Bílar, fólk og ferðir

Bílar, fólk og ferðir Contact information, map and directions, contact form, opening hours, services, ratings, photos, videos and announcements from Bílar, fólk og ferðir, Podcast, Hæðarsel 16, Reykjavík.

Allt áhugafólk um bíla og ferðir þekkja frumkvöðullinn Arngrím Hermannson, en hann er gestur þáttarins að þessu sinni.  ...
06/12/2025

Allt áhugafólk um bíla og ferðir þekkja frumkvöðullinn Arngrím Hermannson, en hann er gestur þáttarins að þessu sinni.

Addi er klárlega einn af okkar allra bestu fjallamönnum og hefur staðið fyrir eða komið að flestum mest krefjandi leiðöngrum um hálendi Íslands.

Hér í þessum þætti er td farið vel yfir ferð sem var kölluð, "Yfir jöklanna þrjá" sem farin var fyrst á skíðum árið 1975 og svo aftur sömu leið á jeppum tíu árum síðar.

https://open.spotify.com/episode/3H0Z6GjdF0k5C29cQzyOoY

Hann Björn Sigurðsson frá Húsavík sendi mér nokkrar síður úr dagbók Sigurjóns Jóhannessonar, er snýr að ferðalagi Ferðaf...
22/11/2025

Hann Björn Sigurðsson frá Húsavík sendi mér nokkrar síður úr dagbók Sigurjóns Jóhannessonar, er snýr að ferðalagi Ferðafélags Húsavíkur hingað suður um Kjöl í júlí 1959.

Svo var farið haldið heim á leið um Sprengisand, en þá þurfti að aka yfir Hófsvað í Tungná, sem var mikill farartálmi, enda er þetta löngu áður en brýr og virkjanir komu á svæðið.

Um er að ræða fróðlega, ítarlega og skemmtilega frásögn er lagt var í vaðið sjálft.

Hlustendur verða þó að taka viljann fyrir verkið, sum orð eru ansi framandi, auk þess að ekki var auðvelt að lesa þetta inn eftir skönnun.

https://open.spotify.com/episode/75le0VAxWOSoRCrxtxNu24

Þeir Pétur Hoffmann og Eggert Sigurðs Karlssynir eru viðmælendur þáttarins að þessu sinni.  Flestir muna eftir þeim tvíb...
16/11/2025

Þeir Pétur Hoffmann og Eggert Sigurðs Karlssynir eru viðmælendur þáttarins að þessu sinni.

Flestir muna eftir þeim tvíburum að aka rútumseinni árin hjá Norðurleið, en sem ungir menn störfuðu þeir við alls konar akstur bíla og tækja, td hjá Vestfjarðarleið, Ræktunarsambandi Dalamanna, Vegagerðinni,Kaupfélagi Hvammsfjarðar og víðar.

Þessir strákar úr Steingrímsfirðinum hafa engu gleymt.

Linkur á þáttinn hér:
https://open.spotify.com/episode/2zbiBckM6w3JyyaUoQHUxk?si=GjTxzmZiQJGX_xZyNs4Cgw

Eins og talað var um í síðasta þætti, þá var ákveðið að Snorri S Konráðsson bifvélavirkjameistari myndi koma í heimsókn ...
02/06/2025

Eins og talað var um í síðasta þætti, þá var ákveðið að Snorri S Konráðsson bifvélavirkjameistari myndi koma í heimsókn þar sem hann myndi fara vel yfir sín gögn og þær niðurstöður sem voru kynntar í þætti Sigursteins Mássonar um Íslensks Sakamál.

Snorri segir í fyrstu örstutt frá sínum bakgrunni í fræðunum og frá reynslu sinni vegna starfa sinna í 14 ár við að rannsaka vettvang og bíla þar sem slys hafa orðið.

Seinni hluti þáttarins fer í að ræða þær 4 - 5 sekúntur sem tekur umræddan bíl á Óshlíðinni fara af veginum, niður í fjöruna, auk annara ummerkja sem sjást á myndum frá þessum tíma, sem sanna að umræddur útafakstur var ekki slys.

Hér er þáttur sem enginn má láta framhjá sér fara.

https://open.spotify.com/episode/6qpVbylCnMxoCcO84Ttdo9

Eftir nýlegan sjónvarpsþátt Sigursteins Mássonar um Íslensk Sakamál, þar sem fjallað var ítarlega um útafakstur leigubíl...
29/05/2025

Eftir nýlegan sjónvarpsþátt Sigursteins Mássonar um Íslensk Sakamál, þar sem fjallað var ítarlega um útafakstur leigubíls á Óshlíð í september 1973, gerði þáttarstjórnandi örsuttan pistil á facebók sem fékk mikil viðbrögð.

Í framhaldi af þeim viðbrögðum þótti einsýnt að saga þess látna yrði að koma enn betur fram, enda allt of mikið af rangfærslum í lögregluskýrslum, auk þess sem að heilbrigð skynsemi kallar á að yfirvöld rannsaki málið allt uppá nýtt.

Hér segir Þórólfur Hilbert sögu bróður síns, Kristins H Jóhannesarsonar, auk þess sem við ræðum atburði umræddar nætur.

https://open.spotify.com/episode/4Ko90R6LItzrIItpJ9pUbC

Í þessum þætti snerust hlutirnir við, er dæturnar Sólveig Steinunn, Rebekka Helga og Auður Margrét tóku yfir stjórn þátt...
20/04/2025

Í þessum þætti snerust hlutirnir við, er dæturnar Sólveig Steinunn, Rebekka Helga og Auður Margrét tóku yfir stjórn þáttarins. Fóru þær yfir eitt og annað sem sneru að uppeldi og æsku þeirra, þar sem bílar og ferðalög ýmiskonar spiluðu stóran þátt.

https://open.spotify.com/episode/5en4jh31oLznlEX8qG6Th0

Ísfirðingurinn Hörður Kristjánsson er sannur áhugamaður um góðar samgöngur á Íslandi, bara rétt eins og pabbi hans Krist...
05/04/2025

Ísfirðingurinn Hörður Kristjánsson er sannur áhugamaður um góðar samgöngur á Íslandi, bara rétt eins og pabbi hans Kristján Jónsson. Kitti á Ítunni eins og hann var alltaf kallaður var svo sannarlega frumkvöðull í vegagerð og bjó til veginn um Óshlíð á árunum 1946 til 1950, auk þess að koma að gerð fyrstu jarðgangna á Íslandi í gegnum Arnarneshamar. Við Hörður ræðum í þessum þætti um samgöngur fyrri ára og stöðuna í dag.

(EDIT, í þættinum er minnst á mann að nafni Jón Fanndal, en hann hét Jón Fannberg, rétt að þetta komi fram nú)

https://open.spotify.com/episode/3QVQsTBrZKousmOVZp3CyK

Address

Hæðarsel 16
Reykjavík
109

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Bílar, fólk og ferðir posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category