Íslenska sjávarútvegssýningin 2026

Íslenska sjávarútvegssýningin 2026 Íslenska sjávarútvegssýningin 2026

Glæsilegur nýr togari í íslenska flotann, Júlíus Geirmundsson, var sjósettur seinasta föstudag. Margir góðvinir IceFish ...
10/12/2025

Glæsilegur nýr togari í íslenska flotann, Júlíus Geirmundsson, var sjósettur seinasta föstudag. Margir góðvinir IceFish í gegnum tíðina tengjast smíði skipsins. Þannig má nefna fyrst að skipið er smíðað í Astilleros Armon skipasmíðastöðinni í Vigo á Spáni, en Armon hefur smíðað alls fimm skip fyrir Íslendinga, nú síðast Þórunn Þórðardóttir HF, rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar. Skipasýn hannaði skipið í samvinnu við útgerðina. Bolfiskvinnslukerfið er frá Slippnum Akureyri og Optimar. IceFish óskar Hraðfrystihúsinu-Gunnvör í Hnífsdal til hamingju með þetta fallega skip.

Smíði frystitogarans er á áætlun og hann verður að óbreyttu afhentur haustið 2026.

Nýr Júlíus Geirmundsson ÍS var sjósettur síðastliðinn föstudag í Vigo á Spáni. Áætlað er að hann verði afhentur haustið 2026. Það er Hraðfrystihúsið-Gunnvör í Hnífsdal sem lætur smíða fyrir sig frystitogarann sem er 67 metrar á lengd og 16 metrar á breidd.

"Undanfarin 4-5 ár höfum við verið með um 40-45% af útflutningi á kaldsjávarrækju frá Íslandi,“ segir Óskar Garðarsson f...
04/12/2025

"Undanfarin 4-5 ár höfum við verið með um 40-45% af útflutningi á kaldsjávarrækju frá Íslandi,“ segir Óskar Garðarsson framkvæmdastjóri Dögunar. Fyrirtækið hefur fjárfest á síðustu árum fyrir 600-700 milljónir í uppfærslu á vinnslubúnaði.

Íslenska sjávarútvegssýningin IceFish 200 mílur · mbl.is

Rækjuvinnslan Dögun á Sauðárkróki stendur í framkvæmdum þessi misserin en á lóð vinnslunnar hefur grunnur verið lagður að nýrri 1.600 fermetra frystigeymslu.

Tracey Clarke viðburðastjóri IceFish segir að á meðal nýjunga verða sérstakt svæði helgað fiskeldi sem endurspegli vaxan...
28/11/2025

Tracey Clarke viðburðastjóri IceFish segir að á meðal nýjunga verða sérstakt svæði helgað fiskeldi sem endurspegli vaxandi mikilvægi greinarinnar á Íslandi sem annars staðar. IceFish verður einnig á ný vettvangur ráðstefna, þar á meðal nýrrar ráðstefnu um fiskeldi samhliða rótgróinni ráðstefnu um fullnýtingu fisks. Hún segir stefna í enn meiri þátttöku erlendra aðila á sýningunni og allt útlit fyrir að IceFish 2026 verði glæsilegasta sýningin frá upphafi.

Íslenska sjávarútvegssýningin IceFish Fiskifréttir

Þegar Íslenska sjávarútvegssýningin, IceFish, opnar í Fífunni í Kópavogi í september á næsta ári verða 42 ár liðin frá því fyrsta sýningin undir þessu nafni var haldin. Tracey Clarke viðburðastjóri IceFish, segir undirbúning næstu sýningar vel á veg kominn. Þar verði se...

Hagnaður Brims á þriðja fjórðungi 2025 jókst um helming milli ára og nam um 4,1 milljarði króna. Íslenska sjávarútvegssý...
23/11/2025

Hagnaður Brims á þriðja fjórðungi 2025 jókst um helming milli ára og nam um 4,1 milljarði króna.

Íslenska sjávarútvegssýningin Fiskifréttir IceFish Brim hf.

Brim birti árshlutauppgjör fyrir þriðja ársfjórðung eftir lokun Kauphallarinnar í gær. Hagnaður félagsins á fjórðungnum jókst um helming milli ára og nam 28,9 milljónum evra eða um 4,1 milljarði króna. Hlutabréfaverð útgerðarfélagsins Brims hefur hækkað um 6% í fyrstu vi....

„Nú höldum við áfram að stíga inn í stöðuga framleiðslu, drifið áfram að öflugri liðsheild“ segir Kristmann Kristmannsso...
18/11/2025

„Nú höldum við áfram að stíga inn í stöðuga framleiðslu, drifið áfram að öflugri liðsheild“ segir Kristmann Kristmannsson, verkefnastjóri vinnslu og innkaupa hjá Laxey. Á næsta ári verði framleiðslan um 5.000 tonn.

Íslenska sjávarútvegssýningin IceFish Fiskifréttir LAXEY

„Nú höldum við áfram að stíga inn í stöðuga framleiðslu, drifið áfram að öflugri liðsheild“ segir Kristmann Kristmannsson, verkefnastjóri vinnslu og innkaupa hjá Laxey. Á næsta ári verði framleiðslan um 5.000 tonn.

"Jafnvel þótt þú sért í landi, eða þess vegna um borð í flugvél, getur þú verið að skoða þig um í skipinu og rifjað upp ...
13/11/2025

"Jafnvel þótt þú sért í landi, eða þess vegna um borð í flugvél, getur þú verið að skoða þig um í skipinu og rifjað upp staðsetningu tækja og uppsetningu skipsins. Til þess að gera þetta þarftu ekki að ónáða neinn um borð í skipinu sjálfu," segir Daníel Freyr Hjartarson, yfirmaður nýsköpunar og þróunar hjá Héðni.

Íslenska sjávarútvegssýningin IceFish Fiskifréttir Héðinn hf.

„Í þessu felast gífurlega spennandi tækifæri,“ segir Daníel Freyr Hjartarson, yfirmaður nýsköpunar og þróunar hjá Héðni, um nýja verkefnið Héðinn Service Portal sem byggir á víðtækum gagnagrunni og gagnvirkum samskiptum og á að auka skilvirkni í þjónustu fyrirtækisins...

Héðinn hannaði og smíðaði heila fiskmjölsverksmiðju fyrir norska fyrirtækið Prima Protein við Egersund. Þetta er stærsta...
08/11/2025

Héðinn hannaði og smíðaði heila fiskmjölsverksmiðju fyrir norska fyrirtækið Prima Protein við Egersund. Þetta er stærsta verkefni Héðins á þessari öld, að sögn Eðvarðs Inga Björgvinssonar framkvæmdastjóra.

Rekstrarhagnaður Prima Protein nam í fyrra 2,4 milljörðum íslenskra króna.

Íslenska sjávarútvegssýningin IceFish 200 mílur · mbl.is Héðinn hf.

Norsk fiskmjölsverksmiðja sem Héðinn hefur hannað og smíðað er stærsta verkefni fyrirtækisins frá aldamótum. Fyrirtækið, Prima Protein, er nú tilnefnt sem fyrirtæki ársins í Noregi.

„Við höfum byggt upp mikla reynslu í vinnslu og notkun ofurefna,“ segir Magnús Smith, sölustjóri hjá Hampiðjunni Íslandi...
06/11/2025

„Við höfum byggt upp mikla reynslu í vinnslu og notkun ofurefna,“ segir Magnús Smith, sölustjóri hjá Hampiðjunni Íslandi. „Ofurefnin hafa reynst einstaklega vel í íslenskum aðstæðum og sýnt mikla endingu og stöðugleika í notkun.“

Íslenska sjávarútvegssýningin IceFish Fiskifréttir Hampidjan

Mørenot hefur á undanförnum árum unnið að þróun nýrrar fiskilínu undir vöruheitinu Dyrkorn DX, sem byggir á yfir 100 ára reynslu af Dyrkorn fiskilínum – eins elsta og reyndasta vörumerkisins í fiskilínum. Mørenot hefur verið leiðandi í þróun og framleiðslu á Dyrkorn fiskil...

Bjarni Ólafur Stefánsson, framkvæmdastjóri uppsjávarsviðs Skinneyjar-Þinganess segir að með tólf þúsund tonna alsjálfvir...
30/10/2025

Bjarni Ólafur Stefánsson, framkvæmdastjóri uppsjávarsviðs Skinneyjar-Þinganess segir að með tólf þúsund tonna alsjálfvirkri geymslu opnist betri möguleikar í nýtingu afla og mannskaps og fyrirtækið spari í geymslugjöldum erlendis. Kostnaður verður um þrír milljarðar króna.

Íslenska sjávarútvegssýningin Fiskifréttir

„Þetta verður allt einfaldara,“ segir Bjarni Ólafur Stefánsson, framkvæmdastjóri uppsjávarsviðs Skinneyjar-Þinganess, um hagræðið sem felast muni í nýrri og alsjálfvirkri tólf þúsund tonna frystigeymslu. Nást muni betri nýting á bæði mannafla og afurðir.

"Endurskoðuð áætlun stjórnenda félagsins gerir nú ráð fyrir að EBITDA-hagnaður verði á bilinu 12 til 13 milljarðar króna...
27/10/2025

"Endurskoðuð áætlun stjórnenda félagsins gerir nú ráð fyrir að EBITDA-hagnaður verði á bilinu 12 til 13 milljarðar króna."

Íslenska sjávarútvegssýningin 200 mílur · mbl.is

Gert er ráð fyrir að hagnaður Síldarvinnslunnar hf. fyrstu níu mánuði ársins verði nokkuð hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

„Það verður ekkert gert nema bara að auka framleiðsluna og fjárfestingar á næstu árum,“ segir Benedikt Hálfdanarson, fra...
21/10/2025

„Það verður ekkert gert nema bara að auka framleiðsluna og fjárfestingar á næstu árum,“ segir Benedikt Hálfdanarson, framkvæmdastjóri Benchmark Genetics á Íslandi, um framtíð fyrirtækisins sem þegar hefur náð að helminga vaxtartíma eldislax á starfstíma sínum.

Íslenska sjávarútvegssýningin Fiskifréttir Benchmark Genetics Norway

„Það verður ekkert gert nema bara að auka framleiðsluna og fjárfestingar á næstu árum,“ segir Benedikt Hálfdanarson, framkvæmdastjóri Benchmark Genetics á Íslandi, um framtíð fyrirtækisins sem þegar hefur náð að helminga vaxtartíma eldislax á starfstíma sínum, er enn að...

„Þetta var minn fyrsti túr sem skipstjóri og það er auðvelt að vera skipstjóri á skipi þar sem er samheldin og góð áhöfn...
16/10/2025

„Þetta var minn fyrsti túr sem skipstjóri og það er auðvelt að vera skipstjóri á skipi þar sem er samheldin og góð áhöfn,“ segir Valgarður Freyr Gestsson.

Íslenska sjávarútvegssýningin 200 mílur á mbl.is

Ísfisktogarinn Gullver NS er að landa á Seyðisfirði í dag með nýjan skipstjóra í brúnni, Valgarð Frey Gestsson.

Address

Dalsmára 5
Kópavogur
201

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Íslenska sjávarútvegssýningin 2026 posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share