31/03/2025
Seinni hluti apríl 2025: Þýska skáldið Dinçer Güçyeter kemur á Bókmenntahátíð í Reykjavík og bókin hans „Prinsinn minn, ég er gettóið“ kemur í búðir.
Dinçer Güçyeter er þýskt ljóðskáld, ritstjóri og útgefandi. Árið 2012 stofnaði hann útgáfufyrirtækið ELIF Verlag sem sérhæfir sig í ljóðabókaútgáfu og hafa ljóð margra íslenskra skálda komið út hjá honum.
Güçyeter hefur gefið út tvær ljóðabækur: Aus Glut geschnitzt (2017) og Mein Prinz, ich bin das Ghetto (2021). Árið 2023 hlaut hann bókmenntaverðlaun bókamessunnar í Leipzig í flokki skáldverka fyrir sína fyrstu skáldsögu, Unser Deutschlandmärchen.
Á næstunni er væntanleg bókin Prinsinn minn, ég er gettóið í íslenskri þýðingu Gauta Kristmanssonar hjá forlaginu Tunglinu.
// Dinçer Güçyeter is a German theatre maker, poet, editor and publisher. Güçyeter grew up as the son of a publican and an office worker, and gained his secondary school certificate at evening classes. From 1996 to 2000 he trained as a tool mechanic, and subsequently worked as a restaurateur. In 2012, he founded the ELIF Verlag publishing house, which focuses on poetry.
Güçyeter continues to fund his publishing venture by working part-time as a forklift driver. Aus Glut geschnitzt was published in 2017 and Mein Prinz, ich bin das Ghetto in 2021. In 2022, Güçyeter was awarded the Peter Huchel Prize. Dinçer Güçyeter has won 2023 Leipzig Book Fair Prize for fiction for his debut novel, Unser Deutschlandmärchen. He has two children and lives in Nettetal.
📸 palagrafie