
26/08/2025
FK tekur þátt í samstöðufundinum Þjóð gegn þjóðarmorði, 6. september nk. og hvetjum við kvikmyndagerðarfólk til að taka þátt. Stjórn FK tók þessa ákvörðun með einróma samþykkt. Við teljum að það sé ekki hægt að standa aðgerðarlaus hjá á meðan manngerð hungursneyð ríkir í Gaza og þjóðarmorð er framið. Við upplifum okkur máttlaust hvert og eitt en með samstöðunni getum við haft áhrif.