Vinnuskóli Hornafjarðar

Vinnuskóli Hornafjarðar Hér koma fréttir, myndir og upplýsingar frá Vinnuskólanum í sumar - það verður án efa gle?

Skemmtileg vika að baki. Við byrjuðum vikuna á að hreynsa sundlaugargarðinn fengum svo að fara í sund og Gunnar Ingi gri...
19/07/2025

Skemmtileg vika að baki. Við byrjuðum vikuna á að hreynsa sundlaugargarðinn fengum svo að fara í sund og Gunnar Ingi grillaði hamborgara. Við hjálpuðum einnig að gera klárt fyrir listahátíðina Graffíll. Á miðvikudeginum fórum við í útileguna í þetta sinn fórum við í Smiðjunes í Lóni. Krakkarnir fundu sér vatn og læki til að vaða í og léku sér í drullumalli. Við vorum með kubbmót, stigaleik, pubquiz og grilluðum hamborgara. Við vorum ótrúlega heppin með veður en það voru um 20 gráður um kvöldmatarleytið. Virkilega vel heppnuð útilega oh við þökkum foreldrum fyrir hjálpina.
Set svo inn nokkur myndbönd frá kvöldvökunni þar sem krakkarnir gerðu atriði.

Fín vika að baki, við náðum miklu í verk og ágætis veður. Hér má til dæmis sjá muninn á möl fyrir utan björgunarsveitarh...
12/07/2025

Fín vika að baki, við náðum miklu í verk og ágætis veður. Hér má til dæmis sjá muninn á möl fyrir utan björgunarsveitarhúsið. En í seinustu viku gleymdist að gera facebook færslu þannig starfsmenn vikunnar í seinustu viku voru Kristinn og Arthur sem stóðu sig frábærlega. Starfsmenn vikunnar þessa viku voru Vilhelm og Björgvin Leó en þeir lögðu mikið á sig þessa vikuna.
Góða helgi☀️

Humarhátíðar vikan var geggjuð. Það ringdi svo sannarlega mikið en við létum það ekki stoppa okkur og héldum áfram að gr...
28/06/2025

Humarhátíðar vikan var geggjuð. Það ringdi svo sannarlega mikið en við létum það ekki stoppa okkur og héldum áfram að græja bæinn fyrir hátíðina. Á föstudaginn fórum við í stigaleik þar sem krakkarnir voru í 3 liðum og var úthlutað lit og áttu að mæta í þeim lit. Virkilega glöð með hvað þau mættu litrík og flott. En bláa liðið hlaut verðlaun fyrir best klædda liðið. Það var síðan gula liðið sem vann keppnina með 116 stig en næsta lið var með 75 stig.
Að lokum voru veittar viðurkenningar fyrir starfsmenn vikunnar en það voru þeir Theódór, Ívar og Ari Jökull sem hlutu þá viðurkenningu og áttu virkilega vel skilið.
Takk fyrir frábæra viku og góða skemmtun á Humarhátíð 🦞

Fínasta vika að baki, brjálað að gera við að gera bæinn fínann fyrir Humarhátíð. Starfsmenn vikunnar í þetta skiptið vor...
22/06/2025

Fínasta vika að baki, brjálað að gera við að gera bæinn fínann fyrir Humarhátíð. Starfsmenn vikunnar í þetta skiptið voru þeir Sigurður Arnar, Gunnar Ernir og Zahid en stóðu sig virkilega vel í vikunni👏🏻 á föstudaginn fengu krakkarnir ís í góða veðrinu og fyrir vel unnin störf

2. vika vinnuskólans lokið. Við hófum vikuna á að veita verðlaun fyrir starfsmenn vikunnar fyrir viku 1 en Böðvar, Zuzan...
14/06/2025

2. vika vinnuskólans lokið. Við hófum vikuna á að veita verðlaun fyrir starfsmenn vikunnar fyrir viku 1 en Böðvar, Zuzanna og Óliver en þau stóðu sig frábærlega👏🏻 veðrið var á móti okkur þessa vikuna en við létum það ekki stoppa okkur og unnu krakkarnir vel. Mikið var um rakstur þessa vikuna. Á föstudag kom Krissi til okkar og hélt fyrir okkur fyrirlesturinn Þú ert frábær, þar talaði hann um jákvæðni og hvernig við látum erfiða tíma ekki stoppa okkur. Virkilega gaman að fá hann í heimsókn. Svo veittum við verðlaun fyrir starfsmenn vikunnar en þessa vikuna voru Aron Fannar og Markús Mjölnir fyrir valinu☀️ takk fyrir frábæra viku og eigið góða helgi🥰

Gleðilegt sumar, þótt veðrið hafi ekki sýnt það þessa vikuna. Þrátt fyrir rok og kulda hefur Vinnuskólinn hafið störf. K...
07/06/2025

Gleðilegt sumar, þótt veðrið hafi ekki sýnt það þessa vikuna. Þrátt fyrir rok og kulda hefur Vinnuskólinn hafið störf. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og unnu hörðum höndum við að snyrta bæinn. Þetta lofar virkilega góðu og lítur allt út fyrir að þetta verði frábært sumar, með von um betra veður.

22/05/2025

Vefur Sveitarfélags Hornafjarðar er upplýsingavefur fyrir íbúa sveitarfélagsins, þar geta íbúar tjáð skoðun sína sent inn ábendingar um það sem betur má fara eða sent inn fyrirspurnir sem starfsfólk bregst við.

Jæja þá er það seinasti póstur sumarsins🤍 það er búið að vera virkilega gaman hjá okkur í sumar, okkur hefur tekist að v...
27/07/2024

Jæja þá er það seinasti póstur sumarsins🤍 það er búið að vera virkilega gaman hjá okkur í sumar, okkur hefur tekist að vinna vel en á sama tíma einnig skemmt okkur saman. Í ár hófum við föstudagsuppbrot. Þau hafa verið alls konar ratleikur, leikir, blindrassmakk, blakuppbrot, þrykkjan og fleira. Þetta hefur virkilega gott fyrir móralinn í hópnum og hlakkar öllum til föstudags og gaman að enda vikuna með stæl. Einnig tókum við upp dugnaðarfork vikunnar og unnu nokkrir sem áttu það vel skilið.
Við enduðum sumarið að sjálfsögðu á útilegunni árlegu. Við hófum daginn á að fara í hylinn fræga og voru fjölmargir krakkar sem stukku🏊🏻‍♀️ svo var að sjálfsögðu æfð atriði fyrir kvöldvökuna og svo grillað pullur og burgera👌🏻 þá kom kvöldvakan krakkarnir mættu með undirbúin atriði, eldri hópurinn með eitt og 2011 hópurinn með annað. Sigurvegarar fyrir atriði var yngri hópurinn en þau gerðu geggjaða tískusýningu(finnið myndband af því í commentum). Svo mættu flokkstjórar með spurningakeppni. Að lokum var gerð brenna þar sem við grilluðum sykurpúða í fallegu veðri. Um morgunin voru sumir þreyttari en aðrir enda mismunandi hversu mikið var sofið þessa nótt og var því vel þegið að það var frí úr vinnu eftir hádegi.
Við flokkstjórarnir viljum þakka ykkur fyrir frábært samstarf í sumar við skemmtum okkur konunglega❤️ njótið sumarfrísins og sjáumst síðar🥰

Ps. Set myndbönd af krökkunum hoppa í hylin og atriði í commentin

Gleðilegan föstudag, góð vika að baki. Þetta var mikil raksturs vika. Við höfum rakað hóla og hæðir alla vikuna. Einnig ...
19/07/2024

Gleðilegan föstudag, góð vika að baki. Þetta var mikil raksturs vika. Við höfum rakað hóla og hæðir alla vikuna. Einnig höfum við verið að vinna í beðunum hjá Velferðarhúsinu (skemmtilegar fyrir og eftir myndir frá því). Í þessari viku kom sjávarútvegsskólinn og var með eldri hópinn okkar í fræðslu mánudag-fimmtudags eftir hádegi þar sem þau lærðu allt um sjávarútveg. Það endaði með pizzaveislu og fengu þau öll peysur í gjöf merkt þeim og ekki verra að hún var rauð á litinn😍 dugnaðarforkar vikunnar voru svo Jón Dagur og Theódór, þeir áttu frábæra viku og áttu þetta sannarlega skilið👏🏻😁
Takk fyrir vikuna og góða helgi🎉

Hæhæ, það var heldur betur nóg að gera hjá krökkunum í vinnuskólanum þessa vikuna. Jafningjafræðslan kom til okkar eins ...
12/07/2024

Hæhæ, það var heldur betur nóg að gera hjá krökkunum í vinnuskólanum þessa vikuna. Jafningjafræðslan kom til okkar eins og í fyrra og héldu skemmtilega fræðslu fyrir krakkana þar sem ungir fræða unga. Fræðslan skiptist í tvo daga eldri hópurinn var hjá þeim heilan dag og 2011 árgangurinn var fyrir hádegi. Á meðan annar hópurinn var í fræðslu var hinn í málunarverkefni með Hönnu Dís. 2011 árgangurinn skreytti torgið hjá ráðhúsinu og eldri hópurinn skreytti vegginn hjá sundlauginni , virkilega skemmtilegt verkefni🧑‍🎨👏🏻 Að sjálfsögðu var sinnst öðrum hefðbundnum verkefnum eins og ruslatýnslu, rakstri og hreynsa beð. Við enduðum vikuna á að leika okkur í íþróttahúsinu og hlutu Alex Arnar, Hilmar Freyr og Sóley Eir verðlaun fyrir dugnaðarfork vikunnar, en þau stóðu sig einstaklega vel þessa viku🎉Takk fyrir góða viku og njótið helgarinnar😁👏🏻

Hrikalega skemmtileg vika að baki. Á föstudaginn var haldin hin árlegi stigaleikur þar sem krökkunum er skipt niður í li...
30/06/2024

Hrikalega skemmtileg vika að baki. Á föstudaginn var haldin hin árlegi stigaleikur þar sem krökkunum er skipt niður í lið eftir litum og áttu að gera áskoranir. Þeir sem unnu keppnina var bláa liðið með 103 stig og rauða liðið vann verðlaun fyrir best klædda liðið. Þótt veðrið hafi ekki verið skemmtilegt skemmtu krakkarnir sér konunglega og var mikið fjör. Einnig voru veitt verðlaun fyrir dugnaðarfork vikunnar en Ágústa og Kristinn unnu þessa vikuna. Vonandi áttuð þið góða helgi á humarhátíð sjáumst hress og kát á morgun🙌🏻😄

Loksins kominn föstudagur og við tökum honum fagnandi með föstudagsuppbroti. Þessa vikuna unnu krakkarnir vel. Á miðviku...
21/06/2024

Loksins kominn föstudagur og við tökum honum fagnandi með föstudagsuppbroti. Þessa vikuna unnu krakkarnir vel. Á miðvikudaginn fórum við á fræðslu hjá Kristjáni Hafþórsson. Fræðsluna kallar hann Þú ert frábær, frábær fræðsla um valdeflingu og jákvæðni. Virkilega gaman að fá hann í heimsókn. Í seinustu viku fórum við og hreysuðum umhverfis Slysavarnafélagið og fengu krakkarnir kandífloss sem þau gerðu sjálf.
En föstudagsuppbrotið dagsins var einstaklega skemmtilegt en krakkarnir kepptu í blindrasmakki. Smakk sem var í boði var m.a. súrar gúrkur, ólífur og síld svo eitthvað sé nefnt. Virkilega gaman og hlaut sigurliðið verðlaun fyrir. Einnig voru gefin verðlaun fyrir dugnaðarfork vikunnar👏🏻 takk fyrir góða viku og góða helgi🥳🙌🏻 (hægt er að sjá myndband af krökkunum smakka í commentum)

Address

Höfn
780

Opening Hours

Monday 08:00 - 17:00
Tuesday 08:00 - 17:00
Wednesday 08:00 - 17:00
Thursday 08:00 - 17:00
Friday 08:00 - 16:00

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Vinnuskóli Hornafjarðar posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Vinnuskóli Hornafjarðar:

Share