Sálstofan

Sálstofan Á Sálstofunni vinna sálfræðingar með börnum, unglingum, foreldrum og ungu fólki. Sími er opinn 8:45-11 og 13-15 mánudaga til fimmtudaga

Á Sálstofunni vinna sálfræðingar með börnum, unglingum og fullorðna fólkinu í þeirra lífi annarsvegar og með ungum fullorðnum hins vegar. Sálfræðingarnir okkar hafa sérhæft sig í greiningu og meðferð ADHD, kvíða, þunglyndi, áráttu/þráhyggju og skyldum vanda s.s. hegðunarvanda, vanlíðan, skólaforðun osfrv. Sálstofan er í virku samstarfi við barna-og unglingageðlækni og fullorðinsgeðlækni. Einnig þ

jónusta sálfræðingarnir okkar stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök með ráðgjöf, handleiðslu, fræðslu og námskeiðum. Markmiðið okkar er að vita bestu mögulegu meðferð hverju sinni í samræmi við nýjustu þekkingu. Sjá nánar á www.salstofan.is

Móttaka Sálstofunnar og sími verður lokaður frá 7. júlí til 5. ágúst. Hægt er að senda beiðnir um viðtöl á síðunni okkar...
04/07/2025

Móttaka Sálstofunnar og sími verður lokaður frá 7. júlí til 5. ágúst.
Hægt er að senda beiðnir um viðtöl á síðunni okkar www.salstofan.is og senda tölvupóst á [email protected] með skilaboðum og öðrum beiðnum.
Með von um sól í hjarta og gleðilegt sumar ☀️🥰

Á Sálstofunni sérhæfum við okkur í vinnu með börnum, unglingum og fullorðna fólkinu í þeirra lífi og vinnum með hegðunar- og tilfinningavanda. Meira hér.

02/07/2025

Sigríður Jóna Gunnarsdóttir sérkennari mun bætast í góðan hóp á Sálstofunni í ágúst.
Hún hefur mikla reynslu úr skólakerfinu og býður m.a. upp á lesblindugreiningar fyrir börn og fullorðna, heimanámsaðstoð, sértíma í lestri, sértíma í stærðfræði á grunnskólastigi og í einhverjum áföngum framhaldsskóla og ráðgjöf til foreldra varðandi lestur og stærðfræði.
Frekari upplýsingar og tímabókanir á Kennslustofunni á fb, einnig er hægt að bóka tíma á netfanginu [email protected].
Við bjóðum Sigríði Jónu hjartanlega velkomna ❤️

Magnús sálfræðingur á Sálstofunni kíkti í Heilsuvarpið hjá Ragga Nagli til að ræða um skjánotkun barna og ungmenna, hvað...
07/05/2025

Magnús sálfræðingur á Sálstofunni kíkti í Heilsuvarpið hjá Ragga Nagli til að ræða um skjánotkun barna og ungmenna, hvaða hættur steðja að börnum á netinu og Adolescence þættina. Magnús kemur með góð ráð fyrir foreldra til að setja börnum sínum skýr mörk.
Mælum með!

Magnús Friðrik Ólafsson sálfræðingur á Sálstofunni er hokinn af reynslu þegar kemur að vinnu með börn og ungmenni en hann veitir meðferð við kvíða og depurð, hegðunarvanda ásamt ráðgjöf ráðgjöf til foreldra.
Magnus kíkti í Heilsuvarpið til að ræða um skjánotkun barna og ungmenna, hvaða hættur steðja að börnum á netinu og Adolescence þættina. Magnús kemur með góð ráð fyrir foreldra til að setja börnum sínum skýr mörk.

Þessi þáttur er B.O.B.A 💣💣eins og meistari Morthens myndi segja.

Hlusta hér
https://open.spotify.com/episode/7by0GhwN8cOk8wT2jy2buF?si=5d0acad51b96471c

Við bjóðum Sólrúnu Dröfn sálfræðing hjartanlega velkomna í Sálstofugengið!Sólrún Dröfn hefur góða reynslu og hefur starf...
02/05/2025

Við bjóðum Sólrúnu Dröfn sálfræðing hjartanlega velkomna í Sálstofugengið!
Sólrún Dröfn hefur góða reynslu og hefur starfað bæði með börnum og fullorðnum.
Á Sálstofunni mun Sólrún Dröfn aðallega sinna ungmennum á aldrinum 16 til 25 ára. Hún veitir meðferð m.a. við tilfinningavanda s.s. kvíða og depurð og áfallastreituröskun.
Hægt er að bóka tíma á síðunni okkar www.salstofan.is eða með því að hringja í ritara í síma 5192211.

🏳️‍⚧️ Í dag er alþjóðlegur sýnileikadagur trans fólks 🏳️‍⚧️
31/03/2025

🏳️‍⚧️ Í dag er alþjóðlegur sýnileikadagur trans fólks 🏳️‍⚧️

Á miðvikudaginn sl var fræðsludagur hjá okkur á Sálstofunni þar sem við fengum frábæra heimsókn. Paola, sálfræðingur hjá...
24/02/2025

Á miðvikudaginn sl var fræðsludagur hjá okkur á Sálstofunni þar sem við fengum frábæra heimsókn. Paola, sálfræðingur hjá Barnahúsi, fræddi okkur um það hvernig þau fara í gegnum áfallasögur með börnum auk þess að hún kynnti fyrir okkur nýtt meðferðarúrræði hjá þeim (fjölskyldumiðaða HAM). Þar á eftir fengum við kynningu frá tveimur af okkar eigin sálfræðingum, Þórunni og Hrafnkötlu, sem nýlega sátu vinnustofu um átraskanir.
Frábær og fræðandi dagur á stofunni 😁

30/10/2024

Unnið hefur verið fræðsluefni til að efla færni í að takast á við áföll og aðstoða aðra við að vinna úr erfiðum upplifunum. Efnið byggir á leiðbeiningum áfallateymis Rauða krossins á Íslandi í sams…

Viðtal við Hrund Þrándardóttur sálfræðing Sálstofunnar um hvað hafa ber í huga þegar rætt er við börn um erfið mál.
18/09/2024

Viðtal við Hrund Þrándardóttur sálfræðing Sálstofunnar um hvað hafa ber í huga þegar rætt er við börn um erfið mál.

Barnasálfræðingur segir erfið mál eins og manndrápið á tíu ára stúlku í fyrrakvöld kalla á samtal foreldra við börnin sín.

Address

Hlíðasmári 17
Kópavogur
201

Opening Hours

Monday 08:30 - 16:00
Tuesday 08:30 - 16:00
Wednesday 08:30 - 16:00
Thursday 08:30 - 16:00
Friday 08:30 - 16:00

Telephone

5192211

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sálstofan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share