09/12/2025
Blái pardusinn: Hljóðbók hefur sannarlega slegið í gegn þetta haustið. Bókin hefur fengið tilnefningar til bæði Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlauna og hlotið frábærar viðtökur. Kiljuliðar voru ánægðir með hana, eins og aðrir🎯
Gagnrýnendur Kiljunnar fjölluðu um nýjustu skáldsögu Sigrúnar Pálsdóttur, Blái pardusinn – hljóðbók. „Þetta nær því að vera skemmtilegt og mann langar bæði að skilja þetta og halda áfram að hugsa um þetta,“ segir Þorgeir Tryggvason.