Þjóðmál

Þjóðmál Þjóðmál
Tímarit um þjóðmál og menningu Tímaritið Þjóðmál kemur út fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust.

Heiti ritsins gefur til kynna efni þess og er þá átt við þjóðmál í víðum skilningi.

Alþingismennirnir og frændurnir Bergþór Ólason og Jens Garðar Helgason fara yfir allt það helsta í nýjum þætti Þjóðmála....
26/09/2025

Alþingismennirnir og frændurnir Bergþór Ólason og Jens Garðar Helgason fara yfir allt það helsta í nýjum þætti Þjóðmála. Rætt er um stöðuna i stjórnmálunum, hvort það sé ætlað hlutverk minnihlutans á Alþingi að beygja sig í duftið þegar ríkisstjórnin vill koma sínum málum að, áhrif vaxta og verðbólgu á bæði stjórnmál og atvinnulíf, hvort það sé þess virði að taka pólitíska slagi ef það skilar sér ekki í fylgisaukningu í könnunum, leikþátt utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, vantraust á starfandi forsætisráðherra og margt fleira. Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum og á YouTube.

Sigurður Már Jónsson ræðir í nýjum þætti Þjóðmála um skattastefnu breskra og norska yfirvalda sem hefur valdið því að ef...
23/09/2025

Sigurður Már Jónsson ræðir í nýjum þætti Þjóðmála um skattastefnu breskra og norska yfirvalda sem hefur valdið því að efnameira fólk, sem er einmitt það fólk sem skattahækkanir beinast að, hefur flutt úr landi og millistéttina sem situr eftir og þarf að greiða reikninginn. Þá er rætt um misheppnaða innflytjendastefnu, það hvernig stjórnmálamenn hafa ekki sinnt þeim málum sem brenna á fólki, viðhorf til atvinnulífsins og margt fleira. Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Það fara ekki alltaf saman hljóð og mynd í stjórnmálunum en í þessum nýja þætti af Þjóðmálum virðist það ekki vera vanda...
19/09/2025

Það fara ekki alltaf saman hljóð og mynd í stjórnmálunum en í þessum nýja þætti af Þjóðmálum virðist það ekki vera vandamál!

Glæný helgarvakt með frábærum gestum. Þeim Gunnari Úlfars og Hildi Björns.

Hlusta 🔉 https://open.spotify.com/episode/1xHlEr98zrYRercykWnRYp?si=29ba767504114d1e

Horfa 📺 https://www.youtube.com/watch?v=6j3YtNpz2RA

Enjoy the videos and music you love, upload original content, and share it all with friends, family, and the world on YouTube.

Fjölmiðlamennirnir Frosti Logason og Hermann Nökkvi Gunnarsson ræða í nýjum þætti Þjóðmála um Charlie Kirk, sem var myrt...
16/09/2025

Fjölmiðlamennirnir Frosti Logason og Hermann Nökkvi Gunnarsson ræða í nýjum þætti Þjóðmála um Charlie Kirk, sem var myrtur í síðustu viku, þau áhrif sem hann hafði á ungt fólk bæði Vestanhafs og víða um heim, þær skoðanir sem hann setti fram og hélt á lofti, viðbrögðin við andláti hans, tilraunir fjölmiðla til að mála upp dökka mynd af honum og fleira. Þá er einnig rætt um umræðuhefðina og þörfina á heilbrigðum skoðanaskiptum, hver hefur leyfi til að skilgreina hvað má segja og hvað ekki. Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson koma saman á ný eftir alltof langa fjarveru. Við ræðum það sem hæst bar í viku...
12/09/2025

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson koma saman á ný eftir alltof langa fjarveru. Við ræðum það sem hæst bar í vikunni í bland við annað. Förum yfir það sem helst bar á góma við þingsetningu og stefnuræðu forsætisráðherra, nýkynnt fjárlög, þær skattahækkanir sem í vændum eru, tillögu um að selja Landsbankann, hvort atvinnustefna ríkisstjórnarinnar skili einhverjum árangri og margt fleira. Loks ræðum við um morðið á Charlie Kirk og þá umræðu sem hefur skapast í kjölfarið. Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Það er stór dagur á morgun. Við tökum upp þátt í nýju stúdíói og loksins koma Hörður og Stefán Einar saman aftur. Það má...
11/09/2025

Það er stór dagur á morgun. Við tökum upp þátt í nýju stúdíói og loksins koma Hörður og Stefán Einar saman aftur. Það má segja að hér hafi átt sér stað sögulegar sættir. Línan er opin fyrir spurningar.

Kristján Johannessen ræðir í nýjum þætti Þjóðmála um stöðuna í Úkraínu, af hverju víglínan færist lítið, hvaða vopnum er...
08/09/2025

Kristján Johannessen ræðir í nýjum þætti Þjóðmála um stöðuna í Úkraínu, af hverju víglínan færist lítið, hvaða vopnum er verið að beita og hvernig, hvort að Vesturlönd hafi staðið sína plikt í stuðningi við Úkraínu, hvort að stríðið eða niðurstaðan þess komi okkur almennt við, hvort útlit sé fyrir frið og margt fleira sem snýr að þeim átökum sem hafa nú staðið yfir í rúmlega þrjú og hálft ár. Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson fara í nýjum þætti Þjóðmála yfir allt það helsta, þjóðfélagsumræðu sem snýst...
05/09/2025

Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson fara í nýjum þætti Þjóðmála yfir allt það helsta, þjóðfélagsumræðu sem snýst um hvað má segja og hvað ekki, ákvörðun um að skipta út þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, hvort einver sakni VG af þingi, mögulegan formannsslag í Framsóknarflokknum og margt fleira. Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Hjónin Hilmar Þór Kristinsson og Rannveig Eir Einarsdóttir reistu fyrir 20 árum litla raðhúsalengju í Vesturbæ Reykjavík...
02/09/2025

Hjónin Hilmar Þór Kristinsson og Rannveig Eir Einarsdóttir reistu fyrir 20 árum litla raðhúsalengju í Vesturbæ Reykjavíkur. Það lagði grunninn af því fyrirtæki sem við í dag þekkjum sem Reir Verk, en þau hafa á þeim tíma sem liðinn er komið að framkvæmdum á mörgum af helstu byggingarreitum á Höfuðborgarsvæðinu. Þau ræða í nýjum þætti Þjóðmála um uppbygginguna, hvernig fasteignamarkaðurinn hefur þróast, um helstu áhrifaþætti, um REIR20 sem var kynnt til leiks nú í vikunni og er ætlað að auðvelda fólki að komast inn á íbúðamarkaðinn og margt fleira. Þá ræða þau einnig um það hvernig það er að búa saman og vinna saman, um fjárfestingar þeirra í öðrum félögum og fleira. Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Einar Þorsteinsson og Halldór Halldórsson ræða í nýjum þætti Þjóðmála um stöðuna í borginni, nýjustu kannanir um fylgi f...
29/08/2025

Einar Þorsteinsson og Halldór Halldórsson ræða í nýjum þætti Þjóðmála um stöðuna í borginni, nýjustu kannanir um fylgi flokka, hvort að Framsókn nái vopnum sínum, hvort að Sjálfstæðisflokkurinn eigi mögulega á því að komast í meirihluta, hvort að innstæða sé fyrir fylgi Samfylkingarinnar og annað sem snýr að pólitíkinni. Þá er rætt um skipulagsmálin og íbúðauppbyggingu, hvernig stjórnmálaskoðanir skiptast eftir hverfum, tillögur um skattalækkanir sem núverandi meirihluti vill ekki heyra minnst á og margt fleira. Við ræðum líka um nýjan aðstoðarmann menntamálaráðherra, hvernig ríkisstjórninni mun takast að koma fjárlögum í gegn, um aðför ríkisstjórnarinnar að atvinnulífinu og fleira. Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson fer yfir grundvallarkenningar hægri manna í nýjum þætti Þjóðmála, af hverju hægri menn haf...
27/08/2025

Hannes Hólmsteinn Gissurarson fer yfir grundvallarkenningar hægri manna í nýjum þætti Þjóðmála, af hverju hægri menn hafa þær skoðanir sem þeir hafa og á hverju þær byggjast, hvaða hlutverki ríkisvaldið ætti að gegna, hvort að frjálshyggjan sé mannúðleg stefna eða ekki, um mikilvægi eignarréttarins, hvenær gengið er of langt í skattheimtu, hvort að brauðmolakenningin sé til í raun og veru, hver megi eiga auðlindirnar og margt fleira. Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Þjóðmál posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Þjóðmál:

Share

Category

Our Story

Tímaritið Þjóðmál kemur út fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust. Heiti ritsins gefur til kynna efni þess og er þá átt við þjóðmál í víðum skilningi.