
02/08/2025
Hefur þig alltaf dreymt um að gera eigin rabarbarasultu? Eða langar þig í rabarbaragraut eins og amma gerði?
Matland á Hrísateig fær rabarbara í bæinn frá Kjartani á Löngumýri á Skeiðum fimmtudaginn 7. ágúst, eftir hádegi. Þrjú kíló af þvegnum rabarabara í bitum í lofttæmdum umbúðum. Pantið ykkar skammt á Matlandsvefnum og tryggið ykkur rabarbara í sultugerðina.
Rabarbarasulta
Hráefni
1 kg rabarbari
600 g strásykur
200 g púðursykur (dökkur)
Aðferð
Rabarbarinn er þveginn og þurrkaður. Brytjaður niður í frekar smáa bita og hýði sem er orðið brúnt fjarlægt.
Sett lagskipt á móti sykri í góðan pott. Suðan látin koma upp og soðið við vægan hita þangað til sultan fer að þykkna.
Ágætis viðmið er, að ef trésleif er stungið í miðjan pottinn og hún stendur kyrr, þá ætti sultan að vera fullsoðin.
Sultan sett í vel hreinsaðar krukkur, lokað strax og geymd á köldum stað.
Gott ráð ef rabarbarinn og sykurinn er sett í pott deginum áður en sultan er soðin þarf hún skemmri suðutíma.
Ef þú vilt gera rabarbaragraut þá er uppskrift inni á Matlandsvefnum.
Nánari upplýsingar og hægt að panta á Matland.is.👇