Fljúgum hærra

Fljúgum hærra Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og segja frá merkilegum konum í tónlist og ljósmyndun

Nýr þáttur fór í loftið í morgun og þar eru það sætabrauðsdrengirnir í Bon Jovi sem eru umfjöllunarefnið.Þegar ég heyri ...
01/10/2025

Nýr þáttur fór í loftið í morgun og þar eru það sætabrauðsdrengirnir í Bon Jovi sem eru umfjöllunarefnið.
Þegar ég heyri tónlist eða ákveðnar hljómsveitir þá minna þær mig á ákveðin tímabil og ef að eitthvað minnir mig á árin rétt eftir tvítugt, þegar MTV spilaði enn tónlistarmyndbönd, þá er það Bon Jovi.
Það er líka vert að geta þess að í þáttinn mætir góður gestur

Hljómsveitin Bon Jovi er búin að vera starfandi samfleytt í 42 ár og innihelddur enn þrjá af upprunalegu meðlimunum.Það virðist vera alveg sama hvaða nýju straumar og stefnur koma og fara í tónlistinni, ekkert virðist trufla vinsældir Bon Jovi og ...

Hér eru allir að vinna hörðum höndum að því að klára nýjasta þáttinn sem fer í loftið á morgun. Það er líka vert að minn...
30/09/2025

Hér eru allir að vinna hörðum höndum að því að klára nýjasta þáttinn sem fer í loftið á morgun.
Það er líka vert að minnast á það að það mætir góður gestur í þann þátt. Þá er ég ekki að tala um þann sem flatmagar þarna á myndinni

Hvað gerðist þennan dag í tónlistarsögunni?
16/09/2025

Hvað gerðist þennan dag í tónlistarsögunni?

Síðasti þáttur fjallaði um Ozzy Osbourne, þann stórmerkilega karakter og hans skrautlega líf.Að sjálfsögðu þurfti ég að ...
09/09/2025

Síðasti þáttur fjallaði um Ozzy Osbourne, þann stórmerkilega karakter og hans skrautlega líf.
Að sjálfsögðu þurfti ég að m***a mig af því að hafa séð hann á tónleikum 1986, nánar tiltekið á Monsters Of Rock í Bretlandi.
Þá fór fjöldi vaskra þungarokkara frá Íslandi í hópferð þangað, einhversstaðar milli 40 og 50 manns (gæti alveg hafa verið fleiri því þetta var full rúta) til að sjá nokkur af heitustu böndunum á þeim tíma.
Þarna kynntist maður fólki sem eru vinir manns enn þann dag í dag og einmitt þarna kynnumst við Linda þannig að núna í ágúst voru liðin 41 ár síðan hún og Thelma systir hennar laumuðust til að sofa á gólfinu í hótelherberginu sem ég og Björg systir þeirra deildum á hinu virðulega White House hóteli.
Those were the days!!

Nýjasti þáttur hlaðvarpsins fór í loftið í gær og þar er það Ozzy Osbourne sem fær veglega umfjöllun....
03/09/2025

Nýjasti þáttur hlaðvarpsins fór í loftið í gær og þar er það Ozzy Osbourne sem fær veglega umfjöllun....

Ferill Ozzy Osbourne spannaði 6 áratugi. Hann varð stjarna með Black Sabbath á áttunda áratugnum, hóf gríðarlega farsæla...
02/09/2025

Ferill Ozzy Osbourne spannaði 6 áratugi. Hann varð stjarna með Black Sabbath á áttunda áratugnum, hóf gríðarlega farsælan sólóferil á níunda áratugnum, gerðist þungarokksfrumkvöðull á tíunda áratugnum með Ozzfest tónlistarhátíðinni og árið 2002 varð hann raunveruleikasjónvarpsstjarna, þökk sé MTV þáttunum The Osbournes.
Í sínum villtustu draumum hefur hann örugglega ekki séð þetta fyrir sér þegar hann var að alast upp í litlu tveggja herbergja íbúðinni í Birmingham þar sem 8 manna fjölskyldan bjó við kröpp kjör og þurfti að notast við útikamar.

Ferill Ozzy Osbourne spannaði 6 áratugi. Hann varð stjarna með Black Sabbath á áttunda áratugnum, hóf gríðarlega farsælan sólóferil á níunda áratugnum, gerðist þungarokksfrumkvöðull á tíunda áratugnum með  Ozzfest tónlistarhátíðinni og árið 2...

Fyrsti þáttur eftir langt og gott sumarfrí fór í loftið í morgun. Reyndar veitti mér ekkert af öllum þessum tíma til að ...
13/08/2025

Fyrsti þáttur eftir langt og gott sumarfrí fór í loftið í morgun. Reyndar veitti mér ekkert af öllum þessum tíma til að fara yfir feril Bruce Springsteen sem nær yfir 6 áratugi og einhver 7000 lög eða eitthvað álíka því hann er óstöðvandi þegar kemur að lagasmíðum.
En all um "The Boss" í þessum nýjasta þætti

Ferill Bruce Springsteen spannar 6 áratugi og hefur hann gefið út 21 stúdíóplötu auk óendalegs magns af safnplötum, live plötum og allskonar box settum sem eru stútfull af lögum sem honum fannst á þeim tíma ekki passa á neina af þeim plötum.Skilgr...

Þá er hann allur karlinn. En hann fór vonandi sáttur og saddur lífdaga og náði að kveðja með pompi og prakt á lokatónlei...
22/07/2025

Þá er hann allur karlinn. En hann fór vonandi sáttur og saddur lífdaga og náði að kveðja með pompi og prakt á lokatónleikum Black Sabbath 5. júlí síðastliðinn.
Það hafa fáir átt skrautlegri ævi en Ozzy Osbourne og jafnvel að það verði bráðlega skellt í einn þátt um þennan mikla karakter svona þegar ég er búin að fá nóg af að vera í sumarfríi.
En þangað til er hægt að hlusta á þáttinn um Black Sabbath

Þessir svakalegu tónleikar eru núna um næstu helgi í Birmingham þar sem þetta ævintýri allt byrjaði.Villa Park tekur um ...
30/06/2025

Þessir svakalegu tónleikar eru núna um næstu helgi í Birmingham þar sem þetta ævintýri allt byrjaði.
Villa Park tekur um 42.000 manns á svona viðburð og allir þeir miðar sem í boði voru seldust á 16 mínútum og voru yfir 120.000 manns í miðaröðinni hjá Ticketmaster þegar salan hófs.
Ég veit um fólk sem reyndi að kaupa miða en komst ekki nálægt því en kannski voru einhverjir Íslendingar heppnir og geta verið viðstaddir þessa kveðjutónleika bæði Black Sabbath og Ozzy Osbourne.
Fyrir þá sem vilja heyra magnaða sögu Black Sabbath þá er þáttur nr. 15 í þriðju seríu hlaðvarpsins einmitt um þá stórmerkilegu sveit.

Þetta er kannski ekki ímyndin sem maður hefur af Ramones svona venjulega, á fallegum sumardegi úti í náttúrunni í Mikka ...
10/06/2025

Þetta er kannski ekki ímyndin sem maður hefur af Ramones svona venjulega, á fallegum sumardegi úti í náttúrunni í Mikka Mús og magabolum.
En þeir höfðu sínar mjúku hliðar.
Allt um hina stórkostlegu hljómsveit Ramones í nýjasta þætti hlaðvarpsins..

09/06/2025

Þá er nýjasti þátturinn loksins kominn í loftið!
Þegar Ramones koma fram á sjónarsviðið í byrjun 8. áratugarins færðu þeir rokkið aftur til upprunans og komu í leiðinni með uppskriftina að pönkinu. Lögin voru einföld og hröð og helst ekki mikið lengri en 2 mínútur.
Það væri mjög margt öðruvísi í tónlistarheiminum ef Ramones hefði aldrei notið við. En þó þeir hafi haft gríðarleg áhrif á ekki bara einstaka hljómsveitir og tónlistarfólk heldur á heilu tónlistarstefnurnar þá fengu þeir aldrei þá viðurkenningu sem þeir svo sannarlega áttu skilið meðan hljómsveitin var starfandi.

Listen to this episode from Fljúgum hærra on Spotify. Þegar Ramones koma fram á sjónarsviðið í byrjun 8. áratugarins færðu þeir rokkið aftur til upprunans og komu í leiðinni með uppskriftina að pönkinu. Lögin voru einföld og hröð og helst ekki mikið lengri en 2 mínútur.Það...

Næsti þáttur er búinn að vera óvenju lengi í vinnslu. Jú, viðfangsefnið er hljómsveit sem starfaði í rúm 20 ár en fékk á...
31/05/2025

Næsti þáttur er búinn að vera óvenju lengi í vinnslu. Jú, viðfangsefnið er hljómsveit sem starfaði í rúm 20 ár en fékk á þeim tíma aldrei þá viðurkeningu sem hún átti þó svo sannarlega skilið og mjög margt hefur verið skrifað um þessa hljómsveit og allskonar heimildarmyndir gerðar sem eru virkilega áhugaverðar.
En það eru kannski aðrar ástæður líka fyrir seinaganginum...

Address

Reykjavík

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Fljúgum hærra posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category