Tunglið forlag

Tunglið forlag Tunglið kallar á skáldskap og Tunglið forlag svarar kallinu með útgáfu tunglbóka. Á Tunglkv

Kiljufólk himinlifandi yfir Albertine: „Svo hnyttið og skemmtilegt.“ „Þegar ég las þessa bók fylltist ég skömm.“„Fyndið ...
13/05/2025

Kiljufólk himinlifandi yfir Albertine:
„Svo hnyttið og skemmtilegt.“
„Þegar ég las þessa bók fylltist ég skömm.“
„Fyndið og frumlegt og gríðarlega gott.“

Við fáum Nóbelsverðlaunahafa í Kilju kvöldsins. Það er Abdulrazak Gurnah sem er upprunalega frá Tansaníu en býr í Bretlandi. Eftir hann hafa komið út á íslensku bækurnar Paradís og Malarhjarta. Natasha S. er íslensk/rússneskur höfundur, skrifar á íslensku og sendir nú frá s....

Dincer Gücyeter verður í spjalli með Knut Ødegård og Ragnari Helga Ólafssyni í Norræna húsinu kl 12:00. Og einnig á Tung...
26/04/2025

Dincer Gücyeter verður í spjalli með Knut Ødegård og Ragnari Helga Ólafssyni í Norræna húsinu kl 12:00. Og einnig á Tunglkvöldi á Hótel Holti kl. 17:00.

24/04/2025
Svarthol Tunglsins lenda í RVK á laugardag.
23/04/2025

Svarthol Tunglsins lenda í RVK á laugardag.

SVARTHOL : NÝTT FRÁ TUNGLINUStarfsmenn Tunglsins hafa síðustu mánuði — í öruggu skjóli nætur, auðvitað — unnið að nýrri ...
23/04/2025

SVARTHOL : NÝTT FRÁ TUNGLINU

Starfsmenn Tunglsins hafa síðustu mánuði — í öruggu skjóli nætur, auðvitað — unnið að nýrri bókaröð sem helguð er ljóðlist einvörðungu. Ritröðin ber titilinn Svarthol og verða þetta, eftir því sem næst verður komist, fyrstu Svartholin sem kalla má íslensk.
Fyrstu þrjú Svartholin koma út núna í vor en ritröðinni lýkur þegar kilir bókanna mynda samfellt svarthol.

Verið með frá upphafi, safnið öllum Svartholunum og fáið viðurkenningarskjal og upprunavottorð þegar ritröðinni hefur verið lokið.

Fyrstu tvö Svartholin bjóðast vinum Tunglsins á sérstöku svartamarkaðsverði – tvær bækur á verði einnar: einungis 4.900 kr. fyrir báðar bækurnar.

Þetta eru ljóðabækur eftir þýsku skáldin Dinçer Güçyeter og Wolfgang Schiffer; skörp og óvænt, ljúfsár og lúmskt fyndin verk beint úr menningardeiglu meginlandsins.

Fylgdu tengli í fyrstu athugasemd og sláðu inn afláttarkóðann KONRÁÐ þegar þú lýkur kaupunum.

Takmarkað upplag.

Skömmu fyrir hádegi barst ritstjórn Tunglsins sú fregn að leiguskipi útgáfunnar, þýska gufuskipinu SS Angst, hafi verið ...
20/04/2025

Skömmu fyrir hádegi barst ritstjórn Tunglsins sú fregn að leiguskipi útgáfunnar, þýska gufuskipinu SS Angst, hafi verið siglt í var suður af Vestmannaeyjum. Veður á miðunum hafa verið hagstæð en farmur skipsins gerir lendingu við Reykjavíkurhöfn flókna – það er fulllestað óstöðugasta frumefni lotukerfisins: nýþýddri ljóðlist. Í samtali við ritstjórn segist skipstjórinn bjartsýnn á að sigla skipinu í örugga höfn á þriðjudag eða miðvikudag. Fréttin verður uppfærð.

Seinni hluti apríl 2025: Þýska skáldið Dinçer Güçyeter kemur á Bókmenntahátíð í Reykjavík og bókin hans „Prinsinn minn, ...
31/03/2025

Seinni hluti apríl 2025: Þýska skáldið Dinçer Güçyeter kemur á Bókmenntahátíð í Reykjavík og bókin hans „Prinsinn minn, ég er gettóið“ kemur í búðir.

Dinçer Güçyeter er þýskt ljóðskáld, ritstjóri og útgefandi. Árið 2012 stofnaði hann útgáfufyrirtækið ELIF Verlag sem sérhæfir sig í ljóðabókaútgáfu og hafa ljóð margra íslenskra skálda komið út hjá honum.

Güçyeter hefur gefið út tvær ljóðabækur: Aus Glut geschnitzt (2017) og Mein Prinz, ich bin das Ghetto (2021). Árið 2023 hlaut hann bókmenntaverðlaun bókamessunnar í Leipzig í flokki skáldverka fyrir sína fyrstu skáldsögu, Unser Deutschlandmärchen.

Á næstunni er væntanleg bókin Prinsinn minn, ég er gettóið í íslenskri þýðingu Gauta Kristmanssonar hjá forlaginu Tunglinu.

// Dinçer Güçyeter is a German theatre maker, poet, editor and publisher. Güçyeter grew up as the son of a publican and an office worker, and gained his secondary school certificate at evening classes. From 1996 to 2000 he trained as a tool mechanic, and subsequently worked as a restaurateur. In 2012, he founded the ELIF Verlag publishing house, which focuses on poetry.

Güçyeter continues to fund his publishing venture by working part-time as a forklift driver. Aus Glut geschnitzt was published in 2017 and Mein Prinz, ich bin das Ghetto in 2021. In 2022, Güçyeter was awarded the Peter Huchel Prize. Dinçer Güçyeter has won 2023 Leipzig Book Fair Prize for fiction for his debut novel, Unser Deutschlandmärchen. He has two children and lives in Nettetal.

📸 palagrafie

Address

Klapparstígur
Reykjavík
101

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Tunglið forlag posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Tunglið forlag:

Share