Eyjan

Eyjan Eyjan er sjálfstæður fjölmiðill á netinu. Eyjan er og mun verða leiðandi í pólitískum skrifum, öðruví Ritstjóri er Björn Þorfinnsson

„Gunnar Bragi hamast við að kveikja aftur á þessari einu stjörnu sem lýsti upp viðburðalausan feril hans sem ráðherra. E...
02/08/2025

„Gunnar Bragi hamast við að kveikja aftur á þessari einu stjörnu sem lýsti upp viðburðalausan feril hans sem ráðherra. En formsatriðum var ekki fullnægt svo að eina afrek Gunnars Braga á ráðherrastól var flautað af eins og hvert annað rangstöðumark,“ skrifar Óttar Guðmundsson af stofugangi á Eyjunni á laugardegi.

Ein helsta kvörtun fólks hjá geðlæknum er lífsleiði og tilbreytingarleysi tilverunnar. Lífið líður hratt hjá og dagarnir eru næsta keimlíkir. Margir eiga þó því láni að fagna að upplifa einstök glæsileg andartök í eigin lífi sem „lýsa eins og leiftur um nótt.“ Mér ke...

Andstæðingar ESB-aðildar Íslands beita hiklaust staðlausum hræðsluáróðri í málflutningi sínum gegn aðild að sambandinu. ...
01/08/2025

Andstæðingar ESB-aðildar Íslands beita hiklaust staðlausum hræðsluáróðri í málflutningi sínum gegn aðild að sambandinu. Þeir vilja horfa til Bandaríkjanna um uppbyggingu samfélagsins en það er aðeins í þágu fjármagnsins, ekki almennings og launafólks. Í hverra þágu berjast þeir sem vilja ekki leyfa þjóðinni að ákveða hvort hún verður innan ESB eða utan? Vart í þágu íslensks almennings.

Andstæðingar ESB-aðildar Íslands beita hiklaust staðlausum hræðsluáróðri í málflutningi sínum gegn aðild að sambandinu. Þeir vilja horfa til Bandaríkjanna um uppbyggingu samfélagsins en það er aðeins í þágu fjármagnsins, ekki almennings og launafólks. Í hverra þágu berja...

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað - „Við þurfum að tala skýrt“
01/08/2025

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað - „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tjái sig um þá verndartolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á innflutt járnblendi og kísiljárn, frá Íslandi og Noregi. Ekkert hefur heyrst frá ráðherranum um...

Trump er nú varla sáttur við þetta.
01/08/2025

Trump er nú varla sáttur við þetta.

Aðeins þriðjungur aðspurðra óháðra kjósenda er sáttir við aðgerðir Donald Trump það sem af er kjörtímabili hans. Vinsældir hans mælast nú 40% og hafa ekki verið lægri síðan hann tók við forsetaembættinu í janúar. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Reuters/Ip...

„Í dag hefur staðan breyst að formi til en ekki eðli. Við erum enn þá reið út í tæknina og reiðumst þeim sem nota hana. ...
01/08/2025

„Í dag hefur staðan breyst að formi til en ekki eðli. Við erum enn þá reið út í tæknina og reiðumst þeim sem nota hana. Í vikunni sem leið fauk þakið af vestrænu samfélagi þegar tískutímaritið Vogue birti auglýsingaherferð þar sem notast var við gervigreindarfyrirsætu,“ skrifar Nína Richter úr netheimum á Eyjunni á föstudegi.

Ég ólst upp í níunni og tíunni, var fjórtán þegar nýtt árþúsund gekk í garð. Poppmenningin einkenndist af framtíðarþrá og tæknidýrkun í bland við nýja tegund kvíða. Vestanhafs kepptust tónlistarmenn um að marka tímamótin með plötuútgáfu. Willennium með Will Smith, M...

Orðið á götunni er að við lestur hótfyndni og aulabrandara í leiðurum Davíðs Oddssonar sé hollt að rifja upp þann sviðna...
31/07/2025

Orðið á götunni er að við lestur hótfyndni og aulabrandara í leiðurum Davíðs Oddssonar sé hollt að rifja upp þann sviðna akur sem eftir þann mann liggur, enda er hann eini Íslendingurinn sem Time Magazine útnefndi sem einn af höfuðpaurum alþjóðlegu fjármálakreppunnar sem aðeins á Íslandi varð að algeru efnahagshruni.

Orðið á götunni er að ritstjóri Morgunblaðsins hafi toppað sjálfan sig í ósmekklegheitum með leiðara blaðsins í gær. Þarf þó mikið til vegna þess að leiðararnir hafa margir verið ærið steiktir, svo ekki sé fastar kveðið að orði. Má sem dæmi nefna leiðarann sem birti...

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál - „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartö...
30/07/2025

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál - „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Nokkra athygli vakti í morgun þegar Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mætti í viðtal við Helga Seljan í þættinum Morgunglugginn á Rás 1. Guðlaugur Þór hefur eins og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar fullyrt undanfarna daga að umsókn Íslands um ...

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
30/07/2025

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir, sem er fasteignafélag í eigu Festi, hefur gengið frá kaupum á lóð við Urriðaholtsstræti 3 í Garðabæ, þar sem félagið mun byggja nýja verslun fyrir Krónuna ásamt skrifstofuhúsnæði. Kaupverð lóðarinnar nam 137 milljónum króna, með fyrirvara um samþykki deiliskipulag...

Íslandi verður aldrei laumað bakdyramegin inn í ESB. Ferlið er þannig að Ísland mun eingöngu ganga inn í ESB inn um aðal...
30/07/2025

Íslandi verður aldrei laumað bakdyramegin inn í ESB. Ferlið er þannig að Ísland mun eingöngu ganga inn í ESB inn um aðaldyrnar með samþykki þjóðarinnar, skrifar Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og doktor í þjóðarétti.

Heimsókn Úrsulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, til Íslands á dögunum var ýmsum stjórnmálamönnum og öðrum tilefni til að álykta að til stæði að lauma Íslandi inn í sambandið bakdyramegin og plata þjóðina til aðildar að sambandinu. Þetta gefur tilefni til a....

Ísak ráðinn framkvæmdastjóri http://xn--tki-yla.is/
30/07/2025

Ísak ráðinn framkvæmdastjóri http://xn--tki-yla.is/

Ísak Ernir Kristinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Tæki.is sem sérhæfir sig í tækjaleigu til fyrirtækja og einstaklinga. Fyrirtækið býður mikinn fjölda af vinnuvélum til útleigu, svo sem vinnulyftur, jarðvinnuvélar, lyftara og smágröfur. „Ég er þakklátur fyrir tra...

Guðlaugur ber við minnisleysi
30/07/2025

Guðlaugur ber við minnisleysi

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan kom Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í opna skjöldu í Morgunglugganum á Rás 2 í morgun. Helgi hafði grafið upp skýrslu sem var rituð í ráðherratíð Guðlaugs þar sem skýrt kemur fram að aðildarumsókn Íslands að ...

Trump er nú ansi hégómafullur.
30/07/2025

Trump er nú ansi hégómafullur.

Það fór ekki hátt í síðust viku þegar Donald Trump ákvað að aflétta refsiaðgerðum og refsitollum á Mjanmar en þar er herinn við völd. Trump ákvað þetta eftir að Min Aung Hlaing, leiðtogi herforingjastjórnarinnar, sendi bréf til Trump og hrósaði honum og sagði hann vera .....

Address

Kringlan 4-12
Reykjavík
103

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Eyjan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Eyjan:

Share

Our Story

Útgefandi er Torg ehf