Eyjan

Eyjan Eyjan er sjálfstæður fjölmiðill á netinu. Eyjan er og mun verða leiðandi í pólitískum skrifum, öðruví Ritstjóri er Björn Þorfinnsson

Bergþór hættir við framboð varaformanns - „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
11/10/2025

Bergþór hættir við framboð varaformanns - „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tilkynnti á landsþingi Miðflokksins sem fer fram í dag og á morgun, að hann hafi ákveðið að segja sig frá framboði til varaformanns flokksins. Er ljóst að tíðindin eru nokkuð óvænt, þar sem talið var að Bergþór ætti sætið víst...

„John Clarke, sem vann Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í vikunni, óttast að Bandaríkin geti glatað stöðu sinni sem forystu...
11/10/2025

„John Clarke, sem vann Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í vikunni, óttast að Bandaríkin geti glatað stöðu sinni sem forysturíki í vísindarannsóknum ef svo heldur fram sem horfir,“ skrifar Sigmundur Ernir af Austurvelli á Eyjunni á laugardegi.

Þess er ekki langt að bíða að ríkjandi Bandaríkjaforseti jafni heimsmet starfsbróður síns í Norður Kóreu og fari golfvöll sinn í Flórída á átján höggum, eða sem nemur holu í höggi á hverri einustu braut. Það er í anda stórmennskunnar. Það er við hæfi hátignarinnar. ...

„Líklegast finnst mér að næturgesturinn óvænti sé úr hópi fyrrum þingmanna. Hann þoldi ekki lengur við og ákvað að taka ...
11/10/2025

„Líklegast finnst mér að næturgesturinn óvænti sé úr hópi fyrrum þingmanna. Hann þoldi ekki lengur við og ákvað að taka atburðarásina í eigin hendur. Alla nóttina valsaði hann um þinghúsið eins og þingflokksformaður og átti allan heiminn. Honum var sama þótt enginn væri í húsinu nema vofa Jóns Sigurðssonar. Hann sýndi afburða þolgæði að halda sér vakandi heila nótt á Alþingi Íslendinga. Mörgum sitjandi þingmönnum reynist það erfitt um hábjartan daginn,“ skrifar Óttar Guðmundsson af stofugangi á Eyjunni á laugardegi.

Í vikunni dvaldist ókunnur maður í Alþingishúsinu næturlangt. Hann laumaði sér innum ólæstar dyr og vafraði um húsið alla nóttina. Árvökull vaktmaður hússins kom aðvífandi en gestinum tókst að sannfæra hann um lögmæt erindi sín. Eftirlitsmyndavélar fylgdust eftir þetta m...

Svarthöfði man eftir því að stytting framhaldsskólans var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og á það bent að ef stytta ætti...
10/10/2025

Svarthöfði man eftir því að stytting framhaldsskólans var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og á það bent að ef stytta ætti nám til stúdentsprófs ætti að gera það í grunnskólanum en ekki framhaldsskólanum. En engu tauti varð komið við ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Styttingin skyldi verða á framhaldsskólastiginu en ekki í grunnskólanum. Hvers vegna? Aldrei svöruðu ráðherrarnir því en hin raunverulega ástæða fór ekki fram hjá neinum. Grunnskólinn er rekinn af sveitarfélögunum en framhaldsskólinn er kostnaðarliður hjá ríkinu.

Morgunblaðið, málgagn Sjálfstæðisflokksins, er með böggum hildar yfir því að stórlega hefur dregið úr því að skáldsögur Halldórs Laxness séu kenndar í framhaldsskólum landsins. Blaðið fjallar um þetta í gær og í dag og er mikið niðri fyrir. Svarthöfði er mikill aðd....

Orðið á götunni er að Bergþór hafi greinilega farið á taugum vegna þess að kosning hans er ekki örugg eins og hann bjóst...
10/10/2025

Orðið á götunni er að Bergþór hafi greinilega farið á taugum vegna þess að kosning hans er ekki örugg eins og hann bjóst við í upphafi. Því notaði hann pistil sem Morgunblaðið birtir í dag til að höfða til flokksmanna sinna í Þursaflokknum með því að tefla fram hreinum og grímulausum lygum og rangfærslum í anda þess sem Trump leyfir sér þegar hann er uppiskroppa með staðreyndir.

Kosning varaformanns hjá Miðflokkum virðist valda ótrúlegu stressi hjá þeim sem sækjast eftir stöðunni. Það er merkilegt í ljósi þess að fram til þessa hefur ekki þótt ástæða til að hafa varaformann í flokknum en nú er ætlunin að kjósa í þá stöðu á flokksfundi sem f...

„Ég er ákaflega þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið síðan ég stofnaði Gracelandic. Frá fyrstu konunni sem veit...
10/10/2025

„Ég er ákaflega þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið síðan ég stofnaði Gracelandic. Frá fyrstu konunni sem veitti mér vettvang til að tjá mig og sýna hönnun mína, til þeirra sem pöntuðu vörur frá mér fyrirfram án þess að þekkja mig, til kvenna sem tilnefndu mig til verðlauna og minntust á mig á stöðum þar sem ég var ekki enn komin inn.“

Eftir fimm ára frumkvöðlastarfi get ég í dag sagt að ég hafi skapað fyrirtæki sem hefur unnið tvenn alþjóðleg verðlaun og tvenn innlend verðlaun og birst í Breska Vogue: Gracelandic, sérhæft hægtískumerki sem er að þróast yfir í áhrifamiðað sjálfbærnivistkerfi. Draumur s...

„Þetta eilífa „ÉG“ opinberar enn og aftur veikleikann í íslenskri stjórnsýslu. Ráðherrar eru alla jafna valdir úr þingli...
10/10/2025

„Þetta eilífa „ÉG“ opinberar enn og aftur veikleikann í íslenskri stjórnsýslu. Ráðherrar eru alla jafna valdir úr þingliði þeirra flokka sem skipa meirihlutann. Þeir þurfa ekki að hafa neina þekkingu á þeim málefnum, sem undir þá heyra, þeir þurfa bara að hafa verið trúir og traustir flokksmenn og þess eru fjölmörg dæmi að sami maðurinn hafi gegnt mörgum mismunandi ráðherraembættum eftir því hvernig vindar blása í stjórnmálunum,“ skrifar Ari kr. Sæmundsen í aðsendri grein á Eyjunni.

Loðvík IV (1638-1715) var konungur í Frakklandi og þótti sjálfhverfur og ráðríkur. Honum er eignuð setningin „Ríkið, það er ég“ sem var til marks um alræðistilhneigingar hans og drjúgt sjálfsálit. Manni verður óhjákvæmilega hugsað til þessara orða þegar maður hlustar...

„Ef sendandi hefur samband af því að hann heyrði lag sem minnti hann á þig, og hvað þið voruð góð saman, þá snýst þetta ...
10/10/2025

„Ef sendandi hefur samband af því að hann heyrði lag sem minnti hann á þig, og hvað þið voruð góð saman, þá snýst þetta um egó viðkomandi en ekki þína velferð - og viðkomandi er bara að reyna að sofa hjá þér. Ekki láta þetta glataða samband eyðileggja fyrir þér fleiri góð lög,“ skrifar Nína Richter úr netheimum á Eyjunni á föstudegi.

Það var í kringum 2008 þegar kreðsan í kringum mig byrjaði fyrst að nota hugtakið f**kboy. Orðið er þó nokkuð eldra í poppkúltúr. Samkvæmt slangurorðabókinni á internetinu náði orðið sérstöku flugi eftir að bandaríski rapparinn Cam’ron orti rímur um F**kboys í laginu...

Dagur B. Eggertsson segir Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið í vegi fyrir lagningu Sundabrautar og að hugmyndir Guðlaugs Þó...
09/10/2025

Dagur B. Eggertsson segir Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið í vegi fyrir lagningu Sundabrautar og að hugmyndir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um göng sem nái upp á Kjalarnes geti tafið málið um mörg ár og jafnvel sópað því út af borðinu vegna kostnaðar.

Það eru Sjálfstæðismenn sem hafa staðið í vegi fyrir lagningu Sundabrautar og tafið í áraraðir og ekkert komst á skrið fyrr en þeir viku úr samgönguráðuneytinu. Hluti söluandvirðisins þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar seldi Símann skömmu fyrir hrun var ætlaður í gerð...

„Það lýsir ekki miklum skilningi á eðli mestu ógnar, sem atvinnulífið hefur staðið andspænis í langan tíma, þegar formað...
09/10/2025

„Það lýsir ekki miklum skilningi á eðli mestu ógnar, sem atvinnulífið hefur staðið andspænis í langan tíma, þegar formaður SA hefur efnislega ekkert annað til málanna að leggja en að vera á móti tollabandalagi frjálsra viðskipta,“ skrifar Þorsteinn Pálsson af kögunarhóli á Eyjunni á fimmtudegi.

„Formaður Samtaka atvinnulífsins segir stjórnvöld skorta skilning á fyrirtækjarekstri og að stefna þeirra sé atvinnulífinu skaðleg.“ Þannig lýsti RÚV boðskap Jóns Ólafs Halldórssonar á ársfundi SA fyrir réttri viku. Bergmál Ársfundarræða formannsins var eins og bergmál ...

„Aðalpunkturinn í þessum pistli er þó að halda því til haga að allt frá því að Ísland byggðist hafa lögin í landinu móta...
08/10/2025

„Aðalpunkturinn í þessum pistli er þó að halda því til haga að allt frá því að Ísland byggðist hafa lögin í landinu mótast af innfluttum réttarhugmyndum frá meginlandi Evrópu! Það byrjaði svo sannarlega ekki með ESB og EES-samningnum,“ skrifar Davíð Þór Björgvinsson í nýjasta pistli sínum á Eyjunni.

Ísland starfar náið með ýmsum alþjóðlegum stofnunum. Einna mikilvægast er samstarf Íslands við ESB, en stór hluti af störfum Alþingis og ráðuneyta felst einmitt í að innleiða löggjöf sambandsins um innri markaðinn. Þetta er gert á grundvelli EES-samningsins en með honum var ...

Imperio aðili að rammasamningi NATO
08/10/2025

Imperio aðili að rammasamningi NATO

Imperio ehf. hefur hlotið aðild að rammasamningi NATO um upplýsingatækni (Basic Ordering Agreement – BOA). Samningurinn veitir fyrirtækinu rétt til að taka þátt í verkefnum og útboðum innan netöryggis, hugbúnaðarþróunar og tæknilausna fyrir aðildarríki NATO og stofnanir samtak...

Address

Kringlan 4-12
Reykjavík
103

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Eyjan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Our Story

Útgefandi er Torg ehf