Félag húseigenda á Spáni

Félag húseigenda á Spáni Félag húseigenda á Spáni er hagsmunafélag Íslendinga sem eiga, leigja til langtíma eða hyggja á að kaupa húseignir á Spáni Fyrir þessum hópi fóru Sigurður G.

Saga félagsins
Árið 1987 höfðu nokkrir aðilar keypt sér hús á suðurströnd Spánar. Dýrt var og erfitt að komast þangað. Því gerðist það að hópur sem keypt hafði hús af Páli nokkrum, og síðar Guðmundi Óskarssyni hf, tók sig saman og myndaði samtök til að reyna að semja við Flugleiðir og ferðaskrifstofur um ódýrar ferðir. Steinþórsson, Hólmfríður Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Bjarnarsson. Illa gekk fr

aman af að semja við áðurnefnda aðila, en árið 1988 tókst loks að semja við Ferðaskrifstofu Reykjavíkur um nokkur föst sæti með þeim í flugi Arnarflugs til Alicante. Þetta heppnaðist ágætlega miðað við aðstæður og var þetta endurtekið sumarið 1989. Þeir einstaklingar sem stóðu að þessum samningum fundu að samningsstaðan var ekki nógu sterk og hópurinn of fámennur til frekari og betri samninga.

Í framhaldi af því var ákveðið að hafa samband við Leif Karlsson, sem einnig var að selja hús á sömu slóðum á Spáni, og fá hann og hans fólk til samstarfs við hópinn. Leifur tók því vel og var í framhaldinu ákveðið að stofna formlega til félagsskapar – „Félag húseigenda á Spáni“. Auglýstur var stofnfundur félagsins í Morgunblaðinu í byrjun nóvember og var pöntuð fundaraðstaða í Þingholti, Hótel Holti. Þeir sem að því stóðu voru hálfhræddir um að þeir hafi verið full stórtækir í að panta Þingholtið undir fundinn, kannski myndu 10-15 manns mæta í 80 manna sal. Var því hringt í alla sem til voru á skrám.

Þegar dagurinn rann upp krossbrá aðstandendum fundarboðsins, því salurinn fylltist fljótt af fólki og mikill fjöldi varð að standa frammi í forsalnum. Mönnum hafði aldrei dreymt um að svo mikill fjöldi myndi mæta á fundinn. Þetta sýndi hins vegar þann mikla áhuga og þörf sem var á félagi sem þessu. Félagið var síðan stofnað formlega þennan eftirmiðdag, þann 12. nóvember 1989, af miklum einhug. Fyrsti formaður félagsins var kosinn Sigurður G. Steinþórsson. Frá stofnuninni hefur félagið þróast og dafnað og telur nú á sjöunda hundrað félagsmanna. Félagið hefur haldið ráðstefnu frá árinu 2005 um málefni húseigenda á Spáni og er hún í tengslum við aðalfund og grísaveislu og er haldin í febrúar ár hvert, auk spjallfunda bæði hér heima og á Spáni.

Þungamiðja félagsins er sem fyrr samningar um fargjöld og hefur samningsstaðan styrkst verulega þegar yfir 3000 manns fara ár hvert á vegum félagsins, auk þess semur félagið um bílaleigubíla, afslætti ofl. á Spáni fyrir sína félagsmenn. Frá árinu 1993 hefur verið starfsmaður á Spáni á vegum félagsins til að aðstoða félagsmenn og gesti í húsum þeirra t.d. vegna læknisþjónustu, sjúkrahúsdvalar og annars sem fólk þarf á að halda. Stjórnir félagsins hverju sinni halda a.m.k. 10 fundi árlega auk aðalfunda og senda póst til allra félagsmanna víða um land um alla samninga og hvers konar breytingar sem eiga sér stað.

Kæru FHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni NÚ VERÐA SAGÐAR VEÐURFRÉTTIR                                    ...
09/12/2025

Kæru FHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni

NÚ VERÐA SAGÐAR VEÐURFRÉTTIR

Væntanleg er veruleg breyting á veðurfari Spánar, þá aðallega frá laugardegi, sem leiðir til mjög ólíkra aðstæðna um allt land, allt fram í miðja næstu viku.

Veðurfræðingar vara við því að vestur- og suðvesturhlutar muni upplifa tímabil með mikilli rigningu, en stór hluti austurhluta Spánar muni upplifa mun þurrari og stöðugri aðstæður.

Costa Blanca ströndin kemur oft vel út úr spám sem þessum og líklega verður þetta þetta meira í dropaformi fyrir okkur heldur en úrhelli.

Miðjarðarhafssvæðin eru stöðugri
Þó að vesturhlutinn búi sig undir rigningu er búist við að stór hluti austur- og suðausturhluta Spánar haldist tiltölulega þurr. Miðjarðarhafsströndin, þar á meðal Valensía, Murcia og stór hluti Katalóníu, mun líklega sjá rólegri himin og minni úrkomu.

Eftir því sem veturinn líður eru líkur á að hraðar breytingar á veðurkerfum Atlantshafs og Miðjarðarhafs verði áfram einkennandi fyrir loftslag Spánar á næstu vikum.

Sjá nánar :
https://www.facebook.com/share/p/1ayrvykQnh/

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni

08/12/2025

Kæru FHS félagar og vinir
Við erum komin í jólafrí til 9.jan '26

Góðan daginn ágætu FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca ströndinni...!                        VETURBYRJUN...
01/12/2025

Góðan daginn ágætu FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca ströndinni...!

VETURBYRJUN

Við byrjum daginn, vikuna og mánuðinn með stöðugu veðri: kalt snemma morguns en mildara um hádegi. - Dagurinn í dag, mánudagur, fer þó í 21°+ sem er eðlilegt.

Í dag, 1. desember, hefst hinn veðurfræðilegi vetur, sem nær yfir alla mánuðina 3, Desember, Janúar og Febrúar, þar sem þeir hafa svipuð veðurfarseinkenni.

Aftur á móti hefst stjarnfræðilegi veturinn – sá sem við öll lærðum um í skólanum – í ár 21. desember og til 21.mars '26.

Stuðst við upplýsingar frá veðurvefnum Proyecto Mastral sem oftar :
https://www.facebook.com/share/p/1BTnYqLMTA/

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á SpániMerkisdagur, á öðrum merkisdegi, 1.desember 2025. Sendiráð okkar íslend...
01/12/2025

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Spáni

Merkisdagur, á öðrum merkisdegi, 1.desember 2025.

Sendiráð okkar íslendinga í MADRD formlega opnað, sem eykur og bætir aðgang okkar að þjónustu sem við höfum lengi beðið eftir.

Ræðismaður/menn á Spáni verða þá líklega kynntir fljótlega.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/12/01/opnar_nytt_sendirad_islands_a_spani/

Kveðja,
Már Elíson
Formaður FHS á Spáni

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra opnar nýtt sendiráð Íslands á Spáni í dag.

Ágætu FHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni SPÆNSKA SMÁFRÉTTAHORNIÐ er í skýjunum núna...                  ...
29/11/2025

Ágætu FHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni

SPÆNSKA SMÁFRÉTTAHORNIÐ er í skýjunum núna...


🚠 - Vissir þú að hæsta kláfferjan á Spáni nær 3.555 metra hæð? 🇪🇦

Ferjan flytur þig frá stöð sinni sem er í 2.356 m.hæð á fjallinu Teide, Tenerife. Kláfferjan er búin tveim klefum sem rúma allt að 45 farþega og tekur þig upp á Teide fjall á innan við 8 mínútum.

Neðri stöðin býður einnig upp á einstakt útsýni yfir þjóðgarðinn. - Aðstaða á toppnum er einnig frábær; slökunarsvæði, hlaðborðs-veitingastaður, minjagripsverslun og salerni.

🏔️ Þaðan geturðu notið stórkostlegs útsýnis yfir tindana i kringum El Teide fjallið á Tenerife, - eða þak Spánar - eins og það er stundum kallað, sem
er eitt af helgustu náttúruundrum Kanaríeyja og er á Heimsminjaskrá.

🌋 - Ógleymanleg upplifun þar sem þú getur næstum snert skýin ☁️ og fundið kraft náttúrunnar í sinni hreinustu mynd. - Fullkominn staður til að fræðast um fjallið og hinar ýmsu gönguleiðir eftir að hafa tekið ferjuna upp á topp Teide. 🌞

TEIDE er hæsta fjall Spánar, 3.718 m.

Tekið af Spanishtrafficlaw og volcanoteide.com
Sjá heimild:
https://www.facebook.com/share/p/1KQ58Rw3kA/
og
https://www.volcanoteide.com/en

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

28/11/2025
Góðan daginn ágætu FHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni Íslendingahittingurinn á Sundlaugabarnum núna á fö...
28/11/2025

Góðan daginn ágætu FHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni

Íslendingahittingurinn á Sundlaugabarnum núna á föstudeginum 28.nóvember 2025 var síðasti Hittingur ársins sem FHS kemur að. Mæting var bara ágæt þrátt fyrir svalan dag.

Veðrið í dag var samt ágætt, u.þ.b. 15-16 gráður, heiðskýr himinn, NA gola og sól á himni.

Sigurvegarar í mini-golfinu í dag voru þau Berta Sveinbjarnardóttir og Gunnar N.Jónsson sem tóku við sínum verðlaunum fyrir lægstu skor dagsins.

Þökkum við þeim sem leituðu ráða hjá öryggis-og þjónustufulltrúa FHS og svo hinum sem gengu í félagið í dag.

Bjóðum við þau velkomin í okkar frábæra hóp.

Minnum síðan á næsta hitting okkar íslendinga sem verður á nýju ári - og eins og undanfarin ár, á IVY bar í Citrus Center 9.janúar 2026.

Stjórn FHS óskar öllum FHS félögum og öðrum velunnurum okkar hér Costa Blanca ströndinni gleðilegrar aðventu framundan.

Að venju látum fylgja nokkrar myndir sem teknar voru í dag.

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Góðan daginn kæru FHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni                             SÍÐASTI                ...
27/11/2025

Góðan daginn kæru FHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni

SÍÐASTI
FÖSTUDAGSH*TTINGURINN

Munið "Hitting" okkar íslendinga hér á Costa Blanca á morgun, - föstudaginn 28.nóvember, á Sundlaugabarnum, Las Mimosas Kl.14:00 - 16:00 - eins og vanalega.

Þetta verður síðasti hittingurinn á Sundlaugabarnum þetta haustið en þeir munu loka í næstu viku til vors.

IVY bar bíður eftir okkur í janúar '26

Veðrið verður svalt, stillt og sól, en haustið er að færa sig yfir í vetrartíð þessa vikuna og jafnvel þá næstu - en það ætti samt að viðra vel í hið vinsæla mini-golf hjá okkur á Sundlaugabarnum.

Munið að bókaskápanir okkar fullir af góðum bókum fyrir komandi vetur.

Fulltrúar FHS verða á staðnum sem oftar og öryggis -og þjónustufulltrúi félagsins aðstoðar og veitir jafnframt upplýsingar ef þarf.

Sjáumst hress og kát á Sundlaugabarnum þennan föstudaginn.

Hvar erum við?

Bar Piscinas
Calle Gorrion 5,
03189 Las Mimosas,
Orihuela Costa

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis-og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

TAPAÐ - FUNDIÐá Jólahittingnum24.nóvember s.l.Eigandi fallegs og köflótts hlífðarteppis með kögri, getur haft samband vi...
25/11/2025

TAPAÐ - FUNDIÐ
á Jólahittingnum
24.nóvember s.l.

Eigandi fallegs og köflótts hlífðarteppis með kögri, getur haft samband við öryggis og þjónustufulltrúa FHS sem geymir það.

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca ströndinni....FHS, félag húseigenda á Spáni hélt sinn árlega "J...
25/11/2025

Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar hér á Costa Blanca ströndinni....

FHS, félag húseigenda á Spáni hélt sinn árlega "Jólahitting" í gær, 24.nóvember 2025 með fullt hús, mat, músík, happdrætti og gleði.

Vijum við hjá FHS þakka ykkur kærlega fyrir kvöldið og minnum á að síðasti "Hittingur" ársins verður á Sundlaugabarnum næsta föstudag, 28.nóvember n.k. en Sundlaugabarinn lokar síðan fram á vor. Nánar síðar.

Takk fyrir okkur,
Stjórn FHS

Góðan daginn ágætu FHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni Íslendingahittingurinn á Sundlaugabarnum núna á fö...
21/11/2025

Góðan daginn ágætu FHS félagar og vinir hér á Costa Blanca ströndinni

Íslendingahittingurinn á Sundlaugabarnum núna á föstudeginum 21.nóvember 2025 var þokkalega sóttur þrátt fyrir kuldabola í lofti og talsverðan vind í tjöldin.

Veðrið í dag var samt ágætt, u.þ.b. 18-19 gráður, heiðskýr himinn, SV vindur og sól á himni.

Sigurvegarar í mini-golfinu í dag voru þau Helga Ólafsdóttir og Gunnar N.Jónsson sem tóku við sínum verðlaunum fyrir lægstu skor dagsins.

Þökkum við þeim sem þáðu ráðleggingar hjá öryggis-og þjónustufulltrúa FHS og gengu í félagið í dag. Bjóðum við þau velkomin í okkar frábæra hóp.

Næst á dagskrá okkar FHS, mánudaginn 24.nóvember - er hinn árlegi Jólahittingur, músík, matur og almenn gleði, þar sem við kveðjum FHS félaga með veglegri veislu og gjöfum.

Minnum síðan á síðasta hitting okkar íslendinga á Sundlaugabarnum þetta árið - 28.nóvember n.k.

Látum fylgja nokkrar myndir sem teknar voru í dag.

Kveðja,
Már Elíson
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni - fhs.is

Address

Reykjavík
Reykjavík

Telephone

654877250

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Félag húseigenda á Spáni posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share