09/09/2025
Vissir þú að Castor veitir líka ráðgjöf og stuðning í tæknimálum fyrir sjónvarp og bíó?
Til viðbótar við að hafa sjálfir smíðað útsendingarbíl og myndverið okkar, þá var Ingimar að koma heim frá Ameríku þar sem við sáum um ráðgjöf og verkstjórn við endurbætur á 42 ára gömlum útsendingarbíl fyrir svæðisstöðvar Sinclair Broadcasting í Fresno! Við breyttum innra skipulagi, endurnýjuðum allan hljóðbúnað með Dante og settum upp Xpression grafikkerfi frá Ross.
Hér má sjá bílinn á lokametrunum - en hljóðstjórn og replay er fyrir aftan tækjarekkana. Það gerir enginn athugasemd við það að fara út til að komast á milli rýma í Fresno - þó sú lausn henti kannski síður hér heima!