Seinni níu

Seinni níu Hlaðvarp um golf í þágu þjóðar. Logi Bergmann & Jón Júlíus Karlsson.

Ingi Rúnar er með s*x ása á ferilskránni⛳Við fáum frábæran gest þessa vikuna í Seinni níu en Ingi Rúnar Gíslason, kylfin...
24/09/2025

Ingi Rúnar er með s*x ása á ferilskránni⛳

Við fáum frábæran gest þessa vikuna í Seinni níu en Ingi Rúnar Gíslason, kylfingur, golfkennari og sölumaður Titleist hjá ÍSAM kemur í heimsókn til okkar.

Í þættinum hitum við upp fyrir Ryder-bikarinn en Ingi Rúnar mun lýsa mótinu um helgina. Við spáum aðeins í spilin og erum sammála um að þetta verði hörkumót.

Við duttum aðeins á tæknilegar nótur í þættinum að þessu sinni. Meðal annars mælir Ingi okkur eindregið frá því að kaupa vatnabolta.

Ingi fór aðeins yfir ferilinn sem golfkennari en hann hefur meðal annars þjálfað Heiðar Davíð Bragason, Kristján Þór Einarsson og Íslandsmeistarann Dagbjart Sigurbrandsson. Ingi segir okkur frá lífi golfkennarans og tekur þaðá sig að Powerranka fimm bestu æfingasvæðin á Íslandi í dag.

Ingi hefur s*x sinnum farið holu í höggi og þar af á hann albatross á 10. braut á Akranesi. Hann rifjar þetta upp, Loga til ómældrar gleði.

Draumahollið og ýmislegt stórskemmtilegt á sínum stað í þessum frábæra þætti.

Þátturinn er kominn á helstu hlaðvarpsveitur:
https://open.spotify.com/episode/6FuO68H6ManhW0x95UHRKF?si=22fdff68a3204702

Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY 💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is⛳- Eagle Golfferðir 🚗- XPENG - xpeng.com/is 🧼- Lindin bílaþvottastöð 🏚️- Betri stofan fasteignasala 🏌️‍- Golfsvítan🔋- HS Orka 😎 - Nivea🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun 🥑- Hjá Höllu 👷‍♂️- Giggo

Fannar fór holu í höggi en átti að vera á fundi⛳Við fáum til okkar einn þekktasta áhrifavald landsins í íslensku golfi þ...
16/09/2025

Fannar fór holu í höggi en átti að vera á fundi⛳

Við fáum til okkar einn þekktasta áhrifavald landsins í íslensku golfi því Fannar Már Jóhannsson kom í heimsókn til okkar. Fannar Már þekkja margir sem Fannar golf en hann hann hefur síðastliðið ár gert frábært efni af golfvellinum á Instagram og TikTok.

Fannar fer aðeins yfir það ferli að búa til svona efni og viðbrögðin. Fannar segir okkur einnig frá því þegar hann fékk alveg nóg af golfi um 16 ára aldur og hætti að spila golf. Sem betur fer fékk hann aftur golfdellu nokkrum árum síðar á lokastigi og starfar nú sem markaðsstjóri Golfsambands Íslands.

Í þættinum segir Fannar okkur frá því þegar hann fór holu í höggi í annað sinn í sumar á 4. holu á Jaðarvelli. Það var margt frábært við það atvik sem Fannar greinir skemmtilega frá.

Fannar velur draumahollið, kemur með Powerrank með fimm bestu 9 holu velli landsins og svarar spurningum frá hlustendum. Frábært þáttur í alla staði.

Þátturinn er kominn á helstu hlaðvarpsveitur:
https://open.spotify.com/episode/4ARO3Z5l6Vj5c5WWUpmEDc?si=1c7535ae0d184baa

✈️- PLAY 💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is⛳- Eagle Golfferðir 🚗- XPENG - xpeng.com/is 🧼- Lindin bílaþvottastöð 🏚️- Betri stofan fasteignasala 🏌️‍- Golfsvítan🔋- HS Orka 😎 - Nivea🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun 🥑- Hjá Höllu 👷‍♂️- Giggo

Aron Pálmarsson drævar yfir 250 metra💪Við fengum frábæran gest í þátt vikunnar af Seinni níu því handboltamaðurinn Aron ...
10/09/2025

Aron Pálmarsson drævar yfir 250 metra💪

Við fengum frábæran gest í þátt vikunnar af Seinni níu því handboltamaðurinn Aron Pálmarsson kom í heimsókn. Aron var að ljúka mögnuðum handboltaferli á dögunum og er nú orðinn forfallinn kylfingur. Hann ætti því að hafa meiri tíma fyrir golfið núna þegar hann er hættur í handboltanum.

Aron byrjaði ungur í golfi en spilaði lítið á meðan handboltaferlinum stóð. Hann byrjaði aftur að spila þegar hann fluttist til Barcelona og er í dag með um 7 í forgjöf.

Óhætt er að segja að sveifluhraðinn komi beint úr handboltanum því Aron getur slegið mjög langt og hátt með drævernum eða allt að 250 metra í réttri vindátt.

Aron velur draumahollið en kemur jafnframt með frábært Powerrank yfir það sem hann þolir ekki í golfi. Einnig deilir hann með okkur þeirri upplifun að fara holu í höggi á Hvaleyrarvelli.

Frábær þáttur með einum af okkar dáðustu íþróttamönnum.
Þátturinn er kominn á hlaðvarpsveitur og á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/7t3K4Y7Bp6oYHPyd86UHeP?si=9ff65cbe7e074dc4

Seinni níu er í boði:
❄️- 66°Norður✈️- PLAY 💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is⛳- Eagle Golfferðir 🚗- XPENG - xpeng.com/is 🧼- Lindin bílaþvottastöð 🏚️- Betri stofan fasteignasala 🏌️‍- Golfsvítan🔋- HS Orka 😎 - Nivea🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun 🥑- Hjá Höllu 👷‍♂️- Giggo

20% afsláttur í 66°Norður🤝Nú getur þú græjað þig fyrir haustgolfið með 66°Norður⛳20% afsláttur af öllu í vefverslun með ...
09/09/2025

20% afsláttur í 66°Norður🤝

Nú getur þú græjað þig fyrir haustgolfið með 66°Norður⛳
20% afsláttur af öllu í vefverslun með kóðanum „seinniniu“

Kóðinn gildir út sunnudaginn 14. september 2025.

Golfvörur karlar🏌: https://66north.com/is-is/collections/mens-golf
Golfvörur konur🏌️‍♀️: https://66north.com/is-is/collections/womens-golfing-1

66°North creates premium, sustainable outerwear designed in Iceland for extreme weather and everyday life. Keeping Iceland warm since 1926.

Valdís Þóra var lengi að jafna sig eftir dramatískt viðtal⛳Gestur vikunnar í Seinni níu er Valdís Þóra Jónsdóttir frá Ak...
02/09/2025

Valdís Þóra var lengi að jafna sig eftir dramatískt viðtal⛳

Gestur vikunnar í Seinni níu er Valdís Þóra Jónsdóttir frá Akranesi. Hún er þrefaldur Íslandsmeistari í golfi og hefur náð einna lengst íslenskra atvinnukylfinga. Hún lék á Evrópumótaröð kvenna en náði einnig að leika á tveimur risamótum ferlinum.

Í þættinum förum við yfir ferilinn og erfið bakmeiðsli sem urðu þess valdandi að hún þurfti að hætta golfiðkun fyrir nokkrum árum. Valdís er þó eitthvað farin að spila golf að nýju.

Valdís fer einnig yfir þá miklu gagnrýni sem hún hlaut eftir viðtal á Íslandsmótinu í golfi árið 2016. Sú gagnrýni sat lengi í henni og varð til þess að hún breytti því hvernig hún nálgaðist fjölmiðla.

Valdís kemur með frábært Powerrank og velur einnig draumahollið.
Frábær þáttur á mjög einlægum nótum.

Þátturinn er kominn á helstu hlaðvarpsveitur og einnig á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/3p3P0pDNvTYYSZkTDxqqbu?si=677cc33639dc4b3c

Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY 💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is⛳- Eagle Golfferðir 🚗- XPENG - xpeng.com/is 🧼- Lindin bílaþvottastöð 🏚️ - Betri stofan fasteignasala 🏌️‍♀️- Golfsvítan🔋- HS Orka😎 - Nivea🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun 🥑 - Hjá Höllu 👷‍♂️ - Giggo

Haraldur Franklín lék á 6️⃣0️⃣ höggum!⛳️Haraldur Franklín var hársbreidd frá því að leika á 59 höggum í móti á Áskorenda...
01/09/2025

Haraldur Franklín lék á 6️⃣0️⃣ höggum!⛳️

Haraldur Franklín var hársbreidd frá því að leika á 59 höggum í móti á Áskorendamótaröðinni í gær. Hann lék lokahringinn á 60 höggum og hafnaði í öðru sæti í mótinu.

Haraldur Franklín kom til okkar í Seinni níu í vor í mjög skemmtilegt spjall sem er vert að rifja upp í ljósi þessa frábæra árangurs.

https://open.spotify.com/episode/1OqhEzZR4LzncZuyKS1iEI?si=522d63b34a79460b

Seinni níu · Episode

Neal Shipley upplifði drauminn og lék með Tiger á Masters⛳Í þessari viku fáum við frábæran gest því PGA-kylfingurinn Nea...
26/08/2025

Neal Shipley upplifði drauminn og lék með Tiger á Masters⛳

Í þessari viku fáum við frábæran gest því PGA-kylfingurinn Neal Shipley kemur í heimsókn til okkar í Seinni níu. Þetta er í fyrsta sinn sem við tökum Seinni níu upp á ensku sem er skemmtileg tilbreyting. Shipley var á landinu í síðustu viku og hóf heimsóknina til Íslands á því að koma í Seinni níu.

Shipley er 24 ára gamall og vann sér inn keppnisrétt á PGA-mótaröðinni á næstu leiktíð. Hann er nú þegar orðinn einn af eftirlætiskylfingum okkar í Seinni níu. Fyrir áhugasama þá kemur Shipley við sögu í þáttunum Full Swing á Netflix.

Saga Shipley er áhugaverð. Hann varð í öðru sæti á Opna bandaríska áhugamannamótinu árið 2023 sem gaf honum keppnisrétt bæði á Masters og Opna bandaríska meistaramótinu árið eftir. Á báðum mótum fór hann í gegnum niðurskurðinn og lék lokahringinn á Master með Tiger Woods. Hann fer aðeins yfir þá upplifun að leika með Tiger í þættinum.

Í ár hefur hann staðið sig frábærlega á Korn Ferry mótaröðinni og hefur tryggt sér fullan keppnisrétt á PGA-mótaröðinni á næstu leiktíð.

Shipley hefur skemmtilega tengingu til Íslands en hann er góður vinur Sigurðar Bjarka Blumenstein sem er einn af okkar bestu kylfingum. Þeir voru saman í háskóla í Bandaríkjunum og eru mestu mátar.

Í þættinum fáum við innsýn inn í hugarheim hjá atvinnukylfingi sem er að leika á sterkustu mótaröð í heimi og hvernig það sé fyrir ungan mann að vera kominn á þennan stað. Shipley velur draumahollið og kemur víða við í mjög fróðlegu og skemmtilegu spjalli.

Þátturinn er kominn á helstu hlaðvarpsveitur og á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/5r07aPBMIvNooE0pws1rn4?si=eda784ba49ea4656

Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY 💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is⛳- Eagle Golfferðir 🚗- XPENG - xpeng.com/is 🧼- Lindin bílaþvottastöð 🏚️ - Betri stofan fasteignasala 🏌️‍♀️- Golfsvítan🔋- HS Orka😎 - Nivea🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun 🥑 - Hjá Höllu 👷‍♂️ - Giggo

Böddi Bergs setti tappann í flöskuna og forgjöfin hríðféll⛳Böðvar Bergsson kom í heimsókn til okkar í Seinni níu. Böddi ...
19/08/2025

Böddi Bergs setti tappann í flöskuna og forgjöfin hríðféll⛳

Böðvar Bergsson kom í heimsókn til okkar í Seinni níu. Böddi er flinkur kylfingur með um 4 í forgjöf og mikill golfáhugamaður. Hann hóf ungur að leika golf í Grafarholti og sem ungur peyji varð hann þrefaldur Íslandsmeistari í golfi sem kylfusveinn hjá Sigurði Péturssyni.

Í þættinum segir Böddi okkur frá ákvörðun sinni að hætta að drekka áfengi sem hefur reynst honum mikið gæfuspor. Í kjölfarið hefur hann lækkað forgjöfina úr 10 niður í 4. Böddi segir okkur frá þessu ferli á opinskáan hátt.

Í þættinum förum við um víðan völl. Við ræðum aðeins um leikforgjöf lágforgjafar kylfinga sem þykir ekki beint sanngjörn. Við förum yfir styrkleika og veikleika Bödda í golfinu en hann er mjög liðtækur í kringum flatirnar.

Í lok þáttarins fórum við aðeins yfir andlega þáttinn í golfinu og förum yfir þá erfiðleika sem við kylfingar mætum á golfvellinum.

Frábær þáttur sem á erindi við alla kylfinga og golfáhugafólk. Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum og á Spotify.

https://open.spotify.com/episode/6qxo3D5ESO7btsAyBR7mwZ?si=ca3d50a5e37e4302

Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️‍♀️- Golfsvítan
🔋- HS Orka
😎 - Nivea
🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun
🥑 - Hjá Höllu
👷‍♂️ - Giggo

Dagbjartur ætlar að setja ís í bikarinn⛳Íslandsmeistarinn Dagbjartur Sigurbrandsson var gestur okkar í Seinni níu. Hann ...
12/08/2025

Dagbjartur ætlar að setja ís í bikarinn⛳

Íslandsmeistarinn Dagbjartur Sigurbrandsson var gestur okkar í Seinni níu. Hann kom í spjall degi eftir að hann tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í golfi eftir frábæra spilamennsku á Íslandsmótinu í golfi sem fram fór á Hvaleyrarvelli.

Í þættinum förum við aðeins yfir Íslandsmótið með Dagbjarti og hvernig upplifun það er fyrir ungan mann (22 ára) að verða Íslandsmeistari í golfi.

Dagbjartur segir okkur frá ásunum fimm sem hann hefur afrekað á ferlinum, velur draumaráshópinn og ýmislegt fleira.

Frábær þáttur með einum af bestu kylfingum okkar Íslendinga. Þátturinn er aðgengilegur á Spotify og helstu hlaðvarpsveitum.

https://open.spotify.com/episode/5VXPWujOdtA7XCh92fuHoK?si=d8ccaa0f8ffa41e8

Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️‍♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
😎 - Nivea
🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun
🥑 - Hjá Höllu
👷‍♂️ - Giggo

🇮🇹🍕⛳️
08/08/2025

🇮🇹🍕⛳️

Við viljum bjóða upp á lifandi, skemmtilega, fallega og spennandi áfangastaði fyrir golfara.

Minnum á afsláttarkóðan “Seinni níu” og þá færðu 50.000 kr,- afslátt af nýjum golfbíl frá Excar⛳️🤝
08/08/2025

Minnum á afsláttarkóðan “Seinni níu” og þá færðu 50.000 kr,- afslátt af nýjum golfbíl frá Excar⛳️🤝

Ólafur Þór hefur starfað hjá Keili í 37 ár⛳Við fengum góðan gest í Seinni níu þessa vikuna en Ólafur Þór Ágústsson, fram...
06/08/2025

Ólafur Þór hefur starfað hjá Keili í 37 ár⛳

Við fengum góðan gest í Seinni níu þessa vikuna en Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri hjá Golfklúbbnum Keili kíkti í heimsókn til okkar. Það er nóg um að vera hjá kappanum þessa daganna enda fer Íslandsmótið í golfi fram á Hvaleyrarvelli um helgina.

Ólafur byrjaði ungur að starfa hjá Golfklúbbnum Keili, fyrst sem vallarstarfsmaður og vallarstjóri en er í dag framkvæmdastjóri. Hann tók við af föður sínum og óhætt að segja að fjölskyldan tengist Keili afar sterkum böndum.

Í þættinum hituðum við upp fyrir Íslandsmótið í golfi, fórum yfir stöðuna á Hvaleyrarvelli og þær breytingar sem gerðar hafa verið á Hvaleyrinni. Einnig ræðum er farið yfir þá ótrúlegu fjölgun sem er að eiga sér stað í golfinu sem að mati Ólafs er ekki síst golfhermum og tækni að þakka.

Óli Þór velur draumahollið, rifjum aðeins upp Canon mótin sem fram fóru á Hvaleyrarvelli og svo rifjar Óli það upp þegar hann varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í holukeppni.

Frábær þáttur og auðvitað á léttum nótum. Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum og á Spotify:

https://open.spotify.com/episode/4vrD1zMWxooRuTOjp8Bt7m?si=b885ba0cf07d4a52

Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️‍♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
😎 - Nivea
🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun
🥑 - Hjá Höllu
👷‍♂️ - Giggo

Address

Borgartún 35
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Seinni níu posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Seinni níu:

Share

Category