Fljúgum hærra

Fljúgum hærra Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og segja frá merkilegum konum í tónlist og ljósmyndun

Þá er hann allur karlinn. En hann fór vonandi sáttur og saddur lífdaga og náði að kveðja með pompi og prakt á lokatónlei...
22/07/2025

Þá er hann allur karlinn. En hann fór vonandi sáttur og saddur lífdaga og náði að kveðja með pompi og prakt á lokatónleikum Black Sabbath 5. júlí síðastliðinn.
Það hafa fáir átt skrautlegri ævi en Ozzy Osbourne og jafnvel að það verði bráðlega skellt í einn þátt um þennan mikla karakter svona þegar ég er búin að fá nóg af að vera í sumarfríi.
En þangað til er hægt að hlusta á þáttinn um Black Sabbath

Þessir svakalegu tónleikar eru núna um næstu helgi í Birmingham þar sem þetta ævintýri allt byrjaði.Villa Park tekur um ...
30/06/2025

Þessir svakalegu tónleikar eru núna um næstu helgi í Birmingham þar sem þetta ævintýri allt byrjaði.
Villa Park tekur um 42.000 manns á svona viðburð og allir þeir miðar sem í boði voru seldust á 16 mínútum og voru yfir 120.000 manns í miðaröðinni hjá Ticketmaster þegar salan hófs.
Ég veit um fólk sem reyndi að kaupa miða en komst ekki nálægt því en kannski voru einhverjir Íslendingar heppnir og geta verið viðstaddir þessa kveðjutónleika bæði Black Sabbath og Ozzy Osbourne.
Fyrir þá sem vilja heyra magnaða sögu Black Sabbath þá er þáttur nr. 15 í þriðju seríu hlaðvarpsins einmitt um þá stórmerkilegu sveit.

Þetta er kannski ekki ímyndin sem maður hefur af Ramones svona venjulega, á fallegum sumardegi úti í náttúrunni í Mikka ...
10/06/2025

Þetta er kannski ekki ímyndin sem maður hefur af Ramones svona venjulega, á fallegum sumardegi úti í náttúrunni í Mikka Mús og magabolum.
En þeir höfðu sínar mjúku hliðar.
Allt um hina stórkostlegu hljómsveit Ramones í nýjasta þætti hlaðvarpsins..

09/06/2025

Þá er nýjasti þátturinn loksins kominn í loftið!
Þegar Ramones koma fram á sjónarsviðið í byrjun 8. áratugarins færðu þeir rokkið aftur til upprunans og komu í leiðinni með uppskriftina að pönkinu. Lögin voru einföld og hröð og helst ekki mikið lengri en 2 mínútur.
Það væri mjög margt öðruvísi í tónlistarheiminum ef Ramones hefði aldrei notið við. En þó þeir hafi haft gríðarleg áhrif á ekki bara einstaka hljómsveitir og tónlistarfólk heldur á heilu tónlistarstefnurnar þá fengu þeir aldrei þá viðurkenningu sem þeir svo sannarlega áttu skilið meðan hljómsveitin var starfandi.

Listen to this episode from Fljúgum hærra on Spotify. Þegar Ramones koma fram á sjónarsviðið í byrjun 8. áratugarins færðu þeir rokkið aftur til upprunans og komu í leiðinni með uppskriftina að pönkinu. Lögin voru einföld og hröð og helst ekki mikið lengri en 2 mínútur.Það...

Næsti þáttur er búinn að vera óvenju lengi í vinnslu. Jú, viðfangsefnið er hljómsveit sem starfaði í rúm 20 ár en fékk á...
31/05/2025

Næsti þáttur er búinn að vera óvenju lengi í vinnslu. Jú, viðfangsefnið er hljómsveit sem starfaði í rúm 20 ár en fékk á þeim tíma aldrei þá viðurkeningu sem hún átti þó svo sannarlega skilið og mjög margt hefur verið skrifað um þessa hljómsveit og allskonar heimildarmyndir gerðar sem eru virkilega áhugaverðar.
En það eru kannski aðrar ástæður líka fyrir seinaganginum...

Þá er þessari 69. Eurovision keppni lokið á einstaklega dramatískan hátt.Það var mjög mjótt á mununum á milli Ísrael og ...
19/05/2025

Þá er þessari 69. Eurovision keppni lokið á einstaklega dramatískan hátt.
Það var mjög mjótt á mununum á milli Ísrael og Austurríkis þar sem að Ísraelska lagið fékk flest stigin í símakosningunni. Spænska sjónvarpið er reyndar nú þegar búið að fara fram á að EBU rannsaki og gefi skýringar á úrslitum símakosningarinnar þar í landi þar sem að ísraelska lagið fékk fleiri atkvæði en íbúar landsins liggur við.
En Austurríki marði þetta með dramatískasta lagi sem ég hef heyrt langi. Jú, afskaplega vel sungið hjá honum JJ en róa sig í óperunni! Holy crap!!!

En fyrir ykkur sem viljið vita meira um Eurovision og söguna á bak við þetta allt þá er nýjast þáttur hlaðvarpsins um það merkilega fyrirbæri

Ég þarf greinilega að éta bæði hatt minn og staf! Ég var viss um að þetta lag kæmist ekki áfram enda hef ég heyrt mörg m...
13/05/2025

Ég þarf greinilega að éta bæði hatt minn og staf!
Ég var viss um að þetta lag kæmist ekki áfram enda hef ég heyrt mörg mun betri lög en Róa. Eiginlega alveg rosalega mörg mun betri lög.
En 12 ára krakkarnir verða auðvitað að fá að vera með og kjósa í símakosningunni og fyrirmyndin, Jedward komust líka áfram á sínum tíma og það m.a.s tvisvar.
En þetta boðar fullt af skemmtilegum partýum á laugardaginn og það er jú það sem Júróvisjón á að ganga út á, skemmta sér og hafa gaman.

Allt um sögu Eurovision keppninnar í nýjasta þætti hlaðvarpsins.

Í síðasta þætti var fjallað um Depeche Mode, hljómsveit sem fór frá því að vera bubble gum electro popp spilað með einum...
28/04/2025

Í síðasta þætti var fjallað um Depeche Mode, hljómsveit sem fór frá því að vera bubble gum electro popp spilað með einum fingri yfir í að verða ein af áhrifamestu hljómsveitum síðustu áratuga.
Þegar fór að fjara undan 80´s electro poppinu í byrjun 10. áratugarins og hljómsveitir eins og Duran Duran og Spandau Ballet voru ekki lengur hip og cool þá stóðu Depeche Mode eftir með pálman í höndunum og vinsælli sem aldrei fyrr.

Þarna lítur Andy Fletcher út eins og húsvörðurinn sem að varð óvart með á myndinni af því að það vantaði einhvern til að halda í endann á keðjunni og veit ekkert hvað er að gerast...

Eftir að hafa sleikt sólina í allan dag þá erum ég og tækni"maðurinn" tilbúin í að taka upp næsta þátt sem kemur væntanl...
18/04/2025

Eftir að hafa sleikt sólina í allan dag þá erum ég og tækni"maðurinn" tilbúin í að taka upp næsta þátt sem kemur væntanlega á allar helstu hlaðvarpsveitur á mánudaginn...

Það muna kannski einhverjir eftir Skagarokki, tónleikar sem voru haldnir 25. og 26. september 1992 í íþróttahöllinni á A...
09/04/2025

Það muna kannski einhverjir eftir Skagarokki, tónleikar sem voru haldnir 25. og 26. september 1992 í íþróttahöllinni á Akranesi. Þar höfðu nokkrir stórhuga menn, með hinn mikla meistara Sigurð Sverrisson í fararbroddi, fengið bæði Jethro Tull og Black Sabbath til landsins. Reyndar var upprunalega planið að Ozzy kæmi en þegar það gekk ekki upp voru Sabbath, með Ronnie James Dio fengnir í staðinn.
Þetta var mikið ævintýri en brotlendingin að sama skapi harkaleg. Það voru 2.500 miðar í boði á hvora tónleika og allir mjög bjartsýnir til að byrja með. Það var farið að tala um að gera Skagarokk að árlegum viðburði og hugtakinu „Hróarskelda Íslands“ hent fram.
Jethro Tull náðu að skrapa inn 1.500 manns sem að var nóg til að standa á sléttu. Það sama var ekki hægt að segja um Black Sabbath sem seldu heila 250 miða og margir af þeim voru útsölumiðar bara til að einhver væri í húsinu.
80´s var ekki góður áratugur fyrir Sabbath og eftir runu af mis vondum plötum var áhuginn greinilega ekki mikill þó að platan þeirra Dehumanizer sem kom út þetta ár þar sem að Dio hafði komið til baka, var reyndar alveg ljómandi fín. En það dugði greinilega ekki til.

Allt um Black Sabbath í nýjasta þætti hlaðvarpsins.

Í síðasta þætti var það stórhljómsveitin Black Sabbath sem var til umfjöllunar.Af mörgum eftirminnilegum frontmönnum í t...
07/04/2025

Í síðasta þætti var það stórhljómsveitin Black Sabbath sem var til umfjöllunar.
Af mörgum eftirminnilegum frontmönnum í tónlistarbransanum þá er Ozzy Osbourne með þeim allra skrautlegustu og eru nokkrar sögur af honum í þættinum.
Hérna hefur hann skellt sér í húsmóðurhlutverkið með Aimee dóttur sinni, þessari sem vildi ekki vera með í The Osbournes þáttunum.

Hér er hægt að hlusta á alla þættina auk þess sem hægt er að finna okkur á Spotify, Apple Podcast og mörgum öðrum hlaðva...
02/04/2025

Hér er hægt að hlusta á alla þættina auk þess sem hægt er að finna okkur á Spotify, Apple Podcast og mörgum öðrum hlaðvarpsveitum

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og me...

Address

Reykjavík

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Fljúgum hærra posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category