RÚV

RÚV RÚV er miðill allra landsmanna. Við framleiðum efni fyrir sjónvarp, útvarp, hlaðvarp & vefinn. Hafðu samband og við svörum eins fljótt og auðið er.

Ríkisútvarpið er útvarp allra landsmanna. Meginmarkmið þess er að VEKJA, VIRKJA og EFLA landsmenn. Þetta þríþætta hlutverk kemur fram í áherslum í fréttum, menningarefni og afþreyingu í útvarpi, sjónvarpi og öðrum miðlum. RÚV miðlar texta, hljóði og myndum og sinnir öryggisþjónustu á sviði útvarps. 95% þjóðarinnar nýta sér þjónustu RÚV í hverri viku og yfir 76% nýta sér þjónustu Ríkisútvarpsins da

glega sem er með því mesta sem þekkist meðal ríkisfjölmiðla í Evrópu. Við flytjum fréttir í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum allan sólahringinn alla daga ársins. Metnaðarfull og fjölbreytt dagskrá er á öllum miðlum RÚV. Útvarpsrásirnar eru Rás 1, Rás 2 og Rondó. Ríkisútvarpið sendir út fjölbreytta sjónvarpsdagskrá á RÚV en hefur einnig til umráða aukarás sem ber heitið RÚV 2. Á vefnum RÚV.IS er fréttavakt allan sólarhringinn og nær allt dagskrárefni sjónvarps og útvarps er aðgengilegt á vefnum. Einnig er auðvelt að nálgast efni RÚV á farsímum, spjaldtölvum og víðar í RÚV-appi.

Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut í gær hin virtu gullverðlaun Konunglega Fílharmóníufélagsins í Bretlandi. Verðlaunin eru ...
26/09/2025

Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut í gær hin virtu gullverðlaun Konunglega Fílharmóníufélagsins í Bretlandi. Verðlaunin eru ein þau æðstu sem hægt er að veita tónlistarmanni á alþjóðlegum vettvangi. Víkingur sagðist djúpt snortinn yfir viðurkenningunni.

Vikan með Gísla Marteini lofar góðri skemmtun í kvöld kl 20.15 🔥💥Ólafur Darri💥Urður Örlygsdóttir💥Karen Björg🎶 Páll Óskar...
26/09/2025

Vikan með Gísla Marteini lofar góðri skemmtun í kvöld kl 20.15 🔥

💥Ólafur Darri
💥Urður Örlygsdóttir
💥Karen Björg

🎶 Páll Óskar tillir sér í sófann og tekur lagið með Benna Hemm Hemm

Helga Kristín Tryggvadóttir og Rögnvaldur Þorgrímsson voru ekki byrjuð að vera saman þegar þau fóru í hjónabandsráðgjöf....
26/09/2025

Helga Kristín Tryggvadóttir og Rögnvaldur Þorgrímsson voru ekki byrjuð að vera saman þegar þau fóru í hjónabandsráðgjöf. Þau áttu von á barni saman og eru nú trúlofuð með tvö börn, búsett á Vopnafirði.

Vissir þú að Ísland tók þátt í sovéskri söngvakeppni árið 1980?
25/09/2025

Vissir þú að Ísland tók þátt í sovéskri söngvakeppni árið 1980?

Fréttir af söngvakeppninni Intervision í Rússlandi hafa vakið athygli. Saga þessarar keppni er reyndar nokkuð löng og Íslendingar tóku meira að segja þátt í henni einu sinni. Siggi Gunnars fjallaði um málið í Popplandi á Rás 2.

Níels Thibaud Girerd frumsýnir í fjórum stærstu leikhúsum landsins í vetur. Það séu forréttindi að hafa mikið að gera og...
25/09/2025

Níels Thibaud Girerd frumsýnir í fjórum stærstu leikhúsum landsins í vetur. Það séu forréttindi að hafa mikið að gera og dásamlegt að vera með unga dóttur um leið. Sviðslistir krefjast elju því í grunninn sé enginn að biðja um þær þó mikilvægi þeirra sé mikið.

Níels frumsýnir í fjórum stærstu leikhúsum landsins í vetur. Það séu forréttindi að hafa mikið að gera og dásamlegt að vera með unga dóttur um leið. Sviðslistir krefjast elju því í grunninn sé enginn að biðja um þær þó mikilvægi þeirra sé mikið.

Hera Hilmarsdóttir segir ekki auðvelt að stíga fram með skoðanir sínar og berjast fyrir málstað en hún hafi ekki haft va...
25/09/2025

Hera Hilmarsdóttir segir ekki auðvelt að stíga fram með skoðanir sínar og berjast fyrir málstað en hún hafi ekki haft val um annað gagnvart hvalveiðum. Hún hefur búið mestmegnis í London en segist hafa verið orðin vinnuvél og kemur nú oftar heim.

24/09/2025

„Hvað var Akureyrarveikin?“

Óskar Þór Halldórsson ræddi við Egil um dularfullan sjúkdóm sem hann hefur ritað bók um í Kiljunni.

Tilkynnt var í gær hvaða s*x bækur eru tilnefndar á stuttlista hinna virtu Booker-verðlauna. Á listanum er bæði fyrrum v...
24/09/2025

Tilkynnt var í gær hvaða s*x bækur eru tilnefndar á stuttlista hinna virtu Booker-verðlauna. Á listanum er bæði fyrrum verðlaunahafi, Kiran Desai, og þrír höfundar sem aldrei hafa verið tilnefndir áður.

Aðalpersóna fyrstu skáldsögu Nínu Ólafsdóttur líffræðings er hálfgrænlensk kona sem ferðast um heimskautasvæði með hund ...
24/09/2025

Aðalpersóna fyrstu skáldsögu Nínu Ólafsdóttur líffræðings er hálfgrænlensk kona sem ferðast um heimskautasvæði með hund sinn í heimi sem hefur tekið gífurlegum breytingum eftir loftslagshamfarir.

Erlingur Jack fékk hugmyndina að Brjáni, nýjum íslenskum grínþáttum, fyrir rúmlega 15 árum. Einn dagskrárstjóri tók vel ...
24/09/2025

Erlingur Jack fékk hugmyndina að Brjáni, nýjum íslenskum grínþáttum, fyrir rúmlega 15 árum. Einn dagskrárstjóri tók vel í verkefnið en hætti svo störfum í tvígang, á tveimur mismunandi sjónvarpsstöðvum, eftir að hafa samþykkt að keyra það áfram.

Kristrún Frostadóttir telur það styrkleika að vera með ung börn í embætti þótt það geti verið erfitt. Það sé jarðtengjan...
23/09/2025

Kristrún Frostadóttir telur það styrkleika að vera með ung börn í embætti þótt það geti verið erfitt. Það sé jarðtengjandi og hollt að vera í hversdeginum og mikilvægt að muna að vinnan sé ekki persóna manns heldur bara vinna.

Address

Reykjavík

Telephone

+3545153000

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when RÚV posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to RÚV:

Share

Our Story

Ríkisútvarpið er útvarp allra landsmanna. Meginmarkmið þess er að VEKJA, VIRKJA og EFLA landsmenn. Þetta þríþætta hlutverk kemur fram í áherslum í fréttum, menningarefni og afþreyingu í útvarpi, sjónvarpi og öðrum miðlum. RÚV miðlar texta, hljóði og myndum og sinnir öryggisþjónustu á sviði útvarps. 95% þjóðarinnar nýta sér þjónustu RÚV í hverri viku og yfir 76% nýta sér þjónustu Ríkisútvarpsins daglega. Við flytjum fréttir í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum allan sólahringinn alla daga ársins. Metnaðarfull og fjölbreytt dagskrá er á öllum miðlum RÚV. Útvarpsrásirnar eru Rás 1, Rás 2 og Rondó. Ríkisútvarpið sendir út fjölbreytta sjónvarpsdagskrá á RÚV en hefur einnig til umráða aukarás sem ber heitið RÚV 2. Á vefnum RÚV.IS er fréttavakt allan sólarhringinn og nær allt dagskrárefni sjónvarps og útvarps er aðgengilegt á vefnum. Einnig er auðvelt að nálgast efni RÚV á farsímum, spjaldtölvum og víðar í RÚV-appi.