Skriða

Skriða Bókaútgáfa • Prentverkstæði • Vinnustofa • Eyrargata, Patreksfirði.

20/07/2025

Skriðu horn Kanínuholunnar, Ariel og fleiri Skriðubækur til sölu sem og fallegar skissu bækur beint frá prentsmiðju Birtu á Patró. Harðfiskur frá Grími í boði en þá þurfiði að hafa hraðar hendur því hann hverfur fljótt í maga bóksalans 🎣😋 .osmann.th

Skriða þakkar kærlega öllu því góða fólki sem kom í Skáldu á föstudaginn til að fagna útkomu Ariel og Nautna, tveimur ný...
23/06/2025

Skriða þakkar kærlega öllu því góða fólki sem kom í Skáldu á föstudaginn til að fagna útkomu Ariel og Nautna, tveimur nýjum ljóðaþýðingum. Það var húsfyllir og kærleiksríkur andi á sveimi. Næst á dagskrá er útgáfuhóf á prentverkstæði Skriðu, laugardaginn 28. júní kl. 19.

📷 Anna Maggý / 📷 polaroid: Ísold og Karólína

Þau eru ansi mörg, handtökin á bakvið hverja bók. En loksins, eftir nokkur mistök, lærdóm og óteljandi kaffibolla eru tv...
18/06/2025

Þau eru ansi mörg, handtökin á bakvið hverja bók. En loksins, eftir nokkur mistök, lærdóm og óteljandi kaffibolla eru tvær nýjar ljóðaþýðingar að líta dagsins ljós:
ARIEL eftir Sylviu Plath sem Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir þýddi
og NAUTNIR eftir Mario Bellatin sem Birta Ósmann Þórhallsdóttir þýddi. Bókina prýða einnig ljósmyndir eftir listamanninn Önnu Maggý.

Bækurnar eru riso-prentaðar og handsaumaðar á umhverfisvænan pappír á prentverkstæði Skriðu á Patreksfirði, eftir eftirspurn til þess að sporna gegn offramleiðslu og sóun.

Fyrst er það Útgáfuhóf í Skáldu: föstudaginn 20. júní kl. 20 og síðan Útgáfuhóf í Skriðu: laugardaginn 28. júní kl. 19.

Hér gefur að líta afrakstur endurljóðblöndunar í Skriðu á Skjaldborg 2025 en hátíðargestum var boðið að koma á verkstæði...
12/06/2025

Hér gefur að líta afrakstur endurljóðblöndunar í Skriðu á Skjaldborg 2025 en hátíðargestum var boðið að koma á verkstæðið og velja sér orð (eitt eða fleiri) sem búið var að klippa niður úr gamalli, illa farinni bók og líma á blað. Ljóðið var síðan riso prentað og dreift frítt til hátíðargesta.
Skriða þakkar öllum sem tóku þátt.

Takk öll fyrir frábæra Skjaldborgarhátíð og þátttöku í endurljóðblöndun í Skriðu! Takk, takk, takk Skjaldborg - Hátíð ís...
11/06/2025

Takk öll fyrir frábæra Skjaldborgarhátíð og þátttöku í endurljóðblöndun í Skriðu!

Takk, takk, takk Skjaldborg - Hátíð íslenskra heimildamynda!

Endurljóðblöndun frá sköpunarkvöldinu í Skriðu, þar sem börn og fullorðnir sameinuðust í ljóðagerð og listsköpun.
08/05/2025

Endurljóðblöndun frá sköpunarkvöldinu í Skriðu, þar sem börn og fullorðnir sameinuðust í ljóðagerð og listsköpun.

Mikið svakalega var gefandi og skemmtilegt á skapandi kvöldstund í Skriðu í gær. Það var stappfullt og mikil gleði og kr...
17/04/2025

Mikið svakalega var gefandi og skemmtilegt á skapandi kvöldstund í Skriðu í gær. Það var stappfullt og mikil gleði og kraftur í loftinu
✏️🎨✂️

Megintilgangur Skriðu er að miðla kærleika í gegnum bókmenntir, listir og handverk með virðingu fyrir efninu. Einn angi ...
11/03/2025

Megintilgangur Skriðu er að miðla kærleika í gegnum bókmenntir, listir og handverk með virðingu fyrir efninu. Einn angi þess er að lágmarka áhrifin á umhverfið og nota allan efnivið sem kemur inn á prentverkstæðið. Handgerðu skissubækurnar frá Skriðu eru því gerðar úr afskurði og afgangspappír sem nýttist ekki í prentverk eða í bókaútgáfuna. Engin bók er eins, þær eru handsaumaðar og efniviðurinn ræðst af því sem fellur til hverju sinni.

Ljóð dagsins úr Svefnhofi, fyrstu ljóðabók Svövu Þorsteinsdóttur. Hver einasta bók er prentuð og handsaumuð á prentverks...
28/02/2025

Ljóð dagsins úr Svefnhofi, fyrstu ljóðabók Svövu Þorsteinsdóttur.
Hver einasta bók er prentuð og handsaumuð á prentverkstæði Skriðu á Patreksfirði og þar af leiðandi er hvert eintak einstakt.

Þetta ljóð úr heimkynnum eftir Þórð Sævar Jónsson á vel við þessa dagana.
05/02/2025

Þetta ljóð úr heimkynnum eftir Þórð Sævar Jónsson á vel við þessa dagana.

23/12/2024
Vísa stendur vaktina í Skriðu til jóla. Skriðu-bækur, ýmiskonar myndverk, prent, dúkristur, handgerðar skissubækur, rifb...
17/12/2024

Vísa stendur vaktina í Skriðu til jóla.
Skriðu-bækur, ýmiskonar myndverk, prent, dúkristur, handgerðar skissubækur, rifblokkir, kort, merkimiðar og harðfiskur.

Jólaopnun í Skriðu er eftirfarandi:

Þriðjudaginn 17. des. til föstudagsins 20. des. frá kl. 16-19.

Laugardaginn 21. des. og sunnudag 22. des. frá kl. 13-16.

Mánudaginn 23. des. Þorláksmessuopnun frá kl. 17-22. Heitt kakó, kökur og huggulegheit.

Öll velkomin!

Address

Eyrargata
Patreksfjörður
450

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Skriða posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Skriða:

Share

Category