RÚV - Fréttir

RÚV - Fréttir Hafið samband á [email protected]. This is the official page for RÚV News, the newsroom of the Icelandic National Broadcasting Service.

You can also reach us through email [email protected].

„Það er náttúrulega stórhættulegt að ganga á nýstorknuðu hrauni, það getur tekið mörg ár fyrir nýtt hraun að storkna, þa...
30/07/2025

„Það er náttúrulega stórhættulegt að ganga á nýstorknuðu hrauni, það getur tekið mörg ár fyrir nýtt hraun að storkna, þannig að vinsamlegast ekki vera að príla á nýstorknuðu eða nýju hrauni,“ segir Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Tvær vikur eru frá því að eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni. Gosvirkni er stöðug og Veðurstofan leggur til að öll nýja hraunbreiðan verði afmörkuð og skilgreind sem áhættusvæði.

30/07/2025

Einn af tíu stærstu jarðskjálftum sögunnar reið yfir í Rússlandi í nótt.

Nóróveiran sem greindist í tengslum við þríþrautarkeppni í Laugarvatni fyrr í mánuðinum átti ekki rætur sínar að rekja t...
30/07/2025

Nóróveiran sem greindist í tengslum við þríþrautarkeppni í Laugarvatni fyrr í mánuðinum átti ekki rætur sínar að rekja til Laugarvatns. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir líklegast að umgangspest hafi gengið manna á milli.

Nóróveiran sem greindist í fólki í tengslum við þríþrautarkeppni í Laugarvatni fyrr í mánuðinum átti rætur sínar ekki að rekja til Laugarvatns. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir líklegast að umgangspest hafi gengið manna á milli.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði í skýrslu árið 2018 að Ísla...
30/07/2025

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði í skýrslu árið 2018 að Ísland hefði aldrei afturkallað aðildarumsókn sína að Evrópusambandinu. Hann segist ekki muna eftir skýrslunni.

📜Ríkisstjórn Ástralíu hefur gert breytingar á frumvarpi til laga sem bannar samfélagsmiðlanotkun barna þannig að myndban...
30/07/2025

📜Ríkisstjórn Ástralíu hefur gert breytingar á frumvarpi til laga sem bannar samfélagsmiðlanotkun barna þannig að myndbandsmiðillinn YouTube hljóti ekki undanþágu.

🚫Bannið nær til samfélagsmiðlanotkunar barna undir 16 ára aldri en áður hafði verið ráðgert að YouTube yrði undanþegið banninu. YouTube, sem er í eigu Google, hafði fært rök fyrir því að myndbandsmiðillinn væri ekki samfélagsmiðill í skilningi frumvarpsins.

▶️Samkvæmt banninu verður börnum áfram leyft að horfa á myndefni á YouTube. ❌Þeim verður hins vegar ekki leyft að búa til eigin notandaaðgang, sem þarf til þess að hlaða upp myndböndum og skrifa athugasemdir á YouTube.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands sást skjálftinn greinilega á mælitækjum hennar, þar sem upptökin eru í hnattrænu samhengi ek...
30/07/2025

Samkvæmt Veðurstofu Íslands sást skjálftinn greinilega á mælitækjum hennar, þar sem upptökin eru í hnattrænu samhengi ekki mjög fjarri Íslandi.

Jarðskjálfti, 8,8 að stærð, mældist við Kamtsjatkaskaga kl. 23:24 í gær.Flóðbylgjuviðvaranir hafa verið gefnar út í Japan, Rússlandi, Ekvador og Bandaríkjunum.Fimm metra há flóðbylgja skall á Kamtsjatku, að minnsta kosti s*x eftirskjálftar fylgdu.Fukushima-kjarnorkuverið í J...

Forstjóri flugfélagsins Play segir afskráningu Play af markaði ekki útilokaða, verði samkeppnin hér landi óbærileg.
30/07/2025

Forstjóri flugfélagsins Play segir afskráningu Play af markaði ekki útilokaða, verði samkeppnin hér landi óbærileg.

Utanríkisráðherra fagnar ákvörðun Breta um að þeir ætli að viðurkenna sjálfstæði Palestínu í haust. Hún segir ljóst að a...
29/07/2025

Utanríkisráðherra fagnar ákvörðun Breta um að þeir ætli að viðurkenna sjálfstæði Palestínu í haust. Hún segir ljóst að alþjóðlegur þrýstingur sé að skila sér og að fleiri ríki íhugi að gera hið sama.

Fjórir númerslausir bílar fullir af bensínbrúsum hafa verið fjarlægðir af bílastæði við Seljakirkju í Breiðholti á undan...
29/07/2025

Fjórir númerslausir bílar fullir af bensínbrúsum hafa verið fjarlægðir af bílastæði við Seljakirkju í Breiðholti á undanförnum vikum. Íbúar kvarta sáran yfir ófremdarástandi sem þar hefur skapast. Lögreglan segir málið í rannsókn.

Stefnubreyting í færeyskum sjávarútvegsmálum sem lögmaður Færeyja boðaði í dag var óhjákvæmileg og í samræmi við vaxandi...
29/07/2025

Stefnubreyting í færeyskum sjávarútvegsmálum sem lögmaður Færeyja boðaði í dag var óhjákvæmileg og í samræmi við vaxandi áhuga Færeyinga á þátttöku í alþjóðasamstarfi, að mati aðalræðismanns Íslands í Færeyjum.

Þátttaka Færeyja í refsiaðgerðum gegn rússneskum útgerðum kemur ekki á óvart, segir aðalræðismaður Íslands í Færeyjum. Áratugalangt samstarf við Rússa í sjávarútvegi hafi sætt vaxandi gagnrýni eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Íbúar í nágrenni Seljakirkju í Breiðholti kvarta sáran yfir bifreið sem er full af bensínbrúsum og stendur á bílastæði v...
29/07/2025

Íbúar í nágrenni Seljakirkju í Breiðholti kvarta sáran yfir bifreið sem er full af bensínbrúsum og stendur á bílastæði við kirkjuna. Sami bíll sást á öryggismyndavélum flutningafyrirtækisins Fraktlausna þegar hundruðum lítra af dísilolíu var stolið.

Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar vegna úrkomuspár um helgina og að viðbragð...
29/07/2025

Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar vegna úrkomuspár um helgina og að viðbragðsáætlun sé til staðar ef allt fer á versta veg.

Address

Efstaleiti 1
Reykjavík
150

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when RÚV - Fréttir posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share