
24/09/2025
📖 „Ég hafði lifað og hrærst í þessum fræðum áður en ég fékk þessa hugmynd,“ segir Nína Ólafsdóttir um fyrstu skáldsögu sína, Þú sem ert á jörðu.
Þú sem ert á jörðu er áhrifamikil frumraun, þar sem nýr höfundur kveður sér hljóðs með magnaðri framtíðarsýn.
Aðalpersóna fyrstu skáldsögu Nínu Ólafsdóttur líffræðings er hálfgrænlensk kona sem ferðast um heimskautasvæði með hund sinn í heimi sem hefur tekið gífurlegum breytingum eftir loftslagshamfarir.