09/01/2026
Bull, lygar og þvæla eru lögð að jöfnu við staðreyndir í almennri umræðu. Ekki þarf að horfa lengra en til Bandaríkjanna til að sjá það og þetta flæðir yfir í íslenska stjórnmálaumræðu þar sem Miðflokkurinn gerir út á lýðskrum til að ná fylgi þeirra sem nenna ekki að kynna sér málin. Bókun 35 snýst í rauninni ekki um neitt annað en það að ef reglur sem að hafa verið settar af Alþingi Íslendinga til þess að tryggja jafnræði á þessum innri markaði stangast á við einhverjar reglur sem að hafa af einhverjum öðrum ástæðum verið settar, að þá gildi þær reglur sem tryggja jafnræði á innri markaðnum. Magnús Árni Skjöld Magnússon, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og formaður Evrópuhreyfingarinnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar. ----- Sjá umfjöllun í athugasemd.