Bílar, fólk og ferðir

Bílar, fólk og ferðir Contact information, map and directions, contact form, opening hours, services, ratings, photos, videos and announcements from Bílar, fólk og ferðir, Podcast, Hæðarsel 16, Reykjavík.

Eins og talað var um í síðasta þætti, þá var ákveðið að Snorri S Konráðsson bifvélavirkjameistari myndi koma í heimsókn ...
02/06/2025

Eins og talað var um í síðasta þætti, þá var ákveðið að Snorri S Konráðsson bifvélavirkjameistari myndi koma í heimsókn þar sem hann myndi fara vel yfir sín gögn og þær niðurstöður sem voru kynntar í þætti Sigursteins Mássonar um Íslensks Sakamál.

Snorri segir í fyrstu örstutt frá sínum bakgrunni í fræðunum og frá reynslu sinni vegna starfa sinna í 14 ár við að rannsaka vettvang og bíla þar sem slys hafa orðið.

Seinni hluti þáttarins fer í að ræða þær 4 - 5 sekúntur sem tekur umræddan bíl á Óshlíðinni fara af veginum, niður í fjöruna, auk annara ummerkja sem sjást á myndum frá þessum tíma, sem sanna að umræddur útafakstur var ekki slys.

Hér er þáttur sem enginn má láta framhjá sér fara.

https://open.spotify.com/episode/6qpVbylCnMxoCcO84Ttdo9

Eftir nýlegan sjónvarpsþátt Sigursteins Mássonar um Íslensk Sakamál, þar sem fjallað var ítarlega um útafakstur leigubíl...
29/05/2025

Eftir nýlegan sjónvarpsþátt Sigursteins Mássonar um Íslensk Sakamál, þar sem fjallað var ítarlega um útafakstur leigubíls á Óshlíð í september 1973, gerði þáttarstjórnandi örsuttan pistil á facebók sem fékk mikil viðbrögð.

Í framhaldi af þeim viðbrögðum þótti einsýnt að saga þess látna yrði að koma enn betur fram, enda allt of mikið af rangfærslum í lögregluskýrslum, auk þess sem að heilbrigð skynsemi kallar á að yfirvöld rannsaki málið allt uppá nýtt.

Hér segir Þórólfur Hilbert sögu bróður síns, Kristins H Jóhannesarsonar, auk þess sem við ræðum atburði umræddar nætur.

https://open.spotify.com/episode/4Ko90R6LItzrIItpJ9pUbC

Í þessum þætti snerust hlutirnir við, er dæturnar Sólveig Steinunn, Rebekka Helga og Auður Margrét tóku yfir stjórn þátt...
20/04/2025

Í þessum þætti snerust hlutirnir við, er dæturnar Sólveig Steinunn, Rebekka Helga og Auður Margrét tóku yfir stjórn þáttarins. Fóru þær yfir eitt og annað sem sneru að uppeldi og æsku þeirra, þar sem bílar og ferðalög ýmiskonar spiluðu stóran þátt.

https://open.spotify.com/episode/5en4jh31oLznlEX8qG6Th0

Ísfirðingurinn Hörður Kristjánsson er sannur áhugamaður um góðar samgöngur á Íslandi, bara rétt eins og pabbi hans Krist...
05/04/2025

Ísfirðingurinn Hörður Kristjánsson er sannur áhugamaður um góðar samgöngur á Íslandi, bara rétt eins og pabbi hans Kristján Jónsson. Kitti á Ítunni eins og hann var alltaf kallaður var svo sannarlega frumkvöðull í vegagerð og bjó til veginn um Óshlíð á árunum 1946 til 1950, auk þess að koma að gerð fyrstu jarðgangna á Íslandi í gegnum Arnarneshamar. Við Hörður ræðum í þessum þætti um samgöngur fyrri ára og stöðuna í dag.

(EDIT, í þættinum er minnst á mann að nafni Jón Fanndal, en hann hét Jón Fannberg, rétt að þetta komi fram nú)

https://open.spotify.com/episode/3QVQsTBrZKousmOVZp3CyK

Ari Arnórsson er sannkallaður frumkvöðull eins og hlustendur þáttarins munu átta sig á eftir hlustun. Ari er heimsmaður,...
23/02/2025

Ari Arnórsson er sannkallaður frumkvöðull eins og hlustendur þáttarins munu átta sig á eftir hlustun. Ari er heimsmaður, hefur mikla og góða sannfæringu fyrir lífsins gildum. Sem barn bjó hann ásamt foreldrum sínum víða og í 3 löndum og eflaust hefur það haft góð áhrif á hugsanahátt, viljastyrk og þá staðreynd að heimurinn er í raun pínu lítill. Kappinn hefur um nokkurt skeið lagt tíma og metnað í að hanna og koma að framleiðslustigi alíslenskan bíl frá grunni, Eins nálægt lokatakmarkinu og raunin er, segir Ari okkur sögu sína á mjög skilmerkilegan hátt. Hann segir marga sem hafa kynnt sér Ísar verkefnið segja það líklegt til að verða næsta Íslenska ævintýri á borð við Marel, Össur o.fl.

https://open.spotify.com/episode/5iEThGtHNpSEKYU8KJ2wAV

Það hefur staðið lengi til að Þorgrímur St Árnason úr Keflavík kæmi í þáttinn til að segja sína sögu, en Toggi eins og k...
09/02/2025

Það hefur staðið lengi til að Þorgrímur St Árnason úr Keflavík kæmi í þáttinn til að segja sína sögu, en Toggi eins og kappinn er ofast kallaður á meðal annara jeppamanna og um leið kenndur við heimabæ sinn Keflavík og bílnúmerið Ö-250. Er einn af þeim fáu sem hafa ekið jeppa sínum heima á hlað á Hornbjargsvita og fengið kaffi hjá Óla komma.

Nýverið greinist Toggi með Alzheimer sjúkdóminn, en mætir hér einlægur í viðtalsþátt með kjarkinn að vopni, nú sem áður.

https://open.spotify.com/episode/7ItglOOinXDQZqCBjdwE91

Loksins fannst tími til að búa til einn þátt :)En flestir þekkja Dossa er hann var kóngurinn í Bláfjöllum, en færri þekk...
01/02/2025

Loksins fannst tími til að búa til einn þátt :)

En flestir þekkja Dossa er hann var kóngurinn í Bláfjöllum, en færri þekkja sögu hans er snýr að bílum og ferðalögum víða um land. Dossi er frábær og var greinilega frumkvöðull í svo mörgu og gaman að fá að heyra sögur frá hans yngri árum.

https://open.spotify.com/episode/1N1UWmByDAfieeHwwNGGFM

Það var sérlega gaman að fá Jóhannes Árnason í heimsókn fyrr í dag, en hann hefur eiginlega alla sína ævi unnið við akst...
22/04/2024

Það var sérlega gaman að fá Jóhannes Árnason í heimsókn fyrr í dag, en hann hefur eiginlega alla sína ævi unnið við akstur bíla ýmiskonar. Jói er góður sögumaður eins og margir kolleka hans úr flutningabílabransanum og segir hér vel frá lífi og starfi sl ára.

https://open.spotify.com/episode/0lCKa7B1rP8RSWySLQESHh

Við þekkjum öll gulu hópferðabílana sem eru svo víða hér um borg á ferðinni.   Vel merktir TEITUR og hér segir Harald Te...
20/04/2024

Við þekkjum öll gulu hópferðabílana sem eru svo víða hér um borg á ferðinni. Vel merktir TEITUR og hér segir Harald Teitsson sonur Teits Jónassonar sögu pabba síns og fyrirtækisins sem hefur starfað í rúm 60 ár.

https://open.spotify.com/episode/3Sp3ZqgSm8Bvcffxsxyfmm

Strandamaðurinn Einar Indriðason mætti óvænt í heimsókn og auðvitað stukkum við niður í stúdeóið og tókum upp einn þátt....
04/04/2024

Strandamaðurinn Einar Indriðason mætti óvænt í heimsókn og auðvitað stukkum við niður í stúdeóið og tókum upp einn þátt. Einar hefur stundað akstur um langt skeið, ekið vöruflutningabílum og rútum ýmiskonar, þar á meðal eitt sumar með hinum eina sanna Guðmundi Jónassyni fjallabílstjóra. Skemmtilegur þáttur að mati þáttarstjórnanda, sem hefur ekki hlegið jafn mikið í langan tíma.

https://open.spotify.com/episode/7ohHyTjTnxSy8KRm5JaMP4?si=oI5P_3Y5Rj-INtFRu066WQ

Fjallagarpurinn og frumherjinn Úlfar Jacobsen hóf snemma rekstur bíla til aksturs um hálendi Íslands.  Var ætíð hrókur a...
31/03/2024

Fjallagarpurinn og frumherjinn Úlfar Jacobsen hóf snemma rekstur bíla til aksturs um hálendi Íslands. Var ætíð hrókur alls fagnaðar, með gott skopskyn, frásagnaglaður svo aðrir heilluðust með.

Hér segir Hilmar Jacobsen sögu pabba síns og fjölskyldufyrirtækisins og það er ljóst að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.

https://open.spotify.com/episode/10y6KZUxArvHNmQeBfcjAj

Address

Hæðarsel 16
Reykjavík
109

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Bílar, fólk og ferðir posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category