Angústúra

Angústúra Angústúra opnar glugga út í heim með útgáfu spennandi og fallegra bóka frá öllum heimshornum

Stórkostlega bókin Vigdís eftir Rán Flygenring er til bæði á íslensku og ensku! Rán Flygenring er einn fremsti teiknari ...
18/08/2025

Stórkostlega bókin Vigdís eftir Rán Flygenring er til bæði á íslensku og ensku!

Rán Flygenring er einn fremsti teiknari landsins. Hér kynnir hún Vigdísi Finnbogadóttur fyrir nýjum kynslóðum í máli og myndum. Fyrir hvert selt eintak af bókinni verður gróðursett tré í samstarfi við Yrkjusjóð Vigdísar og Skógræktarfélag Íslands. Rán hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir bókina, sem allar fjölskyldur verða að eiga.

——-

The wonderful book Vigdís by Rán Flygenring is available in both Icelandic and English!

In this acclaimed picture book by Rán Flygenring, one of Iceland’s most celebrated illustrators, readers are invited to join a young and imaginative writer-in-the-making, who pays an unforgettable visit to Vigdís on a mission to write the president’s life story. The book received the Reykjavík Children’s Book Award and was selected as the booksellers’ favorite title as well.

Gleðilega Hinsegin daga! 🏳️‍🌈🏳️‍⚧️
09/08/2025

Gleðilega Hinsegin daga! 🏳️‍🌈🏳️‍⚧️

Vaxtarræktarkonan einmana á metsölulista Eymundssonar þessa vikuna! 💫
08/08/2025

Vaxtarræktarkonan einmana á metsölulista Eymundssonar þessa vikuna! 💫

Mikilvægur vitnisburður rithöfundarins Atef Abu Saif um upphaf árásanna á G a z a haustið 2023 🍉Allur ágóði af sölu bóka...
05/08/2025

Mikilvægur vitnisburður rithöfundarins Atef Abu Saif um upphaf árásanna á G a z a haustið 2023 🍉

Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til hjálparstarfs á svæðinu!

Menningarmálaráðherra palestínskra stjórnvalda var að synda í sjónum þegar sprengjum tók að rigna yfir Gaza. Í stað þess að halda heim á Vesturbakkann ákváðu hann og sonur hans á unglingsaldri að halda kyrru fyrir, enda óraði þá ekki fyrir því sem koma skyldi. Með dagbókarskrifum sínum veitir Atef Abu Saif nístandi innsýn í baráttu Palestínumanna við að halda lífi.

Nýjasta áskriftarbókin er komin, Vaxtarræktarkonan einmana! Frumlegar smásögur úr japönskum samtíma sem fjalla um tengsl...
30/07/2025

Nýjasta áskriftarbókin er komin, Vaxtarræktarkonan einmana!

Frumlegar smásögur úr japönskum samtíma sem fjalla um tengsl og samskipti á óvæntan hátt. Sögupersónurnar takast á við hið gróteska, framandi og ævintýralega í hversdeginum og frelsast úr viðjum vanans. 

Yukiko Motoya (f. 1979) er ein ferskasta rödd japanskra samtímabókmennta. Hún skrifar skáldverk og leikrit og stýrir eigin leikfélagi, auk þess sem gerðar hafa verið kvikmyndir eftir verkum hennar. Motoya hefur unnið til virtra bókmennta- og leiklistarverðlauna í heimalandi sínu.

Ný bók eftir metsöluhöfundinn Jenny Colgan er væntanleg á næstu dögum! Hver heldur þú að mæti næst?
23/07/2025

Ný bók eftir metsöluhöfundinn Jenny Colgan er væntanleg á næstu dögum! Hver heldur þú að mæti næst?

Góðar bækur í fríið fyrir stóra sem smáa☀️
13/07/2025

Góðar bækur í fríið fyrir stóra sem smáa☀️

Rán Flygenring verður með skemmtilega fjölskyldusmiðju í Loftskeytastöðinni kl. 13-15 á þjóðhátíðardaginn, með konuforse...
16/06/2025

Rán Flygenring verður með skemmtilega fjölskyldusmiðju í Loftskeytastöðinni kl. 13-15 á þjóðhátíðardaginn, með konuforsetaþema. Við mælum með!

Loftskeytastöðin býður þjóðina velkomna í heimsókn þann 17.júní milli klukkan 13.00 og 15:00.

DAGSKRÁ:

KL.13.00-15.00 verður þjóðhátíðarleg fjölskyldustöðvateiknismiðja með konuforsetaþema í umsjón Ránar Flygenring.

Kl. 15.00 verður leiðsögn um sýninguna „ Ljáðu mér vængi“ í umsjón Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur leikkonu.

ÖLL VELKOMIN !

Viðfangsefni fjölskyldusmiðjunnar:

Þann 17. júní milli 13 og 15 er börnum á öllum aldri og foreldrum þeirra boðið upp á fjórar skapandi forsetaþrautir. Undir handleiðslu Ránar Flygenring geta þátttakendur valsað um á milli stöðva og veitt þar orður, föndrað flögg, tekið viðtöl og ræktað skóg. Eina sem til þarf er góða skapið – engrar teiknikunnáttu er þörf!

Stöð 1: Orðuveitingar
Eitt af hlutverkum forseta er að veita orður. Hverjum myndir þú veita orðu og fyrir hvað? Búðu til orðu!

Stöð 2: Viðtalið
Krakkinn í bókinni um Vigdísi ætlar að skrifa bók um fyrsta konuforsetann í heiminum. Hún fer til hennar og tekur við hana viðtal. Um hvern myndir þú skrifa bók?
Semdu fjórar spurningar og teiknaðu svo kápuna á bókinni. Hver er titill bókarinnar?

Stöð 3: Flögg og fánar
Á þjóðhátíðardögum er flaggað! Einnig á hátíðis- og tyllidögum, þegar einhver á afmæli eða mikið stendur til.
Fyrir hverju vilt þú flagga? Búðu til flagg!

Stöð 4: Skógurinn
Eitt af því sem Vigdís Finnbogadóttir gerði í sinni forsetatíð var að gróðursetja tré. Hún tók oft með sér þrjá græðlinga út á land og gróðursetti þá með börnum: eitt tré fyrir strákana, eitt tré fyrir stelpurnar og eitt fyrir ófæddu börnin.
Teiknaðu tré, klipptu út og plantaðu í Vigdísarskóginn á veggnum. Svo skaltu skrifa fyrir hverja/hvern þitt tré er.

Rán Flygenring ferðaðist um Japan í maí og kynnti meðal annars bókina um Vigdísi í Tsutaya Books-bókabúðinni í Shi­buya-...
09/06/2025

Rán Flygenring ferðaðist um Japan í maí og kynnti meðal annars bókina um Vigdísi í Tsutaya Books-bókabúðinni í Shi­buya-hverfi í Tókýó, ásamt þýðanda bókarinnar Shohei Akakura, sem er búsettur á Íslandi. Viðburðurinn var hluti af dag­skrá Taste of Ice­land á vegum Íslands­stofu. Hlekkur á frétt Morgunblaðsins í viðhengi.

Tansaníski Nóbelsverðlaunahafinn Abdulrazak Gurnah hitti Egil Helgason á Bókmenntahátíðar Reykjavíkur og var samtali þei...
26/05/2025

Tansaníski Nóbelsverðlaunahafinn Abdulrazak Gurnah hitti Egil Helgason á Bókmenntahátíðar Reykjavíkur og var samtali þeirra sjónvarpað í Kiljunni á dögunum. Bók hans Malarhjarta kom nýlega út í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur, en hún þýddi einnig skáldsögu hans Paradís sem kom út árið 2023.

Nóbelsverðlaunahafinn Abdulrazak Gurnah skrifar á á óvæginn hátt um áhrif nýlendustefnunnar, þó án þess að setjast í dómarasæti. Hann reynir að skilja mannskepnuna og ákvarðanir hennar. Sjálfur var hann í vanda staddur þegar hann fór að skrifa.

22/05/2025

Bókaforlag sem opnar glugga út í heim með útgáfu vandaðra og fallegra bóka sem stækka sjóndeildarhringinn. Fyrir börn og fullorðna, eitthvað fyrir alla.

Kiljan spennandi í kvöld! Tansaníski Nóbelsverðlaunahafinn Abdulrazak Gurnah var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík fyr...
07/05/2025

Kiljan spennandi í kvöld! Tansaníski Nóbelsverðlaunahafinn Abdulrazak Gurnah var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík fyrir skemmstu og tók Egill viðtal við hann í Norræna húsinu. Angústúra hefur gefið út tvær skáldsögur eftir hann, Paradís og nú nýlega Malarhjarta. Helga Soffía Einarsdóttir þýddi.

Address

Skólavörðustígur 12
Reykjavík
101

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Angústúra posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Angústúra:

Share

Category

Our Story

Angústura bókaforlag opnar glugga út í heim með útgáfu spennandi og fallegra bóka í vönduðum þýðingum frá öllum heimshornum.