10/10/2025
„Þetta eilífa „ÉG“ opinberar enn og aftur veikleikann í íslenskri stjórnsýslu. Ráðherrar eru alla jafna valdir úr þingliði þeirra flokka sem skipa meirihlutann. Þeir þurfa ekki að hafa neina þekkingu á þeim málefnum, sem undir þá heyra, þeir þurfa bara að hafa verið trúir og traustir flokksmenn og þess eru fjölmörg dæmi að sami maðurinn hafi gegnt mörgum mismunandi ráðherraembættum eftir því hvernig vindar blása í stjórnmálunum,“ skrifar Ari kr. Sæmundsen í aðsendri grein á Eyjunni.
Loðvík IV (1638-1715) var konungur í Frakklandi og þótti sjálfhverfur og ráðríkur. Honum er eignuð setningin „Ríkið, það er ég“ sem var til marks um alræðistilhneigingar hans og drjúgt sjálfsálit. Manni verður óhjákvæmilega hugsað til þessara orða þegar maður hlustar...