Seinni níu

Seinni níu Hlaðvarp um golf í þágu þjóðar. Logi Bergmann & Jón Júlíus Karlsson.

Gunnlaugur Árni er einn efnilegasti kylfingur Evrópu⛳Við fengum góða gest til okkar í Seinni níu. Gunnlaugur Árni Sveins...
29/07/2025

Gunnlaugur Árni er einn efnilegasti kylfingur Evrópu⛳

Við fengum góða gest til okkar í Seinni níu. Gunnlaugur Árni Sveinsson kom til okkar en hann er einn efnilegasti kylfingur í Evrópu. Hann er í 15. sæti á áhugaheimslistanum um þessar mundir og stefnir á að komast alla leið sem kylfingur.

Gulli leikur með hinum þekkta LSU háskóla í Bandaríkjunum en sá skóli er einn allra besti íþróttaháskóli Bandaríkjanna. Hann var valinn í Arnold Cup sem fram fór í byrjun sumarsins þar sem hann lék fyrir lið alþjóðaúrvalsins gegn Bandaríkjunum. Hann lék í úrtökumóti fyrir Opna breska og er búinn að vera á miklu ferðalagi í sumar.

Við fengum að kynnast Gulla nánar í þessum þætti en þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall er þarna á ferðinni gríðarlega efnilegur íþróttamaður sem er með báða fætur kyrfilega á jörðinni.

Gulli er með +7 í forgjöf og hefur þrátt fyrir það ekki formlega farið holu í höggi sem kom þáttastjórnendum í opna skjöldu.

Í þættinum fórum við aðeins yfir frábært golfmót Seinni níu og svo kom Logi með áhugavert Powerrank um óþolandi hluti á golfvellinum.

Hlusta má á þáttinn á helstu hlaðvarpsveitum og á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/35BcfpHBqiLOHAAkcTeCZn?si=c94e185ba2244ef1

Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️‍♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
😎 - Nivea
🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun
🥑 - Hjá Höllu
👷‍♂️ - Giggo

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í Seinni Níu Invitational kærlega fyrir þátttökuna. Þetta var alveg frábær dagur⛳️Ná...
27/07/2025

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í Seinni Níu Invitational kærlega fyrir þátttökuna. Þetta var alveg frábær dagur⛳️

Nánar um mótið hjá vinum okkar á Kylfingi🤝

„Það eru komnir um 70 þættir hjá okkur og nokkuð ljóst að Seinni níu er komið til að vera,“ segir Logi Bergmann, annar stjórnenda hlaðvarpsþáttsins Seinni níu. Hann og Grindvíkingurinn Jón Júlíus Karlsson byrjuðu með þáttinn fyrir Masters-mótið í fyrra og þar sem kylf...

24/07/2025

Afkastamikil sjálfvirk svampþvottastöð sem getur þvegið allt að 50 bíla á klukkustund. Hraðþrif að innan á 10 mínútum og bónstöð þar sem bíllinn er þrifin og bónaður að innan sem utan. Starfsfólk okkar tekur alltaf vel á móti þér.

Auðunn Blöndal fór holu í höggi í Búlgaríu⛳Auðunn Blöndal er gestur okkar þessa vikuna í Seinni níu. Auðunn þarf vart að...
23/07/2025

Auðunn Blöndal fór holu í höggi í Búlgaríu⛳

Auðunn Blöndal er gestur okkar þessa vikuna í Seinni níu. Auðunn þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann hefur verið einn vinsælasti útvarps- og sjónvarpsmaður landsins um árabil.

Auðunn er með 19,9 í forgjöf og elskar að fara í golfferðir. Hann var duglegur að æfa undir handleiðslu kennara í vetur og sér fram á að geta einbeitt sér meira að golfinu á næstu árum. Auddi er ágætur af teig en er í miklum vandræðum með chippin.

Hann segir okkur frá því þegar hann fór holu í höggi í Búlgaríu, svarar fjölmörgum spurningum frá hlustendum og velur draumahollið. Mikilvægi sólarvarnar frá Nivea kemur fram í þættinum en Auddi segir okkur frá því þegar hann sólbrann illa á skallanum fyrr á árinu.

Jón & Logi Powerranka fimm bestu kylfurnar sem þeir hafa átt.

Frábær þáttur sem er lentur á Spotify og aðrar hlaðvarpsveitur:
https://open.spotify.com/episode/0DGvI40yPHJAWS6cnej6hv?si=c94cf0cef07b4d9d

Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️‍♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
😎 - Nivea
🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun

21/07/2025
Arnar Jónsson lék undir aldri í meistaramótinu⛳Stórleikarinn Arnar Jónsson kom til okkar í Seinni níu. Arnar var nýbúinn...
16/07/2025

Arnar Jónsson lék undir aldri í meistaramótinu⛳

Stórleikarinn Arnar Jónsson kom til okkar í Seinni níu. Arnar var nýbúinn að leika það ótrúlega afrek að leika undir aldri í meistaramótinu á Flúðum þegar hann kíkti í heimsókn til okkar. Arnar lék á 81 höggi en er 82 ára gamall. Magnað afrek.

Arnar fer yfir golfferilinn í þættinum. Hann byrjaði frekar seint að spila golf en hafði leikið sér á golfvellinum sem ungur drengur sem kom sér vel þegar golfáhuginn kvikaði síðar á lífsleiðinni.

Í þættinum segir hann okkur frá því hvernig hann æfði púttin í bakherberjum leikhúsa og fleyhöggin í hlöðu á Dalvík er hann var búsettur þar vegna leikhúsverkefna.
Arnar með um 15 í forgjöf sem er ansi vel af sér vikið. Í dag spilar hann nánast
daglega og er sífellt að reyna að bæta sig. Um þessar mundir leggur hann mesta áherslu á að bæta járnahöggin sem gengur vel.

Draumahollið er á sínum stað og vill Arnar bjóða þremur heimsþekktum kylfingum með sér til Búlgaríu. Logi og Jón veðja á fimm kylfinga hvor fyrir Opna breska.
Arnar hefur spilað víða erlendis og segir okkur meðal annars frá uppskriftinni að hinni fullkomnu borgargolferð!

Þátturinn er kominn á hlaðvarpsveitur og á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/015ZzDSK1sCBiYwPXjizfk?si=caf5ccaaa83a475e

Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️‍♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
😎 - Nivea
🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun

Örfá sæti laus í frábæra golfferð hjá okkur í Seinni níu⛳️Hvetjum áhugasama til að skrá sig sem allra fyrst!
15/07/2025

Örfá sæti laus í frábæra golfferð hjá okkur í Seinni níu⛳️
Hvetjum áhugasama til að skrá sig sem allra fyrst!

Eagle golfferðir

Heiðrún Lind spilar betur þegar hún er reið⛳Heiðrún Lind Marteinsdóttir er gestur okkar í Seinni níu þessa vikuna. Hún e...
09/07/2025

Heiðrún Lind spilar betur þegar hún er reið⛳

Heiðrún Lind Marteinsdóttir er gestur okkar í Seinni níu þessa vikuna. Hún er í eldlínunni um þessar mundir í umræðu um veiðigjöld enda framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Heiðrún er nýlega byrjuð í golfi og tók þátt í sínu fyrsta meistaramóti núna á dögunum. Í þættinum fer hún yfir upplifun sína af mótinu og hvað kom henni mest á óvart.

Hún kveðst efnileg í öllum þáttum leikins en á í erfiðleikum með púttin eftir að sambýlismaður hennar, Hjörvar Hafliðason, komst í hausinn á henni.

Heiðrún er mikil keppnismanneskja og segir að það álag sem nú hvíli á henni efli hana á golfvellinum. Heiðrún kemur með frábært Powerrank þar sem hún fer yfir þau atriði sem valda mestum misskilningi á golfvellinum frá sjónarhorni áhugamannsins. Einnig velur hún draumahollið.

Golfpervertar koma óvænt við sögu í þættinum. Stórskemmtilegur þáttur í alla staði!

Þátturinn má nálgast á helstu hlaðvarpsveitum og á Spotify: https://open.spotify.com/episode/5FEwevYsiSWWEf56MC2X5Q?si=93a00715b9674349

Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️‍♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
😎 - Nivea
🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun

Golfið bjargaði geðheilsunni hjá Bjössa Hreiðars eftir óvænta uppsögn⛳Sigurbjörn Örn Hreiðarsson kom í heimsókn til okka...
03/07/2025

Golfið bjargaði geðheilsunni hjá Bjössa Hreiðars eftir óvænta uppsögn⛳

Sigurbjörn Örn Hreiðarsson kom í heimsókn til okkar í Seinni níu. Hann er þekktari fyrir afrek sín í fótboltanum en á golfvellinum. Bjössi hefur orðið Íslandsmeistari sem fyrirliði Vals og var einnig í þjálfarateymi liðsins sem varð Íslandsmeistari árin 2017 & 2018.

Bjössi segir okkur frá því hvernig hann byrjaði aftur í golfi fyrir nokkrum árum og hellti sér svo af fullum krafti í íþróttina eftir að hann óvænt missti starf sitt sem aðstoðarþjálfari hjá FH sumarið 2022. Síðan þá hefur golfið átt hug hans allann og er Bjössi kominn niður í um 13 í forgjöf.

Bjössi kemur með frábært Powerrank og greinir okkur frá hverjir eru fimm bestu kylfingarnir úr röðum núverandi knattspyrnuþjálfara. Jafnframt velur Bjössi draumahollið þar sem tveir heimsþekktir leikarar koma við sögu.

Bjössi fer aðeins yfir sína styrk- og veikleika í golfinu. Þar kemur í ljós að 14. holan á Leirdalsvelli er farin að leggjast á sálina á okkar manni.

Stórskemmtilegt spjall við einn af okkar duglegustu kylfingum. Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum og á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/5uHTwsdyeKTYKNNKrcKwU0?si=c638867a15494961

Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️‍♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
😎 - Nivea

Sóli Hólm hugsar bara um golf⛳Gestur vikunnar í Seinni níu er enginn annar en Sólmundur Hólm sem hóf nýlega að leika gol...
26/06/2025

Sóli Hólm hugsar bara um golf⛳

Gestur vikunnar í Seinni níu er enginn annar en Sólmundur Hólm sem hóf nýlega að leika golf. Hann er algjörlega fallinn fyrir íþróttinni og hugsar eiginlega ekki um neitt annað en hvenær hann kemst næst út á golfvöll.

Sóli er reyndar að glíma við meiðsli sem má rekja til óhóflegrar golfiðkunar á vormánuðum en er að vonast til að komast aftur á völlinn sem allra fyrst.

Sóli er meðlimur í Golfklúbbi Þorlákshafnar og unir hag sínum hvergi betur en í Ölfusi þar sem hann ólst upp. Í þættinum velur Sóli einmitt sínar fimm uppáhalds golfholur á Þorlákshafnarvelli. Einnig velur hann draumahollið.

Hlustendur sendu jafnframt inn fjölmargar skemmtilegar spurningar sem Sóli átti í mismiklum vandræðum með að svara.

Einstakur þáttur með einum skemmtilegasta manni okkar Íslendinga. Allir léttir.

Þátturinn er aðgengilegur á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum👇
https://open.spotify.com/episode/1G8fjWDNOwj2yp8M4KsCvE?si=cd3238a95364442e

Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️‍♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
😎 - Nivea

Address

Borgartún 35
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Seinni níu posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Seinni níu:

Share

Category