Menning Morgunblaðsins

Menning Morgunblaðsins Menningardeild Morgunblaðsins fjallar um menningarmál í víðu samhengi 📚🎭🎼🎬🩰🎨 Culture department of the Icelandic newspaper Morgunblaðið ✨

25/09/2025

Nýjum menningarvef Morgunblaðsins fagnað - heimahöfn menningar á Íslandi! 🥳

Yfirlitssýning myndlistarkonunnar Kristínar Gunnlaugsdóttur, Ósagt, opnaði um helgina í Vestursal Kjarvalsstaða en Krist...
25/09/2025

Yfirlitssýning myndlistarkonunnar Kristínar Gunnlaugsdóttur, Ósagt, opnaði um helgina í Vestursal Kjarvalsstaða en Kristín er níundi listamaðurinn sem valinn er til þátttöku í sýningarröð Listasafns Reykjavíkur 🎨👩‍🎨

Húrra! Við fögnum því að menningarvefur Morgunblaðsins sé kominn í loftið! Þið finnið okkur á slóðinni mbl.is/menning/ 🥳
24/09/2025

Húrra! Við fögnum því að menningarvefur Morgunblaðsins sé kominn í loftið! Þið finnið okkur á slóðinni mbl.is/menning/ 🥳

„Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir mig, sérstaklega þar sem þetta er mín fyrsta bók.“ Birna Daníelsdóttir tók í...
19/09/2025

„Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir mig, sérstaklega þar sem þetta er mín fyrsta bók.“

Birna Daníelsdóttir tók í gær við Sólfaxa - íslensku barnabókaverðlaununum 2025 fyrir bókina Ég bý í risalandi. 🥇

Viðtal við Birnu má finna á menningarsíðunum í dag!

„Tónleikarnir voru ekki langir en snertu viðstadda djúpt. Þannig fylgdi tónlistin og flutningur áheyrendum út í dimma en...
18/09/2025

„Tónleikarnir voru ekki langir en snertu viðstadda djúpt. Þannig fylgdi tónlistin og flutningur áheyrendum út í dimma en milda haustnóttina og sannar það enn og aftur að tónlist lyftir andanum og gerir lífið betra,“ segir Magnús Lyngdal Magnússon, rýnir Morgunblaðsins, um tónleika Cantoque Ensemble þar sem verk Arvo Pärt (f.1935) voru flutt í Kristskirkju á dögunum. Tónleikarnir fengu fullt hús stiga eða fimm stjörnur!

Lesa má dóminn á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag, fimmtudag.

📸 Morgunblaðið/Eyþór

Komin eru yfir 50 ár síðan verkum Ísleifs Konráðssonar (1889-1972) hefur verið safnað saman og þau sýnd heildstætt eins ...
16/09/2025

Komin eru yfir 50 ár síðan verkum Ísleifs Konráðssonar (1889-1972) hefur verið safnað saman og þau sýnd heildstætt eins og gert er á sýningunni Hallir ímyndanna í Safnasafninu sem lýkur um komandi helgi. Ísleifur er jafnan talinn einn þekktasti „einfari“ í íslenskri listasögu og talið er að fjölmörg verk eftir hann leynist hjá einkaaðilum sem ekki er vitað um.

„Við vitum lítið um þau verk sem leynast úti í samfélaginu,“ segir Unnar Örn myndlistamaður og sýningarstjóri. „Við fórum í gegnum sýningarskrár og töldum hátt í 200 verk. Þetta er góður fjöldi af verkum sem eftir hann liggja en við vitum bara um staðsetningu 40 til 50 verka. Safnasafnið leggur mikla áherslu á að halda utan um heimildir og staðsetningu verka Ísleifs og það skiptir miklu máli enda ekkert annað safn sem sinnir þessum hópi alþýðulistamanna.

Við vitum að einhver verk voru seld út fyrir landsteinana eins og til dæmis til Þýskalands. Við hvetjum því alla sem vita um verk eftir Ísleif að hafa samband við Safnasafnið,“ segir Unnar Örn en símanúmer safnsins er 461-4066 og eins er hægt að senda tölvupóst á netfangið
[email protected].

Lesa má viðtalið í heild sinni á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag, þriðjudag.

📸Safnasafnið

„Öll eru þau að vinna með eitthvað dulið,“ segir Kristín Scheving safnstjóri Listasafns Árnesinga en á morgun opna fimm ...
12/09/2025

„Öll eru þau að vinna með eitthvað dulið,“ segir Kristín Scheving safnstjóri Listasafns Árnesinga en á morgun opna fimm einkasýningar í safninu en listamennirnir sem þar sýna eru Finnbogi Pétursson, Freyja Eilíf, Guðrún Kristjánsdóttir, Ilana Halperin frá Bandaríkjunum og Piotr Zbierski frá Póllandi.

„Við val á sýningum finnst mér alltaf skemmtilegt að það sé einhver þráður sem tengir sýningarnar saman. Það er erfitt að útskýra það en ég vinn mikið út frá innsæinu. Þegar ég hef hitt listamennina á vinnustofum þeirra fer af stað samtal og einhvers konar djúprannsókn hjá mér og ég finn hvernig hlutirnir passa saman. Svo þegar nær dregur og styttist í að sýningarnar verði tilbúnar í sölunum þá finn ég að þetta virkar og flæðir vel,“ segir Kristín en ítarlegt viðtal má finna á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag, föstudag.

📸 Anna Karen Skúladóttir

„Í sjálfu sér brenn ég fyrir hinu og þessu í myndlistinni en ég lít svo á að persónuleg skoðun safnstjóra þurfi ekki að ...
11/09/2025

„Í sjálfu sér brenn ég fyrir hinu og þessu í myndlistinni en ég lít svo á að persónuleg skoðun safnstjóra þurfi ekki að lita starfsemina í heild sinni. Ég tel mitt hlutverk fremur vera að greina þá strauma sem máli skipta hverju sinni og veita þeim brautargengi. Ég hef fengið að blómstra sem sýningarstjóri með ýmsum listamönnum og núna finnst mér ábyrgðarhluti að hleypa nýjum röddum að. Hvort heldur það snýr að nýrri myndlist eða endurskoðun á safneign eða listasögu,“ segir Markús Þór Andrésson, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.

Efnismikið viðtal við Markús Þór má lesa á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag, fimmtudag.

📸 Morgunblaðið/Karítas

„Ég hef sennilega samið langmest fyrir mannsröddina, hvort sem það er kór eða einsöngur. Það sem ég hef skrifað fyrir bl...
10/09/2025

„Ég hef sennilega samið langmest fyrir mannsröddina, hvort sem það er kór eða einsöngur. Það sem ég hef skrifað fyrir blásturshljóðfæri lít ég með einhverjum hætti á eins og ég sé að skrifa fyrir raddir. Röddin stendur mér næst, það er bara þannig,“ segir Tryggvi M. Baldvinsson tónskáld en sunnudaginn 14. september verða haldnir tónleikar í Norðurljósum Hörpu þar sem flutt verður tónlist eftir Tryggva, tónlist sem hefur orðið til á 40 ára tónsmíðaferli hans. Ítarlegt viðtal við Tryggva má lesa á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag.

📸 Morgunblaðið/Karítas

„Það er blómlegt menningar- og listalíf sem getur af sér gott og friðsælt samfélag,“ segir ­Logi Einarsson, menningar-, ...
08/09/2025

„Það er blómlegt menningar- og listalíf sem getur af sér gott og friðsælt samfélag,“ segir ­Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra í viðtali við menningardeild Morgunblaðsins.

„Mark­mið okk­ar er að bjóða upp á fjöl­breytt­ar og áhuga­verðar sýn­ing­ar,“ seg­ir Snæ­björn Brynj­ars­son, leik­hús­...
05/09/2025

„Mark­mið okk­ar er að bjóða upp á fjöl­breytt­ar og áhuga­verðar sýn­ing­ar,“ seg­ir Snæ­björn Brynj­ars­son, leik­hús­stjóri Tjarn­ar­bíós, um kom­andi leik­ár sem hann ræddi við menningardeild Morgunblaðsins.

📸 Eggert

„Laufey á sína farsæld skuldlaust og hnykkir enn frekar á henni með þessari gæðaplötu hér, A Matter of Time, sem er henn...
05/09/2025

„Laufey á sína farsæld skuldlaust og hnykkir enn frekar á henni með þessari gæðaplötu hér, A Matter of Time, sem er hennar þriðja," segir Arnar Eggert Thoroddsen í rýni sinni um nýjustu plötu Laufey Lín þar sem hann segir lagið Too Little, Too Late vera tilfinningaleg miðja plötunnar, rífandi ástaróður þar sem allt er sett upp á borð 👊🏻

Rýnin birtist í Morgunblaðinu 30. ágúst.

📸Morgunblaðið/Hákon

Address

Hádegismóar 2
Reykjavík
110

Telephone

+3545691100

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Menning Morgunblaðsins posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Menning Morgunblaðsins:

Share

Category