Seinni níu

Seinni níu Hlaðvarp um golf í þágu þjóðar. Logi Bergmann & Jón Júlíus Karlsson.

Bogi Nils fór í dáleiðslu til að laga vippin⛳Við fáum frábæran gest þessa vikuna í Seinni níu. Bogi Nils Bogason, forstj...
09/12/2025

Bogi Nils fór í dáleiðslu til að laga vippin⛳

Við fáum frábæran gest þessa vikuna í Seinni níu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kíkir í heimsókn til okkar. Bogi er mjög flottur kylfingur með um 4,5 í forgjöf og hóf ungur að leika golf á Eskifirði þar sem hann ólst upp og er enn skráður í klúbbinn á sínum heimaslóðum. Hann er líka félagi í Golfklúbbi Reykjavíkur og býr við Korpúlfsstaðavöll.

Bogi sinnir auðvitað stóru hlutverki í einu mikilvægasta fyrirtæki landsins. Hann notar því golf til þess að reyna kúpla sig út úr amstri hversdagsins. Hann nefnir að tvígang hafi vinnutengdir hlutir eyðilagt fyrir honum golfhring og árið 2020 eyðilagi kjarabarátta við eina af stéttum félagsins fyrir honum fyrsta hring í Meistaramóti GR.

Í þættinum er komið víða. Bogi fer yfir vandræði karlhluta fjölskyldunnar við að fara holu í höggi. Hann velur jafnframt draumahollið þar sem afar ólíkir kylfingar koma saman. Einnig fengum við Boga til að kraftraða fimm bestu flugvellina með tilliti til gæði golfvalla í nálægð við flugvöll.

Við fáum að heyra með hvaða heimþekktu kylfingum Bogi hefur leikið með en hann hefur í þrígang leikið með Ernie Els sem er að sögn Boga einstaklega léttur og skemmtilegur.

Boga segir okkur frábæra sögu af púttharmleik á 18. holu í Grafarholti og einnig hvernig hann nýtti sér dáleiðslu til að reyna að laga vippin sem hafa verið að plaga hann að undanförnu.

Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum og á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/5slRTAJb0MgvznULzsKXQH?si=8b5ba7759b014d0c

Seinni níu eru í boði:
💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is 🚗- XPENG - xpeng.com/is 🧼- Lindin bílaþvottastöð 🏚️- Betri stofan fasteignasala 🏌️‍- Golfsvítan🔋- HS Orka 😎 - Nivea🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun 🥑- Hjá Höllu 👷‍♂️- Giggo 🔨- BYKO

Jón Bjarki braut tvær kylfur áður en hann fór holu í höggi⛳️Við fáum skemmtilegan gest til okkar í þessari viku í Seinni...
03/12/2025

Jón Bjarki braut tvær kylfur áður en hann fór holu í höggi⛳️

Við fáum skemmtilegan gest til okkar í þessari viku í Seinni níu. Jón Bjarki Oddsson kemur í heimsókn en hann starfar sem kírópraktor og sinnir því fjölmörgum kylfingum sem eru að glíma við meiðsli af einhverju tagi.

Jón Bjarki er hörku kylfingur með um 1 í forgjöf. Hann er með golfhermi á skrifstofunni þar sem hann sinnir störfum sem kírópraktor sinnir því bæði meðferðum og kennir golf. Jón Bjarki gaf einnig út skemmtilega bók um golf fyrr á þessu ári sem er mjög áhugaverð.

Í þættinum segir Jón okkur margar skemmtilegar sögur af sér í golfi. Meðal annars frá ótrúlegum sviptingum á lokadegi í meistaramóti í Mosfellsbæ. Sömuleiðis fáum við að heyra mjög skrautlegar sögur af ásum sem verða seint toppaðar.

Frábær þáttur þar sem við komum víða við. Draumahollið og powerrank á sínum stað. Svo óskuðum við Loga líka til hamingju með afmælið.

Þátturinn er kominn á helstu hlaðvarpsveitur og á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/3SLQq8ddLN21QhDUmqJMyr?si=4c8b7f2d4d054b5d

Seinni níu eru í boði:
💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is 🚗- XPENG - xpeng.com/is 🧼- Lindin bílaþvottastöð 🏚️- Betri stofan fasteignasala 🏌️‍- Golfsvítan🔋- HS Orka 😎 - Nivea🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun 🥑- Hjá Höllu 👷‍♂️- Giggo 🔨- BYKO

Heimir Karls vann bæði Anniku og Monty í golfi⛳Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson kom í heimsókn til okkar í Seinni níu en ...
25/11/2025

Heimir Karls vann bæði Anniku og Monty í golfi⛳

Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson kom í heimsókn til okkar í Seinni níu en hann hefur spilað golf um árabil. Heimir náði þeim einstaka árangri að verða bæði Íslandsmeistari í fótbolta og handbolta.

Í seinni tíð hefur hann einbeitt sér að golfinu og náði best rétt undir 10 í forgjöf. Í dag er Heimir með um 16 í forgjöf og kveðst vera sterkastur í innáhöggunum. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur og er einnig nýlega skráður í Golfklúbb Öndverðarness.

Í þættinum er komið víða við. Heimir segir okkur frá því hvernig hann fór tvívegis holu í höggi. Sömuleiðis segir hann okkur frá því þegar hann vann bæði Colin Montgomerie og Anniku Sörenstam á einni holu í golfi.

Heimir kemur með topplista yfir golfholur með bestu teigstæðin og velur draumahollið. Frábær þáttur á léttum nótum eins og alltaf!

Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum og á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/1E0VUtTYdj41MOd9warsLA?si=90d3d7108fd0452c

Seinni níu eru í boði:
💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is 🚗- XPENG - xpeng.com/is 🧼- Lindin bílaþvottastöð 🏚️- Betri stofan fasteignasala 🏌️‍- Golfsvítan🔋- HS Orka 😎 - Nivea🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun 🥑- Hjá Höllu 👷‍♂️- Giggo 🔨- BYKO

Þórhallur fann draumahúsið á golfvellinum⛳Við fáum frábæran gest í Seinni níu þessa vikuna því til okkar kemur Þórhallur...
20/11/2025

Þórhallur fann draumahúsið á golfvellinum⛳

Við fáum frábæran gest í Seinni níu þessa vikuna því til okkar kemur Þórhallur Sverrisson sem er einna best þekktur fyrir að hafa leikið aðalhlutverkið í kvikmyndinni Íslenski draumurinn. Myndin fagnaði 25 ára afmæli fyrir skömmu og því rifjum við aðeins upp þá frábæru kvikmynd auk þess að ræða auðvitað um golf.

Þórhallur er rétt undir 10 í forgjöf og spilar mjög reglulega. Hann byrjaði að spila fyrir um 20 ár og leikur aðallega á sínum heimavelli sem er GKG. Hann fann raunar draumahúsið við að spila golf á Leirdalnum og býr rétt fyrir ofan 12. braut vallarins – þar sem stundum koma golfboltar inn á pallinn hjá honum.

Þórhallur kemur með frábæran lista yfir bestu augnablikin sín í golfi og velur jafnframt draumahollið með þremur sterkum kylfingum. Í þættinum er komið víða við og einnig rætt um breytingar á reglum sem snýr að notkun golfbíla hjá Golfklúbbi Reykjavíkur sem hefur valdið smá fjarðafoki.

Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum og á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/3Z8bq3QkWahCBDiH6702WX?si=7af8974a1bdc4384

Seinni níu eru í boði:
💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is 🚗- XPENG - xpeng.com/is 🧼- Lindin bílaþvottastöð 🏚️- Betri stofan fasteignasala 🏌️‍- Golfsvítan🔋- HS Orka 😎 - Nivea🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun 🥑- Hjá Höllu 👷‍♂️- Giggo 🔨- BYKO

Kristján Þór sjankaði á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum⛳Við fengum tvöfaldan Íslandsmeistara í heimsókn þessa viku...
12/11/2025

Kristján Þór sjankaði á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum⛳

Við fengum tvöfaldan Íslandsmeistara í heimsókn þessa vikuna þegar Kristján Þór Einarsson mætti til okkar í Seinni níu. Kristján varð Íslandsmeistari í golfi árin 2008 og 2022. Í bæði skiptin komu titlarnir í Vestmannaeyjum.

Í þættinum rekur Kristján aðeins keppnisferilinn, velur fimm bestu keppnisgolfholur landsins. Hann segir okkur jafnframt frá sínum mesta ótta í golfi sem er að sjanka. Kristján segir okkur skemmtilega frá því þegar hann sjankaði í beinni útsendingu á Íslandsmótinu í golfi árið 2022 þar sem hann stóð að lokum uppi sem sigurvegari.

Já þessir bestu eru víst mannlegir eftir allt saman. Frábær þáttur með einum sigursælasta kylfingi landsins.

Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum og á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/48IXtMYeUFJpnyUy0IWh5k?si=e4fd9a2012234cfa

💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is 🚗- XPENG - xpeng.com/is 🧼- Lindin bílaþvottastöð 🏚️- Betri stofan fasteignasala 🏌️‍- Golfsvítan🔋- HS Orka 😎 - Nivea🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun 🥑- Hjá Höllu 👷‍♂️- Giggo 🔨- BYKO

Reiðilestur frá Bogdan ýtti Arnari yfir í golf⛳Við fengum frábæran gest í Seinni níu þessa vikuna þegarArnar Már Ólafsso...
04/11/2025

Reiðilestur frá Bogdan ýtti Arnari yfir í golf⛳

Við fengum frábæran gest í Seinni níu þessa vikuna þegarArnar Már Ólafsson, golfkennari og frumkvöðull í golfkennslu, kom í heimsókn til okkar. Arnar ræddi við okkur um golf í yfir klukkustund en hann er einn færasti golfkennari landsins og hefur þjálfað marga af bestu kylfingum Íslands.

Í þættinum fer Arnar aðeins fyrir ferilinn í golfkennslu enhann er nýlega kominn aftur heim til Íslands eftir langa dvöl í Þýskalandi. Arnar segir okkur frá því að hann hafi þurft að fara erlendis að þjálfa enda fáir í golfkennarafaginu hér heima á þeim tíma. Tímarnir hafa svo sannarlega breyst enda er sannkölluð golfsprengja í gangi á Íslandi.

Arnar er nýlega byrjaður að spila golf af krafti á nýjanleik og er það ekki síst fyrir tilstilli nýrrar tækni í hugbúnaðinum ELVA Golf sem Arnar hefur tekið þátt í að þróa. Með þeirri tækni g*t Arnar farið að þjálfa sjálfan sig en ELVA Golf er nákvæm sveiflumæling án skynjara sem hefurvakið athygli á heimsvísu. Arnar útskýrir aðeins fyrir okkur þessa nýju tækni sem er almenningi aðgengileg.

Í þættinum velur Arnar Már draumahollið. Við fáum skemmtilegan topplista þar sem Arnar velur bestu kylfinganna sem hann hefur þjálfað á ferlinum.
Mjög skemmtilegt og fróðlegt spjall við einn bestagolfkennara landsins. Arnar segir okkur jafnframt frá örlagaríku atviki sem varð þess valdandi að hann hætti í handbolta og lagði áherslu á golfið. Handboltaþjálfarinn Bogdan Kowalczyk og heilahristingur kemur þar við sögu.

Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum og á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/3jDQqZUqZTzxUAmGqmLwzR?si=f203ed02a3d04c49

Seinni níu er í boði:
💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is⛳- Eagle Golfferðir 🚗- XPENG - xpeng.com/is 🧼- Lindin bílaþvottastöð 🏚️- Betri stofan fasteignasala 🏌️‍- Golfsvítan🔋- HS Orka 😎 - Nivea🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun 🥑- Hjá Höllu 👷‍♂️- Giggo

Evu Maríu dreymir um að spila með Clooney⛳Við fengum góðan gest í þátt vikunnar í Seinni níu.Fjölmiðlakonan Eva María Jó...
29/10/2025

Evu Maríu dreymir um að spila með Clooney⛳

Við fengum góðan gest í þátt vikunnar í Seinni níu.Fjölmiðlakonan Eva María Jónsdóttir kom í heimsókn til okkar. Hún er kylfingur í Nesklúbbnum og er með um 25 í forgjöf. Hún kom óvænt í golfíþróttina fyrir um tíu árum og hefur golfið haft það mikil áhrif á hana að hún fékk sér dagvinnu sem kennari til að geta stundað golf af krafti yfir sumartímann þegar kennsla liggur niðri.

Í þættinum segir Eva okkur frá hvernig hún kynntistíþróttinni og því andlega ferðalagi sem golfíþróttin hefur verið fyrir hana. Hún segir okkur frá nýjum þáttum sem hún er með á RÚV sem kallast Ljóðaland en hugmyndin að þáttunum kom óvænt upp í golfferð. Í fyrsta sinn í Seinni níu varkveðin golfvísa.

Eva velur draumahollið og kemur einnig með frábærantopplista yfir þau fimm atriði sem hafa komið henni mest á óvart eftir að hún hóf að leika golf.

Svo kemur í ljós að Logi á nú 10 púttera eftir að hafa fjárfest í tveimur pútterum á síðustu vikum.

Þáttinn má nálgast á helstu hlaðvarpsveitum og á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/4f3xGzN808Aw57CRkGdYaN?si=17361bb32349469f

Seinni níu er í boði:
💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is⛳- Eagle Golfferðir 🚗- XPENG - xpeng.com/is 🧼- Lindin bílaþvottastöð 🏚️- Betri stofan fasteignasala 🏌️‍- Golfsvítan🔋- HS Orka 😎 - Nivea🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun 🥑- Hjá Höllu 👷‍♂️- Giggo

Hrafnhildur Halldórs hefur leikið alla golfvelli landsins⛳Við fáum frábæran gest í Seinni níu þessa vikuna. Það er útvar...
22/10/2025

Hrafnhildur Halldórs hefur leikið alla golfvelli landsins⛳

Við fáum frábæran gest í Seinni níu þessa vikuna. Það er útvarpskonan Hrafnhildur Halldórsdóttir sem kom í heimsókn til okkar en flest okkar ættu að kannast við rödd hennar úr Síðdegisútvarpinu á Rás2.

Hrafnhildur hóf að leika golf fyrir um 20 árum og varð alveg heilluð af golfíþróttinni. Svo heilluð að hún hefur leikið alla golfvelli á Íslandi. Það tókst henni í sumar með því að ferðast ásamt eiginmanni sínum á húsbíl um landið með það að markmiði að spila þá golfvelli sem urðu á vegi þeirra.

Í þættinum fáum við Hrafnhildi til velja topplista yfir bestu níu holu golfvelli landsins sem hún hefur spilað. Þar koma margir stórskemmtilegir vellir við sögu. Hrafnhildur velur einnig draumahollið og svo mælir hún sérstaklega með því að leika golf í Þýskalandi og Austurríki.

Við komum víða við í þættinum og Hrafnhildur segir okkur fráþví að Írinn Shane Lowry sé hennar uppáhalds kylfingur. Frábær þáttur!

Þátturinn er lentur á hlaðvarpsveitur og á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/7lcnvS95E1TShRkkEdie9b?si=9381954be2d341eb

Seinni níu er í boði:
💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is⛳- Eagle Golfferðir 🚗- XPENG - xpeng.com/is 🧼- Lindin bílaþvottastöð 🏚️- Betri stofan fasteignasala 🏌️‍- Golfsvítan🔋- HS Orka 😎 - Nivea🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun 🥑- Hjá Höllu 👷‍♂️- Giggo

Enn einn sigurinn hjá Tommy þetta haustið. Logi Bergmann er eðlilega í skýjunum⛳️🏆
19/10/2025

Enn einn sigurinn hjá Tommy þetta haustið. Logi Bergmann er eðlilega í skýjunum⛳️🏆

Tommy Fleetwood wins the DP World India Championship 🏆

Sigurvin þolir ekki leiðinlegar golfsögur⛳️Við fáum góðan gest í Seinni níu í þessari viku en knattspyrnuþjálfarinn Sigu...
15/10/2025

Sigurvin þolir ekki leiðinlegar golfsögur⛳️

Við fáum góðan gest í Seinni níu í þessari viku en knattspyrnuþjálfarinn Sigurvin Ólafsson kemur í heimsókn til okkar. Sigurvin er alin upp í Vestmannaeyjum og byrjaði ungur að leika sér í golfi en hefur aldrei almennilega hellt sér í golfið.

Venni er ekki alveg með á hreinu hver forgjöfin er en er sagt að hann sé með óþolandi fallega golfsveiflu. Hann hefur sjaldnast frumkvæðið að því að fara í golf og leikur með gömlum notuðum kylfum. Venni er því nokkuð frábrugðin flestum af okkar gestum sem eru forfallnir golfáhugamenn.

Í þættinum tengjum við aðeins saman mismunandi tegundir golfhögga og spyrnutækni. Venni velur draumahollið og kemur með með Powerrank yfir þá hluti sem hann þolir ekki í golfi. Falskar vonir og leiðinlegar golfsögur koma þar við sögu.

Frábær þáttur þar sem við tengjum saman golf og fótbolta á einstakan hátt.

Þátturinn er lentur á hlaðvarpsveitur og á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/3CbyEfgxKMuH0g8vz1G7FB?si=ORKkuMoIQ8-OjAmI0C4SmQ

Seinni níu er í boði:
💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is⛳- Eagle Golfferðir 🚗- XPENG - xpeng.com/is 🧼- Lindin bílaþvottastöð 🏚️- Betri stofan fasteignasala 🏌️‍- Golfsvítan🔋- HS Orka 😎 - Nivea🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun 🥑- Hjá Höllu 👷‍♂️- Giggo

Tiger búinn með enn eina bakaðgerðina. Hér er hægt sjá hvað er búið að laga okkar besta manni.🐅
13/10/2025

Tiger búinn með enn eina bakaðgerðina. Hér er hægt sjá hvað er búið að laga okkar besta manni.🐅

Egill Einarsson er með 7 golfkennara⛳️Við í Seinni níu erum staddir á Ítalíu en fáum frábæran gest í þáttinn. Egill Eina...
07/10/2025

Egill Einarsson er með 7 golfkennara⛳️

Við í Seinni níu erum staddir á Ítalíu en fáum frábæran gest í þáttinn. Egill Einarsson mætir til okkar og fer yfir það hvernig það sé að ganga vera byrjandi í íþróttinni.

Egill byrjaði í vor og golfíþróttin hefur heltekið hann. Hann er að vinna með 7 golfkennurum að því að ná betri tökum á íþróttinni.

Í þættinum ræðum við um golf á skemmtilegum nótum en Egill kemur með frábært Powerrank, velur draumaholl og svarar spurningum frá hlustendum.
Frábær þáttur þar sem við fáum mjög skemmtilegt sjónarhorn frá einum af okkar efnilegustu kylfingum.

Carton af boltum kemur við sögu í þættinum.

Þátturinn er kominn á helstu hlaðvarpsveitur og er aðgengilegur hér👇

https://open.spotify.com/episode/1xCGVeLCi7sDO5pYtZCQEs?si=eol0J80wSw67p9uRKEJrKA

Seinni níu er í boði:
💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is⛳- Eagle Golfferðir 🚗- XPENG - xpeng.com/is 🧼- Lindin bílaþvottastöð 🏚️- Betri stofan fasteignasala 🏌️‍- Golfsvítan🔋- HS Orka 😎 - Nivea🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun 🥑- Hjá Höllu 👷‍♂️- Giggo

Address

Borgartún 35
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Seinni níu posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Seinni níu:

Share

Category