Forlagið útgáfa

Forlagið útgáfa Forlagið er eitt stærsta útgáfufyrirtæki Íslands. Hjá Forlaginu starfa rúmlega 40 starfsmenn og einn köttur, þróunarstjórinn Nói.

Forlagið er eitt stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Það gefur út bækur undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og rekur einnig metnaðarfulla kortaútgáfu. Hjá Forlaginu koma út um 150 nýir titlar ár hvert; bækur af öllu tagi og gerðum og á ýmsum tungumálum.

Þar er einnig rekin Réttindastofa Forlagsins sem selur útgáfurétt af íslenskum bókum til erlendra útgefenda. Forlagið rekur tvær bókabúðir, auk vefverslunar á www.forlagid.is.

📖 „Ég hafði lifað og hrærst í þessum fræðum áður en ég fékk þessa hugmynd,“ segir Nína Ólafsdóttir um fyrstu skáldsögu s...
24/09/2025

📖 „Ég hafði lifað og hrærst í þessum fræðum áður en ég fékk þessa hugmynd,“ segir Nína Ólafsdóttir um fyrstu skáldsögu sína, Þú sem ert á jörðu.

Þú sem ert á jörðu er áhrifamikil frumraun, þar sem nýr höfundur kveður sér hljóðs með magnaðri framtíðarsýn.

Aðalpersóna fyrstu skáldsögu Nínu Ólafsdóttur líffræðings er hálfgrænlensk kona sem ferðast um heimskautasvæði með hund sinn í heimi sem hefur tekið gífurlegum breytingum eftir loftslagshamfarir.

Bókin Sól rís á sláttudegi eftir Suzanne Collins er komin út 🏹 Fimmta bókin um Hungurleikana er ógleymanleg, grimm og sp...
23/09/2025

Bókin Sól rís á sláttudegi eftir Suzanne Collins er komin út 🏹 Fimmta bókin um Hungurleikana er ógleymanleg, grimm og spennandi! Kvikmynd er áætluð í nóvember 2026 🍿

- „Allt sem aðdáendur Hungurleikanna gætu óskað sér og meira til.” USA Today
- „Öflug og grimm forsaga Hungurleikanna er komin. Og hún er frábær.“ The New York Times
- „Collins er hrikalega góð í því sem hún gerir. Bók sem gefur lífinu gildi. PEOPLE

Á dögunum fór fram útgáfuhóf fyrir bókina Þegar mamma mín dó eftir Sigrúnu Ölbu. Þegar mamma mín dó er einlæg lýsing höf...
23/09/2025

Á dögunum fór fram útgáfuhóf fyrir bókina Þegar mamma mín dó eftir Sigrúnu Ölbu. Þegar mamma mín dó er einlæg lýsing höfundar á því þegar hún fylgdi dauðvona móður sinni gegnum veikindi og sat við hlið hennar við andlátið. Áhrifarík frásögnin er í senn persónuleg og opinská um þær sterku tilfinningar sem togast á þegar dauðinn knýr dyra; ást og umhyggju, samviskubit og vanmátt 🙏

20/09/2025

Um helgina verður ekkert sendingargjald innanlands af pöntunum í vefverslun Forlagsins 🥳 Gildir um afhendingarstaði Dropp ef verslað er fyrir 10 þúsund eða meira 👏 Frábært úrval bóka á bókamarkaði og allt að 90% afsláttur 🎉

Skilafrestur í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, er til þriðja nóvember 📚Frekari upplýsingar í athugasemdum 👇
18/09/2025

Skilafrestur í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, er til þriðja nóvember 📚

Frekari upplýsingar í athugasemdum 👇

17/09/2025

BÓKAMARKAÐUR Results See all results bokamarkadur Handavinnubækur Almenn rit og fræðibækur Þýdd skáldverk Íslensk skáldverk Ljóð Matreiðslubækur Ævisögur Barna- og unglingabækur Handavinnubækur Almenn rit og fræðibækur Þýdd skáldverk Íslensk skáldverk Ljóð Matreiðslubæ...

Mjög spennandi að fylgjast með þessu 🎬🍿👀🏆
16/09/2025

Mjög spennandi að fylgjast með þessu 🎬🍿👀🏆

Framleiðslufyrirtækið Glassriver hefur keypt réttinn að bókaseríunni um rannsóknarlögreglumanninn Konráð eftir Arnald Indriðason og hyggst aðlaga hana að sjónvarpi.

Brot af þeim fjölmörgu frábæru bókum sem má finna á metsölulistum Eymundsson þessa vikuna 📚
11/09/2025

Brot af þeim fjölmörgu frábæru bókum sem má finna á metsölulistum Eymundsson þessa vikuna 📚

Í dag kemur út fyrsta bók Nínu ÓIafsdóttur, Þú sem ert á jörðu, sem hefur verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu 🌊Í...
11/09/2025

Í dag kemur út fyrsta bók Nínu ÓIafsdóttur, Þú sem ert á jörðu, sem hefur verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu 🌊

Í þessari mögnuðu skáldsögu fylgjum við lífshlaupi konu sem elst upp á heimskautasvæði á tímum mikilla umhverfis- og samfélagsbreytinga. Líf hennar tekur stakkaskiptum og hún flækist inn í atburðarás sem flytur hana yfir heimshöfin. Á einmanalegri ferð sinni um ólík vistkerfi sér hún gjörbreyttan heim og rifjar upp örlög horfinna ástvina, sem og heimsins sem hún kveður.

10/09/2025

Bókamarkaður Forlagsins fór af stað í dag 🤩🥳 Komið við og gerið góð kaup - allt að 90% afsláttur og næg bílastæði 🚗📚 Fyllið hillurnar af bókum - já og gjafakassana - já og náttborðið!

08/09/2025

Myrk leyndarmál og mögnuð hefnd! Metsöluhöfundurinn Satu Rämö er mætt aftur með bombu💥🌨 Rósa og Björk er spennandi glæpasaga um rannsóknarlögreglukonuna Hildi sem býr og starfar á Ísafirði þar sem náttúruöflin setja svip á mannlífið og myrkrið geymir ógnvekjandi leyndarmál 🔦🌓Önnur bók í seríu sem slegið hefur í gegn hér heima og erlendis. Sjónvarpsþáttaröð er væntanleg 🎥🍿
Satu hefur slegið í gegn með bókunum um hina vestfirsku Hildi. Satu er finnsk en hefur búið lengi á Íslandi. Glæpasögur hennar hafa selst í bílförmum í Finnlandi, Þýskalandi og víðar. Sú fyrsta, Hildur, varð metsölubók hér heima – Rósa og Björk er æsispennandi framhald. Erla Elíasdóttir Völudóttir þýddi 🏆🥇

Address

Fiskislóð 39
Reykjavík
101

Opening Hours

Monday 09:00 - 16:00
Tuesday 09:00 - 04:00
Wednesday 09:00 - 16:00
Thursday 09:00 - 16:00
Friday 09:30 - 16:00

Telephone

00354 5755600

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Forlagið útgáfa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Forlagið útgáfa:

Share