Kirkjan

Kirkjan Facebook síða Þjóðkirkjunnar! Hér segjum við fréttir af starfi Þjóðkirkjunnar um allt land.

Þjóðkirkjan er lifandi og öflug hreyfing fólks sem á samleið í trúnni á Guð sem Jesús Kristur birtir og boðar.

Þjóðkirkjan er sýnilegt, litríkt og vaxandi samfélag sem vekur og nærir kristna trúariðkun og andlegt líf.

Þjóðkirkjan mætir sérhverri manneskju þar sem hún er stödd á lífsleiðinni, veitir liðsinni og skjól.

Þjóðkirkjan er vettvangur samtals í þjóðfélaginu um þýðingarmikil málefni í lj

ósi kristinnar trúar og siðferðis.

Þjóðkirkjan virkjar fólk í starfi sínu og eflir það til þjónustu við Guð og náungann.

---

Á síðu kirkjunnar á Facebook skrifa prestar, djáknar og leikmenn sem eru virkir í starfi kirkjunnar. Notendur síðunnar geta brugðist við efni hennar með ummælum og tekið þátt í samtali á umræðuþráðum. Við biðjum alla þátttakendur að vera kurteisir og halda sig við efnið hverju sinni.

24/08/2025
Kirkjuklukkum landsins verður hringt samtímis á morgun, fimmtudaginn 7.ágúst klukkan 13:00, fyrir friði og til stuðnings...
06/08/2025

Kirkjuklukkum landsins verður hringt samtímis á morgun, fimmtudaginn 7.ágúst klukkan 13:00, fyrir friði og til stuðnings íbúum á Gasa.

Bells for Peace

Churches in Norway, Finland, Iceland, Sweden, Jordan and the Palestinian Territories will ring bells, light candles and offer prayers on Thursday to call for an end to the humanitarian catastrophe in Gaza

Read more: https://lutheranworld.org/news/norway-church-bells-ring-out-solidarity-gaza


Kirkko Suomessa Den norske kirke Svenska kyrkan Kirkjan Evangelical Lutheran Church of Hope- Ramallah Evangelical Lutheran Church in Jordan and the Holy Land

05/08/2025

Kirkjuklukkum landsins verður hringt fyrir friði og til stuðnings íbúum á Gasa!

Biskup Íslands og vígslubiskupar hvetja til þess að kirkjuklukkum landsins verði hringt fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13 í 7 – 15 mínútur til stuðnings íbúum á Gasa.

Fréttir berast dag hvern um ómannúðlegt ástand á Gasa þar sem yfir 60 000 manns hafa látið lífið og staðan versnar dag frá degi. Þetta er manngerður hryllingur þar sem engum er þyrmt og jafnvel komið í veg fyrir mannúðaraðstoð.

Kristin kirkja getur ekki staðið hljóð hjá og því hvetja biskuparnir kirkjunnar þjóna til þess að hringja kirkjuklukkum sem flestra kirkna á Íslandi samtímis. Klukkum dómkirknanna þriggja, Dómkirkjunnar í Reykjavík, Skálholtsdómkirkju og Hóladómkirkju verður hringt og von okkar er að sem flestar kirkjur taki þátt. Klukknaköllin verða með því ákall um frið og til þess að vekja athygli á þeim sem líða á Gasa. Þá hvetjum við til til þess að fólk tendri ljós, biðji fyrir þeim sem þjást á Gasa og fyrir friði.

Frumkvæði að þessu eiga biskupar Norsku kirkjunnar og verður klukkum hring samtímis á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og hjá systurkirkjum okkar í Jerúsalem.

Bæn fyrir Gasa:

Friðarins Guð.
Við biðjum þig fyrir öllum þeim sem þjást og líða á Gasa. Þrátt fyrir að við séum langt frá átökum og þjáningum þeirra sem þar líða þá finnum við fyrir sársauka þeirra. Við upplifum vanmátt, sorg og angist með systkinum okkar á Gasa. Hjálpa þeim að missa ekki vonina jafnvel þegar staðan virðist vonlaust. Guð, hjálpa okkur að gleyma aldrei þeim sem þjást í þessum heimi. Gef þeim sem hafa völd til þess að leggja niður vopn og koma á friði, sanna löngun til þess að nýta áhrif sín til góðs.
Guð gef frið á Gasa.
Í Jesú nafni, amen.

19/07/2025

Skálholtshátíð verður haldin nú um helgina 18. - 20. júlí.

Verið innilega velkomin að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá alla helgina.

Málþing - Útimessa - Ragnheiðarganga - Hátíðartónleikar - Fornleifaskóli barnanna - Hátíðarmessa - Pílagrímaganga - Hátíðardagskrá - kirkjukaffi á Hvönn.

Góðir gestir, vinir og velunnarar Skálholtsstaðar koma saman og gera hátíðina sem besta úr garði.

Dagskrána má lesa hér en ítarlegri dagskrá er á skalholt.is

Address

Borgartún 26
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Kirkjan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share