RÚV

RÚV RÚV er miðill allra landsmanna. Við framleiðum efni fyrir sjónvarp, útvarp, hlaðvarp & vefinn. Hafðu samband og við svörum eins fljótt og auðið er.

Ríkisútvarpið er útvarp allra landsmanna. Meginmarkmið þess er að VEKJA, VIRKJA og EFLA landsmenn. Þetta þríþætta hlutverk kemur fram í áherslum í fréttum, menningarefni og afþreyingu í útvarpi, sjónvarpi og öðrum miðlum. RÚV miðlar texta, hljóði og myndum og sinnir öryggisþjónustu á sviði útvarps. 95% þjóðarinnar nýta sér þjónustu RÚV í hverri viku og yfir 76% nýta sér þjónustu Ríkisútvarpsins da

glega sem er með því mesta sem þekkist meðal ríkisfjölmiðla í Evrópu. Við flytjum fréttir í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum allan sólahringinn alla daga ársins. Metnaðarfull og fjölbreytt dagskrá er á öllum miðlum RÚV. Útvarpsrásirnar eru Rás 1, Rás 2 og Rondó. Ríkisútvarpið sendir út fjölbreytta sjónvarpsdagskrá á RÚV en hefur einnig til umráða aukarás sem ber heitið RÚV 2. Á vefnum RÚV.IS er fréttavakt allan sólarhringinn og nær allt dagskrárefni sjónvarps og útvarps er aðgengilegt á vefnum. Einnig er auðvelt að nálgast efni RÚV á farsímum, spjaldtölvum og víðar í RÚV-appi.

Í dag er hápunktur hinsegin daga þegar gleðigangan fer af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö. Þegar henni er lokið er ...
09/08/2025

Í dag er hápunktur hinsegin daga þegar gleðigangan fer af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö. Þegar henni er lokið er tilvalið fyrir þá sem ætla ekki að dansa inn í nóttina að lesa góða bók með hinsegin umfjöllunarefni.

Svart og hvítt er stuttskífa eftir Maríu Bóel. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á...
08/08/2025

Svart og hvítt er stuttskífa eftir Maríu Bóel. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Hinsegin dagar eru þessa vikuna. Af því tilefni hefur RÚV tekið saman nokkra þætti um hinseginleikann sem finna má í spi...
08/08/2025

Hinsegin dagar eru þessa vikuna. Af því tilefni hefur RÚV tekið saman nokkra þætti um hinseginleikann sem finna má í spilara RÚV. Þar er til að mynda snert á falinni ást, barneignum með hormónameðferðum og sjálfsmynd unglinga.🏳️‍🌈

Hinsegin dagar eru þessa vikuna. Af því tilefni hefur RÚV tekið saman nokkra þætti um hinseginleikann sem finna má í spilara RÚV. Þar er til að mynda snert á falinni ást, barneignum með hormónameðferðum og sjálfsmynd unglinga.

Erlendur Sveinsson segir íslenskan kvikmyndabransa hafa tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Hann sé orðinn að stórum...
08/08/2025

Erlendur Sveinsson segir íslenskan kvikmyndabransa hafa tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Hann sé orðinn að stórum iðnaði en samt sé auðvelt að tengjast og láta ótrúlegustu hluti gerast. Starfið sé fullt af ævintýrum en líka vonbrigðum.

07/08/2025

Mammaðín ætlar að horfa á síðasta þáttinn af Krautz á Seltjarnarnesi á laugardaginn 👀

Við höfnina á Djúpavogi stendur gamalt fiskverkunarhús sem fengið hefur nýtt hlutverk og hýsir nú samtímalistasafnið Ars...
07/08/2025

Við höfnina á Djúpavogi stendur gamalt fiskverkunarhús sem fengið hefur nýtt hlutverk og hýsir nú samtímalistasafnið Ars Longa. Yfirstandandi er sýningin Í lággróðrinum sem fjallar um flókin tengsl menningar og náttúru.

Auður Elva Kjartansdóttir gekk þvert yfir England með sautján ára syni sínum, Þorbergi Antoni Pálssyni. Leiðin lá frá Ír...
07/08/2025

Auður Elva Kjartansdóttir gekk þvert yfir England með sautján ára syni sínum, Þorbergi Antoni Pálssyni. Leiðin lá frá Írska hafinu yfir að Norðursjó, 320 kílómetra leið í gegnum þrjá af stærstu þjóðgörðum Bretlands.

Önnur sólóplata Þorsteins Kára, Hvörf, kom út í júní. Hún var plata vikunnar á Rás 2. Árni Matthíasson og Júlía Aradótti...
06/08/2025

Önnur sólóplata Þorsteins Kára, Hvörf, kom út í júní. Hún var plata vikunnar á Rás 2. Árni Matthíasson og Júlía Aradóttir rýndu í plötuna og ræddu við Orra Frey í Popplandi.

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er, hefur verið valin í aðalflokka kvikmyndahátíðanna í Toronto og Ne...
06/08/2025

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er, hefur verið valin í aðalflokka kvikmyndahátíðanna í Toronto og New York í haust. Myndin var heimsfrumsýnd í Cannes í Frakklandi og hlaut standandi lófaklapp. Hún verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst en nú þegar er uppselt á sýningar um allan heim.

RÚV.is

Mikael Kaaber var orðinn þreyttur á því að líða eins og litið væri niður á hann fyrir að búa til barnaefni. Honum fannst...
06/08/2025

Mikael Kaaber var orðinn þreyttur á því að líða eins og litið væri niður á hann fyrir að búa til barnaefni. Honum fannst hann geta gert meira og vildi fá að sanna sig. Leiklistin hafi gripið hann á viðkvæmum tíma æskunnar.

Kristín Björnsdóttir var ævintýragjarn kvenskörungur. Í byrjun seinni heimsstyrjaldar neitaði hún að gerast njósnari Þjó...
05/08/2025

Kristín Björnsdóttir var ævintýragjarn kvenskörungur. Í byrjun seinni heimsstyrjaldar neitaði hún að gerast njósnari Þjóðverja og það hafði alvarlegar afleiðingar. Þau sem þekktu til hennar lýsa henni sem stórri manneskju.

Address

Reykjavík

Telephone

+3545153000

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when RÚV posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to RÚV:

Share

Our Story

Ríkisútvarpið er útvarp allra landsmanna. Meginmarkmið þess er að VEKJA, VIRKJA og EFLA landsmenn. Þetta þríþætta hlutverk kemur fram í áherslum í fréttum, menningarefni og afþreyingu í útvarpi, sjónvarpi og öðrum miðlum. RÚV miðlar texta, hljóði og myndum og sinnir öryggisþjónustu á sviði útvarps. 95% þjóðarinnar nýta sér þjónustu RÚV í hverri viku og yfir 76% nýta sér þjónustu Ríkisútvarpsins daglega. Við flytjum fréttir í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum allan sólahringinn alla daga ársins. Metnaðarfull og fjölbreytt dagskrá er á öllum miðlum RÚV. Útvarpsrásirnar eru Rás 1, Rás 2 og Rondó. Ríkisútvarpið sendir út fjölbreytta sjónvarpsdagskrá á RÚV en hefur einnig til umráða aukarás sem ber heitið RÚV 2. Á vefnum RÚV.IS er fréttavakt allan sólarhringinn og nær allt dagskrárefni sjónvarps og útvarps er aðgengilegt á vefnum. Einnig er auðvelt að nálgast efni RÚV á farsímum, spjaldtölvum og víðar í RÚV-appi.