Félag húseigenda á Spáni

Félag húseigenda á Spáni Félag húseigenda á Spáni er hagsmunafélag Íslendinga sem eiga eða hyggja á að kaupa húseignir á Spáni Fyrir þessum hópi fóru Sigurður G. Steinþórsson.

Saga félagsins
Árið 1987 höfðu nokkrir aðilar keypt sér hús á suðurströnd Spánar. Dýrt var og erfitt að komast þangað. Því gerðist það að hópur sem keypt hafði hús af Páli nokkrum, og síðar Guðmundi Óskarssyni hf, tók sig saman og myndaði samtök til að reyna að semja við Flugleiðir og ferðaskrifstofur um ódýrar ferðir. Steinþórsson, Hólmfríður Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Bjarnarsson. Illa gekk fr

aman af að semja við áðurnefnda aðila, en árið 1988 tókst loks að semja við Ferðaskrifstofu Reykjavíkur um nokkur föst sæti með þeim í flugi Arnarflugs til Alicante. Þetta heppnaðist ágætlega miðað við aðstæður og var þetta endurtekið sumarið 1989. Þeir einstaklingar sem stóðu að þessum samningum fundu að samningsstaðan var ekki nógu sterk og hópurinn of fámennur til frekari og betri samninga.

Í framhaldi af því var ákveðið að hafa samband við Leif Karlsson, sem einnig var að selja hús á sömu slóðum á Spáni, og fá hann og hans fólk til samstarfs við hópinn. Leifur tók því vel og var í framhaldinu ákveðið að stofna formlega til félagsskapar – „Félag húseigenda á Spáni“. Auglýstur var stofnfundur félagsins í Morgunblaðinu í byrjun nóvember og var pöntuð fundaraðstaða í Þingholti, Hótel Holti. Þeir sem að því stóðu voru hálfhræddir um að þeir hafi verið full stórtækir í að panta Þingholtið undir fundinn, kannski myndu 10-15 manns mæta í 80 manna sal. Var því hringt í alla sem til voru á skrám.

Þegar dagurinn rann upp krossbrá aðstandendum fundarboðsins, því salurinn fylltist fljótt af fólki og mikill fjöldi varð að standa frammi í forsalnum. Mönnum hafði aldrei dreymt um að svo mikill fjöldi myndi mæta á fundinn. Þetta sýndi hins vegar þann mikla áhuga og þörf sem var á félagi sem þessu. Félagið var síðan stofnað formlega þennan eftirmiðdag, þann 12. nóvember 1989, af miklum einhug. Fyrsti formaður félagsins var kosinn Sigurður G. Frá stofnuninni hefur félagið þróast og dafnað og telur nú á sjöunda hundrað félagsmanna. Félagið hefur haldið ráðstefnu frá árinu 2005 um málefni húseigenda á Spáni og er hún í tengslum við aðalfund og grísaveislu og er haldin í febrúar ár hvert, auk spjallfunda bæði hér heima og á Spáni.

Þungamiðja félagsins er sem fyrr samningar um fargjöld og hefur samningsstaðan styrkst verulega þegar yfir 3000 manns fara ár hvert á vegum félagsins, auk þess semur félagið um bílaleigubíla, afslætti ofl. á Spáni fyrir sína félagsmenn. Frá árinu 1993 hefur verið starfsmaður á Spáni á vegum félagsins til að aðstoða félagsmenn og gesti í húsum þeirra t.d. vegna læknisþjónustu, sjúkrahúsdvalar og annars sem fólk þarf á að halda. Stjórnir félagsins hverju sinni halda a.m.k. 10 fundi árlega auk aðalfunda og senda póst til allra félagsmanna víða um land um alla samninga og hvers konar breytingar sem eiga sér stað.

Sænskur maður lést eftir hrottalegt rán í Torrevieja með ógnvekjandi nýrri aðferðHryllilegt atvik skekur samfélagið í su...
10/10/2025

Sænskur maður lést eftir hrottalegt rán í Torrevieja með ógnvekjandi nýrri aðferð

Hryllilegt atvik skekur samfélagið í suðurhluta Costa Blanca. Þrítugur sænskur maður að nafni Christian lést eftir ránstilraun í Torrevieja, skammt frá Orihuela Costa.

Samkvæmt framburði kærustu hans voru parið á leið heim eftir kvöldskemmtun þegar stór, hvítur bíll með þremur eða fjórum mönnum stöðvaði við hlið þeirra. Mennirnir þóttust vera týndir, báðu um leiðbeiningar til La Zenia, sögðust ekki hafa nettengingu og þurfa hjálp.

Þeir báðu parið um að sýna þeim leiðina í símanum sínum. Þegar Christian rétti þeim símann sinn til að hjálpa, óku mennirnir á brott á fullum hraða og drógst hann með bílnum.

Augnabliki síðar skall bíllinn á stóran ruslagám við vegkantinn og kastaðist Christian harkalega til jarðar. Kærastan hans, Vivienne, hljóp til hans en fann hann meðvitundarlausan og blóðugan.
„Hann var með opin augu en brást ekki við,“ skrifaði hún. „Það var blóð alls staðar. Ég öskraði að hann myndi deyja.“

Hann var fyrst fluttur á sjúkrahúsið í Torrevieja og þaðan til Elche í bráðaaðgerð. Þrátt fyrir viðleitni lækna voru heilaáverkarnir of alvarlegir og eftir nokkra daga stoppaði hjarta Christians þann 7. október.

Vaxandi mynstur blekkingarárása.

Þó að þessi harmleikur hafi átt sér stað í Torrevieja er aðferðin sem var notuð mikið áhyggjuefni – svipuð svikum sem greint hefur verið frá um gervalt Costa Blanca.

Glæpahópar sem þykjast vera ferðamenn eða ökumenn að villast hafa nálgast fólk seint á kvöldin, oft að spyrja um leiðbeiningar eða þykjast taka myndir, aðeins til að stela símum, úrum eða töskum áður en þeir flýja á miklum hraða.

Íbúar og ferðamenn eru hvattir til að sýna varkárni þegar ókunnugir nálgast á ökutækjum - sérstaklega kvöld og nætur á rólegum svæðum. Afhendið aldrei ókunnugum símann ykkar eða aðrar eigur. Sýnið þær ekki.

Viðvörun til samfélagsins

Atvik eins og þessi minna okkur á hversu fljótt góðverk geta orðið banvæn. Glæpamennirnir sem að þessu máli koma eru enn lausir og spænsk yfirvöld rannsaka málið sem banvænt rán.

Ef þú verður vitni að svipaðri hegðun — ökutækjum sem stoppa til að spyrja til vegar eða fólki sem reynir að lokka þig nær bílnum sínum — forðið ykkur. Taktu eftir bíltegund, lit og skráningarnúmeri og tilkynntu það tafarlaust til lögreglunnar í Guardia Civil (062) eða lögreglunnar í hverfinu (112).

Hugur okkar er hjá Vivienne, fjölskyldu Christians og ástvinum þeirra í þessum ólýsanlega missi.

Látum þetta okkur að kenningu verða — verum vakandi og örugg. Hjálpum til við að koma í veg fyrir fleiri harmleiki sem þennan.

P.S.: Þýdd grein af Crime Watch Orihuela Costa. https://www.facebook.com/profile.php?id=61550822495651

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca ströndinni.....Samkvæmt samtali við við Jose Marie á Sundlaugab...
09/10/2025

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca ströndinni.....

Samkvæmt samtali við við Jose Marie á Sundlaugabarnum þá hefur hittingur föstudaginn 10-10-2025 verið sleginn af vegna veðurs.

Tilkynning frá FHS varðandi sölu og frágangs miða á Haustfagnaðinn verður auglýstur.

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Góðan daginn kæru FHS félagar og aðrir velunnarar félagsins hér á Costa Blanca ströndinni....ENN VERÐA SAGÐAR VEÐURFRÉTT...
09/10/2025

Góðan daginn kæru FHS félagar og aðrir velunnarar félagsins hér á Costa Blanca ströndinni....

ENN VERÐA SAGÐAR VEÐURFRÉTTIR

Það er ljóst að veðrinu sem var spáð, hefur tekist að riðla flestum plönum sem ákveðin hafa verið á þessum tíma.
Flest mannamót, götuhátíðir, skemmtanir og markaðir hafa verið slegin af.

Ýmsar verslanir hafa slegist í hópinn í dag, með lokanir í huga þennan komandi föstudag.

ATH..La Zenia Boulevard mollið verður lokað á morgun, föstudag.

Sjá meðfylgjandi mynd af tilkynningu hér að neðan..⬇️:

Hér má sjá tilkynningu frá t.d. CARREFOUR :

🛒 Matvörukeðjan CARREFOUR upplýsir að vegna viðvörunar sem spáð er fyrir morgundaginn verða eftirfarandi verslanir í suðurhluta ALICANTE og CARTAGENA lokaðar. ⚠️🚫
Sjá nánar meðfylgjandi mynd ⬇️:

UPPFÆRT :

Hittingi okkar íslendinga á Sundlaugabarnum föstudaginn 10.október hefur verið aflýst vegna veðurs.

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Góðan daginn kæru FHS félagar og allir hinir Íslendingarnir hér á Costa Blanca SPÆNSKA SMÁFRÉTTAHORNIÐ spáir í dagana......
08/10/2025

Góðan daginn kæru FHS félagar og allir hinir Íslendingarnir hér á Costa Blanca

SPÆNSKA SMÁFRÉTTAHORNIÐ spáir í dagana.......

Hvað er með þessa lokunardaga, rauðu daga, hátíðir og hérðs -og svæðisdaga á Spáni..og þá sérstaklega núna í október ?

9.október er....
Almennur frídagur í Valencia héraði - frekar en á landsvísu. Opið er hjá fjölmörgum verslunum og verslunarkeðjum. Eins er opið á söfnum og veitingahúsum.

12.október er....
Opinber þjóðhátíðardagur Spánar - HISPANIC DAY - með hersýningur og tilheyrandi standi, og þá aðallega í höfuðborginni, MADRID.
Víða er opið á suðurströndinni og yfirleitt á almennum túristastöðum.

13.október er....
Á mánudeginum 13. er einnig haldið uppá Columbusardaginn, tileinkaður Cristofer Columbus og daginn 14.október 1492.
Þó er þessi dagur merktur sem "bank holiday" sem við á Íslandi myndum líklega bara kalla "annan í þjóðhátíð".

14.október er....
Haustfagnaður FHS....😀..Hæ, hó..

Allir þessir dagar, í þessari samansöfnuðu hrúgu, kallast á Spáni "puente" eða brú, eða löng helgi, - í að minnsta kosti 8 héruðum Spánar.

Frekari fróðleik um dagana þessa, hvern um sig, - má síðan lesa um víða á netinu.

Myndir : Tekið af Internetinu.
Samantekt :
Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Góðan daginn kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca ströndinni                                        ...
08/10/2025

Góðan daginn kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca ströndinni

NÚ VERÐA SAGÐAR VEÐURFRÉTTIR:

Búast má við öflugum rigningardögum, jafnvel næstu 4 daga á Costa Blanca ströndinni skv. nýjum spám veðurstöðva landsins.

Fyrstu rigninga má vænta strax á morgun, fimmtudag.

Lítið annað um það að segja nema að fólk er beðið um að fylgjast með og klæða sig eftir veðri.

Einnig er gott að gæta að niðurföllum og öllu utanhúss sem gæti skemmst vegna bleytu.

● Fengið og byggt á fréttum af ýmsum
veðurvefjum. - Staðfært :

Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni

03/10/2025
Góðan daginn ágætuFHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni Íslendingahittingurinn á Sundlaugabarnum núna á fös...
03/10/2025

Góðan daginn ágætuFHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni

Íslendingahittingurinn á Sundlaugabarnum núna á föstudaginn 3.október 2025 var mjög vel sóttur og varla sæti að fá. Já, fjölmennt og mörg ný andlit í bland við fasta hópinn.

Veðrið var einnig mjög gott í dag, u.þ.b. 28-29° gráður, sól og blíða.
Gott októberveður.

Sigurvegarar í mini-golfinu í dag voru þau Margrét Teitsdóttir og Bergsveinn sem fengu sín verðlaun fyrir frábært skor.

Miðar á Haustfagnað FHS, félags húseigenda á Spáni eru að seljast upp og var nóg að gera í dag við að afgreiða og afhenda miða.

Þökkum þeim sem gerðust félagar í FHS í dag og bjóðum þau velkomin í okkar frábæra hóp.

Minnum á næsta hitting íslendinga á Sundlaugabarnum 10.október n.k.

Þá eru einnig síðustu forvöð fyrir þá sem eiga frátekna miða, að greiða.

Látum fylgja nokkrar myndir sem teknar voru frá í dag.

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Góðan daginn kæru FHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni         FÖSTUDAGSH*TTINGURINN Munið "Hitting" okkar...
02/10/2025

Góðan daginn kæru FHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni

FÖSTUDAGSH*TTINGURINN

Munið "Hitting" okkar íslendinga hér á Costa Blanca á morgun, - föstudaginn 3.október á Sundlaugabarnum, Las Mimosas Kl.14:00 - 16:00 - eins og vanalega.

Mini-golfið er alltaf jafn vinsælt og bókaskápanir okkar fullir af góðum bókum fyrir komandi skammdegi.

Fulltrúar FHS verða á staðnum og salan á Haustfagnað félagsins 14.október n.k. og afhending seldra miða fer fram hittingnum.

Sjáumst hress og kát á Sundlaugabarnum.

Hvar erum við?

Bar Piscinas
Calle Gorrion 5,
03189 Las Mimosas,
Orihuela Costa

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Góðan daginn FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca ströndinni                                      ●Nú þeg...
29/09/2025

Góðan daginn FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca ströndinni

Nú þegar flugfélagið PLAY hefur loksins opinberað erfiðleika sína og endanlega lýst því yfir að þeir séu gjaldþrota, skilja þeir eftir sig slóð farþega (í hundraða vís) sem eiga um sárt að binda.

Á vef Samgöngustöfu má sjá upplýsinar um stöðu farþega undir kringumstæðum sem þessum og birtum við FHS, félag húseigenda á Spáni hér upplýsingar af vef Samgöngustofu ef það gæti hjálpað:

Skyndileg rekstrarstöðvun vegna til dæmis gjaldþrota eða verkfalla flugfélaga eða flugvalla

Gjaldþrot
Réttarstaða flugfarþega í fjárhagserfiðleikum flugrekenda og ferðaskrifstofa er misjöfn eftir því hvaða þjónusta hefur verið keypt, af hverjum og hvar.

Ef flugferð er aflýst vegna gjaldþrots áður en ferðin er hafin er hægt að:
* Lýsa kröfu í þrotabúið
* Sækja endurgreiðslu til
greiðslukortafyrirtækis, ef farseðill
var greiddur með greiðslukorti

Ef farþegi er erlendis þegar flugfélag fer í þrot er hægt að:

* Sækja endurgreiðslu til
greiðslukortafyrirtækis, ef farseðill
var greiddur með greiðslukorti

* Upplýsingar fengnar af vef Samgöngustofu.
https://island.is/gjaldthrot-og-verkfoll-flugrettindi

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni

Réttindi flugfarþega við gjaldþrot eða verkfalls flugfélags eða flugvallar.

Góðan daginn FHS félagar og aðrir íslendingar hét á Costa Blanca ströndinni! NÚ VERÐA SAGÐAR VEÐURFRÉTTIR               ...
27/09/2025

Góðan daginn FHS félagar og aðrir íslendingar hét á Costa Blanca ströndinni!

NÚ VERÐA SAGÐAR VEÐURFRÉTTIR

Sólrík helgi er að hefjast, með örlítið hærri hitastigi en undanfarna daga og sumarstemningu. September mánuður búinn að vera óvenju sólríkur og heitur á Spáni.

HINS VEGAR...

Já, hins vegar gætu upphaf næstu viku fært með sér verulegar breytingar: leifar af fellibylnum Gabrielle gætu valdið mikilli rigningu á mörgum svæðum á austurskaganum frá mánudeginum 29. september til miðvikudagsins 1. október.

Það er enn töluverð óvissa í þessari spá, þannig að við ættum öll að fylgjast náið með þróun veðursins á næstu dögum...þó svo að rigning hljóti einnig að vera velkomin hjá okkur eftir afar þurrt sumar.

Heimild af ýmsum veðurvefjum og
Proyecto Mastral - Sjá nánar :
https://www.facebook.com/share/p/16zYkznsQB/ - og -
https://www.facebook.com/share/p/1ACp8ePq1o/

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Ágætu FHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni Hittingur íslendinga á Sundlaugabarnum núna á föstudaginn 26.se...
26/09/2025

Ágætu FHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni

Hittingur íslendinga á Sundlaugabarnum núna á föstudaginn 26.september 2025 var mjög vel sóttur og varla sæti að fá. Glatt var yfir og góður andi.

Veðrið var gott í dag, u.þ.b. 27° gráður, hálf-sól og gusturinn þægilegur. Frábært haustveður.

Sigurvegarar í mini-golfinu í dag voru þau Bjarni Jarls og Sigrún Þorteins sem fengu verðlaun að hætti hússins.

Miðar á Haustfagnað FHS, félags húseigenda á Spáni eru að seljast upp og var nóg að gera í dag við að afgreiða og afhenda miða.

Minnum á næsta hitting íslendinga á Sundlaugabarnum 3.október n.k.

Látum fylgja nokkrar myndir sem teknar voru frá í dag.

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Góðan daginn kæru FHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni         FÖSTUDAGSH*TTINGURINN Munið "Hitting" okkar...
25/09/2025

Góðan daginn kæru FHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni

FÖSTUDAGSH*TTINGURINN

Munið "Hitting" okkar íslendinga hér á Costa Blanca á morgun, - föstudaginn 26.september á Sundlaugabarnum, Las Mimosas Kl.14:00 - 16:00 - eins og vanalega.

Mini-golfið verður á sínum stað og matseðill Sundlaugabarsins liggur frammi.

Fulltrúar FHS verða á staðnum og salan á Haustfagnað félagsins 14.október n.k. og afhending seldra miða fer fram hittingnum.

Sjáumst hress og kát á Sundlaugabarnum.

Hvar erum við?

Bar Piscinas
Calle Gorrion 5,
03189 Las Mimosas,
Orihuela Costa

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Address

Reykjavík
Reykjavík

Telephone

654877250

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Félag húseigenda á Spáni posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share