Múlaþing: Byggðasögurit Austfirðinga

Múlaþing: Byggðasögurit Austfirðinga Tímarit Sögufélags Austurlands Sögufélag Austurlands óskar lesendum Múlaþings á prenti jafnt sem á vef ánægjulegs lesturs. Fráfarandi ritstjóri, Jóhann G.

Tímaritið er selt í áskrift og í lausasölu. Áhugasömum um að gerast áskrifendur er bent á að senda skilaboð hér á facebooksíðunni, tölvupóst á sogufelagausturlands[hja]gmail.com eða hafa samband við formann Sögufélagsins (Sigurjón Bjarnason), eða ritstjóra, (Unnur Birna Karlsdóttir) á Egilsstöðum. Allar ábendingar um efni í ritið eru vel þegnar og við erum opin fyrir margvíslegu efni til birtingar

, svo fremi að það snerti Austurland. Hægt er að nálgast árganga Múlaþings frá tímabilinu 1966 til 2016 á vef Landsbókasafnsins, timarit.is. Fyrstu hefti útgáfu Múlaþings eru ekki til á prenti hjá útgefanda Sögufélagi Austurlands en nóg til af öðrum heftum allar götur til þess nýjasta nr. 43/2020. Sögufélag Austurlands hefur frá endurreisn félagsins á félagsfundi á Reyðarfirði 18. júní 2020 unnið að áframhaldandi útgáfu tímaritsins Múlaþing: Byggðasögurit Austfirðinga. Gunnarsson sendi frá sér hefti nr. 43/2020 sem sitt síðasta eintak. Við keflinu í ritstjórahlutverkinu tekur Unnur B. Karlsdóttir sem einnig situr í stjórn Sögufélagsins. Sérstök ritnefnd hefur verið skipuð fyrir útgáfu tímaritsins.

25/07/2025

Áttu texta eða hugmynd að efni í pokahorninu sem ætti erindi í tímaritið Múlaþing í máli og myndum og hefur ekki áður birst á prenti? Eitthvað sem byggir á grúski eða eigin endurminningum eða annarra, eða frásögn um líf og staðhætti í sveit eða þéttbýli, eða um viðburð, menningarlíf, mannvirki, ferðalag, eða efni um einstaklinga, félagasamtök, búskap, útgerð og atvinnuhætti, stofnun eða fyrirtæki á Austurlandi? Eða eitthvað allt annað sem ekki er nefnt hér í efnisorðum? Við erum að byrja að huga að efni í hefti ársins 2026 og hvetjum íbúa Austurlands sem hefðu áhuga á að koma efni á framfæri að senda inn styttri eða lengri skrif (hámark 6000 orð) um efni sem tengist Austurlandi. Velkomið er að senda fyrirspurn ef einhver hefur áhuga en vill fyrst kanna jarðveginn. Tengiliður í samskiptum og móttöku efnis er ritstjóri heftisins og hægt að senda ritstjóra póst á unnurk[hjá]hi.is eða skilaboð hér á Facebook.

01/07/2025
01/07/2025

Til hjá Sögufélagi Austurlands á góðu verði. Efni 44 heftis:
Sigurjón Bjarnason: Sögufélag Austurlands/Múlaþing Nokkrir punktar úr sögu.
Helgi Hallgrímsson: Steinristur (letursteinar) á Héraði.
Sigurjón Bjarnason: Þjóðsaga Um Kollfell og Djúpabotn Reyðfirsk þjóðsaga.
Nikólína Bóel Ólafsdóttir: Ég sný aldrei til baka Æviágrip: Guðrún Bóel Bóasdóttir Brunborg.
Tryggvi Gíslason: Jóhanna Sveinsdóttir Kona á 19 öld.
Arndís Þorvaldsdóttir: Þar geyma örnefnin söguna Af kornmyllum og myllusteinum
á Fljótsdalshéraði og víðar.
Unnur Birna Karlsdóttir: Menningarminjar í landslagi Inngangsorð að skýrslu um
veghleðslur á Breiðdalsheiði.
Hrafnkell Lárusson og Ragnar Edvardsson: Veghleðslur á Breiðdalsheiði Rannsókn
á samgönguminjum og sögulegu gildi þeirra.
Kristján Ingimarsson: „No milk today“.
Jón Sigfússon: Snjósleðaferð í Hveravelli 1984.
Sigurjón Bjarnason: Hugsjónamaður opnar hug sinn Bréf frá Sveinbirni P
Guðmundssyni Reyðarfirði.
Leiðréttingar við 43 hefti.

Efni 45 heftis:
Hjörleifur Guttormsson: Aðdragandinn að byggingu Gunnarshúss á Skriðuklaustri. Bréfaskipti Guttorms Pálssonar og Gunnars Gunnarssonar og ferð þeirra til Þýskalands vorið 1939.
Erla Dóris Halldórsdóttir: Mæðradauði í Múlasýslum 1787 til 1910 og þjónusta lækna og yfirsetukvenna.
Helgi Skúli Kjartansson: Gátu þær gift sig? Um hjúskaparstöðu vinnukvenna á Austurlandi á 19. öld.
Huldufólk í Möðrudal. Frásögn Vilborgar Vilhjálmsdóttur. Umsjón Vigfús I. Ingvarsson.
Már Jónsson: Útrýming ólæsis í Múlasýslum á síðari helmingi 18. aldar.
Bragi Guðmundsson: „Heims augu’ eru í höfði þér“. Ævi og störf Þorsteins Valdimarssonar skálds.
Unnur Birna Karlsdóttir: Konan sem rannsakaði sögu jökla í landslaginu. Emmy Mercedes Todtmann og Íslandsferðir hennar.
Bændur og búalið í Tunguhreppi árið 1928. Tæplega 100 ára gamalt fréttabréf úr Hróarstungu. Umsjón: Sigurjón Bjarnason og Ásmundur Þórarinsson.
Baldur Pálsson: Ballferðin mikla – úr Hrafnkelsdal í Egilsstaði á áramótaball 1973.
Grínvísur af Eyrunum. Umsjón: Sigurjón Bjarnason, í samvinnu við Svanbjörgu Sigurðardóttur.

Gaman að deila þessu frá Bókasafni Héraðsbúa:
30/06/2025

Gaman að deila þessu frá Bókasafni Héraðsbúa:

Glænýtt Múlaþing var að berast í hús. Meðal efnis í blaðinu er:
Eftirmæli "bæjarins" á Eiðum - Helgi Hallgrímsson
Saga af ljósum: Fæðingarhjálp í Breiðdal 1785-1879 - Hilmar G. Garðarsson
Óbirtir textar varðandi Tyrkjarán að Hálsi í Hamarsfirði - Már Jónsson
Kvenréttindafélag Eskifjarðar 1950-1963 - Sigurborg Hilmarsdóttir
Verkmannafélag Seyðisfjarðar og Verkamannafélagið Fram - Unnur Birna Karlsdóttir
Kvennadeild Verkamannafélagsins Fram og Verkakvennafélagið Brynja - Unnur Birna Karlsdóttir
Æskuminningar frá aldarmorgni - Sigurður Guttormsson (umsjón Sigurjón Bjarnason)
Kvennabarátta á Austurlandi undir rauðsokkaanda 1975-1983 - Gerður G. Óskarsdóttir
Mildred og Adeline Asbjornson: Brot úr viðburðaríku lífi systra í Vesturheimi - Cathy Ann Josephson
Í óljósri mynd: Örsögur af konum - Erla Hulda Halldórsdóttir
Dýraverndunarfélag Austurlands - Vigfús Ólafsson (umsjón Sigurjón Bjarnason)

Múlaþing 2025 er farið í póst til áskrifenda. Greinar í heftinu eru:Helgi Hallgrímsson: Eftirmæli „Bæjarins“ á Eiðum.Hil...
28/06/2025

Múlaþing 2025 er farið í póst til áskrifenda. Greinar í heftinu eru:
Helgi Hallgrímsson: Eftirmæli „Bæjarins“ á Eiðum.
Hilmar G. Garðarsson: Saga af ljósum. Fæðingarhjálp í Breiðdal 1785–1879.
Már Jónsson: Óbirtir textar varðandi Tyrkjarán að Hálsi í Hamarsfirði.
Sigurborg Hilmarsdóttir: Kvenréttindafélag Eskifjarðar 1950–1963.
Unnur Birna Karlsdóttir: Verkmannafélag Seyðisfjarðar og Verkamannafélagið Fram. Verkalýðsfélög á Seyðisfirði 1900-1950 - fyrri hluti.
Unnur Birna Karlsdóttir: Kvennadeild Verkamannafélagsins Fram og Verkakvennafélagið Brynja. Verkalýðsfélög á Seyðisfirði 1900-1950 - seinni hluti.
Sigurður Guttormsson (umsjón Sigurjón Bjarnason): Æskuminningar frá aldarmorgni.
Gerður G. Óskarsdóttir: Kvennabarátta á Austurlandi undir rauðsokkaanda 1975–1983.
Cathy Ann Josephson: Mildred og Adeline Asbjornson. Brot úr viðburðaríku lífi systra í Vesturheimi.
Erla Hulda Halldórsdóttir: Í óljósri mynd. Örsögur af konum.
Vigfús Ólafsson (umsjón Sigurjón Bjarnason): Dýraverndunarfélag Austurlands.

Tímaritið Múlaþing berst áskrifendum nú síðar í júní og einnig verður hægt að kaupa eintök hjá bókaútgáfunni Bókstafur á...
02/06/2025

Tímaritið Múlaþing berst áskrifendum nú síðar í júní og einnig verður hægt að kaupa eintök hjá bókaútgáfunni Bókstafur á Egilsstöðum.

Tímaritið Múlaþing nr. 47, 2025, er farið í prentun og berst áskrifendum vonandi eigi síðar en seinna í júní. Hægt verður að kaupa í lausasölu hjá bókaútgáfunni Bókstafur á Egilsstöðum.

24/05/2025

Kæru áskrifendur tímaritsins Múlaþings. Hefti ársins 2025 er næstum tilbúið til prentunar og fer í prentun snemma í júní. Vænta má að það berist áskrifendum síðar í júnímánuði.

Sögufélag Austurlands óskar áskrifendum tímaritsins Múlaþings og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á ko...
31/12/2024

Sögufélag Austurlands óskar áskrifendum tímaritsins Múlaþings og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.

05/11/2024

Ertu með leiðsögn ferðamanna á Austurlandi. Lestu Múlaþing til að fiska söguefni úr fjórðungnum til að segja ferðamönnum.

14/08/2024

Nú er hafin söfnun efnis fyrir hefti Múlaþings 2025. Allt efni þarf að tengjast Austurlandi, sögu, menningu eða náttúru fjórðungsins. Áhugasöm um að skrifa í tímaritið sendi skilaboð á netfangið sogufelagausturlands[hjá]gmail.com

Minnum á þessa áhugaverðu ráðstefnu, meðal erinda verður m.a. fjallað um efni sem tengist Austurlandi.
03/06/2024

Minnum á þessa áhugaverðu ráðstefnu, meðal erinda verður m.a. fjallað um efni sem tengist Austurlandi.

Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám á grunn og framhaldsstigi. Lögð er áhersla á fræðilega nálgun og rannsóknatengt nám með góð tengsl við atvinnulíf og nýsköpun

Address

Egilsstaðir

Opening Hours

Monday 09:00 - 16:00
Tuesday 09:00 - 16:00
Wednesday 09:00 - 16:00
Thursday 09:00 - 16:00
Friday 09:00 - 16:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Múlaþing: Byggðasögurit Austfirðinga posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Múlaþing: Byggðasögurit Austfirðinga:

Share

Category