27/07/2024
Jæja þá er það seinasti póstur sumarsins🤍 það er búið að vera virkilega gaman hjá okkur í sumar, okkur hefur tekist að vinna vel en á sama tíma einnig skemmt okkur saman. Í ár hófum við föstudagsuppbrot. Þau hafa verið alls konar ratleikur, leikir, blindrassmakk, blakuppbrot, þrykkjan og fleira. Þetta hefur virkilega gott fyrir móralinn í hópnum og hlakkar öllum til föstudags og gaman að enda vikuna með stæl. Einnig tókum við upp dugnaðarfork vikunnar og unnu nokkrir sem áttu það vel skilið.
Við enduðum sumarið að sjálfsögðu á útilegunni árlegu. Við hófum daginn á að fara í hylinn fræga og voru fjölmargir krakkar sem stukku🏊🏻♀️ svo var að sjálfsögðu æfð atriði fyrir kvöldvökuna og svo grillað pullur og burgera👌🏻 þá kom kvöldvakan krakkarnir mættu með undirbúin atriði, eldri hópurinn með eitt og 2011 hópurinn með annað. Sigurvegarar fyrir atriði var yngri hópurinn en þau gerðu geggjaða tískusýningu(finnið myndband af því í commentum). Svo mættu flokkstjórar með spurningakeppni. Að lokum var gerð brenna þar sem við grilluðum sykurpúða í fallegu veðri. Um morgunin voru sumir þreyttari en aðrir enda mismunandi hversu mikið var sofið þessa nótt og var því vel þegið að það var frí úr vinnu eftir hádegi.
Við flokkstjórarnir viljum þakka ykkur fyrir frábært samstarf í sumar við skemmtum okkur konunglega❤️ njótið sumarfrísins og sjáumst síðar🥰
Ps. Set myndbönd af krökkunum hoppa í hylin og atriði í commentin