
30/07/2025
„Það er náttúrulega stórhættulegt að ganga á nýstorknuðu hrauni, það getur tekið mörg ár fyrir nýtt hraun að storkna, þannig að vinsamlegast ekki vera að príla á nýstorknuðu eða nýju hrauni,“ segir Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Tvær vikur eru frá því að eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni. Gosvirkni er stöðug og Veðurstofan leggur til að öll nýja hraunbreiðan verði afmörkuð og skilgreind sem áhættusvæði.