Félag húseigenda á Spáni

Félag húseigenda á Spáni Félag húseigenda á Spáni er hagsmunafélag Íslendinga sem eiga eða hyggja á að kaupa húseignir á Spáni Fyrir þessum hópi fóru Sigurður G. Steinþórsson.

Saga félagsins
Árið 1987 höfðu nokkrir aðilar keypt sér hús á suðurströnd Spánar. Dýrt var og erfitt að komast þangað. Því gerðist það að hópur sem keypt hafði hús af Páli nokkrum, og síðar Guðmundi Óskarssyni hf, tók sig saman og myndaði samtök til að reyna að semja við Flugleiðir og ferðaskrifstofur um ódýrar ferðir. Steinþórsson, Hólmfríður Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Bjarnarsson. Illa gekk fr

aman af að semja við áðurnefnda aðila, en árið 1988 tókst loks að semja við Ferðaskrifstofu Reykjavíkur um nokkur föst sæti með þeim í flugi Arnarflugs til Alicante. Þetta heppnaðist ágætlega miðað við aðstæður og var þetta endurtekið sumarið 1989. Þeir einstaklingar sem stóðu að þessum samningum fundu að samningsstaðan var ekki nógu sterk og hópurinn of fámennur til frekari og betri samninga.

Í framhaldi af því var ákveðið að hafa samband við Leif Karlsson, sem einnig var að selja hús á sömu slóðum á Spáni, og fá hann og hans fólk til samstarfs við hópinn. Leifur tók því vel og var í framhaldinu ákveðið að stofna formlega til félagsskapar – „Félag húseigenda á Spáni“. Auglýstur var stofnfundur félagsins í Morgunblaðinu í byrjun nóvember og var pöntuð fundaraðstaða í Þingholti, Hótel Holti. Þeir sem að því stóðu voru hálfhræddir um að þeir hafi verið full stórtækir í að panta Þingholtið undir fundinn, kannski myndu 10-15 manns mæta í 80 manna sal. Var því hringt í alla sem til voru á skrám.

Þegar dagurinn rann upp krossbrá aðstandendum fundarboðsins, því salurinn fylltist fljótt af fólki og mikill fjöldi varð að standa frammi í forsalnum. Mönnum hafði aldrei dreymt um að svo mikill fjöldi myndi mæta á fundinn. Þetta sýndi hins vegar þann mikla áhuga og þörf sem var á félagi sem þessu. Félagið var síðan stofnað formlega þennan eftirmiðdag, þann 12. nóvember 1989, af miklum einhug. Fyrsti formaður félagsins var kosinn Sigurður G. Frá stofnuninni hefur félagið þróast og dafnað og telur nú á sjöunda hundrað félagsmanna. Félagið hefur haldið ráðstefnu frá árinu 2005 um málefni húseigenda á Spáni og er hún í tengslum við aðalfund og grísaveislu og er haldin í febrúar ár hvert, auk spjallfunda bæði hér heima og á Spáni.

Þungamiðja félagsins er sem fyrr samningar um fargjöld og hefur samningsstaðan styrkst verulega þegar yfir 3000 manns fara ár hvert á vegum félagsins, auk þess semur félagið um bílaleigubíla, afslætti ofl. á Spáni fyrir sína félagsmenn. Frá árinu 1993 hefur verið starfsmaður á Spáni á vegum félagsins til að aðstoða félagsmenn og gesti í húsum þeirra t.d. vegna læknisþjónustu, sjúkrahúsdvalar og annars sem fólk þarf á að halda. Stjórnir félagsins hverju sinni halda a.m.k. 10 fundi árlega auk aðalfunda og senda póst til allra félagsmanna víða um land um alla samninga og hvers konar breytingar sem eiga sér stað.

Ágætu FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca NÚ VERÐA SAGÐAR VEÐURFRÉTTIR                                  ...
23/07/2025

Ágætu FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca

NÚ VERÐA SAGÐAR VEÐURFRÉTTIR

Viðvaranir vegna rigningar, storms og strandveðurs hafa verið virkjaðar fyrir morgundaginn, fimmtudaginn 24. júlí 2025.

Viðvörun um rigningu og storm verður virkjuð klukkan 20:00 í kvöld, miðvikudag, þar sem búist er við að nóttin frá fimmtudegi til föstudags verði óstöðugasta tíminn á okkar svæði, þ.e. Costa Blanca.

Úrkoma gæti náð 20 lítrum á fermetra á einni klukkustund.

🌧️ Já, sumarið er loksins að blotna eilítið..og kannski veitti ekki af !

☔ Þetta er auðvitað óvænt uppákoma fyrir okkur, en búist er við rigningu og jafnvel stormi/sterkum vindi - norðaustanátt, og lítilháttar lækkun á hitastigi á morgun og föstudag meðfram nánast allri Miðjarðarhafsströnd skagans.

Sjá spár frá veðurvefnum Proyecto Mastral:
https://www.facebook.com/share/p/19oxYTPkdw/
og
https://www.facebook.com/share/p/1BoFSHnk2n/

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca Smá fróðleg viðbót við veðurfréttapakkann síðasta...Veðurvefuri...
19/07/2025

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca

Smá fróðleg viðbót við veðurfréttapakkann síðasta...

Veðurvefurinn Proyecto Mastral hefur sent út fróðlegan útreikning á samblandi af hita -og rakastigi sem sýnir manni hvað rakinn er stór þáttur í því hvernig maður skynjar hitann.

Veðurvefurinn hvetur einnig fólk til þvotta og útiþrifa næstu daga á meðan rakinn er ekki meiri í lofti og léttur vindurinn er hagstæður.

Sjá heimild :
https://www.facebook.com/share/p/1Aox4oQv59/

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á hinni heitu Costa Blanca strönd Spánar. NÚ VERÐA SAGÐAR VEÐURFRÉTTIR        ...
18/07/2025

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á hinni heitu Costa Blanca strönd Spánar.

NÚ VERÐA SAGÐAR VEÐURFRÉTTIR

Það er búið að vera heitt undanfarið og spáin áfram slík nánast til mánaðarmóta.
Fyrstu 40°gráðu hitarnir í sumar eru þegar farnir að falla á sumum svæðum innlands í Vega Baja.

Veðurstöðvar í Orihuela-héraði mældu hámarksh*ta allt að 41°C í dag (sjá frétt og mynd).

Enn hlýrra veðri er spáð á morgun, laugardag, - og jafnvel sunnudag og mánudag, þar sem 40°C hiti verður algengari á svæðum innlands.

Við ströndina (Costa Blanca) er spáð að hitinn fari yfir 35°C..sem gæti þýtt 39° sumstaðar (sjá frétt).

Hins vegar verður þurr hiti með mun lægri raka samhliða þessari hitabylgju sem bjargar einhverju.

Einnig er lítið vit að vera í sólböðum í svona árferði, aðallega vegna hárra útfjólublárra / UV-geisla sólarinnar sem eru skaðvænlegir.

Jú, ég segi..veðurfréttir, - sem ætti kannski bara að vera ó-veðursfréttir og líklega væri bara best að vera inni með jafna kælinginu á meðan þessi mikla hitabylgja gengur yfir.

Farið varlega...öryggisins vegna.

Sjá frétt og spá frá veðurvefnum Proyecto Mastral hér :
https://www.facebook.com/share/p/18zcjrzSxp/

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca SPÆNSKA SMÁFRÉTTAHORNIÐ fer á helgarflakk til GUARDAMAR næstu 4...
17/07/2025

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca

SPÆNSKA SMÁFRÉTTAHORNIÐ fer á helgarflakk til GUARDAMAR næstu 4 daga.


BESTI GÖTUMATARMARKAÐURINN Á COSTA BLANCA KEMUR TIL GUARDAMAR !..

Matarbílar, lifandi tónlist og handverksmarkaðir mun njóta sín á ný í fallega Reina Sofia-garðinum í Guardamar frá 17. til 20. júlí.

Fjórir skemmtilegir dagar fullir af matargerð, ókeypis tónleikum og skemmtun til að njóta útiverunnar í frábæru andrúmslofti.

Gamlir matarbílar munu bjóða upp á fjölbreyttan nýlagaðan mat frá öllum heimshornum, ásamt börum sem bjóða upp á kaldan bjór, gosdrykki og svalandi mojito.

Þessi helgarviðburður er frábær skemmtun fyrir fólk öllum aldri, - með barnatónleikum, plötusnúðum og fyrsta flokks flutningi frá Liverpool Band.

OPNUNARTÍMI:
Fimmtudaginn 17. til sunnudagsins 20.júlí frá kl. 20 til 01. eða í 4 daga.

STAÐSETNING:
Parque Reina Sofia, Av. dels Pins, s/n, 03140 Guardamar del Segura

Aðgangur ókeypis.

Sjá upprunagrein :
https://www.facebook.com/share/p/1FkNHbrqDs/

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar á Costa Blanca ströndinni SKÓGARELDAR VIÐ TARRAGONA🔔 UPPLÝSINGATILKYNNING - Reykja...
08/07/2025

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar á Costa Blanca ströndinni

SKÓGARELDAR VIÐ TARRAGONA

🔔 UPPLÝSINGATILKYNNING - Reykjarlykt í Torrevieja / Costa Blanca

Frá því snemma morguns þennan þriðjudag, 8. júlí 2025, hefur verið greinilegt sterkt reykjarlykt í bænum Torrevieja og hjá okkur hér á Orihuela Costa svæðinu

Samkvæmt slökkviliði "Diputación de Alicante" kemur þessi reykur ekki frá neinum eldum á okkar svæði, heldur berst hann með vindi frá stórum skógareldum sem geisa í Baix Ebre (Tarragona) svæðinu. (N-Spánn/Catalonia)

Eldurinn hefur þegar brennt meira en 1.500 hektara af skógi og reykurinn berst suður á bóginn með ríkjandi vindum, þvert yfir Valencia-héraðið í átt að Murcia.

ATHUGIÐ......
Engin hætta er fyrir íbúa á okkar svæði, en það er mikilvægt að fylgja nokkrum ráðleggingum:

RÁÐLEGGINGAR TIL ALMENNINGS
🔹 Haldið hurðum og gluggum lokuðum á meðan reykjarlyktin er greind.

🔹 Ef þú ert viðkvæmur einstaklingur (öndunarfærasjúkdómur, aldraður eða með börn), takmarkaðu þá útiveru.

📎 Hægt er að finna frekari upplýsingar um eldana í Tarragona í þessari grein frá Cadena SER:
👉 https://cadenaser.com/cataluna/2025/07/07/proteccion-civil-confina-cuatro-localidades-en-tarragona-por-un-incendio-de-alta-intensidad-sercat/

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni

Góðan daginn ágætu FHS félagar og aðrir íslendingar á Costa Blanca ströndinni..SPÆNSKA SMÁFRÉTTAHORNIÐ færir vatn í munn...
04/07/2025

Góðan daginn ágætu FHS félagar og aðrir íslendingar á Costa Blanca ströndinni..

SPÆNSKA SMÁFRÉTTAHORNIÐ færir vatn í munninn í næstu frétt :

Hér er það besta við þorstanum í hita sumarsins!

Gazpacho - er gimsteinn andalúsískrar og suður-spænskrar matargerðarlistar.
Setjist í skuggann með glas af þessum kalda tómatadrykk því í
sumarhitanum á Spáni er varla hægt að fá betra við þorsta.

Þrátt fyrir að gazpacho geti verið með breytileika milli landshluta er grunnurinn sá sami:
• Tómatar og grænmeti úr görðum Andalúsíu og umfram allt ólífuolía – Aceite de Oliva Virgen Extra.

Matarbloggið „Carmina en la cocina“, segir þetta um þennan kalda drykk:

• Gazpacho er rakagefandi, þökk sé háu vatnsinnihaldi og tilvalið til að bæta upp vökva og steinefni, sérstaklega í heitu loftslagi.

• Drykkurinn er lágur í kaloríum og er léttur og hollur kostur í mataræði.

• Gazpacho er ríkur af A-, B-, C- og E-vítamínum og andoxunarefnum.

• Gazpacho bætir meltinguna, þar sem trefjar í hráu grænmeti stuðla að góðri meltingarstarfsemi.

• Gazpacho er einnig hjarta- og æðaverndandi, og kemur í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma.

Gazpacho fæst í hverri matvöruverslun í flöskum eða fernum, og er einnig tilvalinn sem forréttur / aðalréttur á veitingastöðum.

Frétt úr spaniaidag / dittspania.es
eftir Arne Bjørndal
Sjá ítarlegri grein hér :
https://www.facebook.com/share/p/156641fEczV/

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca SPÆNSKA SMÁFRÉTTAHORNIÐ segir ykkur frá því nýjasta í dag...   ...
04/07/2025

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca

SPÆNSKA SMÁFRÉTTAHORNIÐ segir ykkur frá því nýjasta í dag...


AP-7 göngin í Pilar de la Horadada opna aftur fyrir umferð í dag, fimmtudag.

Frá 9. maí hefur verið unnið að því að gera við skemmdir sem urðu vegna slyss þar sem vörubíll sem flutti eldfimt efni kviknaði í akreininni til Cartagena.

Áreksturinn olli eldsvoða með nokkrum sprengingum sem skemmdu innviði og lést ökumaðurinn.

Enduropnun þessa kafla átti að fara fram síðustu helgi, en föstudaginn 27. júní tilkynnti borgarstjóri Pilar de la Horadada, José María Pérez Sánchez, að umferð yrði lokuð í nokkra daga til viðbótar þar til verkinu væri lokið.

Lokun gangnanna og umferð sem var færð til Cartagena eftir N-332 til San Pedro olli oft löngum umferðarteppum á svæðinu, sem var afar slæmt, sérstaklega á tímabili eins og nú, -á háanna ferðamannatíma.

Góða ferð í sumar, og farið varlega !

Upphafsgrein:
La Verdad

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar á Costa Blanca ströndinni !SPÆNSKA SMÁFRÉTTAHORNIÐ kemur með áhugaverðar upplýsing...
29/06/2025

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar á Costa Blanca ströndinni !

SPÆNSKA SMÁFRÉTTAHORNIÐ kemur með áhugaverðar upplýsingar af lengri gerðinni....og ætlar að skála við ykkur núna !

Nú er sumarið í algleymi sínu, heitt og rakt, og hugurinn reikar fyrst og fremst að ferskum drykk..og þá ekki seinna en núna !! - Þá er komið að áhugaverðri staðreynd....

Saga Sangría

Ef þú hélst að sangría væri spænsk uppfinning, þá hugsaðu þig um, - hún er bresk.
Jæja, nafnið er... Já, ég varð alveg jafn hissa þegar ég komst að því!

Breska sangría hefur verið þekkt síðan 1987 og orðið sangría kemur frá „sangaree“, drykk sem breskir íbúar Bresku Vestur-Indíu og annarra nýlendna Norður-Ameríku nutu á sautjándu öld. -

Sangaree, frá árinu 1694 á eyjunni Martinique, var búið til úr „Madeira-víni blandað í könnu með sykri, sítrónusafa, smá kanil og duftkenndum negul, miklu múskati og ristuðu brauði“.

Þetta „sangaree“, búið til úr víni frá Madeira, Porto eða Kanaríeyjum (stundum einnig með rommi), - var mjög vinsæll drykkur í nýlendum Barbados, Bahamaeyja og Virginíu á sautjándu og átjándu öld.

Þessum drykk lýsti Frakkinn, og rithöfundurinn Jean-Baptiste Labat í einni af bókum sínum árið 1722.
Labat skildi „sang-gris“ frá enska orðinu „sangaree“, hugtak á spænsku sem „grátt blóð“ þökk sé Esteban Terreros árið 1788. - Hann skilgreindi það sem „drykk sem Englendingar fundu upp og er oft drukkinn í ensku og frönsku nýlendum Ameríku.“

Árið 1803 brá fyrir nýrri merkingu fyrir orðið sangría: „drykkur sem er samsettur úr vatni, sítrónu og rauðvíni“. Þessi merking stóð áratugum saman í Mexíkó og öðrum spænsk-amerískum löndum, líklega vegna áhrifa frá Karíbahafinu, en undarlega þó, - á Spáni er engin fyrr en um árið 1800, nema „sangrías de vino tinto“ sem borið var fram á karnivalinu í Cadiz árið 1770.

Á eyjunni Menorka kemur „sengri menorquin“ án efa frá enska orðinu „sangaree“. En Breska heimsveldið herjaði á eyjunni á sautjándu öld.

Byggt á heimildum úr/frá :
eyeonspain.com/blogs
Mynd af veraldarvefnum

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Orihuela Costa svæðinu Góðar fréttir....Upplýsingar sem mér hafa borist frá ...
26/06/2025

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Orihuela Costa svæðinu

Góðar fréttir....

Upplýsingar sem mér hafa borist frá Unidos Mejoramos og frá vef Ayuntamiento de Orihuela þá hefst dreifing á nýjum sorpgámum og kerjum fyrir okkur Orihuela Costa íbúa, strax í næstu viku og má búast við því í flest öll hverfi.

Okkur eru úthlutaðir 500 gámum/kerjum (af 800) og ætti þetta að fara að líta betur út hjá okkur bráðlega.
Hins vegar vaknar hin spurningin hvort hreinsun fari þá batnandi í kjölfarið..(?).🙄

Sú spurning lifir í loftinu og vonum við að ákúrur til Orihuela borgar sem haldið hefur verið á lofti, - sem og almenn mótmæli hér á svæðinu, séu að bera einhvern árangur.

Við hjá FHS höfum verið í sambandi við aðstandendur samtakanna sem berjast fyrir breytingum/lagfæringum, umbótum, þrifum og vegabótum á Orihuela Costa svæðinu öllu og gengur það samstarf og spjall mjög vel.

Sjá nánar:
https://www.facebook.com/share/1GV4SXVC35/

Kveðja út í sumarið,
F.h. FHS
Már Elíson formaður

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca ströndinni ATHUGIÐ VEL :🔥 Sérstök viðvörun um hitabylgju       ...
25/06/2025

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca ströndinni

ATHUGIÐ VEL :

🔥 Sérstök viðvörun um hitabylgju

🔥 Frá og með laugardeginum 28. virðist vera að hitabylgja muni hafa áhrif á stóran hluta landsins.

Hjá okkur (Costa Blanca) verður hitinn verstur á sunnudag og mánudag, þegar búist er við allt að 38°C eða meira inn til landsins.
Lágmarksh*tastig verður einnig hátt og helst undir 23–25°C á nóttunni, sem gerir næturhvíldina erfiða.

Að auki, frá og með sunnudagseftirmiðdegi, verður mistur frá Norður-Afríku á okkur, með svifryki - CALIMA -og mögulegum há-skýjum, sem getur dregið úr skyggni og loftgæði gætu versnað til muna.

Þetta er samhljóða tilkynning frá veðurstöðvum á Spáni.

Farið varlega - Þetta er sannkallað inniveður....😒

Sjá spáheimild:
https://www.facebook.com/share/p/16uoL6xSAg/

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca ströndinni Í kvöld (23.júní) fóru fram víða á ströndum strandbæ...
23/06/2025

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca ströndinni

Í kvöld (23.júní) fóru fram víða á ströndum strandbæja á Spáni.

En spurt er...
Hvað liggur að baki stóru San Juan hátíðinni á Spáni?

San Juan hátíðin á Spáni á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar sem haldin er ár hvert til að marka upphaf sumarsins.

Eldur og vatn, hreinsun og endurnýjun, - að snúa baki við fortíðinni og horfa til framtíðarinnar er það sem hátíðin snýst um.

San Juan hátíðin fer fram 24. júní, en það er kvöldið/nóttina fyrir hátíðina, þ.e. þennan mánudag (í dag), sem stóra veislan hefst.

Miðað við mikilvægi vatns í þessum hátíðahöldum fara margar hátíðahöldanna fram í strandbæjum og þorpum á Spáni.

Brennu-bálkar eru kveiktir á ströndunum til að hrekja burt illa anda og hefðbundið er gert ráð fyrir að fólk hoppi yfir varðeldinn þrisvar sinnum til að tryggja góða gæfu.(!)

Með upphafi sumars eru nýtt upphaf miðlægt í þessari hátíð - út með það gamla og inn með það nýja.

Um miðnætti á San Juan-nóttinni er hefð fyrir því að allir hlaupi í sjóinn, eins konar hreinsunarathöfn sem talið er að þvoi burt illa anda.

Áramóta -og þrettándabrennur íslendinga eru á margan hátt með svipað háttalag og hugmyndafræði ef grannt er skoðað.

Sjá nánar í frétt úr spaniaidag :
https://www.facebook.com/share/p/198yCWKQXq/

Grein og myndir eftir Harald Brorstad

Myndir einnig fengnar frá brennu á strönd í Torrevieja

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is
23/06/2025

Góðan daginn kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca Gleðilegt sumar! Klukkan 4:42 í nótt sem leið hófs...
21/06/2025

Góðan daginn kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca

Gleðilegt sumar!

Klukkan 4:42 í nótt sem leið hófst sumarið hér á Spáni formlega.

Það er lengsta árstíð ársins, 93 dagar og 16 klukkustundir. - Þennan laugardag eru "sólstöður" og því höfum við lengsta dag og stystu nótt ársins núna.

Í dag verður að mestu skýjað og hitastigið mun hækka lítillega.
Veðurfarið verður frekar stöðugt héðan í frá.

FHS, Félag húseigenda á Spáni óskar ykkur gleðilegs sumars og alls hins besta hér á Spáni sem og á Íslandi.

Sjáumst að hausti, hress og kát !

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Address

Reykjavík

Telephone

654877250

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Félag húseigenda á Spáni posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share