Listfræðafélag Íslands

Listfræðafélag Íslands Listfræðafélag Íslands er félag fagfólks á sviði listfræða, listasögu og listheimspeki. Markmið félagsins er að efla rannsóknir í listfræðum (s.s.

Listfræðafélag Íslands er félag þeirra sem eru fagmenn á sviði listfræða, listasögu og sýningarstjórnunar á Íslandi. listasögu, fagurfræði og listheimspeki), styðja við kennslu í fræðunum og miðla þeim til almennings. Félaginu er ætlað að stuðla að samvinnu þeirra sem starfa á sviði listfræða og gæta hagsmuna þeirra. Ennfremur er tilgangur félagsins að efla samstarf félagsmanna við erlenda fræðime

nn á sama sviði og samtök þeirra. Í þessum tilgangi skal félagið meðal annars gangast fyrir fundum, ráðstefnum og námskeiðum og halda úti tölvupóstlista. Lög félagsins má nálgast hér: Lög Listfræðafélags Íslands 2009.pdf

Allir þeir geta orðið fullgildir félagar sem lokið hafa BA-gráðu hið minnsta í listfræðum eða sem að mati félagsfundar uppfylla sambærileg skilyrði.
Þeir sem áhuga hafa á aðild geta sent umsókn um það á netfangið listfraedi (hjá) listfraedi.is með upplýsingum um nám og störf. Umsókn um aðlid verður þá borin undir næsta félagsfund, en þeir eru haldnir í hverjum mánuði.

Þeim sem óska upplýsinga um félagið eða starfsemi þess er bent á að hafa samband við stjorn félagsins, (stjorn (hjá) listfraedi.is).

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Listfræðafélag Íslands posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Listfræðafélag Íslands:

Share