Rás 2

Rás 2 Rás 2 er mikilvægur hluti af menningarlífi landsmanna, tónlist, fréttum, dægurmálum og viðburðum.

10/12/2025

Lag Andra Eyvinds, Bakvið ljósin, er sigurlag jólalagakeppni Rásar 2 árið 2025 ⭐🎁

Stóru málin í Morgunútvarpinu 🪴
10/12/2025

Stóru málin í Morgunútvarpinu 🪴

Pottaplöntur eiga erfitt í skammdeginu alveg eins og við.

Samstarf Hafdísar Helgu og Atla Fannars hefur gengið stóráfallalaust fyrir sig en þau vakna með hlustendum alla virka mo...
09/12/2025

Samstarf Hafdísar Helgu og Atla Fannars hefur gengið stóráfallalaust fyrir sig en þau vakna með hlustendum alla virka morgna klukkan sjö.

Áttu eftir að senda þeim óvenjulegu jólahefðina þína? Sendu þeim póst á [email protected] og óvenjulega jólahefðin þín gæti endað í beinni útsendingu 🎄

Hvernig finnst þér nýju sánaklefarnir í Vesturbæjarlauginni?
08/12/2025

Hvernig finnst þér nýju sánaklefarnir í Vesturbæjarlauginni?

Nýir sánaklefar hafa loksins opnað í Vesturbæjarlauginni eftir mikið japl, jaml og fuður. Morgunútvarpið fékk því til sín sérfræðing um málið.

Í bókinni má finna rétti á borði við Vandræðalaxinn, Jailehouse Rock-kjúkling og Gratíneraðan togara án aflaheimilda 😋
08/12/2025

Í bókinni má finna rétti á borði við Vandræðalaxinn, Jailehouse Rock-kjúkling og Gratíneraðan togara án aflaheimilda 😋

Matreiðslubók sem inniheldur uppskriftir fá föngum hefur stimplað sig inn í jólabókaflóðið.

Ert þú með einhverjar óvenjulegar jólahefðir? 🎅Morgunútvarpið heyrðu í jólabarninu Jóhönnu Svölu sem sagði hlustendum fr...
07/12/2025

Ert þú með einhverjar óvenjulegar jólahefðir? 🎅

Morgunútvarpið heyrðu í jólabarninu Jóhönnu Svölu sem sagði hlustendum frá óvenjulegu jólahefðunum sínum. Endilega segið okkur frá óvenjulegu jólahefðunum ykkar hér fyrir neðan og þær gætu endað í beinni útsendingu 🎄

Jólahefðir Íslendinga eru jafn misjafnar og þær eru margar og sumar eru ansi óvenjulegar, eins og Morgunútvarpið á Rás 2 komst að.

Það er sunnudagur í aðventu í dag og Rokkland dagsins ber þess merki. Við komum aðeins við í aðventugleði Rásar 2 sem fó...
07/12/2025

Það er sunnudagur í aðventu í dag og Rokkland dagsins ber þess merki. Við komum aðeins við í aðventugleði Rásar 2 sem fór fram á föstudaginn – heyrum í Páli Óskar og Benna Hemm Hemm sem fluttu meðal annars lagið hans Magga Eiríks, Gleði og friðarjól.

Ólöf Arnalds var að senda frá sér plötuna Spíru á föstudaginn. Spíra er fimmta platan hennar og sú fyrsta sem er öll sungin á Íslensku síðan fyrsta platan, Við og við kom út 2007. Ólöf Arnalds kemur í heimsókn í seinni hluta þáttarins en fyrri hlutinn er að mestu helgaður plötuni Majones jól sem kom 2006 en var að koma út á vinyl í fyrsta skipti í vikunni. Bogomil Font og Samúel Jón Samúelsson rifja upp hvernig það vildi til að þessi plata kom út.

Helgarútgáfan hendist af stað eftir hádegisfréttir. Meðmælasúpan er á sínum stað en verður nú með skemmtilegu jólabíómyn...
06/12/2025

Helgarútgáfan hendist af stað eftir hádegisfréttir. Meðmælasúpan er á sínum stað en verður nú með skemmtilegu jólabíómyndaívafi. Þau Ragnar Eyþórsson og Hulda Geirsdóttir koma til mín rétt upp úr kl. 13 en þau eru bæði annálaðir kvikmyndaunnendur og ætla að deila með okkur gæðabíóstundum yfir jólin. Við heyrum af jólaballi í Iðnó næstu helgi, jólalagakeppni Rásar 2 og smá af bestu lögum 2025. Hvað viljið þið annars heyra þennan laugardaginn?

05/12/2025

Address

Efstaleiti 1
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Rás 2 posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category