
10/10/2025
Sænskur maður lést eftir hrottalegt rán í Torrevieja með ógnvekjandi nýrri aðferð
Hryllilegt atvik skekur samfélagið í suðurhluta Costa Blanca. Þrítugur sænskur maður að nafni Christian lést eftir ránstilraun í Torrevieja, skammt frá Orihuela Costa.
Samkvæmt framburði kærustu hans voru parið á leið heim eftir kvöldskemmtun þegar stór, hvítur bíll með þremur eða fjórum mönnum stöðvaði við hlið þeirra. Mennirnir þóttust vera týndir, báðu um leiðbeiningar til La Zenia, sögðust ekki hafa nettengingu og þurfa hjálp.
Þeir báðu parið um að sýna þeim leiðina í símanum sínum. Þegar Christian rétti þeim símann sinn til að hjálpa, óku mennirnir á brott á fullum hraða og drógst hann með bílnum.
Augnabliki síðar skall bíllinn á stóran ruslagám við vegkantinn og kastaðist Christian harkalega til jarðar. Kærastan hans, Vivienne, hljóp til hans en fann hann meðvitundarlausan og blóðugan.
„Hann var með opin augu en brást ekki við,“ skrifaði hún. „Það var blóð alls staðar. Ég öskraði að hann myndi deyja.“
Hann var fyrst fluttur á sjúkrahúsið í Torrevieja og þaðan til Elche í bráðaaðgerð. Þrátt fyrir viðleitni lækna voru heilaáverkarnir of alvarlegir og eftir nokkra daga stoppaði hjarta Christians þann 7. október.
Vaxandi mynstur blekkingarárása.
Þó að þessi harmleikur hafi átt sér stað í Torrevieja er aðferðin sem var notuð mikið áhyggjuefni – svipuð svikum sem greint hefur verið frá um gervalt Costa Blanca.
Glæpahópar sem þykjast vera ferðamenn eða ökumenn að villast hafa nálgast fólk seint á kvöldin, oft að spyrja um leiðbeiningar eða þykjast taka myndir, aðeins til að stela símum, úrum eða töskum áður en þeir flýja á miklum hraða.
Íbúar og ferðamenn eru hvattir til að sýna varkárni þegar ókunnugir nálgast á ökutækjum - sérstaklega kvöld og nætur á rólegum svæðum. Afhendið aldrei ókunnugum símann ykkar eða aðrar eigur. Sýnið þær ekki.
Viðvörun til samfélagsins
Atvik eins og þessi minna okkur á hversu fljótt góðverk geta orðið banvæn. Glæpamennirnir sem að þessu máli koma eru enn lausir og spænsk yfirvöld rannsaka málið sem banvænt rán.
Ef þú verður vitni að svipaðri hegðun — ökutækjum sem stoppa til að spyrja til vegar eða fólki sem reynir að lokka þig nær bílnum sínum — forðið ykkur. Taktu eftir bíltegund, lit og skráningarnúmeri og tilkynntu það tafarlaust til lögreglunnar í Guardia Civil (062) eða lögreglunnar í hverfinu (112).
Hugur okkar er hjá Vivienne, fjölskyldu Christians og ástvinum þeirra í þessum ólýsanlega missi.
Látum þetta okkur að kenningu verða — verum vakandi og örugg. Hjálpum til við að koma í veg fyrir fleiri harmleiki sem þennan.
P.S.: Þýdd grein af Crime Watch Orihuela Costa. https://www.facebook.com/profile.php?id=61550822495651