08/03/2025
Kæru krossgátuunnendur.
Núna eru ÞEMAGÁTUR #13 komið út og að koma inn um lúgur áskrifenda og í búðir. Viðfangsefnin í þessu blaði eru fjölbreytt og skemmtileg að vanda og í þessari röð eru þetta hin vinsæla íþrótt FIMLEIKAR, sjónvarpsserían DALLAS (hver man ekki eftir JR😊), íslenska TÓNLISTIN frá um 1960 til 1970, EGILSSAGA eða Egla, EYJAR við og á Íslandi, BELGÍA, SJÓMENNSKA, þekktir VEITINGASTAÐIR á Íslandi fyrr og nú, IÐNGREINAR, HÖFUÐBORGIR í Evrópu, ÁLFAR og huldufólk, STÆRÐFRÆÐI, GRÍSKIR guðir, bókstafurinn Ð, FRÍMÚRARAREGLAN á Íslandi og síðast en ekki síst þáttaka Íslands í EUROVISION í gegnum árin. Allir ættu að finna eitthvað við hæfi.😊
Þemagátur #12 seldust vel en einhver eldri blöð eru enn í hillum sumra verslana. Tilvalið að grípa þau með þessu nýja.
Helstu sölustaðir eru verslanir Pennans Eymundsson, A4, Forlagsverslunin á Granda, Hagkaup, Fjarðarkaup, Nettó, verslanir Olís, Hugsel í Grafarvogi o.fl. Einnig möguleiki á áskrift sem og að fá eldri blöð send.
ÁSKRIFT AÐ ÞEMAGÁTUM: [email protected] eða með skilaboðum á facebook.