
23/09/2025
Talsetningarnámskeiðin okkar sívinsælu verða haldin aftur núna í október/nóvember, og er skráning í fullum gangi.
Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði í radd- og talþjálfun og munu þátttakendur talsetja teiknimynd undir handleiðslu þaulvanra kennara.
Einnig eru teknar upp raddir allra til að eiga í raddbanka.
Haldin verða námskeið fyrir börn (9-12 ára), unglinga (13-17 ára) og fullorðna (18 og eldri).
Námskeið barna og unglinga mun hefjast 28. október, og námskeið fyrir fullorðna hefst 11. október.
Við hvetum fólk til að skrá sig sem fyrst þar sem námskeiðin eru oft fljót að fyllast.
ATH. örfá sæti laus eru eftir á barnanámskeiðið og fullorðinshóp 1!
Skráning er á www.talsetning.is
Námskeiðið er hæft til frístundastyrks hjá flestum stéttarfélögum.
TalsetningarnámskeiðHaust - 2025 Námskeið - Haust 2025 Börn Námskeið fyrir börn á aldrinum 9 - 12 ára. Námskeiðið er kennt á þriðjudögum frá 17:00 - 19:00. Þáttakendur taka upp hljóðbút sem verður settur í raddbanka.Námskeiðið er fjóra þriðjudaga í röð, frá 17:00 -...