Krossgötur

Krossgötur Krossgötur eru vefmiðill Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.

„Þegar heimsfaraldurinn fjaraði út sáum við að þessi þöggunarvél stöðvaðist ekki heldur breytti hún bara um skotmark.Söm...
28/09/2025

„Þegar heimsfaraldurinn fjaraði út sáum við að þessi þöggunarvél stöðvaðist ekki heldur breytti hún bara um skotmark.
Sömu aðferðirnar sem áður voru notaðar til að þagga niður umræðu um aðgerðir í Covid eru nú notaðar til að þagga niður gagnrýni á það sem gerist í Gaza til dæmis. Meta-samsteypan er búin að vera á yfirsnúningi við að þagga efni og orðræðu sem berst frá þjóðarmorðinu. Meðal annars með því að skilgreina hvaða orðræða sé heimil og hver ekki.“

Úr ræðu Svölu Magneu Ásdísardóttur á málþinginu síðustu helgi.
Hér birtist hún í heilu lagi ásamt hlekk á myndbandsupptöku af erindinu. Við munum birta öll erindi ræðumanna á næstu dögum.

Á fundi Málfrelsis ræddi ég um tvö samofin málefni: innflytjendamál og stríðið í Palestínu. Í ræðunni varpa ég ljósi á hvernig hugtök geta verið misnotuð til að þagga niður gagnrýni, hvernig tvöfaldur mælikvarði mótar umræðuna og hvernig sú orðræða tengist bæði r...

Á nýlegum fundi Málfrelsis um síðustu helgi var efnt til opinnar umræðu um innflytjendamál, orðræðu og samfélagslegrar á...
26/09/2025

Á nýlegum fundi Málfrelsis um síðustu helgi var efnt til opinnar umræðu um innflytjendamál, orðræðu og samfélagslegrar ábyrgðar. Fundinum stýrði Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur.

Svala Magnea Ásdísardóttir, formaður félagsins, hélt inngangserindi um markmið Málfrelsis sem er að skapa vettvang fyrir opna umræðu án þöggunar og fordóma. Hún tengdi umræðu um innflytjendamál á Íslandi við víðara samhengi orðræðu og hugtakanotkun.

Í framsöguerindum komu fram ólík sjónarhorn. Þórarinn Hjartarson, stjórnsýslufræðingur og þáttastjórnandi Ein pæling, fjallaði um stöðu landamæra og setti hana í samhengi við þróun í Evrópu þar sem innflytjendamál hafa vakið pólitíska spennu sem hann telur að þurfi að varast. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona, lagði áherslu á að veikleikar í innviðum væru afleiðing pólitískra ákvarðana en ekki innflytjenda, og minnti á að innflytjendur halda uppi mörgum mikilvægustu innviðum samfélagsins. Sóley Lóa Smáradóttir, framhaldsskólanemi og samfélagsrýnir, deildi persónulegri reynslu sinni af því að vera ung íslensk kona af erlendum uppruna og undirstrikaði að fjölbreytileiki gæti orðið styrkur samfélagsins ef við veljum að byggja brýr fremur en veggi.

Í pallborði tóku sæti fulltrúar fimm stjórnmálaflokka: Dagbjört Hákonardóttir (Samfylkingu), Grímur Grímsson (Viðreisn), Kolbrún Baldursdóttir (Flokk fólksins), Ingvar S. Birgisson (Sjálfstæðisflokknum) og Einar Jóhannes Guðnason (Miðflokknum). Þeir ræddu meðal annars fjölskyldusameiningar, íslenskukennslu, atvinnuþátttöku og menningarlegar áskoranir. Ágreiningur kom fram um hvort tala ætti um „vandamál“ eða fremur „verkefni“, en allir voru sammála um mikilvægi þess að bregðast við með ábyrgð og lausnamiðaðri nálgun.

Í lokin dró Þorsteinn Siglaugsson, varaformaður Málfrelsis, saman helstu atriði. Hann lagði áherslu á að horfa til staðreynda en varaði við því að byggja á tilfinningum sem spretta af ranghugmyndum. Að hans mati skiptir tvö atriði mestu: að hjálpa þeim sem manni þykir vænt um og að leggja sitt af mörkum til að gera heiminn betri.

Hér má horfa á upptöku af fundinum og lesa ítarlega samantekt:

Félagið Málfrelsi hélt fund sl. laugardag undir yfirskriftinni: Er stjórnleysi á landamærunum að valda neyðarástandi á Íslandi? Í inngangserindi sínu lagði Svala Magnea Ásdísardóttir, formaður félagsins, áherslu á að markmið Málfrelsis væri að skapa vettvang fyrir opna umr...

Minnum á fund Málfrelsis um innflytjendamál í Þjóðminjasafninu kl. 13-15 í dag. Hlekkur í athugasemd.
20/09/2025

Minnum á fund Málfrelsis um innflytjendamál í Þjóðminjasafninu kl. 13-15 í dag. Hlekkur í athugasemd.

Hvort sem við lítum til átaka og mannréttindabrota erlendis eða bara pólitískra deilna hér innanlands, þá verður tæpast ...
26/06/2025

Hvort sem við lítum til átaka og mannréttindabrota erlendis eða bara pólitískra deilna hér innanlands, þá verður tæpast annað séð en að virðingin fyrir almennum mannréttindum fari hratt dvínandi. Og þá er sama hvort horft er til virðingar fyrir alþjóðalögum sem gilda eiga í stríðsátökum eða virðingar fyrir tjáningarfrelsinu – tjáningarfrelsi allra, ekki bara þeirra sem eru okkur sammála.

"Þegar ég varði Ísrael varð ég fyrir áköfum árásum frá Palestínu-sinnuðum nettröllum sem stimpluðu mig sem „síonískan stuðningsmann þjóðarmorðs“. Nú hef ég fengið yfir mig sambærilegan skæting og hótanir frá Ísraels-sinnuðum tröllum sem kalla mig „gyðingahatand...

Einstakt tækifæri: „Á hádegisfundinum í Safnahúsinu á mánudag má fræðast um hlutskipti Kúrda og jafnframt öðlast skilnin...
19/06/2025

Einstakt tækifæri: „Á hádegisfundinum í Safnahúsinu á mánudag má fræðast um hlutskipti Kúrda og jafnframt öðlast skilning á flókinni stöðu sem nú er uppi í Mið-Austurlöndum.“

Ögmundur Jónasson, sagnfræðingur og fyrrum stjórnmálamaður, heldur í hádegisfundinn en gestir verða höfuðsaksóknarar mannréttindadómstóls.

„Þessi dómstóll var stofnaður í París á sjöunda áratugnum til þess að rannsaka mannréttindabrot og stríðsglæpi í Víetnam. Frumkvöðlarnir voru mannréttindafrömuðir á borð við Bertrand Russel og Jean Paul-Sartre og fleiri.“

Á mánudag 23. júní klukkan tólf á hádegi hefst athyglisverður fundur í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík.

Í febrúar var mannréttindadómstóllinn Permanent People´s Tribunal kallaður saman í Brussel til að rannsaka og komast að ...
17/06/2025

Í febrúar var mannréttindadómstóllinn Permanent People´s Tribunal kallaður saman í Brussel til að rannsaka og komast að niðurstöðu um ofbeldið á hendur Kúrdum í Rojava.

Væntanlegir til landsins eru höfuðsaksóknararnir, Ceren Uysal og Jan Fermon að greina frá niðurstöðum dómstólsins. Það gera þau á hádegisfundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu mánudaginn 23, júní.

... En þarna er hver að hugsa um sig og þá Kúrdarnir væntanlega einnig en þeir segjast enga vini eiga nema fjöllin. Og þegar upp er staðið hefur ekkert rík

"Að vera gegn rasisma þýðir ekki aðeins að segja „ég er ekki rasisti“. Það þýðir að horfast í augu við eigin hugsanir og...
15/06/2025

"Að vera gegn rasisma þýðir ekki aðeins að segja „ég er ekki rasisti“. Það þýðir að horfast í augu við eigin hugsanir og venjur" segir Valerio Gargiulo á Krossgötum í dag.

Þegar einstaklingar eru dæmdir út frá uppruna sínum, þjóðerni, húðlit eða menningarlegum bakgrunni – en ekki sem einstaklingar – þá erum við að viðhalda kerfum sem útiloka og mismuna. Stundum er þetta falið á bak við setningar sem byrja á: „Ég er ekki fordómafull/ur, en...

Margt fólk á hægri væng stjórnmálanna batt miklar vonir við yfirlýsingar Donalds Trump um að hann hygðist vernda tjáning...
04/06/2025

Margt fólk á hægri væng stjórnmálanna batt miklar vonir við yfirlýsingar Donalds Trump um að hann hygðist vernda tjáningarfrelsið skilyrðislaust. Þessi grein veitir ágæta innsýn í þær áhyggjur sem fara nú hraðvaxandi meðal þessa hóps.

Frjálsir og óháðir fjöl­miðlar eru ekki munaður – þeir eru er burðar­ás lýð­ræðisins, nauðsynlegt aðhald gagnvart þeim sem vilja starfa í skugganum. Tjáningar­frelsi fjöl­miðla verndar ekki aðeins blaða­menn, það verndar rétt þinn til upplýsinga.

Snorri Másson, þingmaður:„Í okkar fjölbreytta samfélagi fer ekki fram hjá neinum að fólk hefur mjög skiptar skoðanir á s...
30/05/2025

Snorri Másson, þingmaður:

„Í okkar fjölbreytta samfélagi fer ekki fram hjá neinum að fólk hefur mjög skiptar skoðanir á stórum og umtöluðum málum. Það getur tekið á taugarnar en maður hefur borið þá von í brjósti, að flestir séu sammála um að takmörkun tjáningar með hvers konar valdbeitingu eigi að vera allra síðasta úrræði sem gripið er til. Að vísu er sú von mín að dofna. Ég held þó áfram að vara við þeirri þróun að fólki sé í auknum mæli meinað að tjá sínar skoðanir með atbeina dómstóla, útilokun frá opinberu lífi eða aðför að lífsviðurværi þess.“

Aðför er gerð að tjáningarfrelsi víða um heim þessi dægrin og lýðræðissamfélög Vesturlanda eru þar ekki undanskilin, heldur ganga þau því miður stundum á undan með góðu fordæmi. Í Evrópulöndum eins og Bretlandi og Þýskalandi eru almennir borgarar í stórauknum mæli s....

"Með því að búa til skiljanlega og áhrifaríka texta án þess að hafa líkamlega tilvist, má vera að mállíkönin staðfesti þ...
19/04/2025

"Með því að búa til skiljanlega og áhrifaríka texta án þess að hafa líkamlega tilvist, má vera að mállíkönin staðfesti þessa tilgátu; að það sem við köllum „veruleika” sé í raun ekki annað en texti sem hefur náð að festa sig í sessi sem óumdeilanlegur."

"Gervigreindin: Með því að búa til skiljanlega og áhrifaríka texta án þess að hafa líkamlega tilvist, má vera að mállíkönin staðfesti þessa tilgátu; að það sem við köllum „veruleika" sé í raun ekki annað en texti sem hefur náð að festa sig í sessi sem óumdeilanlegur...

"Í mínu daglega lífi hér í Bretlandi mun þetta eflaust breyta mjög litlu enda veit fólk ekki að ég er trans í mínu dagle...
16/04/2025

"Í mínu daglega lífi hér í Bretlandi mun þetta eflaust breyta mjög litlu enda veit fólk ekki að ég er trans í mínu daglega lífi. Þau forréttindi hafa nú orðið enn stærri forréttindi sem veita mér öryggi sem flest annað trans fólk virðist ekki lengur búa við" segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir á Krossgötum í dag í tilefni af nýföllnum dómi hæstaréttar Bretlands um réttindi trans fólks.

Í mínu daglega lífi hér í Bretlandi mun þetta eflaust breyta mjög litlu enda veit fólk ekki að ég er trans í mínu daglega lífi. Þau forréttindi hafa nú orðið enn stærri forréttindi sem veita mér öryggi sem flest annað trans fólk virðist ekki lengur búa við.

"Sjálfsmyndarstjórnmál (identity politics) og það sem kallað hefur verið „vókismi“ (woke-ism) hafa verið fyrirferðarmiki...
12/04/2025

"Sjálfsmyndarstjórnmál (identity politics) og það sem kallað hefur verið „vókismi“ (woke-ism) hafa verið fyrirferðarmikil í stjórnmálum síðustu ára. Þessi tegund stjórnmála hefur fengið gagnrýni úr ýmsum áttum. Mest hefur borið í þessari gagnrýni úr hægri væng stjórnmálanna en færri þekkja til inntaks þeirrar gagnrýni á sjálfsmyndarstjórnmál og vókisma sem kemur úr hinni áttinni; frá hinu sósíalíska vinstri."
Andri Sigurðsson gagnrýnir vókisma frá vinstri á Krossgötum í dag. Tengill í athugasemd.

Address

Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Krossgötur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Krossgötur:

Share