29/09/2024
.. af því að stundum þarf maður að lesa sér til á einfaldri og auðskiljanlegri íslensku. Þú átt ekki að þurfa eyða formúu í að "auka stafræna læsi" þína, eða stumra yfir óskiljanlegum skammstöfunum og kinka kolli eins og bjáni þegar þú heyrir "tækni-slangur" og þykist skilja allt en botnar hvorki upp né niður í neinu.
Ó, og eitt enn. Ef þú ert Canva notandi og ert með Pro áskrift, þá hefur þú ótakmarkaðan aðgang að Canva Design School, þar sem sæg gagnvirkra Canva myndbandsnámskeiða er að finna - allt frá leiðbeiningum fyrir algera Canva byrjendur og til lengra kominna notenda.
Nei, Canva Design School er ekki "auka-áskriftarleið" - heldur er innifalin í áskriftarplaninu, ef þú ert með Pro - og þú ferð áfram á þínum eigin hraða, getur lært strax um nýjungar og uppfærslur og getur skoðað myndböndin og verkefnin aftur og aftur og æft færnina, allt innan Canva ... á meðan þú hannar og skapar.
Jebbs, öll Canva námskeiðin eru á ensku - en ef þú lýkur einu slíku námskeiði í gegnum Canva Pro (sem kostar nokkrar krónur í gegnum áskrift) þá geturðu líka tekið próf í lok hvers námskeið í hönnunarskóla Canva og ef þú stenst prófið, geturðu hlaðið niður viðurkenningarskjali sem staðfestir að þú hafir staðist Canva prófið.
Er ég komin í eitthvað dularfullt og jafnvel loðið samstarf við Canva?
Er ég kannski að selja einhver leyndarmálanámskeið um Canva?
Kannski er ég komin á prósentuþóknun fyrir að þvaðra ...
.. nei, alls ekki.
Ég fæ ekki krónu fyrir að skrifa þessar upplýsingar niður, hvað þá nokkra einustu viðurkenningu eða jafnvel ábatasöm verkefni fyrir að spjalla svona út í loftið, birta klossaðar skýringarmyndir og leiðbeina ókunnu fólki í gegnum Content Planner.
Og ég er ekki að undirbúa rándýrt völundarnámskeið um Canva.
Ég er umkringd bláókunnu hæfileikafólki, glæstum hugsuðum og nýskapandi frumkvöðlum á alla vegu - fólki sem þráir, vill og á að öðlast það sjálfsagða tækifæri að kunna að koma andlega skapandi hugmyndum sínum á merkingarbært og áþreifanlegt form.
Mig langar bara að láta orðið ganga og læra af ykkur líka.
Gjörið svo vel; svona lítur Content Planner út á Canva: