Matland

Matland MATLAND er miðill þar sem fjallað er um matvælaframleiðslu frá A-Ö. Við rekum vefverslun með mat.

Hefur þig alltaf dreymt um að gera eigin rabarbarasultu? Eða langar þig í rabarbaragraut eins og amma gerði?Matland á Hr...
02/08/2025

Hefur þig alltaf dreymt um að gera eigin rabarbarasultu? Eða langar þig í rabarbaragraut eins og amma gerði?

Matland á Hrísateig fær rabarbara í bæinn frá Kjartani á Löngumýri á Skeiðum fimmtudaginn 7. ágúst, eftir hádegi. Þrjú kíló af þvegnum rabarabara í bitum í lofttæmdum umbúðum. Pantið ykkar skammt á Matlandsvefnum og tryggið ykkur rabarbara í sultugerðina.

Rabarbarasulta
Hráefni

1 kg rabarbari
600 g strásykur
200 g púðursykur (dökkur)

Aðferð
Rabarbarinn er þveginn og þurrkaður. Brytjaður niður í frekar smáa bita og hýði sem er orðið brúnt fjarlægt.

Sett lagskipt á móti sykri í góðan pott. Suðan látin koma upp og soðið við vægan hita þangað til sultan fer að þykkna.

Ágætis viðmið er, að ef trésleif er stungið í miðjan pottinn og hún stendur kyrr, þá ætti sultan að vera fullsoðin.

Sultan sett í vel hreinsaðar krukkur, lokað strax og geymd á köldum stað.

Gott ráð ef rabarbarinn og sykurinn er sett í pott deginum áður en sultan er soðin þarf hún skemmri suðutíma.

Ef þú vilt gera rabarbaragraut þá er uppskrift inni á Matlandsvefnum.

Nánari upplýsingar og hægt að panta á Matland.is.👇

Biðin er á enda: Blómkál í næsta grænmetiskassa Matlands!Grænmetiskassi  #32:- Blómkál (600-800 g) frá Böðmóðsstöðum, 1 ...
01/08/2025

Biðin er á enda: Blómkál í næsta grænmetiskassa Matlands!

Grænmetiskassi #32:

- Blómkál (600-800 g) frá Böðmóðsstöðum, 1 pk
- Gulrætur frá Bakkagulli á Flúðum, 500 g
- Nýupptekið Gullauga frá Seljavöllum, 1 kg
- Spergilkál (brokkólí) frá Flúðajörfa, 1 haus
- Tríó-salat frá Reykási, 1 haus
- Tómatar frá Friðheimum, 5 stk.
- Gúrka frá Reykási, 1 stk.
- Paprika frá Reit í Borgarfirði, 2 stk.

Fer í dreifingu fimmtudaginn 7. ágúst.

Eigum örfáar sous-vidaðar chucksteikur eftir á lager. Þetta er nautasteik sem hentar í ferðalagið. Fullelduð og þarf bar...
01/08/2025

Eigum örfáar sous-vidaðar chucksteikur eftir á lager. Þetta er nautasteik sem hentar í ferðalagið. Fullelduð og þarf bara að hita á grillinu og brúna. Sjá tengil í athugasemd.👇

Nýjar gulrætur frá Bakkagulli og kartöflur frá Seljavöllum komnar í Matland á Hrísateig. Komdu og nældu þér í poka. 🙂
31/07/2025

Nýjar gulrætur frá Bakkagulli og kartöflur frá Seljavöllum komnar í Matland á Hrísateig. Komdu og nældu þér í poka. 🙂

Meira Gullauga frá Hjalta á Seljavöllum kemur á fimmtudag í Matland. Okkur finnst nýuppteknar kartöflur bestar með smjör...
30/07/2025

Meira Gullauga frá Hjalta á Seljavöllum kemur á fimmtudag í Matland.

Okkur finnst nýuppteknar kartöflur bestar með smjöri og smá salti.

Sjá tengil í athugasemd.👇

Hér er uppskrift að vel heppnaðri verslunarmannahelgi: Fullelduð (souis vide) chucksteik af nauti sem þarf bara að hita ...
30/07/2025

Hér er uppskrift að vel heppnaðri verslunarmannahelgi: Fullelduð (souis vide) chucksteik af nauti sem þarf bara að hita upp, sósa og fersk Hreppamjólk. Sjá nánar í athugasemdum.

Matland mælir með Hreppamjólkinni um verslunarmannahelgina. Feit, bragðgóð og frískandi. Sjá nánar í athugasemd 👇
30/07/2025

Matland mælir með Hreppamjólkinni um verslunarmannahelgina. Feit, bragðgóð og frískandi. Sjá nánar í athugasemd 👇

Munið að panta grænmetiskassa Matlands í dag. Það verða gulrætur frá Bakkagulli á Flúðum sem er sérstakt fagnaðarefni. S...
28/07/2025

Munið að panta grænmetiskassa Matlands í dag. Það verða gulrætur frá Bakkagulli á Flúðum sem er sérstakt fagnaðarefni. Sjá nánar í athugasemd um innihald kassans.

Ef þú kemur í áskrift er kassinn 5% ódýrari. Hægt að fá einn kassa í mánuði, á tveggja vikna fresti eða vikulega. Þú ræður.

Vantar þig góða steik á grillið í kvöld? Þessa dagana býður Matland upp á chuck-steikur sem búið er að "sous-vida". Það ...
27/07/2025

Vantar þig góða steik á grillið í kvöld? Þessa dagana býður Matland upp á chuck-steikur sem búið er að "sous-vida". Það þýðir að þú þarft ekki að gera annað en að setja þær á snarpheitt grillið til að brúna og hita upp. Algjör snilld!

Steikurnar eru unnar af Gæðum ehf. sem marineruðu í Gæðakryddblöndu og bættu við nautatólg í sous-vide pokann. Sannarlega djúsí og kraftmikið bragð.

Afgreiðum pantanir sem koma fyrir kl. 16.00 í dag, sunnudag. Sjá nánar í athugasemd 👇

Matland fær grænmeti úr öllum landshornum. Þessa dagana er útiræktunin að skila okkur fallegri uppskeru, þökk sé góðu su...
26/07/2025

Matland fær grænmeti úr öllum landshornum. Þessa dagana er útiræktunin að skila okkur fallegri uppskeru, þökk sé góðu sumri. Í næsta grænmetiskassa verða meðal annars nýuppteknar gulrætur frá Bakkagulli á Flúðum og hvítkál frá Leirulækjarseli á Mýrum.

Kíkið á innihaldið í næsta grænmetiskassa Matlands og pantið nýtt íslenskt grænmeti eins og það gerist best. Dreifing hefst fimmtudaginn 31. júlí.

Grænmetiskassi #31

- Gulrætur frá Bakkagulli á Flúðum, 500 g
- Nýupptekið Gullauga frá Seljavöllum, 1 kg
- Spergilkál (brokkólí) frá Flúðajörfa, 1 haus
- Sveppir frá Flúðum, stórir, 2-3 stk.
- Grandsalat frá Hveratúni, 1 haus
- Hvítkál frá Leirulækjarseli, 1/2 haus (600-800 g)
- Gúrka frá Gufuhlíð, 1 stk.
- Grænkál frá Leirulækjarseli, 150 g í poka
- Paprika frá Flúðajörfa, 2 stk.

Sjá nánar í tengli í athugasemdum.

Við ætlum að afgreiða á morgun, laugardag, pantanir sem koma fyrir kl. 13.00- Fulleldaðar Chuck-steikur tilbúnar á grill...
25/07/2025

Við ætlum að afgreiða á morgun, laugardag, pantanir sem koma fyrir kl. 13.00

- Fulleldaðar Chuck-steikur tilbúnar á grillið (sous-vide)
- Hamborgarakassar með 5 borgurum, brauðum og grænmeti
- Grænmetiskassa #30
- Hægmeyrnaðar (60 daga!) Ölnautssteikur, NY-Strip. Frosnar.
- Bleikja frá Tungusilungi
- Hanger- og skirtsteikur (frosnar)
- ... og fleira sem hugurinn girnist og er að finna á Matlandsvefnum

Sjá nánar í athugasemd.

Fágæti á ferð: 60 daga hægmeyrnað New York Strip Ölnaut frá Hvammi í Ölfusi. Einn vinsælasti grillbitinn af nautinu vest...
25/07/2025

Fágæti á ferð: 60 daga hægmeyrnað New York Strip Ölnaut frá Hvammi í Ölfusi. Einn vinsælasti grillbitinn af nautinu vestan hafs. Nautin í Hvammi eru m.a. alin á bjórhrati og fá ekta mjöð síðustu mánuðina í eldinu.

Kjötið er búið að vera í 60 daga í heilu, hangandi í hitastýrðum kæli, ópakkað. Að því loknu var steikin skorin og pakkað í vacumplast. Hægmeyrnað nautakjöt eins og þetta er með ríku „dry age“ bragði sem er best lýst eins og vel gerjuðum osti með smá hnetukeim - og lugnamjúkt auðvitað. Við hægmeyrnuna rýrnar steikin þar sem rakinn er dreginn út úr kjötinu og náttúruleg ensím halda áfram að brjóta það niður. Útkoman er meyrt og bragðmikið kjöt.

Kjötið er frosið. Einungis örfáar steikur eru í boði.

Sjá nánar í athugasemd. 👇

Address

Hrísateigur 47
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Telephone

+3548623412

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Matland posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Matland:

Share