Kirkjan

Kirkjan Hér segjum við fréttir af starfi þjóðkirkjunnar um allt land. Við biðjum alla þátttakendur að vera kurteisir og halda sig við efnið hverju sinni.

Þjóðkirkjan er lifandi og öflug hreyfing fólks sem á samleið í trúnni á Guð sem Jesús Kristur birtir og boðar.

Þjóðkirkjan er sýnilegt, litríkt og vaxandi samfélag sem vekur og nærir kristna trúariðkun og andlegt líf.

Þjóðkirkjan mætir sérhverri manneskju þar sem hún er stödd á lífsleiðinni, veitir liðsinni og skjól.

Þjóðkirkjan er vettvangur samtals í þjóðfélaginu um þýðingarmikil málefni í lj

ósi kristinnar trúar og siðferðis.

Þjóðkirkjan virkjar fólk í starfi sínu og eflir það til þjónustu við Guð og náungann.

---

Á síðu kirkjunnar á Facebook skrifa prestar, djáknar og leikmenn sem eru virkir í starfi kirkjunnar. Notendur síðunnar geta brugðist við efni hennar með ummælum og tekið þátt í samtali á umræðuþráðum.

19/07/2025

Skálholtshátíð verður haldin nú um helgina 18. - 20. júlí.

Verið innilega velkomin að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá alla helgina.

Málþing - Útimessa - Ragnheiðarganga - Hátíðartónleikar - Fornleifaskóli barnanna - Hátíðarmessa - Pílagrímaganga - Hátíðardagskrá - kirkjukaffi á Hvönn.

Góðir gestir, vinir og velunnarar Skálholtsstaðar koma saman og gera hátíðina sem besta úr garði.

Dagskrána má lesa hér en ítarlegri dagskrá er á skalholt.is

19/06/2025

Til hamingju með kvenréttindadaginn kæru vinir! Í dag eru 110 ár síðan konur, fertugar og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Við megum ekki sofna á verðinum en þó ekki gleyma að fagna degi sem þessum.Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, minnir okkur hér á að þakka mömmum okkar og ömmum fyrir að hafa rutt brautina fyrir okkur sem á eftir komum, og hugsa með þakklæti til þeirra kynslóða sem leiddu okkur hingað.

17/06/2025

Gleðilega þjóðhátíð kæru Íslendingar🇮🇸
Komdu með okkur á bakvið tjöldin þennan rennblauta þjóðhátíðardag okkar Íslendinga í þessu tæplega þriggja mínútna langa myndskeiði sem endar á blessun flutta af biskupi Íslands, Guðrúnu Karls Helgudóttur.

Dagurinn hófst á hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík og byrjaði fólk að streyma að rétt rúmlega 09:00 í morgun.
Fyrir utan veggi kirkjunnar ómaði upphitun kórsins á Austurvelli, lögreglan var komin á sína staði, rigningin læddist niður úr skýjunum og brosandi börn voru komin á stjá.
Guðsþjónustan sjálf byrjaði kl.10:15. Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir þjónaði fyrir altari ásamt sóknarpresti Dómkirkjunnar, sr. Sveini Valgeirssyni sem prédikaði.
Guðsþjónustunni var útvarpað á Rúv en hér er brot úr bæn dagsins.
(alla bænina má sjá á Facebook síðu biskups Íslands).

Friðarins Guð, gef frið á jörðu. Stöðva ill ráð, greið veg
þeirra sem flytja sátt og semja frið milli þjóða og kynþátta
og trúarbragða.

Við felum þér líf og starf okkar allra, annir
og hvíld, og biðjum þess að við megum vinna ljóssins verk
meðan dagur er og getum örugg staðið frammi fyrir þér er
ævinni lýkur.
Í Jesú nafni.
Amen.

Prestsvígsla í Dómkirkjunni 15.júní 2025
15/06/2025

Prestsvígsla í Dómkirkjunni
15.júní 2025

13/06/2025

Hlakka til prestvígslu á sunnudaginn!

Það er ávallt stór stund þegr nýjir þjónar eru vígðir í Þjóðkirkjunni.

Á sunnudaginn kemur, kl. 14 verða þrír guðfræðingar vígðir til prests í Dómkirkjunni í Reykjavík. Það eru þeir Benedikt Sigurðsson, Bjarki Geirdal Guðfinnsson og Sveinbjörn Dagnýjarson. Þeir munu þjóna sem prestar í Garðaprestakalli, Breiðholtsprestakalli og Egilsstaðaprestkalli.

Við leggjum okkar nýju þjóna og fjölskyldur þeirra í Guðs hendur.

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Kirkjan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share