíur, DJ Debut frá DJ Tóta úr Young G&T, Nauðsynlegt ...
10/10/2025

Það var nóg að gera í september: Funheitur PZ listi, geggjaðar múmíur, DJ Debut frá DJ Tóta úr Young G&T, Nauðsynlegt mix frá Dj Grétari og hæstmóðins músik úr öllum áttum. Við trommuðum upp stemmingu fyrir nokkrum frábærum viðburðum sömuleiðis. Danssenan lífleg.

Þið getið nálgast þættina og mixteipin í spilara RÚV, á helstu hlaðvarpsveitum og á Mixcloud síðu þáttarins.

RÚV: https://www.ruv.is/utvarp/spila/partyzone-dansthattur-thjodarinnar/34186/

PODCAST: https://podcast.pz.is/

MIXCLOUD: https://www.mixcloud.com/PartyZone95/

Takk fyrir að hlusta!
Stay tuned með vel reimaða dansskóna !

Löngu tímabær uppfærsla á "PartyZone Listinn - Topp 30" playlistanum okkar á Spotify!     Vorum að drukkna í stöffi við ...
29/09/2025

Löngu tímabær uppfærsla á "PartyZone Listinn - Topp 30" playlistanum okkar á Spotify! Vorum að drukkna í stöffi við vinnslu listans, þannig að það var auðvelt að henda í topp 50!
Endilega fylgja okkur á Spotify. :)

Playlist · PartyZone · 50 items · 607 saves

Netvarp Reykjavík - Nýr PartyZone þáttur kominn í loftið! -------------------------------------------------------PARTYZO...
26/09/2025

Netvarp Reykjavík - Nýr PartyZone þáttur kominn í loftið!
-------------------------------------------------------
PARTYZONE LISTINN - TOPP 30 - ÁGÚST/SEPT 2025
-------------------------------------------------------
Þáttastjórnendur eru peppaðir og mættir í hljóðver RÚV í Teitileiti 1.
Við grúskum og hrærum í helstu suðupottum danstónlistarinnar ásamt því að leita til allra helstu plötusnúða landsins við vinnslu listans. Útkoman er er glænýr Topp 30 listi sem gildir fyrir ágúst og september. Við skulduðum heldur betur nýjan lista, og settum okkur í vandræði þar sem við vorum með yfir 100 lög að velja úr.
Það þýðir að topp 30 er verulega gott stöff.

Múmíur kvöldsins á söngvarinn, plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Ron Carroll sem lést langt fyrir aldur fram á dögunum. Önnur þeirra er ofurklassík sem sat í 3.sæti árslista PZ árið 2003.

PZ í SPILARA RÚV: https://www.ruv.is/utvarp/spila/partyzone-dansthattur-thjodarinnar/34186/

Hlekkur í hlaðvarp þáttarins: https://podcast.pz.is/

Mixcloud síða þáttarins: https://www.mixcloud.com/PartyZone95/


--------------------------------------------------------
Þátturinn er kominn í spilara RÚV, allar hlaðvarpsveitur og á Mixcloud síðu þáttarins.

PartyZone - NAUÐSYNLEGA MIXIÐ - SEPT 2025 - DJ Grétar "End of Summer"---------------------------------------------------...
19/09/2025

PartyZone - NAUÐSYNLEGA MIXIÐ - SEPT 2025 - DJ Grétar
"End of Summer"
---------------------------------------------------------
Party Zone framleiðir mixteip sem við köllum Nauðsynlega Mixið. Ráðlagður dansskammtur mánaðarins.

Það er enginn annar en DJ GRÉTAR sem setur saman mix handa okkur í þetta skiptið. Teipið sem við fengum var merkt "End of Summer" og aðspurður sagði hann það akkúrat málið. Mixið var tekið upp í kvöldsólinni og handvalin lög úr töskunni sem hafa verið að heilla kappann síðustu vikur og mánuði fóru rakleiðis á fóninn. Útkoman er þetta eðal mix frá doninum sjálfum.

SPILARI RÚV: https://www.ruv.is/utvarp/spila/partyzone-dansthattur-thjodarinnar/34186/bcrn1m
PODCAST: https://podcast.pz.is/
MIXCLOUD:: https://www.mixcloud.com/PartyZone95/

Lagalisti:
Hlið A :
Coflo, Nimiwari - Visions (Backside Dub)
The African Dream, Mr Onester - African Spirits (Remastered 2022)
Don Carlos, Key Tronics Ensemble - Calypso Of House (Don Carlos Recostruction)
Jimpster - The Phoenix
Franck Roger, Rimarkable - Part Of My Soul
Bon, Craig Smith - Under The Disco Lights (Craig Smith Remix)
Franck Roger - New Balance (Original Mix)
beatsbyhand, Rona Ray, Jimpster - Say Yes (Jimpster Extended Remix)
Jakatta, Andre Crom, Chi Thanh - American Dream (Andre Crom And Chi Thanh Remix)
Oliver Dollar, Apropos, Boog Brown - What Cha- Gonna Do
David Keno, HRRSN, Gorge - A Compliment (Gorge Remix)

Hlið B:
Jimpster - You Got My Love
Mike Agent X Clark, Paul Hill, Oliver Dollar - I Don-t Know Why (Oliver Dollar Remix)
Tuccillo - Happyness
Todd Modes, PRLZ, Oliver Dollar - I Can-t Stop (Oliver Dollar Remix)
Spencer Parker, Tee Amara, Radio Slave - Better Days (Radio Slave Remix)
Don Carlos, Micky More - Andy Tee - Alone (Micky More - Andy Tee Horns Mix)
Blaze, Palmer Brown, David Harness - My Beat (Spaced Out Beat) (David Harness Extended Remix)
Hilit Kolet, Mike Dunn - Hot Mess (Mike Dunn -Deep Messy- Instrumental Mix)
Da Mike, Lazarusman, Manqo - The Thing (MANQO Remix)


--------------------------------------------------
PartyZone fer í loftið í spilara RÚV og öllum hlaðvarpsveitum. Einnig rata þættirnir ásamt ýmsu aukaefni á Mixcloud síðu þáttarins.

Hér er einn sjúskaður úr möppunni.  En geggjuð heimild frá "Dansárinu Mikla"   Rohosalegur PartyZone listi síðan 18.ágús...
18/09/2025

Hér er einn sjúskaður úr möppunni. En geggjuð heimild frá "Dansárinu Mikla" Rohosalegur PartyZone listi síðan 18.ágúst 1995 sem gilti þá vikuna. Sæmilegustu lög að hrærast á listanum þarna....... senan á útopnu. Kannski aðeins þreytt örfáum dögum eftir UXA 95 :)

Þessi listi var heimldin okkar í dagskrárliðnum Múmía kvöldsins í síðasta þætti. Þessi listi var fluttur í PartyZone á Xinu í Aðalstrætinu á laugardagskvöldi. Líklega verið gefið á gestalista á Rósen og Tunglið.

Hver er þessi HANS! (engir farsímar bara landlína... já og bara vínyll. :)

Múmían í síðasta þætti. Topplag PartyZone listans sem var kynntur á Xinu laugardagskvöldið 18.ágúst 1995.   Svaðaleg bom...
16/09/2025

Múmían í síðasta þætti.
Topplag PartyZone listans sem var kynntur á Xinu laugardagskvöldið 18.ágúst 1995.
Svaðaleg bomba af bombu lista síðsumars fyrir þrjátíu árum síðan, þegar danssenan var algerlega í hæstu hæðum.

Provided to YouTube by Hard HandsAfro Ride · Leftfield · DJUM DJUMLeftism℗ 1995 Hard Hands Ltd.Released on: 2000-05-23Composer, Lyricist: Neil BarnesComposer...

PartyZone - 12.September - Lagalisti Takk fyrir að hlusta!
12/09/2025

PartyZone - 12.September - Lagalisti

Takk fyrir að hlusta!

Netvarp Reykjavík - Nýr PZ þáttur kominn í loftið! -------------------------------------------------------PARTYZONE - 12...
12/09/2025

Netvarp Reykjavík - Nýr PZ þáttur kominn í loftið!
-------------------------------------------------------
PARTYZONE - 12.SEPT 2025

PZ í SPILARA RÚV: https://www.ruv.is/utvarp/spila/partyzone-dansthattur-thjodarinnar/34186/bcrn1l

PODCAST PZ: https://podcast.pz.is/
-------------------------------------------------------

"Drekkhlaðinn "með puttann á danssenunni" þáttur handa ykkur með öllum helstu dagsskrárliðum þáttarins:
Handvalið nýmeti,íslenskt, þrenna kvöldsins, múmía og plötusnúður með læti.

Við hitum upp fyrir tvo viðburði sem verða helgina 26.-27.september næstkomandi. Joy Orbisson kemur fram í Austurbæjarbíói föstudagskvölið 26.sept og á þessi framsækni og funheiti tónlistarmaður þrennu kvöldsins. Í íslensku deildinni heyrum við nýlegt lag úr óvæntri átt, frá þeim Daniil og Páli Óskari. DJ sett kvöldsins verður svo í höndum DJ Tóta út DJ dúóinu Young G&T, en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur fram í þættinum. Hann ætlar að tromma upp viðburð sem verður í Iðnó Laugardagskvöldið 27.september þar sem aðalnúmer kvöldsins eru þeir Markus Homm og Gorge. Dj settið verða lög eða remix frá þeim köppuum.

Rúsínan í pylsuendanum eru síðan tvö glæný lög frá GusGus sem bárust í þáttinn á meðan við vorum að taka hann upp og við að sjálfsögðu settum þau bæði í loftið og hitum í leiðinni upp fyrir risaafmælistónleika sveitarinnar í Laugardalshöll þann 4.október
Þéttur og funheitur þáttur sem tekur púlsinn á viðburðaríkri dansenunni þessa dagnana. VAFRIÐ dansandi á PartyZone.


--------------------------------------------------------
Þátturinn er kominn í spilara RÚV, allar hlaðvarpsveitur og á Mixcloud síðu þáttarins.

PartyZone - NAUÐSYNLEGA MIXIÐ - Ágúst 2025 - DJ Andrés "MIX um MENNÓ"---------------------------------------------------...
22/08/2025

PartyZone - NAUÐSYNLEGA MIXIÐ - Ágúst 2025 - DJ Andrés
"MIX um MENNÓ"
---------------------------------------------------------
Party Zone framleiðir mixteip sem við köllum Nauðsynlega Mixið. Það er enginn annar en DJ Andrés sem setur saman mix handa okkur í þetta skiptið. Það er alltaf spennandi þegar DJ Andrés fer í hljóðverið sitt og setur saman mixteip. Margir muna eftir t.d. Dansa Meira diskunum t.d. og ófáum heimsóknum hans í Dansþátt þjóðarinnar í gegnum árin. Einnig er alltaf eitthvað sérstakt í gangi á Kaffibarnum þegar Andrés er í búrinu.

Hann vill að DJ mixin hans standist tímans tönn og séu jafn edgy og svöl eftir fimm ár og núna. Hann er í elektrónísku daðri við níunda áratuginn í þessum nauðsynlega dansskammti mánaðarins. Bráðnauðsynlegt mix.:) Annars hafði Andrés þetta að segja sjálfur um mixið:

"Við erum að tala um daður til níunda áratugarins. Nýrómantík, hljómborð og hljóðgervlar. Hljóðheimurinn boðar skammdegi, þó með einhverjum undirliggjandi undurfagrum dularfullum tón sem fylgir kulda og myrkri. Mixið samanstendur af lögum nútíðar og fortíðar, þar má einnig finna tvö íslensk lög."

SPILARI RÚV: https://www.ruv.is/utvarp/spila/partyzone-dansthattur-thjodarinnar/34186/

PODCAST: https://podcast.pz.is/

MIXCLOUD:: https://www.mixcloud.com/PartyZone95/

Lagalisti: Hlið A : Kemur mögulega síðar.
Hlið B: Kemur mögulega síðar.

Artwork: Þórir Celin -

Hámenningarlegt innlegg PZ á Menningarnótt!


--------------------------------------------------
PartyZone fer í loftið í spilara RÚV og öllum hlaðvarpsveitum. Einnig rata þættirnir ásamt ýmsu aukaefni á Mixcloud síðu þáttarins.

Við skulduðum uppfærslu á playlistanum "PartyZone Listinn - Topp 30" á Spotify.   Það voru nokkur lög á listanum sem eru...
21/08/2025

Við skulduðum uppfærslu á playlistanum "PartyZone Listinn - Topp 30" á Spotify. Það voru nokkur lög á listanum sem eru ekki á spotify eða youtube (alvöru underground vynil only stöff) ennþá. Þar á meðal hið sjóðheita topplag og 3.sætið (tékkið á þættinum í spilara RÚV til að heyra þau).

Hér eru hin 28 lögin sem voru á Júlí listanum ásamt öðrum 12 sem komu til greina.

PZ

PS: Framundan er Nauðsynlega mixið fyrir Ágúst mánuð og síðan PZ listinn fyrir ÁGÚST ! Verið klár við kassettutækin!

Playlist · PartyZone · 40 items · 604 saves

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when PartyZone posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share