10/12/2025
Sorgarfréttir. Breski metsöluhöfundurinn Sophie Kinsella er látin eftir þriggja ára baráttu við illvígt krabbamein. Kinsella hét réttu nafni Madeleine Sophie Wickham. Hún skrifaði sérstaklega skemmtilegar bækur og hafði einstakt lag á að skapa ljóslifandi persónur og broslegar aðstæður. Bækur hennar hafa selst í yfir 45 milljónum eintaka í rúmlega 60 löndum og verið þýddar á yfir 40 tungumál. Á íslensku hafa komið út hjá Angústúru bækurnar Mitt (ó)fullkomna líf, Leyndarmál og Engin heimilisgyðja, í þýðingu Maríönnu Clöru Lúthersdóttur.