
15/10/2025
Fagurt útsýni yfir Hvítá og sveitirnar í kring mætir gestum Laugaráss Lagoon, nýs baðlóns sem opnað verður í dag. Lónið er um eitt þúsund fermetrar að stærð og á tveimur hæðum. Gengið er milli hæða í gegnum glæsilegan foss. Á útisvæði eru tvær sánur, útisturtur, kaldur pottur og heitur pottur í rjóðri.