Forlagið útgáfa

Forlagið útgáfa Forlagið er eitt stærsta útgáfufyrirtæki Íslands. Hjá Forlaginu starfa rúmlega 40 starfsmenn og einn köttur, þróunarstjórinn Nói.

Forlagið er eitt stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Það gefur út bækur undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og rekur einnig metnaðarfulla kortaútgáfu. Hjá Forlaginu koma út um 150 nýir titlar ár hvert; bækur af öllu tagi og gerðum og á ýmsum tungumálum.

Þar er einnig rekin Réttindastofa Forlagsins sem selur útgáfurétt af íslenskum bókum til erlendra útgefenda. Forlagið rekur tvær bókabúðir, auk vefverslunar á www.forlagid.is.

Blái pardusinn: Hljóðbók hefur sannarlega slegið í gegn þetta haustið. Bókin hefur fengið tilnefningar til bæði Íslensku...
09/12/2025

Blái pardusinn: Hljóðbók hefur sannarlega slegið í gegn þetta haustið. Bókin hefur fengið tilnefningar til bæði Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlauna og hlotið frábærar viðtökur. Kiljuliðar voru ánægðir með hana, eins og aðrir🎯

Gagnrýnendur Kiljunnar fjölluðu um nýjustu skáldsögu Sigrúnar Pálsdóttur, Blái pardusinn – hljóðbók. „Þetta nær því að vera skemmtilegt og mann langar bæði að skilja þetta og halda áfram að hugsa um þetta,“ segir Þorgeir Tryggvason.

05/12/2025

Allt frá hatti oní skó eftir Einar Má Guðmundsson er saga úr suðupotti sköpunar og mannlífs. Litrík saga á mörkum minninga og skáldskapar ✨🎩👞
Hér segir frá Haraldi sem ætlar að verða skáld og með það að markmiði flytur hann til Kaupmannahafnar með kærustunni haustið 1979. Þar lendir hann strax í suðupotti menningarinnar og kynnist margs konar fólki, ekki síst listamönnum og skáldum, sem og nýjum skáldskap, viðhorfum og tónlist. Skrautlegar persónur, staðir, atvik og sögur lifna við svo úr verður litríkur vefur umleikinn órólegum anda níunda áratugarins 🤩
Einar Már hefur áður boðið lesendum inn í sama sagnaheim, m.a. í verðlaunasögunni Englum alheimsins frá 1993 og þroskasögunni Passamyndum frá 2017 🏅📚

05/12/2025

Rafmagnið fer, farartæki stöðvast og reglur samfélagsins hverfa á einu bretti. Sólgos er ný og spennandi unglingabók um ást og ógnir á gjörbreyttu Íslandi 😮🇮🇸
Arndís Þórarinsdóttir er fjölhæfur höfundur sem skrifar bækur fyrir fullorðna, ungmenni og börn. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, þar á meðal Íslensku bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin og Barnabókaverðlaun Reykjavíkur. Hún hefur einnig verið tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Þýsku barnabókaverðlaunanna 🥇✨

05/12/2025

Þjóðarstolt og stórhugur við upphaf nýrrar aldar 🇮🇸
Sjá dagar koma er fjörug og bráðskemmtileg saga um bjartsýna menn og hnípna þjóð við upphaf nýrrar aldar, þróttmikinn ungmennafélagsanda og framfaraþrá. Salvar Bernódusson er föðurlaus niðursetningur á kotbýli í Dýrafirði árið 1895, unglingur með stóra drauma, táp og þor. Deyfð og drungi sem hvílir yfir þjóðlífinu í kjölfar harðinda og vesturferða er eitur í hans beinum og hann dreymir um framfarir, stórhug og stolt. Úti við sjónarrönd sjá Vestfirðingar glæsileg amerísk seglskip á lúðuveiðum og óvænt kemst Salvar í pláss á slíku skipi. Þar með hefst hans bjarmalandsför yfir höf og lönd ⛵💰
Einar Kárason kann að segja þannig frá að persónur og atburðir lifni við og sögusviðið opnist og hér fá lesendur ríkulega að njóta þeirrar gáfu sagnamannsins slynga. Dásamleg sagnaskemmtun að hætti Einars Kárasonar ✨🏅

05/12/2025

Lík finnst á víðavangi – skyldu fleiri vera í hættu? 😮
Mín er hefndin er sjálfstætt framhald Þegar sannleikurinn sefur þar sem áfram er fjallað um glæparannsóknir og ástarmál húsfreyjunnar í Hvömmum. Um leið er ljósi varpað á siðferði og réttarfar 18. aldar, ekki síst þann aðstöðumun sem eignir og ætterni sköpuðu fólki þegar refsivöndur laganna vofði yfir. 🇮🇸
Nanna Rögnvaldardóttir hefur löngum verið einn virtasti matreiðslubókahöfundur landsins en á undanförnum árum hefur hún einbeitt sér að því að skrifa sögulegar skáldsögur sem njóta síst minni vinsælda 🏅✨

Við óskum höfundum okkar hjartanlega til hamingju með tilnefningar til Fjöruverðlaunanna! ⭐
04/12/2025

Við óskum höfundum okkar hjartanlega til hamingju með tilnefningar til Fjöruverðlaunanna! ⭐

04/12/2025

Aðgát skal höfð í nærveru valds!
Staðreyndirnar eftir Hauk Má Helgason er hárbeitt satíra um ólík tilbrigði við þögn, um uppgjöf andspænis voðaverkum, uppgjör sem aldrei fer fram og þolinmæði þeirra afla sem enn bíða þess í ofvæni að lýðræðis- og frelsisbylgju síðustu áttatíu ára ljúki. Hér er gerð atlaga að þeirri þögn sem ríkt hefur um viss málefni á Íslandi eftir stríð 🤫🇮🇸
Heillandi bók eftir djúpan og óvenjulegan höfund ✨

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynntar nú síðdegis. Við óskum höfundum okkar stolt til hamingju...
03/12/2025

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynntar nú síðdegis. Við óskum höfundum okkar stolt til hamingju!

Bráðskemmtilegt viðtal við Hauk Má Helgason um bókina Staðreyndirnar - skáldsögu um vélrænt vit, mannasiði og nasista 💻
03/12/2025

Bráðskemmtilegt viðtal við Hauk Má Helgason um bókina Staðreyndirnar - skáldsögu um vélrænt vit, mannasiði og nasista 💻

Nýlega kom út hjá Forlaginu nýjasta skáldsaga Hauks Más Helgasonar sem ber heitið Staðreyndirnar. Um er að ræða hárbeitta satíru um ólík tilbrigði við þögn, um uppgjöf andspænis voðaverkum, uppgjör sem aldrei fer fram og þolinmæði þeirra afla sem enn bíða þess í ofvæn...

Frábært viðtal við Brynhildi Þórarinsdóttur um Silfurgengið, eina af þeim vönduðu ungmennabókum sem koma út fyrir jólin ...
02/12/2025

Frábært viðtal við Brynhildi Þórarinsdóttur um Silfurgengið, eina af þeim vönduðu ungmennabókum sem koma út fyrir jólin 💥

Fyrir stuttu kom út hjá Forlaginu ný unglingabók eftir Brynhildi Þórarinsdóttur sem ber nafnið Silfurgengið og er grípandi saga um vináttu og óvænt örlög. Brynhildur er afkastamikill og margverðlaunaður barna- og unglingabókahöfundur en hún hefur einnig getið sér gott orð fyri...

Address

Fiskislóð 39
Reykjavík
101

Opening Hours

Monday 09:00 - 16:00
Tuesday 09:00 - 04:00
Wednesday 09:00 - 16:00
Thursday 09:00 - 16:00
Friday 09:30 - 16:00

Telephone

00354 5755600

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Forlagið útgáfa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Forlagið útgáfa:

Share