Bændablaðið
Bændablaðið er málgagn bænda og landsbyggðar og kemur út hálfsmánaðarlega í prentformi. Blaðið inniheldur margvíslegan fróðleik fyrir bændur og alla áhugamenn um landbúnað og lífið í hinum dreifðu byggðum. Þar geta menn lesið um allt það nýjasta sem er að gerast í íslenskum landbúnaði og fylgst með því sem er að gerast í þeirra fagi. Upplag Bændablaðsins er að jafnaði 32.000 eintök og því er dreift um allt land. Hægt er að nálgast blaðið m.a. á sundstöðum, á bensínstöðvum, í verslunum og söluturnum.
Bændablaðið er að sjálfsögðu líka á vefnum. Við birtum efni blaðsins á bbl.is ásamt nýjum fréttum. Facebook nýtist blaðinu vel og hefur aukið aðsókn að bbl.is umtalsvert á síðustu misserum.