29/10/2025
🇨🇾✨MOA PRODUCTION á Kýpur!
Dagana 20.–24. október sl. fékk MOA PRODUCTION spennandi verkefni á Kýpur, þar sem Special Olympics Europe Eurasia (SOEE) hélt íþróttaráðstefnu fyrir íþróttafulltrúa Special Olympics hreyfingarinnar á Evrópusvæðinu.
MOA PRODUCTION fékk það heiðurssama hlutverk að fanga alla ráðstefnuna og gleðina á myndband og verður í kjölfarið búið til stuttmyndband sem birtist á opinberum miðlum Special Olympics samtakanna á næstu dögum.
Magnús Orri Arnarson, eigandi MOA PRODUCTION, fór utan ásamt Thelmu Dögg Grétarsdóttur, íþróttafulltrúa hjá Íþróttasambandi fatlaðra og Special Olympics á Íslandi.
Thelma sótti ráðstefnuna fyrir hönd Íslands en Magnús fór einnig fyrir hönd ÍF og Special Olympics á Íslandi til að vinna þetta stórskemmtilega verkefni fyrir Special Olympics Europe Eurasia (SOEE).
Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með á miðlunum sem merktir eru hér að neðan þar sem myndbandið verður birt fljótlega! 🔜🎬
Special Olympics
Special Olympics Europe Eurasia
Special Olympics Iceland