
29/07/2025
🏁🏁 Akureyri var sturlað fun, naut þess að taka smá skref til baka hvað varðar að taka keppnirnar mjög alvarlega og leitast bara eftir að hafa pure fun alla helgina með góðum vinum sem heppnaðist 100% - Tók e-bike enduro á laugardeginum og fór inn í það með núll væntingar og ekki að pusha mikið, bara halda góðu flowi og líða vel á hjólinu, það var geggjaður dagur og bónus að enda á palli í 2.sæti. Næsta dag var Downhill - það er mun erfiðara fyrir andlegu hliðina að “chilla” þar, aðalega fyrir egoið einhvernvegin, þar sem ég hef lagt áherslu á þessa grein og gengið mjög vel hingað til. Leið vel og smooth í æfingum en náði alls ekki að byggja upp góðann hraða og sjálfstraust á ákveðnum köflum. Var rúmum 5sek á eftir sigurtíma sem er slatti í þessari braut sem ég vann með 1+ sek á síðasta ári. Naut þess frekar núna að horfa á vini mína shredda þessa braut, enginn gerði það eins og samt!🏆
Kom út úr þessari helgi með svipaða tilfinningu og þegar maður var nýlega byrjaður að hjóla. 100% pepp að hafa bara gaman og er búin að eiga svo geðveikt skemmtilega daga á hjólinu og feeling good!🙏🏻🔥
Næst á hjóla dagatalinu er enduro á ísafirði 8-10 ágúst, ætla halda áfram í rafmagnshjólaflokk, mjög peppaður fyrir þeirri keppni og hlakka til að pusha aðeins á limitið aðeins þar!🏁
verslun