26/02/2024
Það styttist að Lúðurinn verði afhentur en ÍMARK og SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa, standa að ÍMARK-deginum. Hápunkturinn er verðlaunahátíð Lúðursins þar sem veitt verða verðlaun í flokki fjölbreyttra auglýsingaflokka. Það er sérlega ánægjulegt að Birtingahúsið kemur að fjórum af fimm þeirra tilnefninga til lúðursins í flokki herferða en fyrirtækin og herferðirnar sem um ræðir eru indó Iceland - Ekki banki, ekki bull, Nova - Elskum öll, Krónan - Íslenska sumarið. Til í þetta! og Orkusalan - Í hvað fer þín orka. Brandenburg - auglýsingastofa er skapandi afl á bakvið allar þessar fjórar herferðir. Virkilega gaman að þessu og hamingjuóskir til allra sem koma að þessum herferðum. Virkilega vel gert!
ÍMARK, samtök markaðs- og auglýsingafólks, í samráði við SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa, standa fyrir ÍMARK-deginum sem haldinn er 1. mars nk. Dagurinn endar á verðlaunahátíð Lúðursins þar sem veitt verða verðlaun í flokki fjöl...