16/03/2025
___NÝTT NÝTT NÝTT
NÁMSKEIÐ Í INNANHÚSSHÖNNUN
nú er ég að fara af stað með alveg glænýtt námskeið í innanhússhönnun ásamt vini mínum sem er arkitekt – námskeiðið byggjum við upp á heildrænni nálgun í innanhússhönnun, þar sem við förum yfir þætti sem skipta grundvallarmáli í því að ná að skapa heildrænt yfirbragð og að vinna með rými sem heild – við förum m.a. með nákvæmum hætti yfir litaval, notkun á ólíkum viðartegundum, skipulag, uppröðun, lýsingu og textíl – námskeiðið er haldið í verslun epal í skeifunni – það stendur yfir frá 18.30 til 21:00 – því er skipt í tvo hluta; í fyrri hlutanum förum við yfir ofantalin atriði og sýnum myndir á skjá, þá verður gert smá hlé og smakkað á léttum veitingum og í seinni hlutanum munum við ganga um húsgagnadeildina á efri hæð epal – með því förum við á lifandi hátt yfir efni námskeiðsins, tökum dæmi og svörum spurningum...
fyrsta námskeiðið verður haldið
•fimmtudaginn 20. mars,
milli 18:30 og 21:00
næsta námskeið verður haldið •miðvikudaginn 26. mars,
milli 18:30 og 21:00
verð 25 þúsund krónur
skráning og frekari upplýsingar á
[email protected]
eða í DM hér á instagram