Eldey frumkvöðlasetur

Eldey frumkvöðlasetur Frumkvöðlasetrið Eldey býður vinnuaðstöðu fyrir frumkvöðla Frumkvöðlasetrið Eldey

01/07/2025

Frumkvöðlar á Suðurnesjum athugið!
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Startup Landið sem er viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla á landsbyggðinni. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2025.
www.startuplandid.is

26/06/2025

Eldey frumkvöðlasetur er opið fyrir frumkvöðla á Suðurnesjum með spennandi hugmyndir - heyrðu í okkur og við finnum pláss fyrir þig og þitt verkefni!

Eldey frumkvöðlasetur hefur opnað að Keilisbraut í húsnæði Setursins en þar er boðið upp á skrifborð í opnu vinnurými me...
10/02/2025

Eldey frumkvöðlasetur hefur opnað að Keilisbraut í húsnæði Setursins en þar er boðið upp á skrifborð í opnu vinnurými með aðgang að fundarherbergjum, kaffistofu og þráðlausu neti.
Sótt er um aðstöðu hér:
https://sss.is/frumkvodlasetur/

23/09/2021
Nú er lag að sækja sér nýsköpunarstyrk :)
16/08/2021

Nú er lag að sækja sér nýsköpunarstyrk :)

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Úthlutunarreglur fyrir hvorn ráðherra fyrir sig: Ferðamála-, iðnaðar- o...

Við þökkum umboðsaðilum Nespresso kærlega fyrir þessa gjöf enda fátt mikilvægara fyrir frumkvöðla en gott kaffi!
13/07/2021

Við þökkum umboðsaðilum Nespresso kærlega fyrir þessa gjöf enda fátt mikilvægara fyrir frumkvöðla en gott kaffi!

Þrjú verkefni frá Suðurnesjum fengu úthlutun úr Lóu-nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð ...
14/06/2021

Þrjú verkefni frá Suðurnesjum fengu úthlutun úr Lóu-nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti á dögunum, en alls 29 verkefni fengu úthlutun. Hæstu styrkir nema 10 milljónum króna en verkefni af Suðurnesjum fengu úthlutanir upp á 5 og 3 milljónir.
Tamara Seeds ehf hlaut 5 milljónir í úthlutun í verkefni þar sem þróaðar eru lífvirkar húðvörur úr örþörungum.
GeoSilica Iceland ehf hlaut 3 milljónir í styrk til þess að kanna möguleika á nýtingu jarðhitakísils frá Reykjanesvirkjun.
Loks var það Vetnis ehf sem hlaut 3 milljónir úr sjóðnum vegna verkefnis sem snýr að grænu varaafli.
Hlutverk styrkjanna er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra. Verkefni í öllum landshlutum hljóta styrk og nema hæstu styrkir 10 milljónum króna. Verkefnin sem hljóta styrk eru af margvíslegum toga og til marks um fjölbreytt atvinnulíf um land allt. Styrkirnir voru auglýstir í febrúar en ákveðið var að hækka þá upphæð sem til ráðstöfunar er um helming. Þetta var gert í ljósi mikillar aðsóknar, en alls bárust 236 umsóknir í Lóu. Í þessari fyrstu úthlutun fengu verkefnin styrki sem nema rúmum 147 milljónum króna.

Allar úthlutanir má sjá hér
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/05/31/Thordis-Kolbrun-tilkynnir-uthlutun-Lou-styrkja-til-nyskopunarverkefna-a-landsbyggdinni-/

Tækniþróunarsjóður styrkjum til 73 verkefna. Í boði voru styrktarflokkarnir Hagnýt rannsóknaverkefni, Fræ, Sproti, Vöxtur og Markaðsstyrkur. Alls bárust 459 umsóknir og er árangurshlutfall styrktra verkefna sem hlutfall af innsendum umsóknum 16%. Í þessari úthlutun eru styrkveitingar til nýrra verkefna 907 milljónir króna á árinu en þar sem verkefnin eru til allt að þriggja ára nemur heildarkostnaður vegna þeirra 1.775 milljónum króna. GeoSilica hlaut styrk úr styrktarflokkum Vexti.
Næsti umsóknafrestur um fyrirtækjastyrki verður 15. september 2021 og verður úthlutun vegna þeirra tilkynnt undir lok ársins. Opið er allt árið fyrir umsóknir í styrktarflokknum Fræ og Einkaleyfastyrkir.

Allar úthlutanir má sjá hér
https://www.rannis.is/frettir/taeknithrounarsjodur/voruthlutun-taeknithrounarsjods-2021

Heklan óskar styrkhöfum til hamingju.

03/06/2021

Hér má fylgjast með kynningu á Matvælasjóði sem stendur yfir núna

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 72 verkefna sem sóttu um í sjóðinn á vormisseri hans að ganga...
28/05/2021

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 72 verkefna sem sóttu um í sjóðinn á vormisseri hans að ganga til samninga um nýja styrki.

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 72 verkefna sem sóttu um í sjóðinn á vormisseri hans að ganga til samninga um nýja styrki. 

28/05/2021

Ert þú með góða hugmynd? Hvernig væri að þróa hana áfram í Eldey frumkvöðlasetri?

ÓskarBrunnur að gera frábæra hluti í Frumkvöðlasetrinu okkar. Hér er spánýtt hlaðvarp sem er unnið í samstarfi við Vendi...
26/05/2021

ÓskarBrunnur að gera frábæra hluti í Frumkvöðlasetrinu okkar. Hér er spánýtt hlaðvarp sem er unnið í samstarfi við Vendinámssetur Keilis. Spennandi :)

Listen to Óskarbrunnur on Spotify. Podcast by Óskarbrunnur

Address

Njarðvík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Eldey frumkvöðlasetur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Eldey frumkvöðlasetur:

Share