13/12/2025
KÆRU KROSSGÁTUUNNENDUR
Vetrarútgáfan af ÞEMAGÁTUM - krossgátum #16 komið út og að koma inn um lúgur áskrifenda og í verslanir. Ljósgrænt að þessu sinni.
Gáturnar eru sextán og í röð eru þetta mælieiningar og svo jólagátan í tilefni hátíðanna. Síðan er það Völuspá, stórfjölskyldan, bíóin á Íslandi fyrr og nú, breskir forsætisráðherrar, Bubbi Morthens, bankar og fjármálafyrirtæki, fiskiskip og bátar, borgir og bæir á Norðurlöndum og efnafræði. Þá eru tvær gátur um Halldór Laxnes og hans verk o.fl. sem skáldinu tengist. Þá er áramótagáta, gáta um skautaíþróttina og loks um smákökur sem eru vinsælar á þessum árstíma.😊 Allir ættu að finna eitthvað.
Blað #16 þýðir að það eru komnir fjórir árgangar. Móttökurnar hafa verið góðar og sífellt fleiri sem spreyta sig á gátunum og hafa gaman af - takk fyrir okkur. Einhver eldri blöð eru enn í hillum sumra verslana. Tilvalið að grípa þau með þessu nýja.
Helstu sölustaðir eru verslanir Pennans Eymundsson, A4, Forlagsverslunin á Granda, Hagkaup, Fjarðarkaup, Nettó, verslanir Olís, Hugsel í Grafarvogi o.fl. Einnig möguleiki á áskrift sem og að fá eldri blöð send heim.
ÁSKRIFT AÐ ÞEMAGÁTUM: [email protected] eða með skilaboðum hér á facebook.