Sálstofan

Sálstofan Á Sálstofunni vinna sálfræðingar með börnum, unglingum, foreldrum og ungu fólki. Sími er opinn 8:45-11 og 13-15 mánudaga til fimmtudaga

Á Sálstofunni vinna sálfræðingar með börnum, unglingum og fullorðna fólkinu í þeirra lífi annarsvegar og með ungum fullorðnum hins vegar. Sálfræðingarnir okkar hafa sérhæft sig í greiningu og meðferð ADHD, kvíða, þunglyndi, áráttu/þráhyggju og skyldum vanda s.s. hegðunarvanda, vanlíðan, skólaforðun osfrv. Sálstofan er í virku samstarfi við barna-og unglingageðlækni og fullorðinsgeðlækni. Einnig þ

jónusta sálfræðingarnir okkar stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök með ráðgjöf, handleiðslu, fræðslu og námskeiðum. Markmiðið okkar er að vita bestu mögulegu meðferð hverju sinni í samræmi við nýjustu þekkingu. Sjá nánar á www.salstofan.is

Á dögunum fékk Sálstofan frábæra og fróðlega heimsókn frá Unnsteini Jóhannssyni en hann er teymisstjóri transteymis BUGL...
27/10/2025

Á dögunum fékk Sálstofan frábæra og fróðlega heimsókn frá Unnsteini Jóhannssyni en hann er teymisstjóri transteymis BUGL og kynnti fyrir okkur starfsemi þeirra og stöðuna í dag🏳️‍⚧️🏳️‍🌈 Takk kærlega fyrir okkur✨

Í tilefni Bleika dagsins mætti starfsfólk Sálstofunnar í bleiku - veitingar og skraut bleikt sömuleiðis 🎀✨Við hvetjum öl...
22/10/2025

Í tilefni Bleika dagsins mætti starfsfólk Sálstofunnar í bleiku - veitingar og skraut bleikt sömuleiðis 🎀✨
Við hvetjum öll til að birta upp skammdegið með dassi af bleiku til að sýna samstöðu með konum sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra💕

Nú styttist óðum í hina árlegu hrekkjavöku þar sem drungalegar skreytingar og hryllilegir búningar fá að ráða ríkjum! 👹👿...
08/10/2025

Nú styttist óðum í hina árlegu hrekkjavöku þar sem drungalegar skreytingar og hryllilegir búningar fá að ráða ríkjum! 👹👿
Mörg börn hlakkar mikið til en gott er að hafa í huga að það sem er spennandi og tilhlökkunarefni fyrir einhverja getur verið kvíðavaldandi og erfitt fyrir aðra.
Slíkur kvíði getur valdið vanlíðan og jafnvel hamlað barni í þátttöku og viljum benda á að þetta er eitthvað sem sálfræðingar geta hjálpað börnum að komast í gegnum og velkomið að hafa samband við okkur hér á Sálstofunni!

Sálfræðingar Sálstofunnar fjölmenntu á ráðstefnu The European Association for Behavioural and Cognitive Therapies í Glas...
16/09/2025

Sálfræðingar Sálstofunnar fjölmenntu á ráðstefnu The European Association for Behavioural and Cognitive Therapies í Glasgow á dögunum til að sækja sér endurmenntun og nýjan fróðleik💪🏻 Fullt af fjölbreyttum erindum og góðum fyrirlestrum sem munu nýtast í framtíðinni✨

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Hér má ...
09/09/2025

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Hér má finna fræðsluerindi á vegum Sálfræðingafélag íslands og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu 💛

Sálfræðingafélag Íslands og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu standa fyrir röð fræðsluerinda í september og október í tilefni af vitundarvakningunni Gulum september.

Sóley Berg Victorsdóttir (vinstri) og Tinna Rún Rúnarsdóttir (hægri) eru meistaranemar í klínískri sálfræði hjá Háskóla ...
01/09/2025

Sóley Berg Victorsdóttir (vinstri) og Tinna Rún Rúnarsdóttir (hægri) eru meistaranemar í klínískri sálfræði hjá Háskóla Íslands og verða í starfsþjálfun hjá okkur fram að áramótum. Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar!

Þvílíkur dagur í gær! 🏃🏻‍♀️‍➡️🏃🏼‍➡️Sálstofugengið hljóp og safnaði áheitum fyrir Einhverfusamtökin og lagði þannig sitt ...
24/08/2025

Þvílíkur dagur í gær! 🏃🏻‍♀️‍➡️🏃🏼‍➡️
Sálstofugengið hljóp og safnaði áheitum fyrir Einhverfusamtökin og lagði þannig sitt af mörkum til að styrkja þeirra frábæra starf✨
Erum þakklát fyrir allan stuðninginn💙

Skólabyrjun! 📚Nú fara skólarnir að byrja aftur eftir sumarfrí og því geta fylgt ýmsar tilfinningar hjá börnum, sem og fo...
19/08/2025

Skólabyrjun! 📚
Nú fara skólarnir að byrja aftur eftir sumarfrí og því geta fylgt ýmsar tilfinningar hjá börnum, sem og forráðamönnum, og er það allt saman fullkomlega eðlilegt.
Börn sem eiga með einhverjum hætti erfitt uppdráttar í skóla kvíða oft þessum tímamótum. Því gæti verið gott að gefa sér tíma í að skipuleggja haustið vel og hafa sem mestan fyrirsjáanleika. Með því að aðlaga umhverfið að þörfum barns þá eigum við betri kost á að hafa áhrif á líðan þess, hegðun og árangur - stundum þarf samstarf skóla og nærumhverfi í þessu samhengi.

Þá eru einnig þættir sem hægt er að vinna með heima fyrir.
📌Svefn
Svefn er grunnstoð andlegs og líkamlegs heilbrigðis og hjálpar okkur við ýmislegt sem skiptir máli í daglegu lífi eins og einbeitingu, að leysa vandamál, tileinka okkur nýjar upplýsingar og sinna verkefnum daglegs lífs.
Á sumrin eigum við til að breyta svefnvenjum okkar til hins verra. Nú þegar líða fer að skólabyrjun er mikilvægt að fara að snúa sólarhringnum við og koma okkur upp góðum svefnvenjum.
Á heimasíðu Sálstofunnar www.salstofan.is undir flipanum Lesstofan er ýmis fræðsla um svefn, meðal annars listi með svefnvenjum sem er mikilvægt að við tileinkum okkur til að auka líkur á góðum og endurnærandi svefni.
📌 Rútína
Hvaða rútína/tímar dags (morgnar? seinnipartur? kvöld?) ganga vel og hvaða tímar dags mættu ganga betur fyrir sig? Veljið eina rútínu sem mætti ganga betur fyrir sig.
• Skilgreinið til hvers þið ætlist af barninu á þessum tíma dags og hvaða reglum er mikilvægt að fylgja. Ef til dæmis morgnarnir ganga erfiðlega, skoðið þá vel hvað gengur erfiðlega; er barnið lengi að koma sér á fætur, klæða sig, finna til það sem þarf fyrir skólann, klæða sig í útifötin og/eða fara út á réttum tíma? Er það upptekið í síma eða tölvu og þegar á að skipta úr einu í annað bregst stað það illa við fyrirmælum um að hætta?
• Veltið fyrir ykkur hvort væntingarnar séu raunhæfar miðað við aldur, færni og þroska barnsins. Ef barnið ætti að geta uppfyllt væntingarnar en gerir það ekki, eruð þið þá viss um barnið viti nákvæmlega til hvers er ætlast og hvernig þessi hegðun eða færni lítur út?
• Útskýrið fyrir barninu til hvers þið ætlist af því og það og þið þurfið saman að æfa ykkur í að láta þessa rútínu ganga upp. Sýnið þeim til hvers þið ætlist, látið þau herma eftir ykkur og látið vita ef þau eru á réttri leið og ef eitthvað mætti betur fara.
• Hjálpið barninu að undirbúa allt sem hægt er að undirbúa kvöldinu áður, svo sem finna til föt, sunddót, skóladót o.s.frv.
• Útbúið sjónrænt dagskipulag (skriflegt og/eða myndrænt) þar sem kemur fram t.d. hvenær á að vakna, hvenær barnið á að vera búið að klæða sig og hvenær það á að vera komið í útiföt og farið út úr húsi. Fyrir seinnipart og kvöld er mikilvægt að skilgreina á hvaða tíma dags á að vinna heimanám, hvenær skjátími er leyfilegur og hvenær á að fara að hátta. Hér er gott að hafa í huga ömmuregluna; við ljúkum því sem er leiðinlegt eða erfitt áður en við gerum það sem er skemmtilegt.
• Vikuskipulag getur einnig komið að gagni þar sem fram koma helstu viðburðir vikunnar; hver keyrir og hver sækir í tómstundir eða hvort barnið labbi sjálft, hver sér um að koma barninu í háttinn og fleira sem barninu gæti gagnast að sjá/vita fyrir. Við fullorðna fólkið skrifum slíkt í dagbækur til að halda utan um hlutina, svo við gleymum engu og náum þannig að halda ró okkar og yfirsýn. Börnum finnst líka gott að hafa slíka yfirsýn.
• Meinið það sem þið segið og segið það sem þið meinið! Verið viss um að barnið heyri og meðtaki fyrirmælin ykkar. Ekki bíða í 5, 10 eða 15 mínútur með að gefa fyrirmælin aftur og ætlast til að þau hafi verið framkvæmd. Ef þið gerið það lærir barnið að það þurfi ekki að gera strax það sem þið segið þeim að gera, þið munuð koma aftur. Og ef þið gerið fyrir barnið það sem þið báðuð það um, til dæmis að setja í skólatöskuna, lærir það bara að þessi fyrirmæli þýða að þið munuð gera þetta fyrir þau ef þau geyma það nógu lengi. Gott er að venja sig á að telja upp á 10 í huganum, endurtaka þá fyrirmælin að hámarki tvisvar sinnum og láta barnið þá gera það sem þið ætlist til af því.
• Ef barnið sýnir oft mótþróa getur gagnast að gefa barninu tvo valkosti, t.d. um fatnað, morgunmat, skófatnað, yfirhöfn og svo framvegis.
• Og svo má aldrei gleyma því að láta barnið vita þegar það stendur sig vel, gefa því fimmu, „klest‘ann“, þumal, bros og ekki skemmir fyrir að segja barninu hvað það var sem það gerði vel, hvort sem það var að fylgja eftir fyrirmælum, komast út á réttum tíma, hætta í síma eða taka stuttan tíma í að velja morgunmat.

Gangi ykkur vel!💪🏻

Sálstofan tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og hleypur nú fyrir Einhverfusamtökin 🏃‍♀️🏃🏃‍♂️Einhverfa snertir okkar...
12/08/2025

Sálstofan tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og hleypur nú fyrir Einhverfusamtökin 🏃‍♀️🏃🏃‍♂️

Einhverfa snertir okkar daglegu störf með einhverjum hætti og við vitum hversu brýn þörfin er að hafa aðgengilegan vettvang fyrir fjölskyldur að ráðgjöf, fræðslu og stuðning ☺️

Við hvetjum öll til að heita á liðið okkar! Margt smátt gerir eitt stórt og engin framlög of lítil 💛

Hlaupa fyrir Einhverfusamtökin

Gleðilega hinsegin daga ❤️🧡💛💚💙💜
05/08/2025

Gleðilega hinsegin daga ❤️🧡💛💚💙💜

05/08/2025

Sími Sálstofunnar er því miður lokaður í dag vegna tæknilegra örðugleika.

Hægt er að hafa samband á netfangið [email protected] og við reynum að bregðast hratt við.

Móttaka Sálstofunnar og sími verður lokaður frá 7. júlí til 5. ágúst. Hægt er að senda beiðnir um viðtöl á síðunni okkar...
04/07/2025

Móttaka Sálstofunnar og sími verður lokaður frá 7. júlí til 5. ágúst.
Hægt er að senda beiðnir um viðtöl á síðunni okkar www.salstofan.is og senda tölvupóst á [email protected] með skilaboðum og öðrum beiðnum.
Með von um sól í hjarta og gleðilegt sumar ☀️🥰

Á Sálstofunni sérhæfum við okkur í vinnu með börnum, unglingum og fullorðna fólkinu í þeirra lífi og vinnum með hegðunar- og tilfinningavanda. Meira hér.

Address

Hlíðasmári 17
Kópavogur
201

Opening Hours

Monday 08:30 - 16:00
Tuesday 08:30 - 16:00
Wednesday 08:30 - 16:00
Thursday 08:30 - 16:00
Friday 08:30 - 16:00

Telephone

5192211

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sálstofan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share