Skriða

Skriða Bókaútgáfa • Prentverkstæði • Vinnustofa • Eyrargata, Patreksfirði.

Fjórða og síðasta bókin um miðbæjarrottuna Rannveigu gerist í bókmenntaborginni og kemur út á þremur tungumálum, íslensk...
15/12/2025

Fjórða og síðasta bókin um miðbæjarrottuna Rannveigu gerist í bókmenntaborginni og kemur út á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. Hún kemur formlega út eftir áramótin en þau sem vilja lauma rottu í jólapakkann geta pantað eintak á heimasíðu Skriðu.
Höfundur texta og mynda er Auður Þórhallsdóttir
Þýðandi úr ensku: Larissa Kyzer
Þýðandi úr pólsku: Maó Alheimsdóttir

Fjórða og síðasta bókin um Miðbæjarrottuna Rannveigu. Bókin kemur út á íslensku, ensku og pólsku og þarf að velja tungumál hér fyrir neðan. Höfundur texta og mynda er Auður Þórhallsdóttir.

Ófeigur og morðhórurnar voru í Víðsjá í dag. Endilega leggið við hlustir!
08/12/2025

Ófeigur og morðhórurnar voru í Víðsjá í dag. Endilega leggið við hlustir!

Ófeigur Sigurðsson var gestur í Víðsjá dagsins og sagði frá bók sem hann þýddi nýverið, smásagnasafni chileska rithöfundarins Roberto Bolaño, Morðhórur. Smásögurnar í safninu eru álitnar með því besta sem höfundurinn gaf frá sér, þar sem öll hans helstu einkenni og efnistök koma fram; kynferðismál, ofbeldi, ljóðlist, glötuð æska og umkomuleysi í framandi heimi. Bolaño er í senn hrár og ljóðrænn og gæddur bæði undraverðri frásagnargáfu og kímnigáfu, eins og segir á hárauðri bókakápunni, en það er Skriða sem gefur út.
Einnig kom Kolbeinn Bjarnason í þáttinn og sagði frá nýútkominni hljómplötu sinni, Ó eilífi foss sem rambar á fossvegum guðs. Yfirskriftin er fengin úr ljóði Steinunnar Sigurðardóttur, en tónverkið er allt byggt á skáldskap hennar. Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Útreiðartúrinn eftir Rögnu Sigurðardóttur.
https://www.ruv.is/utvarp/spila/vidsja/23618/b725me

08/12/2025

Þar sem prentverkstæði Skriðu er staðsett í gömlum beitningaskúr við höfnina á Patreksfirði þótti við hæfi að jólakortin í ár yrðu tengd fiski og sjávarútvegi. Tvenns konar kort voru hönnuð og er annað þeirra sérstaklega hugsað fyrir þau sem stunda sjóinn eða þekkja til fólks á sjó, með óskum um farsælt komandi (fiskveiði) ár.

Opnunartímar fyrir jólin í Skriðu eru eftirfarandi daga frá kl. 16-19:30:Sun. 7. des. Mán. 8. des. Þri. 9. des. Mið. 10....
06/12/2025

Opnunartímar fyrir jólin í Skriðu eru eftirfarandi daga frá kl. 16-19:30:

Sun. 7. des.
Mán. 8. des.
Þri. 9. des.
Mið. 10. des.
Þri. 16. des.
Mið. 17. des.
Fim. 18. des.
Fös. 19. des.

Jólakort, jólamerkimiðar, póstkort, skissubækur, rifblokkir, prent og að sjálfsögðu bækur gefnar út af Skriðu.
Heitt á könnunni.

Svo er auðvitað alltaf hægt að panta í gegnum vefverslunina www.skridabokautgafa.is og sækja eða fá sent.

Endurljóðblöndun! Nýtt í vefverslun Skriðu. Umslag sem inniheldur allt til endurljóðblöndunar: rifblokk, orð, límstifti....
06/12/2025

Endurljóðblöndun! Nýtt í vefverslun Skriðu.

Umslag sem inniheldur allt til endurljóðblöndunar: rifblokk, orð, límstifti.

Endurljóðblöndun er skapandi aðferð sem virkjar ímyndunaraflið, býr til óvæntar tengingar og gerir ljóðagerð að athöfn þar sem leikgleði og ígrundun mætast.

Orð og textabrot eru tekin úr gömlum og úr sér gegnum bókum eða misprentunum af prentverkstæði Skriðu. Rifblokkin er einnig unnin úr afskurði sem til fellur á verkstæðinu.

Hægt er að velja um nokkra liti af rifblokk. Rifblokkin er í u.þ.b. A5 stærð og hægt að kippa síðunum úr. Enginn endurljóðblöndunarpakki er eins.

Fást aðeins í vefverslun Skriðu www.skridabokautgafa.is og á prentverkstæði Skriðu í verbúðinni við höfnina á Patreksfirði.

20/11/2025

Hæglætisbókagerð. Hver og ein bók er handgerð á sínum hraða á prentverkstæði Skriðu eftir eftirspurn en ekki í massavís fyrir markaðsdrifinn bókamarkað.

Ariel, Morðhórur, Nautnir og hinar Skriðubækurnar fást allar á heimasíðunni www.skridabokautgafa.is og einhver eintök er...
19/11/2025

Ariel, Morðhórur, Nautnir og hinar Skriðubækurnar fást allar á heimasíðunni www.skridabokautgafa.is og einhver eintök eru í vel völdum bókabúðum. Vinsamlegast athugið að bækurnar eru prentaðar og handsaumaðar á prentverkstæði Skriðu eftir eftirspurn og því liggja þær ekki í magni í búðum.

Kanínuholan - The Rabbithole
Skálda bókabúð
Bókumbók
Bóksala stúdenta
Bókabúð Forlagsins

Bókaútgáfan Skriða gefur úr þrjár bækur í ár, allt þýðingar.

MORÐHÓRUR eftir Roberto Bolaño. Ófeigur Sigurðsson útlagði á íslensku.Smásögurnar í safninu eru álitnar með því besta se...
11/11/2025

MORÐHÓRUR eftir Roberto Bolaño. Ófeigur Sigurðsson útlagði á íslensku.

Smásögurnar í safninu eru álitnar með því besta sem chilenski rithöfundurinn Roberto Bolaño skrifaði og sumar þeirra eru þegar orðnar klassík í samtímabókmenntum. Hér koma fyrir öll helstu einkenni og efnistök höfundarins, kynferðismál, ofbeldi, ljóðlist, glötuð æska og umkomuleysi í framandi heimi; Bolaño er í senn hrár og ljóðrænn og gæddur bæði undraverðri frásagnargáfu og kímnigáfu.

Bókin er prentuð og handsaumuð á prentverkstæði Skriðu og fæst á www.skridabokautgafa.is

📷 ljósmynd af þýðanda: Anna Maggý

Fjallað var um Ariel eftir Sylviu Plath í þýðingu Móheiðar Hlífar Geirlaugsdóttur í Víðsjá. Skriða hvetur alla ljóðaunne...
23/10/2025

Fjallað var um Ariel eftir Sylviu Plath í þýðingu Móheiðar Hlífar Geirlaugsdóttur í Víðsjá. Skriða hvetur alla ljóðaunnendur til þess að verða sér úti um eintak.
Hlekkur á umfjöllunina í athugasemd.

Frábært innlegg í Kiljunni frá síðasta miðvikudegi þar sem fjallað var um Ariel eftir Sylviu Plath og rætt við Móheiði H...
21/10/2025

Frábært innlegg í Kiljunni frá síðasta miðvikudegi þar sem fjallað var um Ariel eftir Sylviu Plath og rætt við Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur sem útlagði bókina á íslensku.
Hlekkur í athugasemd, innslagið byrjar í kringum 36. mín.

ARIEL eftir Sylviu Plath. Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir útlagði á íslensku. Sylvia er ein allra þekktasta skáldkona 20. ...
18/09/2025

ARIEL eftir Sylviu Plath. Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir útlagði á íslensku.

Sylvia er ein allra þekktasta skáldkona 20. aldarinnar. Bókin er tímamótaverk í menningarsögunni, þar sem Sylvia skoðar þemu eins og sjálfsmynd, mannlegt ástand og náttúruna. Bókin á 60 ára útgáfuafmæli í ár en hún kom fyrst út árið 1965, tveimur árum eftir að Sylvia lést aðeins þrítug að aldri.

Bókin fæst á www.skridabokautgafa.is, í Skáldu, Forlaginu og í Bóksölu stúdenta.

Mikið úrval af rifblokkapökkum af öllum stærðum og gerðum.Rifblokkirnar eru gerðar úr misprentum, prufuprentum, afskurði...
08/09/2025

Mikið úrval af rifblokkapökkum af öllum stærðum og gerðum.

Rifblokkirnar eru gerðar úr misprentum, prufuprentum, afskurði eða afgangspappír af verkstæðinu til þess að sporna gegn sóun og því er engin rifblokk nákvæmlega eins.

www.skridabokautgafa.is

Address

Eyrargata
Patreksfjörður
450

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Skriða posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Skriða:

Share

Category