10/12/2025
Nýr og brakandi þáttur fór í loftið í morgun þar sem farið er yfir sögu Van Halen og góður gestur mætti líka í þáttinn til að gera þetta enn skemmtilegra.
Hérna back in the day voru allir gítarnördar heimsins að p**s í sig yfir Eddie Van Halen á sama tíma og kvenfólkið var með stjörnur í augunum yfir David Lee Roth.
Þegar þeir gefa út sína fyrstu plötu 1978 kemur hún eins og ferskur sunnanvidur, beint frá Kaliforníu inn í tónlistarlandslag þar sem var diskó annars vegar og pönk og nýbylgja hins vegar en ekkert að gerast í klassísku gítarrokki.
Og ekki má gleyma því að án Van Halen hefði hið stórkostlega fyrirbæri hair metal líklega ekki orðið til.
Fyrsta plat Van Halen kom út í febrúar 1978 og rokktónlistin varð aldrei söm aftur. Hún kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn í tónlistarumhverfi þar sem var disco annars vegar og pönk og nýbylgja hins vegar og ruddi veginn fyrir það sem á ef...