15/09/2025
KÆRU KROSSGÁTUUNNENDUR
Á haustin byrja skólarnir og það er smalað og farið í réttir og lífið kemst í rútínu eftir sumarið. Haustblaðið ÞEMAGÁTUR #15 líka komið út og að koma inn um lúgur áskrifenda og í verslanir. Brúnt sem er góður haustlitur.
Viðfangsefnin í þessu blaði eru fjölbreytt og skemmtileg að vanda og í þessari röð eru þetta þekktar perlur í náttúru Íslands, Kópavogur, Rússland og gömlu Sovétríkin, Bandaríkjaforsetar, Gísla saga Súrssonar, borgarstjórar í Reykjavík, íslenskt tónlistarfólk sem hefur meikað það erlendis eða ætlað sér að gera það, uppfinningafólk, lögfræði og dómstólar, ber, skapgerð og lundarfar, heilsurækt, skeldýr, skemmtigarðar eða tívolí og loks samfélagsmiðlarnir sem við notum svo mikið.😊 Allir ættu að finna eitthvað við hæfi.😊
ÞEMAGÁTUR hafa verið að seljast vel í sumar - takk fyrir okkur. Einhver eldri blöð eru enn í hillum sumra verslana. Tilvalið að grípa þau með þessu nýja.
Helstu sölustaðir eru verslanir Pennans Eymundsson, A4, Forlagsverslunin á Granda, Hagkaup, Fjarðarkaup, Nettó, verslanir Olís, Hugsel í Grafarvogi o.fl. Einnig möguleiki á áskrift sem og að fá eldri blöð send heim.
ÁSKRIFT AÐ ÞEMAGÁTUM: [email protected] eða með skilaboðum á facebook.