Fljúgum hærra

Fljúgum hærra Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og segja frá merkilegum konum í tónlist og ljósmyndun

Nýr og brakandi þáttur fór í loftið í morgun þar sem farið er yfir sögu Van Halen og góður gestur mætti líka í þáttinn t...
10/12/2025

Nýr og brakandi þáttur fór í loftið í morgun þar sem farið er yfir sögu Van Halen og góður gestur mætti líka í þáttinn til að gera þetta enn skemmtilegra.
Hérna back in the day voru allir gítarnördar heimsins að p**s í sig yfir Eddie Van Halen á sama tíma og kvenfólkið var með stjörnur í augunum yfir David Lee Roth.
Þegar þeir gefa út sína fyrstu plötu 1978 kemur hún eins og ferskur sunnanvidur, beint frá Kaliforníu inn í tónlistarlandslag þar sem var diskó annars vegar og pönk og nýbylgja hins vegar en ekkert að gerast í klassísku gítarrokki.
Og ekki má gleyma því að án Van Halen hefði hið stórkostlega fyrirbæri hair metal líklega ekki orðið til.

Fyrsta plat Van Halen kom út í febrúar 1978 og rokktónlistin varð aldrei söm aftur. Hún kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn í tónlistarumhverfi þar sem var disco annars vegar og pönk og nýbylgja hins vegar og ruddi veginn fyrir það sem á ef...

Þetta stórglæsilega hliðarborð gerði ég í smíði þegar ég var í 9. bekk. Verkefni vetrarins var þá að gera svona borð og ...
28/11/2025

Þetta stórglæsilega hliðarborð gerði ég í smíði þegar ég var í 9. bekk. Verkefni vetrarins var þá að gera svona borð og átti að vera á því kringlótt, bæsuð borðplata. Allir gerðu samviskusamlega þannig borð nema ég sem fékk þá stórkostlegu hugmynd að teikna mynd af KISS til að hafa ofan á borðinu.
Smíðakennarinn í Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki fær risa hrós fyrir að nenna að leyfa mér að vera með svona sérþarfir og þar sem að myndin var ferköntuð þá kom betur út að hafa borðplötuna líka ferkantaða. Hann m.a.s græjaði glerplötu ofan á borðið til að myndin skemmdist ekki (sem því miður er brotin) og svo sagaði hann lista til að halda henni á sínum stað.
Á þessum tíma var KISS uppáhalds hljómsveitin mín og í nýjasta þætti hlaðvarpsins segi ég einmitt frá þeirri stórmerku hljómsveit...

Þá er loksins komið að stórhljómsveitinni KISS.KISS var uppáhalds hljómsveitin mín í mörg ár á unglingsárunum og það vor...
17/11/2025

Þá er loksins komið að stórhljómsveitinni KISS.
KISS var uppáhalds hljómsveitin mín í mörg ár á unglingsárunum og það voru þeir sem galopnuðu fyrir mér dyrnar inn í rokkveröldina þegar ég er svona 12-13 ára og það var ekki aftur snúið og ég er ekki eina manneskjan sem á þá sögu af KISS. Fyrir mjög mörgum voru þeir upphafið

KISS hafa verið með okkur í 52 ár og eru ekkert að fara. Þó að tónlistarpressan hafi hatað hljómsveitina allan hennar feril þá létu þeir það ekkert á sig fá og það eru ófáir tónlistarmennirnir sem hafa verið KISS aðdáendur á unglingsárunum og...

Sinéad O´Connor heimsótti Prince stuttu eftir að hún sló í gegn með laginu hans, Nothing compares 2U.Sá hittingur fór ti...
23/10/2025

Sinéad O´Connor heimsótti Prince stuttu eftir að hún sló í gegn með laginu hans, Nothing compares 2U.
Sá hittingur fór til fjandans þegar Prince fór að reyna að siða hana til og banna henni að blóta í viðtölum...
Um þetta sagði hún...
“But yeah, I guess, he took me to the house, or he got me to go to his house, and he started telling me that I mustn’t swear in my interviews, and I must talk like this and talk like that, and of course, I told him, being Irish, how he could take a long walk down a short pier. And that didn’t go down very well. It all descended from there…”
Nýjasti þáttur hlaðvarpsins er einmitt um Prince og svo sögðum við líka frá Sinéad O´Connor í þætti nr 49.

Fjólublár er litur dagsins þar sem að nýr þáttur fór í loftið í morgun og þar segi ég frá sjálfum Prince.Það er stutt sí...
22/10/2025

Fjólublár er litur dagsins þar sem að nýr þáttur fór í loftið í morgun og þar segi ég frá sjálfum Prince.
Það er stutt síðan Prince of Darkness var viðfangsefni þáttarins svo það er við hæfi að Prince of Purple komi þar fljótlega á eftir

Það eru engar ýkjur að kalla Prince einn áhrifamesta, hæfileikaríkasta og jafnframt afkastamesta tónlistarmann okkar tíma. Hann virtist geta spilað á hvaða hljóðfæri sem var og lögin sem hann samdi teljast í þúsundum. Tónlistin sem hann gaf ú...

Nýr þáttur fór í loftið í morgun og þar eru það sætabrauðsdrengirnir í Bon Jovi sem eru umfjöllunarefnið.Þegar ég heyri ...
01/10/2025

Nýr þáttur fór í loftið í morgun og þar eru það sætabrauðsdrengirnir í Bon Jovi sem eru umfjöllunarefnið.
Þegar ég heyri tónlist eða ákveðnar hljómsveitir þá minna þær mig á ákveðin tímabil og ef að eitthvað minnir mig á árin rétt eftir tvítugt, þegar MTV spilaði enn tónlistarmyndbönd, þá er það Bon Jovi.
Það er líka vert að geta þess að í þáttinn mætir góður gestur

Hljómsveitin Bon Jovi er búin að vera starfandi samfleytt í 42 ár og innihelddur enn þrjá af upprunalegu meðlimunum.Það virðist vera alveg sama hvaða nýju straumar og stefnur koma og fara í tónlistinni, ekkert virðist trufla vinsældir Bon Jovi og ...

Hér eru allir að vinna hörðum höndum að því að klára nýjasta þáttinn sem fer í loftið á morgun. Það er líka vert að minn...
30/09/2025

Hér eru allir að vinna hörðum höndum að því að klára nýjasta þáttinn sem fer í loftið á morgun.
Það er líka vert að minnast á það að það mætir góður gestur í þann þátt. Þá er ég ekki að tala um þann sem flatmagar þarna á myndinni

Hvað gerðist þennan dag í tónlistarsögunni?
16/09/2025

Hvað gerðist þennan dag í tónlistarsögunni?

Síðasti þáttur fjallaði um Ozzy Osbourne, þann stórmerkilega karakter og hans skrautlega líf.Að sjálfsögðu þurfti ég að ...
09/09/2025

Síðasti þáttur fjallaði um Ozzy Osbourne, þann stórmerkilega karakter og hans skrautlega líf.
Að sjálfsögðu þurfti ég að m***a mig af því að hafa séð hann á tónleikum 1986, nánar tiltekið á Monsters Of Rock í Bretlandi.
Þá fór fjöldi vaskra þungarokkara frá Íslandi í hópferð þangað, einhversstaðar milli 40 og 50 manns (gæti alveg hafa verið fleiri því þetta var full rúta) til að sjá nokkur af heitustu böndunum á þeim tíma.
Þarna kynntist maður fólki sem eru vinir manns enn þann dag í dag og einmitt þarna kynnumst við Linda þannig að núna í ágúst voru liðin 41 ár síðan hún og Thelma systir hennar laumuðust til að sofa á gólfinu í hótelherberginu sem ég og Björg systir þeirra deildum á hinu virðulega White House hóteli.
Those were the days!!

Nýjasti þáttur hlaðvarpsins fór í loftið í gær og þar er það Ozzy Osbourne sem fær veglega umfjöllun....
03/09/2025

Nýjasti þáttur hlaðvarpsins fór í loftið í gær og þar er það Ozzy Osbourne sem fær veglega umfjöllun....

Ferill Ozzy Osbourne spannaði 6 áratugi. Hann varð stjarna með Black Sabbath á áttunda áratugnum, hóf gríðarlega farsæla...
02/09/2025

Ferill Ozzy Osbourne spannaði 6 áratugi. Hann varð stjarna með Black Sabbath á áttunda áratugnum, hóf gríðarlega farsælan sólóferil á níunda áratugnum, gerðist þungarokksfrumkvöðull á tíunda áratugnum með Ozzfest tónlistarhátíðinni og árið 2002 varð hann raunveruleikasjónvarpsstjarna, þökk sé MTV þáttunum The Osbournes.
Í sínum villtustu draumum hefur hann örugglega ekki séð þetta fyrir sér þegar hann var að alast upp í litlu tveggja herbergja íbúðinni í Birmingham þar sem 8 manna fjölskyldan bjó við kröpp kjör og þurfti að notast við útikamar.

Ferill Ozzy Osbourne spannaði 6 áratugi. Hann varð stjarna með Black Sabbath á áttunda áratugnum, hóf gríðarlega farsælan sólóferil á níunda áratugnum, gerðist þungarokksfrumkvöðull á tíunda áratugnum með  Ozzfest tónlistarhátíðinni og árið 2...

Fyrsti þáttur eftir langt og gott sumarfrí fór í loftið í morgun. Reyndar veitti mér ekkert af öllum þessum tíma til að ...
13/08/2025

Fyrsti þáttur eftir langt og gott sumarfrí fór í loftið í morgun. Reyndar veitti mér ekkert af öllum þessum tíma til að fara yfir feril Bruce Springsteen sem nær yfir 6 áratugi og einhver 7000 lög eða eitthvað álíka því hann er óstöðvandi þegar kemur að lagasmíðum.
En all um "The Boss" í þessum nýjasta þætti

Ferill Bruce Springsteen spannar 6 áratugi og hefur hann gefið út 21 stúdíóplötu auk óendalegs magns af safnplötum, live plötum og allskonar box settum sem eru stútfull af lögum sem honum fannst á þeim tíma ekki passa á neina af þeim plötum.Skilgr...

Address

Reykjavík

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Fljúgum hærra posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category