Angústúra

Angústúra Angústúra opnar glugga út í heim með útgáfu spennandi og fallegra bóka frá öllum heimshornum

Sorgarfréttir. Breski metsöluhöfundurinn Sophie Kinsella er látin eftir þriggja ára baráttu við illvígt krabbamein. Kins...
10/12/2025

Sorgarfréttir. Breski metsöluhöfundurinn Sophie Kinsella er látin eftir þriggja ára baráttu við illvígt krabbamein. Kinsella hét réttu nafni Madeleine Sophie Wickham. Hún skrifaði sérstaklega skemmtilegar bækur og hafði einstakt lag á að skapa ljóslifandi persónur og broslegar aðstæður. Bækur hennar hafa selst í yfir 45 milljónum eintaka í rúmlega 60 löndum og verið þýddar á yfir 40 tungumál. Á íslensku hafa komið út hjá Angústúru bækurnar Mitt (ó)fullkomna líf, Leyndarmál og Engin heimilisgyðja, í þýðingu Maríönnu Clöru Lúthersdóttur.

Gott viðtal í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 við Þórunni Rakel Gylfadóttur um bókina Mzungu og tilurð hennar. Þórunn Rakel sk...
10/12/2025

Gott viðtal í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 við Þórunni Rakel Gylfadóttur um bókina Mzungu og tilurð hennar. Þórunn Rakel skrifaði einnig ungmennabókina Akam, ég og Annika, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2021 og sló í gegn hjá lesendum á öllum aldri.

Með Rakel á myndinni er Simon Okoth Aora, meðhöfundur hennar. Hlekkur á viðtalið hér fyrir neðan.

09/12/2025

Einstaklega falleg og hræðileg Blökuveggspjöld til sölu beint frá útgefanda, í vefverslun eða á skrifstofu Angústúru.
Takmarkað upplag, árituð og betrumbætt af höfundi.
4.500 krónur stykkið.
Stærð 40×50cm.

⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️Dúndurdómur um Blöku eftir Rán Flygenring í Morgunblaðinu. Fullt hús stjarna og frábær rýni hjá Kristínu Heiðu...
08/12/2025

⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️

Dúndurdómur um Blöku eftir Rán Flygenring í Morgunblaðinu. Fullt hús stjarna og frábær rýni hjá Kristínu Heiðu Kristinsdóttur, gagnrýnanda.

„Blaka er svokallað snilldarverk sem vekur kærkominn skemmtilegan hroll. Ekki láta nokkurn krakka missa af þessari geggjuðu bók.“

Þar hafið þið það.

08/12/2025

Bók er besta jólagjöfin.

Sagan um Blöku fær góðar viðtökur lesenda. Rán valdi sínar uppáhalds umsagnir um bókina.
04/12/2025

Sagan um Blöku fær góðar viðtökur lesenda. Rán valdi sínar uppáhalds umsagnir um bókina.

„Þegar ég er að lesa hana fyrir krakka þá er alveg nýr glampi í augunum á þeim: Hræddu mig aftur. Það er mjög skemmtileg...
03/12/2025

„Þegar ég er að lesa hana fyrir krakka þá er alveg nýr glampi í augunum á þeim: Hræddu mig aftur. Það er mjög skemmtilegt.“ Rán Flygenring og Halla Harðardóttir ræddu saman í Víðsjá nýlega um Blöku sem börnin eru sjúk í, ljósfirringu og leðurblökur.

Rán Flygenring ætlaði sér alls ekki að skrifa ógnvekjandi sögu fyrir börn heldur var hún að velta fyrir sér myrkri og ljósi. Börn heillast af sögunni og Rán sér alveg nýjan glampa í augum þeirra þegar hún les fyrir þau.

Jenný Colgan svíkur engan á aðventunni. Skrifað í skýin er algjör yndislestur, manneskjuleg og rómantísk. Þýðandi Helga ...
02/12/2025

Jenný Colgan svíkur engan á aðventunni.
Skrifað í skýin er algjör yndislestur, manneskjuleg og rómantísk.
Þýðandi Helga Soffía Einarsdóttir

28/11/2025

Þórunn Rakel Gylfadóttir og Simon Okoth Aora segja frá Mzungu, hörkuspennandi sögu sem lesendur eiga erfitt með að leggja frá sér.

🎵 Diamond Platnumz – Yatapita

Út er komin Vaxtarræktarkonan einmana eftir Yukiko Motoya í þýðingu Elísu Björgu Þorsteinsdóttur.  Motoya (f. 1979) er e...
25/11/2025

Út er komin Vaxtarræktarkonan einmana eftir Yukiko Motoya í þýðingu Elísu Björgu Þorsteinsdóttur.

Motoya (f. 1979) er ein ferskasta rödd japanskra samtímabókmennta. Hún skrifar skáldverk og leikrit og stýrir eigin leikfélagi, auk þess sem gerðar hafa verið kvikmyndir eftir verkum hennar. Motoya hefur unnið til virtra bókmennta- og leiklistarverðlauna í heimalandi sínu.

Maríanna Clara Lúthersdóttir skrifaði eftirmála.
📷 af höfundi Hayato Yuine
📷 af þýðanda Saga Sig

Address

Skólavörðustígur 12
Reykjavík
101

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Angústúra posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Angústúra:

Share

Category

Our Story

Angústura bókaforlag opnar glugga út í heim með útgáfu spennandi og fallegra bóka í vönduðum þýðingum frá öllum heimshornum.