Þjóðmál

Þjóðmál Þjóðmál
Tímarit um þjóðmál og menningu Tímaritið Þjóðmál kemur út fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust.

Heiti ritsins gefur til kynna efni þess og er þá átt við þjóðmál í víðum skilningi.

Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fv. bæjarstjóri í Hafnarfirði, mæti í kaffispjall í nýjum þætti ...
09/12/2025

Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fv. bæjarstjóri í Hafnarfirði, mæti í kaffispjall í nýjum þætti Þjóðmála. Við ræðum um samskiptin milli stjórnarmeirihlutans og stjórnarandstöðunnar, hvort og þá hvernig reynslan úr bæjarstjórn nýtist í landsmálunum, hvernig það kom til að hún ákvað að reyna fyrir sér í stjórnmálum á sínum tíma, um reynslu hennar af móttöku hælisleitenda í Hafnarfirði, fylgislækkun Sjálfstæðisflokksins og margt fleira. Þátturin er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Hátíðarkvöld Þjóðmála fór fram á Hvalasafninu á Granda 20. nóvember sl. Um 280 gestir mættu í sínu fínasta pússi en þett...
09/12/2025

Hátíðarkvöld Þjóðmála fór fram á Hvalasafninu á Granda 20. nóvember sl. Um 280 gestir mættu í sínu fínasta pússi en þetta er í þriðja sinn sem viðburðurinn er haldinn.

Heiðursgestur hátíðarinnar að þessu sinni var dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, professor emeritus við Háskóla Íslands, og flutti hann snjalla ræðu yfir hátíðargestum. Stefán Einar Stefánsson var veislustjóri, karlakórinn Fóstbræður tók nokkur lög í upphafi kvöldsins, veitt voru verðlaun fyrir árangur í viðskiptalífinu, tónlistarmenn stigu á svið og allir skemmtu sér konunglega á þessu glæsilega kvöldi.

Heiðursverðlaun ÞjóðmálaÞorsteinn Már Baldvinsson, stofnandi og forstjóri Samherja til ríflega fjörutíu ára, hlaut heiðu...
08/12/2025

Heiðursverðlaun Þjóðmála
Þorsteinn Már Baldvinsson, stofnandi og forstjóri Samherja til ríflega fjörutíu ára, hlaut heiðursverðlaun Þjóðmála þegar þau voru veitt þriðja sinni við hátíðlega athöfn á Hátíðarkvöldi Þjóðmála 20. nóvember sl.

Verðlaunin eru veitt honum fyrir ævilangt framlag til uppbyggingar íslensks atvinnulífs og því að hafa verið leiðandi í að koma íslenskum sjávarútvegi í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Samherji hefur leitt þá verðmætasköpun sem orðið hefur til í íslenskum sjávarútvegi og rutt brautina með nýsköpun sem tryggt hefur sífellt meiri nýtingu þess afla sem dreginn er að landi. Auk þess hefur Samherji, undir stjórn Þorsteins Más og öflugs stjórnendateymis, fjárfest verulega í nærsamfélagi Eyjafjarðar - sem hefur ekki aðeins skapað verðmæti fyrir félagið heldur samfélagið allt. Samhliða þessu hefur Þorsteinn Már verið virkur í fjárfestingum í öðrum atvinnugreinum og þannig tekið þátt í íslensku atvinnulífi með margvíslegum hætti.

Viðburðurinn fór fram á Hvalasafninu á Granda og mættu til leiks um 280 gestir sem fylgdust meðal annars með því þegar Þorsteini Má var afhent protret-málverk sem málað var af listmálaranum Sigurði Sævari Magnúsarsyni.

Kristín Gunnarsdóttir og Stefán Einar Stefánsson fara yfir allt það helsta á helgarvaktinni. Við ræðum um allt milli him...
05/12/2025

Kristín Gunnarsdóttir og Stefán Einar Stefánsson fara yfir allt það helsta á helgarvaktinni. Við ræðum um allt milli himins og jarðar, í orðsins fyllstu – meðal annars um pólitík, tilraunir Þjóðkirkjunnar til að bæta ásýnd sína, breytingar hjá Sjálfstæðisflokknum, hreinsanir ríkisstjórnarinnar í skólakerfinu, ríkisfyrirtæki í Viðskiptaráði, sjálfsmat ríkisstjórnarinnar og margt fleira. Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum og á Youtube.

05/12/2025

Helgarvaktin með Stefáni Einari og Kristínu Gunnars. Þátturinn er mættur á Youtube 🎥

05/12/2025

Stefán Einar seinn eins og vanalega. Þáttur dagsins fer í loftið klukkan 13:30.

Viðskipti ársins 2025 Líkt og fyrri ár voru veitt verðlaun fyrir „Viðskipti ársins“ á Hátíðarkvöldi Þjóðmála sem fram fó...
05/12/2025

Viðskipti ársins 2025
Líkt og fyrri ár voru veitt verðlaun fyrir „Viðskipti ársins“ á Hátíðarkvöldi Þjóðmála sem fram fór á Hvalasafninu 20. nóvember sl. Viðskipti ársins í ár voru að mati Þjóðmála sala Vekru á Öskju og tengdum félögum.

Frá stofnun fyrir tuttugu árum hefur farsæl uppbygging Öskju skilað félaginu í hóp stærstu bílaumboða landsins og markaðshlutdeild þess margfaldast. Kaup skráða breska fyrirtækisins Inchape á Öskju og þremur systurfélögum eru ein umfangsmestu viðskipti ársins í íslensku viðskiptalífi og skýr vitnisburður um þann árangur sem eigendur og stjórnendur hafa náð á tiltölulega stuttum líftíma félagsins. Með sölunni ætti samkeppnisstaða Öskju að styrkjast enn frekar og gæti komið íslenska markaðinum á kortið meðal stórra alþjóðlegra bifreiðasölufyrirtækja.

Þeir Hjörleifur Jakobsson, stjórnarformaður Vekru, og Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, veittu verðlaunum viðtöku.

04/12/2025

Er þetta ekki bara aumingjavæðing?

Kaupmaður ársins 2025Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer lögðu allt undir við uppbyggingu Skógarbaðanna á Akur...
04/12/2025

Kaupmaður ársins 2025
Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer lögðu allt undir við uppbyggingu Skógarbaðanna á Akureyri þegar þau sáu tækifæri í nýtingu þess heita vatns sem skilaði sér innan úr Vaðlaheiðinni í kjölfar borunar samnefndra ganga.

Á Hátíðarkvöldi Þjóðmála 20. nóvember sl. fengu þau verðlaun sem „Kaupmaður ársins“ og eru vel að því komin. Þau hafa með elju og dugnaði byggt upp fyrirtæki sem hefur hvort tveggja í senn auðgað mannlífið í Eyjafirði og ýtt undir fjölbreyttari og gæði ferðaþjónustu á svæðinu. Fjöldi gesta hefur farið fram úr björtustu vonum og fyrir liggja áætlanir um frekari vöxt á starfsemi félagsins. Þau hjónin eru sönnun þess þegar einstaklingsframtakið fær svigrúm þá verða verðmæti til sem gagnast samfélaginu öllu.

Á vettvangi Skógarbaðanna og tengdrar starfsemi verða til hundruð beinna og óbeinna starfa í Eyjafirði sem auka á atvinnutækifæri fólks og skila gríðarlegum tekjum til sveitarfélaganna á svæðinu.

Gunnar Úlfarsson og Ingvi Þór Georgsson kíkja í aðventukaffi. Við ræðum meðal annars um jólaverslun, hverjir það eru sem...
04/12/2025

Gunnar Úlfarsson og Ingvi Þór Georgsson kíkja í aðventukaffi. Við ræðum meðal annars um jólaverslun, hverjir það eru sem standa uppi sem sigurvegarar og hverjum bregst bogalistin, um kaup á afþreyingu og öðrum jólatengdum vörum, tilboðsdaga sem hafa breytt mynstrinu og margt fleira í þeim dúr. Þá er rætt um yfirvofandi skattahækkanir og hvaða áhrif þær kunna að hafa, óvissu sem ríkir um upphæð veiðigjalda, stöðu Sýnar og margt fleira. Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

03/12/2025

Er Miðflokkurinn hægri flokkur?

Samfélagsverðlaun Þjóðmála 2025Íslandsbanki hlaut „Samfélagsverðlaun Þjóðmála 2025“ á glæsilegu Hátíðarkvöldi sem fram f...
03/12/2025

Samfélagsverðlaun Þjóðmála 2025
Íslandsbanki hlaut „Samfélagsverðlaun Þjóðmála 2025“ á glæsilegu Hátíðarkvöldi sem fram fór í Hvalasafninu 20. nóvember sl. Viðurkenninguna hlaut bankinn fyrir myndarlegan stuðning við Reykjavíkurmaraþon síðustu áratugina. Áheitasöfnun, sem er til komin með þessum árlega viðburði, hefur fært ýmsum líknar-, stuðnings- og góðgerðarfélögum yfir tvo milljarða frá því að áheitasöfnun hófst. Með stuðningi sínum við maraþonið hefur Íslandsbanki lagt mikið af mörkum til þeirra félaga, einstaklinga og samtaka sem hafa með ýmsum hætti stutt við betra samfélag.

Þá hefur verkefnið án vafa aukið áhuga fólks á heilsueflingu og mikilvægis hreyfingar. Fjölmörg dæmi eru um að ólíkar hlaupaáskoranir tengdar Reykjavíkurmaraþoni hafa komið fjölmörgu fólki af stað og þannig stuðlað að auknum lífsgæðum fólks.

Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, veitti verðlaunum viðtöku.

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Þjóðmál posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Þjóðmál:

Share

Category

Our Story

Tímaritið Þjóðmál kemur út fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust. Heiti ritsins gefur til kynna efni þess og er þá átt við þjóðmál í víðum skilningi.