Krossgötur

Krossgötur Krossgötur eru vefmiðill Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.

"Með því að búa til skiljanlega og áhrifaríka texta án þess að hafa líkamlega tilvist, má vera að mállíkönin staðfesti þ...
19/04/2025

"Með því að búa til skiljanlega og áhrifaríka texta án þess að hafa líkamlega tilvist, má vera að mállíkönin staðfesti þessa tilgátu; að það sem við köllum „veruleika” sé í raun ekki annað en texti sem hefur náð að festa sig í sessi sem óumdeilanlegur."

"Gervigreindin: Með því að búa til skiljanlega og áhrifaríka texta án þess að hafa líkamlega tilvist, má vera að mállíkönin staðfesti þessa tilgátu; að það sem við köllum „veruleika" sé í raun ekki annað en texti sem hefur náð að festa sig í sessi sem óumdeilanlegur...

"Í mínu daglega lífi hér í Bretlandi mun þetta eflaust breyta mjög litlu enda veit fólk ekki að ég er trans í mínu dagle...
16/04/2025

"Í mínu daglega lífi hér í Bretlandi mun þetta eflaust breyta mjög litlu enda veit fólk ekki að ég er trans í mínu daglega lífi. Þau forréttindi hafa nú orðið enn stærri forréttindi sem veita mér öryggi sem flest annað trans fólk virðist ekki lengur búa við" segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir á Krossgötum í dag í tilefni af nýföllnum dómi hæstaréttar Bretlands um réttindi trans fólks.

Í mínu daglega lífi hér í Bretlandi mun þetta eflaust breyta mjög litlu enda veit fólk ekki að ég er trans í mínu daglega lífi. Þau forréttindi hafa nú orðið enn stærri forréttindi sem veita mér öryggi sem flest annað trans fólk virðist ekki lengur búa við.

"Sjálfsmyndarstjórnmál (identity politics) og það sem kallað hefur verið „vókismi“ (woke-ism) hafa verið fyrirferðarmiki...
12/04/2025

"Sjálfsmyndarstjórnmál (identity politics) og það sem kallað hefur verið „vókismi“ (woke-ism) hafa verið fyrirferðarmikil í stjórnmálum síðustu ára. Þessi tegund stjórnmála hefur fengið gagnrýni úr ýmsum áttum. Mest hefur borið í þessari gagnrýni úr hægri væng stjórnmálanna en færri þekkja til inntaks þeirrar gagnrýni á sjálfsmyndarstjórnmál og vókisma sem kemur úr hinni áttinni; frá hinu sósíalíska vinstri."
Andri Sigurðsson gagnrýnir vókisma frá vinstri á Krossgötum í dag. Tengill í athugasemd.

11/04/2025

"Við þurfum einfaldlega samfélag, en ekki verbúð. Lýðræði er ekki bara um val á fulltrúum á fjögurra ára fresti; það er um sterka samfélagsþátttöku og rými þar sem við getum hist, rætt málin, endurskrifað sögurnar okkar og endurheimt rödd okkar sem þenkjandi og skapandi manneskjur frekar en neytendur. Áróður dafnar í tómarúmi einmanaleika. Heilbrigt samfélag byggir upp ónæmi gegn honum"

Halldóra Mogensen á Vísi í dag.
Tengill á grein í athugasemd.

“The Bodies of Others er mikilvæg frásögn af óvenjulegu ástandi. Wolf málar upp lifandi mynd af andstæðunni milli eðlile...
05/04/2025

“The Bodies of Others er mikilvæg frásögn af óvenjulegu ástandi. Wolf málar upp lifandi mynd af andstæðunni milli eðlilegs mannlegs lífs og lífs undir Covid-takmörkunum. Hún lýsir örvæntingu barnanna sem svipt voru félagsskap jafnaldra sinna, tómleikanum í augum aldraðra og sjúkra sem haldið var frá ástvinum sínum með valdi og visnuðu í einangruninni, samfélaginu sem var brotið niður.”

Wolf var ekki efasemdamaður frá upphafi. Fyrst trúði hún opinberu frásögninni, óttaðist um sjálfa sig og ástvini sína, en smám saman fór hún að uppgötva hina undarlegu mótsögn milli frásagnarinnar og staðreyndanna. Hún fór að efast um gögnin sem kynnt voru, gagnsemi gagnrá....

“Ef við ímyndum okkur hugann sem rými má segja að hugvíkkun feli í sér eðlilegt ferli þar sem nýjar dyr opnast af sjálfu...
09/03/2025

“Ef við ímyndum okkur hugann sem rými má segja að hugvíkkun feli í sér eðlilegt ferli þar sem nýjar dyr opnast af sjálfu sér, á meðan hugrýmkun felur fremur í sér vélræna endurskipulagningu rýmisins, þar sem veggir eru færðir til, fjarlægðir eða byggðir upp eftir hentisemi annarra.”

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir varpar fram forvitnilegum kenningum um innrætingu hugans á Krossgötum í dag.

Ef við ímyndum okkur hugann sem rými má segja að hugvíkkun feli í sér eðlilegt ferli þar sem nýjar dyr opnast af sjálfu sér, á meðan hugrýmkun felur fremur í sér vélræna endurskipulagningu rýmisins, þar sem veggir eru færðir til, fjarlægðir eða byggðir upp eftir hentisemi...

"Julian Assange benti á í bók sinni frá 2014 að hugmyndin um sjálfstætt borgaralegt samfélag sé að miklu leyti orðin ble...
06/03/2025

"Julian Assange benti á í bók sinni frá 2014 að hugmyndin um sjálfstætt borgaralegt samfélag sé að miklu leyti orðin blekking. Frá áttunda áratugnum hafa raunveruleg grasrótarsamtök í mörgum löndum vikið fyrir skipulögðum hagsmunasamtökum sem eru fjármögnuð af erlendum stjórnvöldum og fyrirtækjum. USAID og NED tilheyra þannig neti sem vinnur náið með CIA og skapar „borgaralegt samfélag“ í formi frjálsra félagasamtaka sem eru þó í raun verkfæri bandarískrar utanríkisstefnu."
Andri Sigurðsson á Krossgötum í dag.

Bólivía er annað dæmi um hvernig USAID vinnur markvisst gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Árið 2013 rak Evo Morales, fyrsti frumbyggjaforseti Bólivíu, USAID úr landinu eftir áralanga íhlutun stofnunarinnar í innanríkismálum landsins. Skjöl sem fengin voru í gegnum upplý...

Ögmundur Jónasson:„Því miður hefur tónninn í íslenskum ráðamönnum um alllangt skeið verið endurómun á hervæðingarboðskap...
03/03/2025

Ögmundur Jónasson:

„Því miður hefur tónninn í íslenskum ráðamönnum um alllangt skeið verið endurómun á hervæðingarboðskap frá Washington, NATÓ og Evrópusambandinu; boðskap um „nýjan veruleika“ sem verði að bregðast við í „breyttum heimi“ með vopnum og meiri vopnum.“

Donald Trump Bandaríkjaforseti er iðinn við að kynna heiminum sálarlíf sitt. Eitt er víst að maðurinn er ekki í miklu jafnvægi. Einnig má efast um erindi Zelenskys sem var farinn að bjóða Bandaríkjamönnum auðlindir lands síns þegar í september samkvæmt Washington Post – fyrir...

Halldór Haraldsson, frumkvöðull og þjóðfélagsrýnir, er nýr penni hjá okkur á Krossgötum. “Á meðan COVID-19 stóð yfir vor...
22/02/2025

Halldór Haraldsson, frumkvöðull og þjóðfélagsrýnir, er nýr penni hjá okkur á Krossgötum.

“Á meðan COVID-19 stóð yfir voru eðlilegar umræður um uppruna veirunnar, skilvirkni lokana eða afleiðingar fjöldabólusetninga beinlínis bannaðar. Sömu raddir og þaggað var niður í þá reynast nú hafa haft rétt fyrir sér. Ef tjáningin hefði verið frjáls, ef opin umræða hefði verið leyfð, hversu miklu tjóni hefði mátt afstýra?”

Hlekkur í athugasemd.

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir líkir hinu stafræna upplýsingaflæði við taflborð þar sem notendur eru fyrifram mótaðir sem ...
15/02/2025

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir líkir hinu stafræna upplýsingaflæði við taflborð þar sem notendur eru fyrifram mótaðir sem viðtakendur upplýsinga.

“Þegar skynjun á raunveruleikanum er orðin forrituð, er leikurinn unninn.”

Fyrst og fremst þurfum við meðvitund. Ekki aðeins vitneskju um hvernig kerfið virkar, heldur hugrekki til að segja nei. Til að velja þjónustur sem virða friðhelgi, til að krefjast gagnsæis, til að neita að taka þátt í leik sem var aldrei spilaður með okkur heldur á okkur.

"Þeim liggur mikið á, varðhundum kerfisins, þegar frelsið er farið að ögra þeim" sagði Ellert B. Schram þegar embættisme...
08/02/2025

"Þeim liggur mikið á, varðhundum kerfisins, þegar frelsið er farið að ögra þeim" sagði Ellert B. Schram þegar embættismenn mættu til að loka frjálsu útvarpsstöðinni Fréttaútvarpinu sem hann og fleiri stóðu að í verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984. Arnar Þór Jónsson fjallar hér um þessa sögu og setur í samhengi við afskipti bandarískra stjórnvalda af fjölmiðlun víða um heim.

Þrátt fyrir yfirlýsingar um að stuðla að lýðræði endurspeglar fjármögnun þess á fjölmiðlum í raun áróðursaðferðir kalda stríðsins. Í stað þess að standa vörð um raunverulega fjölmiðlafrelsi virkar USAID sem tæki bandarískrar valdapólitíkur, þar sem fjármögnun b...

Athyglisverð grein eftir sænska blaðamanninn Per Daniel Shapiro:„Ef Joe Biden hefði verið sá sem hefði kynnt Stargate-ve...
02/02/2025

Athyglisverð grein eftir sænska blaðamanninn Per Daniel Shapiro:

„Ef Joe Biden hefði verið sá sem hefði kynnt Stargate-verkefnið – stærstu fjárfestingu nokkru sinni í gervigreind og snjallinnviðum – hefðu þessir stuðningsmenn eflaust mótmælt harðlega og kallað það tilraun til að innleiða samfélag Orwells í 1984. En þegar það er Trump sem er við stjórnvölinn á tæknikratíska skipinu eru skyndilega engin andmæli. Trúarsöfnuður Trump eru tilbúnir í að fara gegn grunngildum sínum til að réttlæta hverja ákvörðun sem nú kemur frá Washington.“

Ef Joe Biden hefði verið sá sem hefði kynnt Stargate-verkefnið – stærstu fjárfestingu nokkru sinni í gervigreind og snjallinnviðum – hefðu þessir stuðningsmenn eflaust mótmælt harðlega og kallað það tilraun til að innleiða samfélag Orwells í 1984. En þegar það er Trump s...

Address

Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Krossgötur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Krossgötur:

Share