
25/07/2025
Áttu texta eða hugmynd að efni í pokahorninu sem ætti erindi í tímaritið Múlaþing í máli og myndum og hefur ekki áður birst á prenti? Eitthvað sem byggir á grúski eða eigin endurminningum eða annarra, eða frásögn um líf og staðhætti í sveit eða þéttbýli, eða um viðburð, menningarlíf, mannvirki, ferðalag, eða efni um einstaklinga, félagasamtök, búskap, útgerð og atvinnuhætti, stofnun eða fyrirtæki á Austurlandi? Eða eitthvað allt annað sem ekki er nefnt hér í efnisorðum? Við erum að byrja að huga að efni í hefti ársins 2026 og hvetjum íbúa Austurlands sem hefðu áhuga á að koma efni á framfæri að senda inn styttri eða lengri skrif (hámark 6000 orð) um efni sem tengist Austurlandi. Velkomið er að senda fyrirspurn ef einhver hefur áhuga en vill fyrst kanna jarðveginn. Tengiliður í samskiptum og móttöku efnis er ritstjóri heftisins og hægt að senda ritstjóra póst á unnurk[hjá]hi.is eða skilaboð hér á Facebook.