19/02/2025
Listakonan og rithöfundurinn Drífa Viðar (1920-1971) hefur enn ekki fengið þá athygli í lista- og bókmenntasögunni sem hún á skilið. Nú er í vinnslu bók með greinum um margvísleg störf hennar og baráttumál og verður meðal annar í henni að finna fjölda áður óbirtra málverka eftir Drífu og brot úr bréfum frá námsárum hennar í New York og Bandaríkjunum.
Höfundar efnis í bókinni eru Helga Kress, Kristín Guðrún Jónsdóttir, Auður Aðalsteinsdóttir, Aðalheiður Valgeirsdóttir og Einar Steinn Valgarðsson. Um myndun og skráningu málverka sá Elísabet Gunnarsdóttir.
Bók um listakonuna Drífu Viðar þar sem birt verður úrval úr verkum hennar, sem og stuttar fræðigreinar um myndlist Drífu, skáldverk hennar, listgagnrýni hennar, hugsjónir og baráttumál.