Harmageddon

Harmageddon Podcast

08/10/2025

Magga Stína ekki í haldi ISIS

Ef íslenskir ríkisborgarar kjósa að fara til landa sem utanríkisráðuneytið varar við og brjóta þar lög, er það varla á ábyrgð íslenska ríkisins. Við ræðum líka í þessum þætti um kostnað Reykjavíkurborgar vegna hælisleitenda og flóttafólks, nýtt framboð til borgarstjórnar, leiksýningu til höfuðs Snorra Mássyni, úrræðaleysi í vímuefnamálum ungmenna og bókun 35 í Framsóknarflokknum.

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

01/10/2025

Umdeild ritlaun listamanna

Heitar umræður um listamannalaun rithöfunda blossuðu upp í vikunni eftir að Samtök skattgreiðenda birtu samantekt um úthlutanir síðustu 25 árin. Sýnist sitt hverjum. En þegar öllu er á botninn hvolft virðist þessi útgjaldaliður ríkissjóðs ekki vera sá sem við þurfum að hafa mestar áhyggjur af. Við ræðum einnig um úrræðaleysi fyrir börn í fíknivanda, menningarlegt alræði, gjaldþrot fjölbreytileikastefnunnar og ofsóknir gegn kristnum í Nígeríu í Harmageddon þætti dagsins.

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

24/09/2025

Fordómar gagnvart einhverfum

Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að auka slagkraft í rannsóknum á einhverfu og orsökum hennar. Framtakið hefur mætt harðri gagnrýni og er í raun túlkað sem fordómar gegn einhverfum og afneitun á tilvist þeirra. Við veltum fyrir okkur hvort viðbrögðin séu birtingarmynd þess að við lifum á öld fáránleikans þar sem öllu er á rönguna hvolft? Einnig förum við í þessum þætti yfir tískuorðið “bakslag” í jafnréttismálum, deilur um olíuleit á Drekasvæðinu, landsþing Viðreisnar, stóra Jimmy Kimmel málið og hvernig sannleikurinn er orðinn að öfgahægri konsepti.

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

17/09/2025

Hatursspúandi boðberar kærleikans

Eins hryllilegt og morðið á Charlie Kirk var þá hafa viðbrögð vinstri manna kannski verið sínu verri. Hvers vegna er ekki hægt að fordæma morð á ungum fjölskylduföður án fyrirvara? Í þætti dagsins förum við ítarlega yfir atburði síðustu viku frá því að Charlie Kirk var skotinn og hvernig hin vestræni heimur hefur brugðist við.

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

10/09/2025

Skömm þeirra er mikil

Komið er í ljós að fordæmingarnar og reiðiofsabylgjan sem helltist yfir Snorra Másson í síðustu viku var öllum þeim sem tóku þátt til mikillar skammar. Snorra varð það á að spyrja spurninga um trúarkennisetningar sem engin má efast um án þess að verða útskúfaður. Við ræðum líka í þessum þætti um mótmæli síðustu vikna, refsiaðgerðir gegn rússum sem bitna á íslensku hátæknifyrirtæki, eyðslu ríkissjóðs í gæluverkefni aktívista, hatursglæpi gegn hvítum og byltingu unga fólksins í Nepal.

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

03/09/2025

Siðafárið í kringum Snorra Másson

Það sem gerir transumræðuna erfiða er ekki efnið sjálft heldur hvernig hún er alltaf stöðvuð áður en hún hefst. Að mála allar gagnrýnisraddir sem óvini er ekki leiðin til að verja réttindi. Sá sem ekki trúir á Jesú Krist er ekki að afneita tilvist kristinna manna og sá sem trúir ekki á Íslam er ekki að afneita tilvist múslima. Hvers vegna er þá sá sem trúir að kynin séu tvö sagður afneita tilvist transfólks?

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

28/08/2025

Aukin ógn vegna ofbeldisfullrar vinstri öfgahyggju

Skotárásum transaktívista hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum og jafnvel á Íslandi er róttæk hinseginheft farin að gera vart við sig. Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, er einn fárra stjórnmálamanna sem þorir að ræða opinskátt um pólitík kynjahugmyndafræðinnar og uppsker auðvitað heiftugar árásir á sig í staðinn. Íslenskt réttarvörslukerfi virðist handónýtt þegar sakborningur í morðmáli fær fullan samskiptaaðgang að vitnum og þolendum áður en mál hennar er dómtekið og við ræðum einnig um gjaldþrot þýska velferðarkerfisins í Harmageddon þætti dagsins.

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

20/08/2025

Leikskólakerfið á ábyrgð borgarinnar

Ekki er við leikskólastjórnendur að sakast í skelfilegu máli sem upp kom á leikskólanum Múlaborg í síðustu viku. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að leikskólar hafa verið reknir með viðvarandi niðurskurðarkröfu þannig að erfitt hefur verið að manna þessa skóla með góðu fólki. Við ræðum líka um gagnslaust kennaranám, brjálæðislega helstefnu borgarinnar gegn bílastæðum og kröfu B**M fólk um að fá að vera meira sýnilegt í samfélaginu. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

13/08/2025

Öfgastimplar misst merkingu sína

Í Harmageddon þætti dagsins ræðum við tilhneygingu fjölmiðla og stjórnvalda til að merkja allt sem þeim er ekki að skapi sem öfgar, um samkynhneigða menn sem ekki eru lengur velkomnir í Gleðigönguna, leppstríð Bandaríkjanna í Úkraínu, sjálfshatur vestursins og margt, margt fleira.

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

04/08/2025

Fallega fólkið snýr aftur

Viðbrögð vóksins við nýjustu auglýsingaherferð American Eagle segir okkur að líkamsvirðingarhreyfingin snérist aldrei um neitt annað en að aftengja fegurð. Sú staðreynd að fyrirtækið hefur ekki dregið herferðina til baka eða beðist afsökunnar á neinu segir okkur líka að vókið er raunverulega í andaslitunum og að bjartari tímar séu sannarlega framundan.

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

29/07/2025

Þegar gervigreindin segir okkur það sem við megum ekki heyra

Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðinga. Enginn veltir þó fyrir sér hvað umrædd gervigreindarmyndbönd eru að segja okkur eða hvort að tölfræðin þar að baki sé yfirhöfuð rétt eða röng.

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

21/07/2025

Foreldrarölt hægri öfgamanna

Myndir af hópi manna, svartklæddum og merktum í bak og fyrir, á rölti í miðbænum síðastliðin föstudagskvöld hafa vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Félagsskapurinn kallar sig „Skjöldur Íslands“ og er stofnaður til höfuðs „handónýtri“ stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum og til að „stemma stigu við því að vegið sé að íslenskum gildum.“

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Address

Ármúli 19
Reykjavík
108

Telephone

+3547718500

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Harmageddon posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Harmageddon:

Share

Category