Krossgötur

Krossgötur Krossgötur eru vefmiðill Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.

"... þau kafa í verkið, brjóta upp textann, blanda saman þýðingum, bæta inn, sleppa úr, skapa nýtt samhengi, hræra saman...
24/11/2025

"... þau kafa í verkið, brjóta upp textann, blanda saman þýðingum, bæta inn, sleppa úr, skapa nýtt samhengi, hræra saman listformum og þannig ná þau að tengja kjarna þessa mikilfenglega harmleiks við veruleika þeirra sem á horfa. Þau greina persónurnar, samskiptin, tilfinningarnar, kjarnann í þessu verki og þau grafa upp þennan gimstein, þurrka af honum óhreinindi aldanna og leyfa honum að skína í öllum sínum mikilfengleik þannig að áhorfandinn sjái hann, heyri hann, upplifi hann, taki af einlægni á móti spurningunum sem hann spyr. Þetta er ekki auðvelt. Það er í rauninni næstum ofurmannlega erfitt. En þeim tókst það. Ykkur tókst það, Kolfinna Nikulásdóttir og Sigurbjartur Sturla Atlason"

En á meðan til er fólk sem getur skapað listaverk á borð við þessa nýju uppfærslu á Hamlet þá lifir það sem á endanum skiptir öllu máli: Listræni sköpunarkrafturinn, hugrekkið og heilindin, og þessi kraftmikla og hrokafulla uppreisn gegn lágkúrunni.

„Þegar heimsfaraldurinn fjaraði út sáum við að þessi þöggunarvél stöðvaðist ekki heldur breytti hún bara um skotmark.Söm...
28/09/2025

„Þegar heimsfaraldurinn fjaraði út sáum við að þessi þöggunarvél stöðvaðist ekki heldur breytti hún bara um skotmark.
Sömu aðferðirnar sem áður voru notaðar til að þagga niður umræðu um aðgerðir í Covid eru nú notaðar til að þagga niður gagnrýni á það sem gerist í Gaza til dæmis. Meta-samsteypan er búin að vera á yfirsnúningi við að þagga efni og orðræðu sem berst frá þjóðarmorðinu. Meðal annars með því að skilgreina hvaða orðræða sé heimil og hver ekki.“

Úr ræðu Svölu Magneu Ásdísardóttur á málþinginu síðustu helgi.
Hér birtist hún í heilu lagi ásamt hlekk á myndbandsupptöku af erindinu. Við munum birta öll erindi ræðumanna á næstu dögum.

Á fundi Málfrelsis ræddi ég um tvö samofin málefni: innflytjendamál og stríðið í Palestínu. Í ræðunni varpa ég ljósi á hvernig hugtök geta verið misnotuð til að þagga niður gagnrýni, hvernig tvöfaldur mælikvarði mótar umræðuna og hvernig sú orðræða tengist bæði r...

Á nýlegum fundi Málfrelsis um síðustu helgi var efnt til opinnar umræðu um innflytjendamál, orðræðu og samfélagslegrar á...
26/09/2025

Á nýlegum fundi Málfrelsis um síðustu helgi var efnt til opinnar umræðu um innflytjendamál, orðræðu og samfélagslegrar ábyrgðar. Fundinum stýrði Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur.

Svala Magnea Ásdísardóttir, formaður félagsins, hélt inngangserindi um markmið Málfrelsis sem er að skapa vettvang fyrir opna umræðu án þöggunar og fordóma. Hún tengdi umræðu um innflytjendamál á Íslandi við víðara samhengi orðræðu og hugtakanotkun.

Í framsöguerindum komu fram ólík sjónarhorn. Þórarinn Hjartarson, stjórnsýslufræðingur og þáttastjórnandi Ein pæling, fjallaði um stöðu landamæra og setti hana í samhengi við þróun í Evrópu þar sem innflytjendamál hafa vakið pólitíska spennu sem hann telur að þurfi að varast. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona, lagði áherslu á að veikleikar í innviðum væru afleiðing pólitískra ákvarðana en ekki innflytjenda, og minnti á að innflytjendur halda uppi mörgum mikilvægustu innviðum samfélagsins. Sóley Lóa Smáradóttir, framhaldsskólanemi og samfélagsrýnir, deildi persónulegri reynslu sinni af því að vera ung íslensk kona af erlendum uppruna og undirstrikaði að fjölbreytileiki gæti orðið styrkur samfélagsins ef við veljum að byggja brýr fremur en veggi.

Í pallborði tóku sæti fulltrúar fimm stjórnmálaflokka: Dagbjört Hákonardóttir (Samfylkingu), Grímur Grímsson (Viðreisn), Kolbrún Baldursdóttir (Flokk fólksins), Ingvar S. Birgisson (Sjálfstæðisflokknum) og Einar Jóhannes Guðnason (Miðflokknum). Þeir ræddu meðal annars fjölskyldusameiningar, íslenskukennslu, atvinnuþátttöku og menningarlegar áskoranir. Ágreiningur kom fram um hvort tala ætti um „vandamál“ eða fremur „verkefni“, en allir voru sammála um mikilvægi þess að bregðast við með ábyrgð og lausnamiðaðri nálgun.

Í lokin dró Þorsteinn Siglaugsson, varaformaður Málfrelsis, saman helstu atriði. Hann lagði áherslu á að horfa til staðreynda en varaði við því að byggja á tilfinningum sem spretta af ranghugmyndum. Að hans mati skiptir tvö atriði mestu: að hjálpa þeim sem manni þykir vænt um og að leggja sitt af mörkum til að gera heiminn betri.

Hér má horfa á upptöku af fundinum og lesa ítarlega samantekt:

Félagið Málfrelsi hélt fund sl. laugardag undir yfirskriftinni: Er stjórnleysi á landamærunum að valda neyðarástandi á Íslandi? Í inngangserindi sínu lagði Svala Magnea Ásdísardóttir, formaður félagsins, áherslu á að markmið Málfrelsis væri að skapa vettvang fyrir opna umr...

Minnum á fund Málfrelsis um innflytjendamál í Þjóðminjasafninu kl. 13-15 í dag. Hlekkur í athugasemd.
20/09/2025

Minnum á fund Málfrelsis um innflytjendamál í Þjóðminjasafninu kl. 13-15 í dag. Hlekkur í athugasemd.

Address

Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Krossgötur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Krossgötur:

Share