Forlagið útgáfa

  • Home
  • Forlagið útgáfa

Forlagið útgáfa Forlagið er eitt stærsta útgáfufyrirtæki Íslands. Hjá Forlaginu starfa rúmlega 40 starfsmenn og einn köttur, þróunarstjórinn Nói.

Forlagið er eitt stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Það gefur út bækur undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og rekur einnig metnaðarfulla kortaútgáfu. Hjá Forlaginu koma út um 150 nýir titlar ár hvert; bækur af öllu tagi og gerðum og á ýmsum tungumálum.

Þar er einnig rekin Réttindastofa Forlagsins sem selur útgáfurétt af íslenskum bókum til erlendra útgefenda. Forlagið rekur tvær bókabúðir, auk vefverslunar á www.forlagid.is.

22/07/2025

Villi Neto og Díana Sjöfn kíktu á kiljumarkaðinn í Bókabúð Forlagsins og völdu þar kiljur fyrir nokkra vel valda einstaklinga 🥳 Sérvaldar kiljur eru þar á 99 - 990 kr. á meðan birgðir endast 🎁💰 Ekki gleyma að fylgja okkur á Tiktok en þar galdra Villi og Díana reglulega fram skemmtilegt efni📱🤩

22/07/2025

Bókin Skógarhögg: Geðshræring er meistaraverk Thomasar Bernhard, eins merkasta og óvenjulegasta höfundar 20. aldar. Bókin er óborganlega fyndin skáldsaga sem olli ólgu í menningarlífi Vínar þegar hún kom út á sínum tíma. Skógarhögg ber höfundinum skýrt vitni í miskunnarlausri gagnrýni, músíkölskum stíl, bölsýni og sótsvörtum húmor ◼🎶😄
Hjálmar Sveinsson íslenskaði og ritaði eftirmála. Hér veitir hann okkur innsýn í þessa mögnuðu bók ✨

07/07/2025

Flauel og fatahengi í dásamlegum landsbyggðarljóðum, órómantísk sveitarómantík 🥰🚜
Félagsland er fyrsta ljóðabók Völu Hauks, handhafa Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2024. Í bókinni eru tæp fimmtíu ljóð og rauður þráður hennar eru félagsheimili landsins fyrr og nú, hlutverk þeirra og þýðing, andblær og ásýnd ✨
Vala hefur vakið athygli fyrir sterk og beinskeytt ljóð sín, skýrt myndmál, léttleika og óvanalega sýn. Hún yrkir um lífið í landinu, samfélag og menningu, litbrigði náttúrunnar og hugans, beiskju og sátt, strjála byggð og samvistir við annað fólk. Hér ræðir Vala við okkur um þessa áhugaverðu frumraun sem vakið hefur verðskuldaða athygli 🫶

07/07/2025

Ógleymanlegar ferðir á eigin vegum um ævintýralandið Ísland 🇮🇸🥾Bókin Bíll og bakpoki birtist hér uppfærð og nýjum gönguleiðum hefur verið bætt við. Farið er um gróið land, auðnir fjarri almannaleiðum, eyðibyggðir og leyndar perlur í grennd við þéttbýli. Allar leiðirnar enda á sama stað og þær hófust – við bílinn 🚗
Höfundur bókarinnar er Páll Ásgeir Ásgeirsson en hann er landskunnur leiðsögumaður og ferðabókahöfundur. Hér veitir hann okkur innsýn í þessa mögnuðu bók ✨

„Félagsland er heildstætt og sterkt verk, skrifað af athygli, innsæi og hlýju. Hún fer á lista yfir eina af mínum uppáha...
29/06/2025

„Félagsland er heildstætt og sterkt verk, skrifað af athygli, innsæi og hlýju. Hún fer á lista yfir eina af mínum uppáhalds íslensku ljóðabókum sem ég hef lesið á áratugnum. Takk fyrir mig.“

Félagsland eftir Völu Hauks fær hér lofsamlega umsögn. Ljóðabók sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara 📚

Umfjöllun um ljóðabókina Félagsland eftir Völu Hauks. Vala Hauks hlaut ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2024, Félagsland er hennar fyrsta ljóðabók.

„Didda kemur eins og ferskur andblær inn í bókmenntasenu sumarsins,“ segir Sjöfn hjá Lestrarklefanum 📖Hefnd Diddu Morthe...
27/06/2025

„Didda kemur eins og ferskur andblær inn í bókmenntasenu sumarsins,“ segir Sjöfn hjá Lestrarklefanum 📖

Hefnd Diddu Morthens er fyrsta skáldsaga Sigríðar Pétursdóttur og hefur slegið rækilega í gegn ⭐

Er ekki tilvalið að taka Diddu með í fríið? ✈️

Hin sextuga Didda Morthens er leikaramenntuð en hefur ekki unnið við leiklist í fjöldamörg ár. Hún er hamingjusamlega gift, en hann Elli hennar hefur aldrei tíma fyrir hana, er alltaf að vinna og að farast úr áhyggjum yfir rekstrinum og peningunum. Uppkomin börn Diddu eru allt of uppte...

24/06/2025

Dúkkuverksmiðjan er hlýleg og sjarmerandi saga sem er full af nostalgíu og húmor🥰✨
Þetta er þriðja skáldsaga Júlíu Margrétar Einarsdóttur. Júlía er sögumaður af guðs náð, í senn smellin og einstaklega næm á mannfólkið í öllum sínum breyskleika. Hér færri hún lesandanum heilt þorp – segir sögu íbúanna á hlýlegan og nostalgískan hátt án þess að gefa nokkurn afslátt af stóru spurningunum um ástina, lífið og dauðann ❤☠
Júlía settist niður með okkur í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð og ræddi við okkur um þessa áhugaverðu bók 🎉👏

Ekki missa af mögnuðu sumartilboði 😎🎉  20% afsláttur af nýjum bókum með afsláttarkóðanum: SUMAR✨🏆 Gildir til 30 júní um ...
20/06/2025

Ekki missa af mögnuðu sumartilboði 😎🎉 20% afsláttur af nýjum bókum með afsláttarkóðanum: SUMAR✨🏆
Gildir til 30 júní um valdar bækur sem hafa komið út á árinu 2025, sjá lista yfir bækur í fyrstu athugasemd 👇

Ferðabíó herra Saitos hefur slegið í gegn hjá íslenskum lesendum! 🌟Þessi heillandi saga hefur fengið lofsamlegar umsagni...
20/06/2025

Ferðabíó herra Saitos hefur slegið í gegn hjá íslenskum lesendum! 🌟

Þessi heillandi saga hefur fengið lofsamlegar umsagnir í Bókagulli. Bók sem heillar og hrífur🎥📖✨

Þannig hefst saga Litu sem fæðist og elst upp í nunnuklaustri ásamt kornungri móður sinni sem hefur lítinn áhuga á barnauppeldi en elskar tangó og fallega skó. Líf mæðgnanna tekur óvænta stefnu þegar þær þurfa að flýja heimkynni sín og enda óvænt á afskekktri eyju undan st...

„Hér eru  yndislegar persónur, bráðfyndnir orðaleikir og dásamleg kímni en jafnframt spenna og áhugaverð og flókin flétt...
18/06/2025

„Hér eru yndislegar persónur, bráðfyndnir orðaleikir og dásamleg kímni en jafnframt spenna og áhugaverð og flókin flétta þar sem margt kemur á óvart í lokin” segir Steingerður Steinarsdóttir um bókina Morð og messufall ✝️

Þessar tvær vinsælu bækur hafa verið endurprentaðar og eru loks fáanlegar aftur! 📢
18/06/2025

Þessar tvær vinsælu bækur hafa verið endurprentaðar og eru loks fáanlegar aftur! 📢

.elementor-206972 .elementor-element.elementor-element-d5364e7{margin-top:0px;margin-bottom:0px;padding:0px 0px 0px 0px;}.elementor-206972 .elementor-element.elementor-element-df28b79 > .elementor-element-populated{margin:0px 0px 0px 0px;--e-column-margin-right:0px;--e-column-margin-left:0px;padding...

Já, það var vægast sagt rífandi stemning hjá Júlíu Margréti við útgáfu bókarinnar Dúkkuverksmiðjan, enda tilefni til að ...
17/06/2025

Já, það var vægast sagt rífandi stemning hjá Júlíu Margréti við útgáfu bókarinnar Dúkkuverksmiðjan, enda tilefni til að fagna 🎉

Hverjir voru hvar?

Address


Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:30 - 17:00

Telephone

00354 5755600

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Forlagið útgáfa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Forlagið útgáfa:

Shortcuts

  • Address
  • Telephone
  • Opening Hours
  • Alerts
  • Contact The Business
  • Claim ownership or report listing
  • Want your business to be the top-listed Media Company?

Share