KrakkaRÚV

KrakkaRÚV Við viljum vita hvað þið viljið vita. Fögnum öllum góðum hugmyndum og tillögum. instagram: krakkaruv
netfang: [email protected]

Í KrakkaRÚV spilaranum má finna splunkunýja þætti; bæði útvarps- og sjónvarpsþætti sem og teiknimyndir. Þar má líka finna gamla gullmola eins og Bólu, gamla þætti af Stundinni okkar, fullt af tónlist og skemmtilegum myndböndum. Hægt er að nálgast KrakkaRÚV appið fyrir öll helstu snjalltæki.

11/12/2025

Nói leggur aleinn á ískalda heiðina. 🌬️❄ Hann verður að finna Júlíus. 🎅

Þáttur 11 kominn í Spilara RÚV. 🫨🎄🎄

10/12/2025

Ekki missa af ævintýrunum í Snæholti! 🎅 Núna í Spilara RÚV.

Dagur jólaveislunnar rennur upp og allir búast við Júlíusi. 🎄🎉🎊 Lúna kvíðir því að hitta hann og neyðast til að játa allt. 😰 Eða er kannski önnur lausn í boði? 🤨

09/12/2025

Amína reiðist Nóa. 😫 Hann saknar mömmu og skrifar henni bréf en veit ekki hvort það kemst á leiðarenda. Lúna áttar sig á því að það sem hún gerði við bréfin hefur haft miklar afleiðingar.

Ekki missa af þætti níu af Snæholti II í Spilara RÚV! 🎅🎅🎅

08/12/2025

Nói hittir alla í Snæholti nema Júlíus sem fór að spyrja Véfréttina um ýmislegt sem hann hefur áhyggjur af. Vetur reiðist Lúnu þegar hann kemst að því að hún gabbaði hann.😧❄🎅

Snæholt II í Spilara RÚV.

07/12/2025

Þáttur sjö er mættur í Spilara RÚV! ❄❄❄

Nói er ánægður með að hafa fundið Snæholt og stingur af þegar Snilli reynir að senda hann heim. 🏃‍♂️💨 Því miður gengur hann beint í gildruna hennar Amínu. 😲

06/12/2025

Í Snæholt berst ekki eitt einasta bréf og enginn skilur hvað veldur. 💌🧐 Nói fyllist áhyggjum þegar hann sér að óskabréfið hans flaug ekki sína leið.

Snæholt II í Spilara RÚV. ❄☃

05/12/2025

Nói áttar sig á því að Selma sagði satt þegar hann sér bréffuglana fljúga. 💌🐥 Hann ákveður að senda óskabréf til jólasveinsins. 🎅 Lúna tekur afdrifaríka ákvörðun til að sleppa við skjalavörsluna. 😱😱

Snæholt II í Spilara RÚV!

04/12/2025

Þáttur fjögur af Snæholti II er kominn í Spilara RÚV! 🫨 Ekki missa af jólaævintýrinu ❄️❄️❄️

Í Snæholti les Júlíus óskabréf Elísu og blæs galdrakúlu! Í Hinum heiminum segir Selma frá því að bréfið hafi orðið að bréffugli og flogið til Snæholts en því trúir Nói ekki.

04/12/2025

Vilt þú vera í Krakkafréttaannálnum? Sendu okkur myndband á mitt.ruv.is. Skilafrestur út 15. des🥳🎉

03/12/2025

Ekki gleyma jóladagatalinu, Snæholti II, í Spilara RÚV 💌🐕❄️

Lúna verður að hjálpa Vetri að flokka bréf en vildi heldur skrifa. Elísa mamma Nóa leggst inn á spítala en fyrst heimsækja þau búðina hennar Rutar og hitta þar Selmu og Kasper.

02/12/2025

Þáttur tvö af Snæholti II er kominn í Spilara RÚV 🍪📖☃️❄️

Bryndís uppgötvar bókina sem Lúna skrifaði í laumi. Mamma og Nói baka piparkökur en allt breytist þegar mömmu verður skyndilega illt.

01/12/2025

Þú getur horft á fyrsta þátt jóladagatalsins, Snæholts II, í Spilara RÚV 🎉❄️🎅

Þegar fleiri bréf berast jólasveininum en nokkru sinni fyrr gleðjast Júlíus og Týr en Vetur stressast upp. Í Hinum heiminum fylgir Nói mömmu á sjúkrahúsið í síðasta sinn og þangað ætlar hann aldrei aftur.

Address

Efstaleiti
Reykjavík
103

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when KrakkaRÚV posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to KrakkaRÚV:

Share

Category

KrakkaRÚV

Á www.krakkaruv.is eru sjónvarpsþættir, útvarpsþættir, tónlistarmyndbönd, stuttmyndir, áskoranir og ýmislegt fleira fyrir krakka á öllum aldri. Meðal annars: Krakkafréttir, Stundin okkar, Útvarp KrakkaRÚV, Vísindavarp Ævars og Saga hugmyndanna.

Sögur - verðlaunahátíð barnanna er í fullum gangi og ef þig langar að taka þátt þá getur þú sent okkur söguna þína. Allar nánari upplýsingar á www.krakkaruv.is/sogur