Skipsbækur ehf

Skipsbækur ehf Árið 1986 kom Véladagbókin fyrst út

Á dögunum kom út gamla góða Véladagbókin á ensku. Það hefur af og til komið fyrirspurnir um bókina á ensku. Við ákváðum ...
23/06/2025

Á dögunum kom út gamla góða Véladagbókin á ensku. Það hefur af og til komið fyrirspurnir um bókina á ensku. Við ákváðum að láta prenta takmarkað upplag af henni. Hægt að panta hana í netfanginu [email protected] eða í síma 456 3697.

Við höfum haldið okkur mest við dagbækur fyrir skip. En hér er nýjasta afurðin okkar, stíluð inn á erlenda ferðamanninn....
28/05/2025

Við höfum haldið okkur mest við dagbækur fyrir skip. En hér er nýjasta afurðin okkar, stíluð inn á erlenda ferðamanninn. Flóki – íslenski heimskautarefurinn , barnabók á ensku.
Ævintýri í íslenskri náttúru.
📚 Heillandi og myndskreytt barnabók fyrir forvitna ferðamenn og náttúruunnendur
Höfundur: Steingrímur Rúnar · Myndskreytingar: Grimstone Goodman
Útgefandi: Skipsbækur ehf. | ISBN: 978-9935-25-769-7
Kynntu þér íslenska náttúru í gegnum augu litla heimskautarefsins Flóka!
Í þessari fallegu barnabók á ensku fylgjum við Flóka og vinum hans eftir í gegnum árstíðirnar á Íslandi – þar sem þau kynnast norðurljósum, eldgosum, heitum hverum, og jafnvel hættulegum refaskyttum.
Fullkomin gjöf fyrir ferðamenn sem vilja taka hlýja og vandaða minningu heim með sér. Bókin sameinar ævintýri, vináttu og fróðleik um íslenskt dýralíf og náttúru á lifandi og aðgengilegan hátt.
✔ Prentuð hjá Prentmiðlun.
✔ Með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða

Pantanir sendist á [email protected] eða 456 3697

20/02/2025
Við vorum að framleiða lítið upplag af Bátadagbók, fyrir veiðar og vélbúnað. Þessi bók hentar vel bátum smærri en 24 met...
18/02/2025

Við vorum að framleiða lítið upplag af Bátadagbók, fyrir veiðar og vélbúnað. Þessi bók hentar vel bátum smærri en 24 metrar. Fást hjá Skipsbókum [email protected] eða 456 3697

Dagbækur fyrir skipFjölbreytt störf við siglingar og fiskveiðar gerir margskonar skráningu nauðsynlega. Til að auðvelda ...
16/02/2025

Dagbækur fyrir skip
Fjölbreytt störf við siglingar og fiskveiðar gerir margskonar skráningu nauðsynlega. Til að auðvelda skráningu atburða um borð í skipum hafa verið útbúnar sérhannaðar dagbækur sem ætlaðar eru fyrir skip sem eru 24 metrar á lengd eða lengri.

Véladagbók: Ein opna er fyrir hvern sólarhring. Á vinstri síðu eru mælastöður ritaðar, olíueyðsla og birgðir. Á hægri síðu eru helstu viðburðir vélarúmsins skrifaðar.

Skipsdagbók: Í þessa bók eru skráðir viðburðir um siglingu og mannahald sem eru taldir skipta máli. Margir sólarhringar geta rúmast á hverri opnu.

Leiðarbók: Þessi bók hefur sama hlutverk og Skipsdagbókin en gefur möguleika á nánari upplýsingum um siglingu o.fl. Farþegaskip hafa einkum notað þessa bók.

Dagbók fyrir kælikerfi: Þessi bók er ekki lögbundin en er hönnuð til þess að auðvelda hirðingu á frystikerfum hvort sem þau eru um borð í skipi eða fiskvinnsluverksmiðju.

Bátadagbók fyrir veiðar og vélbúnað: Þesi bók er hönnnuð fyrir báta sem eru styttri en 24 metrar. Á auðveldan hátt er hægt að skrá viðhald á vélbúnaði þar sem nægilegt er að skrifa hvaða mánaðardag verknaðurinn fór fram. Aftar eru síðan venjuleg dagbókarblöð sem hægt er að skrá siglingu, veiðar og viðhald.

08/10/2024

Véladagbók og Skipsdagbók er hægt að panta í síma 456 3697 eða [email protected].

Gleðilegt nýtt ár!26. ágúst 1986 birtist þessi frétt í Bæjarins Besta um nýja véladagbók. Höfundur hennar og útgefandi v...
09/01/2024

Gleðilegt nýtt ár!

26. ágúst 1986 birtist þessi frétt í Bæjarins Besta um nýja véladagbók. Höfundur hennar og útgefandi var þá 43 ára gamall yfirvélstjóri á Guðbjarti ÍS 16.

Nýprentuð Véladagbók 2024 ætti að detta í hús von bráðar. Síðasta haust kom Skipsdagbók úr prentun, og er hún aftur orðin harðspjalda.

23/12/2023

Skipsbækur óska viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.

Við þökkum kærlega fyrir viðskiptin á árinu sem eru að líða.

30/08/2023

Minnum á netfangið [email protected] fyrir pantanir á Véladagbókum, Skipsdagbókum og Leiðarbókum. Skipsdagbækurnar fást núna harðspjalda. Svo er síminn alltaf opinn 4563697 eða 8963697

18/01/2023

Árið 1986 kom Véladagbókin fyrst út, síðan hefur hún komið út árlega. Bókin hefur tekið talsverðum breytingum á þessum árum, bæði hefur verið leitast við að gera betur og þróun vélbúnaðar hefur einnig leitt til breytinga. Þetta einfalda form í bókinni hefur líkað mjög vel og hefur þessi bók ráðandi markaðsstöðu í dag.
Árið 1995 var gefin út Leiðar- skipsdagbók, sem notuð er af skipstjórnarmönnum í brú. Í þessari bók voru tvær bækur sameinaðar, skipsdagbók og leiðarbók, þetta verk var unnið eftir ábendingum frá mörgum skipstjórum. Þessi leiðarbók er einkum ætluð fyrir alþjóðlegt umhverfi, en það er hægt að nota hana bæði sem leiðarbók og venjulega skipsdagbók. Árið 2000 kom einnig út skipsdagbók, sem er einfaldari í sniðum og ætluð til notkunar á miðum í kringum landið. Haustið 2000 kom einnig út bátadagbók, hún er ætluð fyrir veiðar og vélbúnað á bátum undir 24 metrum og er hún ekki bundin reglugerð. Í bókinni er einfalt form til að skrá niður viðhald og hirðingu vélar og vélbúnaðar en hún nýtist einnig sem siglingabók ef skipið er undir 12 rúmlestum að stærð. Þessar bækur eru seldar í verslunum allt í kringum landið, ýmist skipaverslunum eða bókabúðum.
Hægt er að panta bækur með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða í síma 896 3697

Hér fyrir neðan er fróðleikur sem pabbi, Guðmundur Einarsson tók saman á sínum tíma. Þetta var sett á síðu Skipsbóka á s...
10/11/2022

Hér fyrir neðan er fróðleikur sem pabbi, Guðmundur Einarsson tók saman á sínum tíma. Þetta var sett á síðu Skipsbóka á sínum tíma. Sem er hefur ekkert verið uppfærð. En það er gaman að fletta í gegnum textann sem fylgir henni http://notendur.snerpa.is/gudmund . En í minningunni finnst mér eins og þessi texti hafi verið partur af verkefni hjá pabba í Kennaraháskólanum. Að miðla efni ef ég man rétt. En mögulega er það vitleysa í mér.

Fróðleikur Örverur í brennsluolíu
Örverur hafa verið þekktar í næstum eitt hundrað ár. Þær eru til sem geta lifað og fjölgað sér í olíu. Reynslan hefur sýnt að bakteríur geta eyðilagt framleiðslu sem kemur frá jarðolíu, þar á meðal brennsluolíu.
Það var fyrst í byrjun sjöunda áratugarins sem athygli var vakin á því að örverur væru í brennsluolíu og gætu valdið alvarlegu tjóni og vandamálum. Frá lokum níunda áratugarins hefur orðið áberandi aukning á tilfellum þar sem örverur í olíu hefa valdið alvarlegum keyrsluvandamálum.
Þetta hefur einkum komið fram í díselolíu (DO) og þyngri díselolíu (MDO).

Það er álitið að þetta tengist breytingum á efnasamsetningu olíunnar.
Það er mögulegt að orsökin stafi af breytingum á blöndunar - og framleiðsluferlinu hjá olíuhreinsunarstöðvunum.
Annar möguleiki er að eitthvað sem er sett saman við olíuna hafi þau áhrif að það örvi örverurnar til að fjölga sér. Niðurstaðan er að brennsluolía í dag er ágæt fæða fyrir sumar bakteríur.

Hvernig er hægt að finna bakteríur
Brennsluolía er sennilega með bakteriur ef eftirfarandi einkenni koma í ljós.
a) Grátt slím í botni eða hliðum olíutanka eða í síum.
b) Óvanaleg stingandi lykt, líkist lykt af hlandi, fúleggjum eða brennisteini.
c) Útfellingar eða tæring í tönkum, rörum eða í díselkerfinu.
d) Stífla í síum, rörum eða lokum.
e) Vandamál er að halda álagi á vél.
f) Útfellingar í túrbínu, sem að lokum gera hana óvirka.

Address

Miðtún 39
Ísafjörður
400

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Skipsbækur ehf posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Skipsbækur ehf:

Share

Category