Bændablaðið

Bændablaðið Contact information, map and directions, contact form, opening hours, services, ratings, photos, videos and announcements from Bændablaðið, Media/News Company, Borgartún 25, 4. hæð, Reykjavík.

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinni var lögð fram á Alþingi á yfirstandand...
09/12/2025

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinni var lögð fram á Alþingi á yfirstandandi haustþingi.

Frétt í athugasemd

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta mögulega samnefnara. Olli stórkostlegum ...
09/12/2025

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta mögulega samnefnara. Olli stórkostlegum vonbrigðum að ekki var tekið á útfösun jarðefnaeldsneytis í lokaályktunum og aukin framlög til aðlögunar fyrir þróunarríki þykja heldur óljós.

Frétt í athugasemd

Gunnar Gunnlaugsson, húsasmíðameistari frá Höfn í Hornafirði, hefur undanfarið unnið að þróun hringlaga fjárhúss þar sem...
08/12/2025

Gunnar Gunnlaugsson, húsasmíðameistari frá Höfn í Hornafirði, hefur undanfarið unnið að þróun hringlaga fjárhúss þar sem markmiðið er að auðvelda vinnu bænda.

Frétt í athugasemd

Allt laxeldi á Íslandi fær sín hrogn frá fyrirtækinu Benchmark Genetics, sem er með starfsemi á Suðurnesjunum. Fyrirtæki...
07/12/2025

Allt laxeldi á Íslandi fær sín hrogn frá fyrirtækinu Benchmark Genetics, sem er með starfsemi á Suðurnesjunum. Fyrirtækið er meðal þeirra stærstu á heimsvísu og sendir hrogn til tugi landa.

Viðtal í athugasemd

Það má með sanni segja að þessi dægrin sé í mörg horn að líta í landbúnaðarmálum á Íslandi, eins og svo oft áður. Það ke...
04/12/2025

Það má með sanni segja að þessi dægrin sé í mörg horn að líta í landbúnaðarmálum á Íslandi, eins og svo oft áður. Það kemur okkur öllum við því landbúnaður hefur fjölmarga snertifleti við samfélagið á hverjum degi hvort sem það er hversdagur eða hátíðardagur. Þess utan spilar landbúnaður stóra rullu í stærra og víðara samhengi til lengri tíma. Þessir snertifletir, sem oft eru ólíkir, safnast saman í samspil fjölmargra þátta sem margir eru augljósir en aðrir lúmskari.

Það má með sanni segja að þessi dægrin sé í mörg horn að líta í landbúnaðarmálum á Íslandi, eins og svo oft áður. Það kemur okkur öllum við því landbúnaður hefur fjölmarga snertifleti við samfélagið á hverjum degi hvort sem það er hversdagur eða hátíðardagur. ....

Umræðan um fæðuöryggi er alltaf að taka á sig skýrari mynd. Atvinnuvegaráðherra stóð fyrir málþingi um stöðu þessara mál...
04/12/2025

Umræðan um fæðuöryggi er alltaf að taka á sig skýrari mynd. Atvinnuvegaráðherra stóð fyrir málþingi um stöðu þessara mála hér á landi í síðustu viku þar sem meðal annars var kynnt skýrsla um neyðarbirgðir fyrir íslenska matvælaframleiðslu og tillögur matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands að neyðarbirgðum matvæla á Íslandi. Það eru ekki síst stríð, farsóttir og loftslagsbreytingar sem hafa beint sjónum ráðafólks að því hversu viðkvæm samfélög geta verið þegar kemur að fæðuöryggi.

Umræðan um fæðuöryggi er alltaf að taka á sig skýrari mynd. Atvinnuvegaráðherra stóð fyrir málþingi um stöðu þessara mála hér á landi í síðustu viku þar sem meðal annars var kynnt skýrsla um neyðarbirgðir fyrir íslenska matvælaframleiðslu og tillögur matvæla- og nær...

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðheilsuverkefni samtímans. Röð þriggja gre...
04/12/2025

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðheilsuverkefni samtímans. Röð þriggja greina í The Lancet leiðir í ljós að þessi þróun tengist lakari gæðum fæðunnar, aukinni áhættu á fjölmörgum langvinnum sjúkdómum og kerfisbreytingum í matvælaframleiðslu sem knúnar eru áfram af öflugum iðnaði. Höfundar greinarinnar leggja til víðtækar stefnumótandi aðgerðir til að snúa þessari þróun við.

Frétt í athugasemd

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt var hugmyndum um breytingar á búvörulög...
04/12/2025

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt var hugmyndum um breytingar á búvörulögum.

Frétt í athugasemd

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríðarlega mikilvægan vettvang fyrir samtal ...
04/12/2025

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríðarlega mikilvægan vettvang fyrir samtal ríkja um aðgerðir í loftslagsmálum.

Frétt í athugasemd

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felur í sér hækkun á erfðafjárskatti sem gæt...
04/12/2025

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felur í sér hækkun á erfðafjárskatti sem gæti bitnað illa á erfingjum bænda, að því er fram kemur í umsögn Deloitte Legal og Bændasamtakanna.

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felur í sér hækkun á erfðafjárskatti sem gæti bitnað illa á erfingjum bænda, að því er fram kemur í umsögn Deloitte Legal og Bændasamtakanna. Í 11. grein frumvarpsins er lagt til að hækka stofn til...

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar sem fjárhagslegur grundvöllur er brostinn....
04/12/2025

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar sem fjárhagslegur grundvöllur er brostinn. Verið er að slátra um 30.000 dýrum. Eitt lítið bú verður eftir í landinu, hjá eldri bónda í Mosfellssveit.

Sjá frétt í athugasemd

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um þessar mundir 45 ára afmæli.
03/12/2025

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um þessar mundir 45 ára afmæli.

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um þessar mundir 45 ára afmæli. Tefld var atskák á tveimur kvöldum. Jafntefli greinarhöfundar gegn Degi Ragnarssyni stöðvaði hann ekki, hann tefldi af festu og fékk átta vinninga af níu, leyfði að...

Address

Borgartún 25, 4. Hæð
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Bændablaðið posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Bændablaðið

Bændablaðið er málgagn bænda og landsbyggðar og kemur út hálfsmánaðarlega í prentformi. Blaðið inniheldur margvíslegan fróðleik fyrir bændur og alla áhugamenn um landbúnað og lífið í hinum dreifðu byggðum. Þar geta menn lesið um allt það nýjasta sem er að gerast í íslenskum landbúnaði og fylgst með því sem er að gerast í þeirra fagi. Upplag Bændablaðsins er að jafnaði 32.000 eintök og því er dreift um allt land. Hægt er að nálgast blaðið m.a. á sundstöðum, á bensínstöðvum, í verslunum og söluturnum. Bændablaðið er að sjálfsögðu líka á vefnum. Við birtum efni blaðsins á bbl.is ásamt nýjum fréttum. Facebook nýtist blaðinu vel og hefur aukið aðsókn að bbl.is umtalsvert á síðustu misserum.