Sálstofan

Sálstofan Á Sálstofunni vinna sálfræðingar með börnum, unglingum, foreldrum og ungu fólki. Sími er opinn 8:45-11 og 13-15 mánudaga til fimmtudaga

Á Sálstofunni vinna sálfræðingar með börnum, unglingum og fullorðna fólkinu í þeirra lífi annarsvegar og með ungum fullorðnum hins vegar. Sálfræðingarnir okkar hafa sérhæft sig í greiningu og meðferð ADHD, kvíða, þunglyndi, áráttu/þráhyggju og skyldum vanda s.s. hegðunarvanda, vanlíðan, skólaforðun osfrv. Sálstofan er í virku samstarfi við barna-og unglingageðlækni og fullorðinsgeðlækni. Einnig þ

jónusta sálfræðingarnir okkar stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök með ráðgjöf, handleiðslu, fræðslu og námskeiðum. Markmiðið okkar er að vita bestu mögulegu meðferð hverju sinni í samræmi við nýjustu þekkingu. Sjá nánar á www.salstofan.is

Hrund Þrándardóttir, sálfræðingur og ein eigenda Sálstofunnar, fór yfir hluti sem gott er að hafa í huga varðandi börn í...
12/01/2026

Hrund Þrándardóttir, sálfræðingur og ein eigenda Sálstofunnar, fór yfir hluti sem gott er að hafa í huga varðandi börn í tengslum við fréttir um heimsmálin 🌏

Bendum áhugasömum á þetta! Greining og meðferð við hegðunarvanda sem hluti af rannsókn Urðar Njarðvík, prófessor í klíní...
08/01/2026

Bendum áhugasömum á þetta!
Greining og meðferð við hegðunarvanda sem hluti af rannsókn Urðar Njarðvík, prófessor í klínískri barnasálfræði.

Sálstofugengið óskar öllum börnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári☃️💝Vekjum athygli á s...
22/12/2025

Sálstofugengið óskar öllum börnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári☃️💝
Vekjum athygli á skertum opnunartíma yfir jól og áramót en móttakan er lokuð 23.-26.des og 30.des til 1.janúar.

Njótið vel með ykkar fólki og hafið það sem allra best yfir jólin🎄
Hlökkum til að sjá ykkur árið 2026!
Mynd: Kristín Vald - photography

Jólin og kvíðinn - hvað skal hafa í huga? Börn og unglingar sem glíma við tilfinningavanda fara ekki varhluta af jólastr...
18/12/2025

Jólin og kvíðinn - hvað skal hafa í huga?

Börn og unglingar sem glíma við tilfinningavanda fara ekki varhluta af jólastressinu. Þau eru oft vakandi fyrir streitumerkjum og áhyggjutali foreldra sinna og þola mörg hver illa breytingar á daglegri rútínu og ófyrirsjáanleikanum sem gjarnan fylgir þessum árstíma.
Ýmislegt getur verið uppspretta ótta og depurðar svo sem jólasveinninn, kirkjuferðin, jólaballið, fjölskylduboð með fjarskyldum ættingjum, aðfangadagur, jólainnkaupin, vinaleysi, fjarvera ástvina eða heimsókn í kirkjugarðinn. Og ekki er óalgengt að börn og unglingar sýni vanlíðan sína með mótþróa, skapofsaköstum, grátköstum eða ósveigjanleika og reyni á þennan eða annan hátt að sleppa við aðstæður sem þau mikla fyrir sér.
En hvað er til ráða?
Mikilvægt er að foreldrar reyni að halda börnunum sem mest utan við áhyggjur sem fylgja jólunum, skipuleggi sig vel, haldi daglegri rútínu og tryggi nægan svefn. Þá getur gagnast vel að undirbúa erfiðar og nýjar aðstæður fyrirfram með því að útskýra til hvers er ætlast af barninu, hvernig skipulagi verður háttað, hverjir verða á staðnum og skoða myndir frá atburðum fyrri ára. Mikilvægt er að finna aðferðir sem barnið getur notað til að ráða við þessar aðstæður (s.s. öndun, telja í huganum, nálgast aðstæður og þátttöku hægt og rólega, draga sig í hlé) og gefa þeim tækifæri til að æfa sig í þeim fyrirfram. Öllum börnum getur svo gagnast að hafa yfirsýn yfir helstu viðburði fjölskyldumeðlima, komu jólasveinna, aðfangadag og svo framvegis á dagatali sem það getur fylgst með, strikað yfir það sem er lokið og telja dagana fram að viðburðum og jólum. Svo er auðvitað lykilatriði að gefa barninu tíma (og vera sjálf undirbúin fyrir að hlutirnir geti tekið lengri tíma en við höldum) og veita því mikla athygli fyrir hugrekki, virkni, þátttöku og æskilega hegðun, sérstaklega í aðstæðum sem reynast þeim erfiðar eða yfirþyrmandi.

Munum svo að það er hollt fyrir alla að halda streitunni í lágmarki t.d. að baka, skreyta og þrífa minna (eða gera það að samverustundum), fara á færri viðburði og njóta þannig betur augnabliksins og samverunnar sem fylgir þessum árstíma. Verum heldur ekki svo upptekin að „njóta“ að við gleymum að njóta.

Gleðilega aðventu!

Hó hó hó kæru jólasveinar!Nú mætir Stekkjastaur fyrstur allra á morgun 12.desember og því langar okkur að koma hugleiðin...
11/12/2025

Hó hó hó kæru jólasveinar!

Nú mætir Stekkjastaur fyrstur allra á morgun 12.desember og því langar okkur að koma hugleiðingum okkar á framfæri varðandi glaðninga í skólinn.

Aðventan getur verið skrýtinn tími fyrir börn; sum eru yfir sig spennt, önnur eru óróleg þegar rútínan fer úr skorðum og enn önnur upplifa mikinn kvíða. Á þessum tíma eruð þið einmitt að gefa börnum í skóinn og ágætt að huga að hver viðmiðin séu hjá ykkur varðandi hvað börn fengju í skóinn – eða hvort það væru viðmið?

Stundum höfum við heyrt talað um að börn þurfi að vera góð til að fá í skóinn. En málið er að við höfum hitt svakalega mörg börn og við vitum að öll börn eru góð. Þar með ættu öll börn að fá alltaf í skóinn ekki satt?

Ef þið ætlið að nota einhverskonar viðmið viljum við minna ykkur á að hafa þau þá skýr og sanngjörn þannig að börnin hafi tækifæri til standast væntingar ykkar. Hvernig væri t.d. að hafa viðmið um að börn fari í háttinn þegar þeim er sagt að gera það frekar en að fara í háttinn á einhverjum fyrir fram ákveðnum tíma? Það getur líka verið svolítið auðveldara fyrir foreldrana sem stundum gleyma að fylgjast með klukkunni. Er sanngjarnt að gefa ekki í skóinn ef barn missir stjórn á skapinu sínu í öllum þeim asa og spenningi sem getur fylgt þessum árstíma? Er sanngjarnt að barn fái ekki í skóinn ef það gleymir sér óvart, aðeins?

Foreldrar gleyma sér nefnilega stundum og fara að nota ykkur jólasveinana sem einhverskonar Grýlu á aðventunni (og við vitum að þið eruð ekkert líkir móður okkar). Þá geta foreldrar t.d. sagt börnunum að jólasveinninn fylgist með hverju spori – og þá sérstaklega hverju feilspori – og þá komi mögulega ekkert í skóinn. Bara það að halda að þið fylgist með hverjum andardrætti barnanna getur skapað kvíða og spennu sem getur hreinlega ýtt undir erfiða hegðun.

Ef foreldrar lesa þessi skilaboð þá minnum við þá líka á það að það er miklu skemmtilegra og ánægjulegra að skapa aðstæður sem hjálpa börnum að sýna æskilega hegðun, að koma vel fram við aðra og gera hluti sem láta þeim líða vel. Góðu börnin okkar geta nefnilega gleymt sér og sýnt af sér óæskilega hegðun og þá er gott að hafa foreldra sem minna á hver æskilega hegðunin er – og auðvitað hrósa börnunum þegar sú hegðun er sýnd. Og kannski er allt í lagi í þeim tilvikum að nefna að slík hegðun myndi örugglega gleðja jólasveinana?

Og eitt enn fyrst við erum að skrifa ykkur bréf. Sumir jólasveinar virðast ruglast þegar kemur að skógjöfunum, foreldrar mega gefa allskonar í jólagjafir en í skóinn er gott að jólasveinninn gefi öllum börnum svipað svo börnin haldi nú ekki að við jólasveinarnir gerum upp á milli.

Við höfum ofurtrú á ykkur kæru jólasveinar – gleðilega sleðaferð til byggða 💝

03/12/2025

Jafnvægi próflesturs og jólaundirbúnings

Nú þegar aðventan er gengin í garð eru flestir farnir að huga að undirbúningi jólanna. Innkaup, laufabrauðsgerð, tónleikar, markaðir, jólamyndir og bakstur er m.a. þess sem er á dagskrá ef marka má auglýsingar, umfjallanir blaða og samfélagsmiðlanna.
Mitt í þessari jóla“hygge“ sitja svo framhaldskólanemarnir okkar sveittir við námið og kappkosta við að gera sitt besta. Sumir að frumlesa efni og súpa seyðið af því, aðrir að lesa aftur (og jafnvel aftur) til að vera nú viss um að ekkert komi á óvart í prófinu.
Það getur verið áskorun að sitja við, vitandi af fjölskyldu og jafnvel vinum í jólaundirbúningi og það krefst oft mikils af þeim að passa uppá þá grunnþætti sem þarf til að geta unnið undir svo miklu álagi. Ungmennin sjást varla við matarborðið, finnst það góð hugmynd að vaka alla nóttina fyrir próf og útivera eða baðferðir mæta gjarnan afgangi.
Á þessum tímum er mikilvægt að foreldrar veiti stuðning og aðhald. Stuðning í formi þess að fá unglingana fram að matarborðinu þannig að næring sé regluleg og góð og félagsleg samskipti einhver. Aðhald með með því að tala við ungmennin og fara yfir mikilvægi svefns til að vinna úr þeim upplýsingum sem heilinn hefur meðtekið í lestri dagsins.
Hinu má svo ekki gleyma, að geyma einhvern jólaundirbúning þannig að allir geti tekið einhvern þátt. Hagræða jólamyndaáhorfi, bakstri eða hverju sem þau hafa áhuga á að taka þátt og setja það á tíma sem þau geta leyft sér að líta upp úr bókum.
Gerum ráð fyrir að ungmennin okkar vilji taka þátt ✨
Gleðilega aðventu!

Á dögunum fékk Sálstofan frábæra og fróðlega heimsókn frá Unnsteini Jóhannssyni en hann er teymisstjóri transteymis BUGL...
27/10/2025

Á dögunum fékk Sálstofan frábæra og fróðlega heimsókn frá Unnsteini Jóhannssyni en hann er teymisstjóri transteymis BUGL og kynnti fyrir okkur starfsemi þeirra og stöðuna í dag🏳️‍⚧️🏳️‍🌈 Takk kærlega fyrir okkur✨

Í tilefni Bleika dagsins mætti starfsfólk Sálstofunnar í bleiku - veitingar og skraut bleikt sömuleiðis 🎀✨Við hvetjum öl...
22/10/2025

Í tilefni Bleika dagsins mætti starfsfólk Sálstofunnar í bleiku - veitingar og skraut bleikt sömuleiðis 🎀✨
Við hvetjum öll til að birta upp skammdegið með dassi af bleiku til að sýna samstöðu með konum sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra💕

Nú styttist óðum í hina árlegu hrekkjavöku þar sem drungalegar skreytingar og hryllilegir búningar fá að ráða ríkjum! 👹👿...
08/10/2025

Nú styttist óðum í hina árlegu hrekkjavöku þar sem drungalegar skreytingar og hryllilegir búningar fá að ráða ríkjum! 👹👿
Mörg börn hlakkar mikið til en gott er að hafa í huga að það sem er spennandi og tilhlökkunarefni fyrir einhverja getur verið kvíðavaldandi og erfitt fyrir aðra.
Slíkur kvíði getur valdið vanlíðan og jafnvel hamlað barni í þátttöku og viljum benda á að þetta er eitthvað sem sálfræðingar geta hjálpað börnum að komast í gegnum og velkomið að hafa samband við okkur hér á Sálstofunni!

Sálfræðingar Sálstofunnar fjölmenntu á ráðstefnu The European Association for Behavioural and Cognitive Therapies í Glas...
16/09/2025

Sálfræðingar Sálstofunnar fjölmenntu á ráðstefnu The European Association for Behavioural and Cognitive Therapies í Glasgow á dögunum til að sækja sér endurmenntun og nýjan fróðleik💪🏻 Fullt af fjölbreyttum erindum og góðum fyrirlestrum sem munu nýtast í framtíðinni✨

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Hér má ...
09/09/2025

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Hér má finna fræðsluerindi á vegum Sálfræðingafélag íslands og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu 💛

Sálfræðingafélag Íslands og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu standa fyrir röð fræðsluerinda í september og október í tilefni af vitundarvakningunni Gulum september.

Sóley Berg Victorsdóttir (vinstri) og Tinna Rún Rúnarsdóttir (hægri) eru meistaranemar í klínískri sálfræði hjá Háskóla ...
01/09/2025

Sóley Berg Victorsdóttir (vinstri) og Tinna Rún Rúnarsdóttir (hægri) eru meistaranemar í klínískri sálfræði hjá Háskóla Íslands og verða í starfsþjálfun hjá okkur fram að áramótum. Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar!

Address

Hlíðasmári 17
Kópavogur
201

Opening Hours

Monday 08:30 - 16:00
Tuesday 08:30 - 16:00
Wednesday 08:30 - 16:00
Thursday 08:30 - 16:00
Friday 08:30 - 16:00

Telephone

5192211

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sálstofan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share