Blik bókaútgáfa

Blik bókaútgáfa Ný sjálfstæð útgáfa með það markmið að efla flóru íslenskra bókmennta.

06/07/2025

„Þetta byrjaði allt sam­an þegar við Dí­ana vin­kona mín vor­um að keyra á Siglu­fjörð með son­um okk­ar. Við vor­um á raf­magns­bíl og höfðum áhyggj­ur af því alla leiðina að hann yrði raf­magns­laus. Við vor­um farn­ar að ímynda okk­ur alls kon­ar, að við yrðum úti og hvaðeina. Og þá sprakk að sjálf­sögðu á bíln­um,“ seg­ir Sjöfn Asare bók­mennta­fræðing­ur í sam­tali um smá­sagna­safnið Inn­lyksa sem hún gaf ný­verið út ásamt Díönu Sjöfn Jó­hanns­dótt­ur og Re­bekku Sif Stef­áns­dótt­ur 🌷

Viðtalið við Sjöfn birtist síðastliðinn miðvikudag á menningarsíðunum 🌸

📸 Morgunblaðið/Karítas

Sjöfn fór í viðtal við Morgunblaðið og talaði um Innlyksa 🤝 viðtalið birtist í prenti 2.júlíHlekkur í kommentum
04/07/2025

Sjöfn fór í viðtal við Morgunblaðið og talaði um Innlyksa 🤝 viðtalið birtist í prenti 2.júlí

Hlekkur í kommentum

Innlyksa hefur fengið stórgóð viðbrögð frá lesendum 💜Bókin fæst í Penninn Eymundsson, Bókabúð Sölku, Bókabúð Forlagsins,...
25/06/2025

Innlyksa hefur fengið stórgóð viðbrögð frá lesendum 💜

Bókin fæst í Penninn Eymundsson, Bókabúð Sölku, Bókabúð Forlagsins, Skáldu og Bóksölu stúdenta.

30/05/2025

Í níunda þætti Hlaðvarps Lestrarklefans ræða Rebekka, Díana og Sjöfn um smásögur, aðdráttarafl þeirra og hvort markaðsöflin komi í veg fyrir blómlega útgáfu smásagna. Þær eru einnig höfundar smásagnasafnsins Innlyksa sem kom út í byrjun apríl og ræða því einnig um aðferðir við að skrifa stuttar sögur og texta 🌿

🔗 Hlekkur í athugasemdum

Umsjónarmenn: Rebekka Sif Stefánsdóttir, Díana Sjöfn Jóhannsdóttir og Sjöfn Asare.

Blik bókaútgáfa

Innlyksa er í 9. tölublaði Vikunnar 😍
07/05/2025

Innlyksa er í 9. tölublaði Vikunnar 😍

Í byrjun aprílmánaðar kom smásagnasafnið Innlyksa út en það er samvinnuverkefni þriggja höfunda, þeirra Díönu Sjafnar Jóhannsdóttur, Rebekku Sifjar Stefánsdóttur og Sjafnar Asare. Í smásagnasafninu sameina þær raddir sínar í margslungnum frásögnum af ókennilegum veruleika. Safnið inniheldur fimmtán sögur og í þeim er lesendum varpað ofan í lýsingar á bláköldum hversdegi yfir í hryllingsraunsæi og framtíðarskáldskap. Saman takast sögurnar á við þungamiðju verksins sem er einangrun, einmanaleiki og innilokunarkennd.

Hlekkur í athugasemd.

Díana Sjöfn er höfundur Innlyksa. Díana hefur verið innlyksa og í lífshættu þegar hún klifraði í háu tré með hjálm á höf...
01/05/2025

Díana Sjöfn er höfundur Innlyksa.

Díana hefur verið innlyksa og í lífshættu þegar hún klifraði í háu tré með hjálm á höfði. Henni skrikaði fótur og festi hjálminn milli tveggja trjágreina svo að böndin þrengdu að háls hennar.

Díana hefur áður gefið frá sér ljóðabókina FREYJA (2018), skáldsöguna Ólyfjan (2019) og ljóðabókina Mamma þarf að sofa (2022)

Rebekka Sif er höfundur Innlyksa. Rebekka hefur verið innlyksa í Gautaborg þar sem einmanaleikinn þrengdi að henni á með...
30/04/2025

Rebekka Sif er höfundur Innlyksa.

Rebekka hefur verið innlyksa í Gautaborg þar sem einmanaleikinn þrengdi að henni á meðan hún vafraði um göturnar í leit að söngvum og ljóðlínum í ilmi af kanilbullar.

Rebekka Sif hefur gefið út ljóðabókina Jarðvegur (2020), barnabókina Gling Gló (2022) og skáldsögurnar Flot (2022) og Trúnaður (2022).

Sjöfn Asare er höfundur Innlyksa. Sjöfn hefur verið innlyksa í sundlaug þegar hún var níu ára og stelpa synti fyrir ofan...
29/04/2025

Sjöfn Asare er höfundur Innlyksa.

Sjöfn hefur verið innlyksa í sundlaug þegar hún var níu ára og stelpa synti fyrir ofan hana lengi svo að Sjöfn náði ekki upp á yfirborðið.

Sjöfn hefur gefið út tvær ljóðabækur og skáldsögur á borð við Flæðarmál (2020), Það sem þú þráir (2023), Ég elska þig meira en salt (2024) og næsta verk hennar kemur út 19. maí en það er hrollvekjan Bú.

Loksins birtum við myndir úr útgáfuhófi Innlyksa sem var 9. apríl síðastliðinn í Pennanum Eymundsson Skólavörðustíg 🥳 Ta...
28/04/2025

Loksins birtum við myndir úr útgáfuhófi Innlyksa sem var 9. apríl síðastliðinn í Pennanum Eymundsson Skólavörðustíg 🥳 Takk kærlega öll fyrir komuna 💜

Innlyksa fæst í Pennanum Eymundsson, Bóksölu stúdenta, Skáldu og Sölku Bókabúð 🖤
28/04/2025

Innlyksa fæst í Pennanum Eymundsson, Bóksölu stúdenta, Skáldu og Sölku Bókabúð 🖤

23/04/2025

Address

Reykjavík

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Blik bókaútgáfa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category