06/12/2025
Góðgerðaruppboð & jólastemning í Ormsson
Í dag hefst góðgerðaruppboð á málverkinu FROM ALL ANGLES eftir Elli Egilsson á heimasíðu Bang & Olufsen á Íslandi bangogolufsen.is.
Uppboðið stendur frá 6.–21. desember og hefst kl. 14:00 í dag þar sem Elli verður sjálfur á staðnum í Ormsson, Lágmúla.
Málverkið er hluti af stærra samstarfsverkefni Ormsson og Elli Egilsson í tilefni af 100 ára afmæli Bang & Olufsen. Verkið veitir innblástur að sérstakri afmælisútgáfu af hinum margrómaða Beosound A9 hátalara sem frumsýnd var á Vinnustofu Kjarval í september.
Allt söluandvirði málverksins rennur óskipt til Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna sem styður fjölskyldur barna sem greinast með krabbamein á Íslandi.
Málverkið er til sýnis í B&O salnum í verslun Ormsson í Lágmúla.
Í Ormsson verður sannkölluð jólastemning – boðið verður upp á ilmandi kaffi, heitt kakó og nýbakaðar smákökur fyrir gesti.
Komdu við, njóttu stemningarinnar og styrktu um leið frábært málefni.