
23/07/2025
Ágætu FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca
NÚ VERÐA SAGÐAR VEÐURFRÉTTIR
●
Viðvaranir vegna rigningar, storms og strandveðurs hafa verið virkjaðar fyrir morgundaginn, fimmtudaginn 24. júlí 2025.
Viðvörun um rigningu og storm verður virkjuð klukkan 20:00 í kvöld, miðvikudag, þar sem búist er við að nóttin frá fimmtudegi til föstudags verði óstöðugasta tíminn á okkar svæði, þ.e. Costa Blanca.
Úrkoma gæti náð 20 lítrum á fermetra á einni klukkustund.
🌧️ Já, sumarið er loksins að blotna eilítið..og kannski veitti ekki af !
☔ Þetta er auðvitað óvænt uppákoma fyrir okkur, en búist er við rigningu og jafnvel stormi/sterkum vindi - norðaustanátt, og lítilháttar lækkun á hitastigi á morgun og föstudag meðfram nánast allri Miðjarðarhafsströnd skagans.
Sjá spár frá veðurvefnum Proyecto Mastral:
https://www.facebook.com/share/p/19oxYTPkdw/
og
https://www.facebook.com/share/p/1BoFSHnk2n/
Kveðja,
Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is