10/12/2025
Glæsilegur nýr togari í íslenska flotann, Júlíus Geirmundsson, var sjósettur seinasta föstudag. Margir góðvinir IceFish í gegnum tíðina tengjast smíði skipsins. Þannig má nefna fyrst að skipið er smíðað í Astilleros Armon skipasmíðastöðinni í Vigo á Spáni, en Armon hefur smíðað alls fimm skip fyrir Íslendinga, nú síðast Þórunn Þórðardóttir HF, rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar. Skipasýn hannaði skipið í samvinnu við útgerðina. Bolfiskvinnslukerfið er frá Slippnum Akureyri og Optimar. IceFish óskar Hraðfrystihúsinu-Gunnvör í Hnífsdal til hamingju með þetta fallega skip.
Smíði frystitogarans er á áætlun og hann verður að óbreyttu afhentur haustið 2026.
Nýr Júlíus Geirmundsson ÍS var sjósettur síðastliðinn föstudag í Vigo á Spáni. Áætlað er að hann verði afhentur haustið 2026. Það er Hraðfrystihúsið-Gunnvör í Hnífsdal sem lætur smíða fyrir sig frystitogarann sem er 67 metrar á lengd og 16 metrar á breidd.