RÚV - Fréttir

RÚV - Fréttir Hafið samband á [email protected]. This is the official page for RÚV News, the newsroom of the Icelandic National Broadcasting Service.

You can also reach us through email [email protected].

Nú er Reykjanesbraut tvöföld milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar.
11/12/2025

Nú er Reykjanesbraut tvöföld milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar.

Varaformaður Miðflokksins segir að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan EES verði ekki hægt að setja bremsu á fjölgun ...
11/12/2025

Varaformaður Miðflokksins segir að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan EES verði ekki hægt að setja bremsu á fjölgun útlendinga hér á landi. Dómsmálaráðherra segir það árás gegn íslensku efnahagslífi.

Nauðgunardómur yfir tveimur karlmönnum var þyngdur í Landsrétti í dag. Við ákvörðun refsingar hafi Landsréttur litið til...
11/12/2025

Nauðgunardómur yfir tveimur karlmönnum var þyngdur í Landsrétti í dag. Við ákvörðun refsingar hafi Landsréttur litið til þess að mennirnir notfærðu sér ölvun konunnar og brutu með grófum og sérlega ófyrirleitnum hætti gegn kynfrelsi hennar.

Nemó segir á Instagram að hán vilji ekki lengur geyma bikarinn á hillu sinni í ljósi ákvörðunar EBU að leyfa Ísrael að k...
11/12/2025

Nemó segir á Instagram að hán vilji ekki lengur geyma bikarinn á hillu sinni í ljósi ákvörðunar EBU að leyfa Ísrael að keppa.

11/12/2025

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson óskar Íslandi til hamingju með þá ákvörðun að taka ekki þátt í Eurvision 2026. Hann segist skilja að ákvarðanatakan hafi reynst erfið en segir jafnframt að stundum verði að taka erfiðar ákvarðanir til þess að standa með þeim sem minna mega sín.

Páll leggur til að 40 ára afmæli Söngvakeppni sjónvarpsins verði fagnað með „brjáluðu showi“. Hann kveðst sjálfur ætla að heyra í þekktasta tónlistarfólki landsins til þess að taka þátt í afmælishátíðinni.

„Ég skal sko hringja í Rottweiler-hundana, Emmsjé Gauta, Bríeti og Björk og bara alla. Ég skal vera með líka, ég skal kynna keppnina.“

Framkvæmdastjóri Eurovision segist virða afstöðu Íslands og annarra ríkja sem hafa ákveðið að taka ekki þátt í Eurovisio...
11/12/2025

Framkvæmdastjóri Eurovision segist virða afstöðu Íslands og annarra ríkja sem hafa ákveðið að taka ekki þátt í Eurovision í vor. Hann segist persónulega ætla að ábyrgjast að öll lönd sem taka þátt í keppninni fari eftir reglum hennar.

Danska ríkið greiðir bætur til þúsunda grænlenskra kvenna sem settar voru á getnaðarvörn án þeirra vitundar. Margt er þó...
11/12/2025

Danska ríkið greiðir bætur til þúsunda grænlenskra kvenna sem settar voru á getnaðarvörn án þeirra vitundar. Margt er þó enn á huldu og konurnar eru ekki enn sannfærðar.

Staðfest er að eitt íslensku barnanna sem getið er með sæði hins danska „Kjelds“ ber ekki stökkbreytingu. Móðir barnsins...
11/12/2025

Staðfest er að eitt íslensku barnanna sem getið er með sæði hins danska „Kjelds“ ber ekki stökkbreytingu. Móðir barnsins segir að það hafi verið mikið áfall að heyra hversu mörg börn voru getin með sæði gjafans.

Staðfest er að eitt íslensku barnanna sem getið er með sæði hins danska „Kjelds“ ber ekki stökkbreytingu. Móðir barnsins segir að það hafi verið mikið áfall að heyra hversu mörg börn voru getin með sæði gjafans. Börnin eru fjögur hér á landi.

Á meðan mörgum þykir ljósadýrðin notaleg í svartasta skammdeginu eru aðrir sem telja að skreytingagleði nágrannans hafi ...
11/12/2025

Á meðan mörgum þykir ljósadýrðin notaleg í svartasta skammdeginu eru aðrir sem telja að skreytingagleði nágrannans hafi keyrt um þverbak.

Fjölmargar kvartanir berast Húseigendafélaginu á hverju ári vegna jólaskreytinga. Lögmaður félagsins segir mikilvægt að húsfélög setji reglur um slíkar skreytingar til að koma í veg fyrir ágreining milli íbúa.

Lykilvitni í Samherjamálinu í Namibíu segist hafa fengið tilboð um rúmlega 400 milljónir króna fyrir að þegja um vitnesk...
11/12/2025

Lykilvitni í Samherjamálinu í Namibíu segist hafa fengið tilboð um rúmlega 400 milljónir króna fyrir að þegja um vitneskju sína um starfsemi Samherja í Namibíu. Vitnið, Sharon Neumbo, fullyrðir að peningarnir hafi átt að koma frá Samherja. Samherji vill ekki tjá sig um þessar staðhæfingar.

Lykilvitni í Samherjamálinu í Namibíu segist hafa fengið tilboð um rúmlega 400 milljónir króna fyrir að þegja um vitneskju sína um starfsemi Samherja í Namibíu. Þetta kemur fram í vitnaskýrslu yfir henni. Rannsókn Samherjamálsins er lokið.

Viðgerð á Seyðisfjarðarlínu lauk skömmu fyrir fjögur í nótt. Enn er keyrt á varafli á norðanverðum Vestfjörðum vegna bil...
11/12/2025

Viðgerð á Seyðisfjarðarlínu lauk skömmu fyrir fjögur í nótt. Enn er keyrt á varafli á norðanverðum Vestfjörðum vegna bilunar í Breiðdalslínu. Vont veður tefur viðgerðir.

Keyrt var á varafli á Seyðisfirði eftir að Seyðisfjarðarlína bilaði vegna ísingar. Enn er keyrt á varafli á norðanverðum Vestfjörðum vegna bilunar í Breiðdalslínu. Vont veður tefur viðgerðir.

Address

Efstaleiti 1
Reykjavík
150

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when RÚV - Fréttir posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share