
29/07/2025
Gunnlaugur Árni er einn efnilegasti kylfingur Evrópu⛳
Við fengum góða gest til okkar í Seinni níu. Gunnlaugur Árni Sveinsson kom til okkar en hann er einn efnilegasti kylfingur í Evrópu. Hann er í 15. sæti á áhugaheimslistanum um þessar mundir og stefnir á að komast alla leið sem kylfingur.
Gulli leikur með hinum þekkta LSU háskóla í Bandaríkjunum en sá skóli er einn allra besti íþróttaháskóli Bandaríkjanna. Hann var valinn í Arnold Cup sem fram fór í byrjun sumarsins þar sem hann lék fyrir lið alþjóðaúrvalsins gegn Bandaríkjunum. Hann lék í úrtökumóti fyrir Opna breska og er búinn að vera á miklu ferðalagi í sumar.
Við fengum að kynnast Gulla nánar í þessum þætti en þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall er þarna á ferðinni gríðarlega efnilegur íþróttamaður sem er með báða fætur kyrfilega á jörðinni.
Gulli er með +7 í forgjöf og hefur þrátt fyrir það ekki formlega farið holu í höggi sem kom þáttastjórnendum í opna skjöldu.
Í þættinum fórum við aðeins yfir frábært golfmót Seinni níu og svo kom Logi með áhugavert Powerrank um óþolandi hluti á golfvellinum.
Hlusta má á þáttinn á helstu hlaðvarpsveitum og á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/35BcfpHBqiLOHAAkcTeCZn?si=c94e185ba2244ef1
Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
😎 - Nivea
🏌️♀️- Golfskálinn golfverslun
🥑 - Hjá Höllu
👷♂️ - Giggo