19/01/2023
Þáttur númer tvö af Veistu hver ég er? er kominn í loftið! Í þættinum spjöllum við við Illuga Magnússon, b.þ.s. DJ Platurn. Illugi er plötusnúður og pródúser sem ólst upp í Kaliforníu og býr þar enn. Illugi hóf feril sinn sem plötusnúður árið 1994, í blóma hip-hop-senunnar í Bandaríkjunum, og spannar ferill hans nú hátt í þrjá áratugi. Illugi hefur spilað út um allan heim og hefur starfað og spilað með stórum nöfnum í bransanum á borð við De La Soul, Quest Love, DJ Premier, MF Doom og Pete Rock, þó fáeinir séu nefndir. Við spjöllum við Illuga um lífið í Kaliforníu, líf plötusnúðsins og hip-hoppið.
Hægt er að nálgast tónlistina hans Illuga hér: https://linktr.ee/platurn
Hægt er að nálgast alla þætti hlaðvarpsins á vefsíðunni okkar:
https://www.kaikusound.is/veistu-hver-eg-er
VEISTU HVER ÉG ER? VEISTU HVER ÉG ER? Viðtalsþættir við áhugavert fólk í hinum ýmsu öngum skemmtanabransans: tónlistar- og hljóðbransanum, kvikmyndabransanum, leikhúsbransanum og fleira. Adam Murtomaa 19/01/2023 Adam Murtomaa 19/01/2023 Þáttur 2 - DJ Platurn Hip-hop, Kalifornía og ...