Angústúra

Angústúra Angústúra opnar glugga út í heim með útgáfu spennandi og fallegra bóka frá öllum heimshornum

14/09/2025

Örviðtal við Helgu Soffíu, þýðanda bókarinnar Skrifað í skýin eftir Jenny Colgan. Við fengum aðeins kynnast sögunni og heyra upplifun Helgu Soffíu á bókinni.

Gæðastund á rigningardögum með góðri bók. Alla daga vikunnar borðum við gómsætan mat, alveg eins og dýrin í bókinni. Myn...
07/09/2025

Gæðastund á rigningardögum með góðri bók.

Alla daga vikunnar borðum við gómsætan mat, alveg eins og dýrin í bókinni. Myndirnar hoppa upp af síðunum og koma sífellt á óvart!

Ómótstæðileg Ella er fyrsta bók Ellu Mills og kom út 2015. Aldrei fyrr hefur fyrsta matreiðslubók höfundar selst eins ve...
31/08/2025

Ómótstæðileg Ella er fyrsta bók Ellu Mills og kom út 2015. Aldrei fyrr hefur fyrsta matreiðslubók höfundar selst eins vel í Bretlandi, og hefur hún einnig verið gefin út í 20 löndum. Bókin hefur að geyma einfaldar og ljúffengar jurtafæðisuppskriftir með aðgengilegum hráefnum.

Mataræði Ellu er ekki einungis fyrir þá sem eru vegan eða á glúten- og mjólkurlausu fæði, heldur einnig alla þá sem vilja góða orku og jafnan blóðsykur.

Ný Jenny Colgan er mætt!✨☁️Morag MacIntyre er bókstaflega í skýjunum. Hún hefur flogið um loftin blá frá því að hún var ...
22/08/2025

Ný Jenny Colgan er mætt!✨☁️

Morag MacIntyre er bókstaflega í skýjunum. Hún hefur flogið um loftin blá frá því að hún var sextán ára, fyrst með afa sínum milli skosku eyjanna og síðan millilandaflug hjá stóru flugfélagi. Flugið er henni í blóð borið og ástin í lífi hennar eru háloftin og Dolly, Twin Otter-vél fjölskyldufyrirtækisins, eða þar til hún kynnist Hayden, sem deilir ekki aðeins áhuga hennar á flugi heldur er einnig reiðubúinn að flytja með henni til Dúbaí þar sem henni býðst flugmannssætið á langleiðum flugfélagsins. Þegar afi Morag veikist heldur hún norður til Skotlands að leysa hann af í nokkra daga í áætlunarflugi út í eyjarnar.

En skjótt skipast veður í lofti, sérstaklega í Norður-Atlantshafinu, og þegar litla flugvélin lendir í óvæntu fárviðri á heimleið neyðist Morag til að nauðlenda á strönd einangraðrar eyju þar sem enginn býr nema einn fýldur karl, nokkrar hænur og ein geit. Sambandslaus við umheiminn neyðist Morag til að staldra við og horfast í augu við að hún geti ekki alltaf verið við stjórnvölinn og að mögulega hefði hún gott af því að komast í svolítið jarðsamband.

Hægt er að nálgast bókina í vefverslun okkar og í helstu bókabúðum landsins.

Stórkostlega bókin Vigdís eftir Rán Flygenring er til bæði á íslensku og ensku! Rán Flygenring er einn fremsti teiknari ...
18/08/2025

Stórkostlega bókin Vigdís eftir Rán Flygenring er til bæði á íslensku og ensku!

Rán Flygenring er einn fremsti teiknari landsins. Hér kynnir hún Vigdísi Finnbogadóttur fyrir nýjum kynslóðum í máli og myndum. Fyrir hvert selt eintak af bókinni verður gróðursett tré í samstarfi við Yrkjusjóð Vigdísar og Skógræktarfélag Íslands. Rán hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir bókina, sem allar fjölskyldur verða að eiga.

——-

The wonderful book Vigdís by Rán Flygenring is available in both Icelandic and English!

In this acclaimed picture book by Rán Flygenring, one of Iceland’s most celebrated illustrators, readers are invited to join a young and imaginative writer-in-the-making, who pays an unforgettable visit to Vigdís on a mission to write the president’s life story. The book received the Reykjavík Children’s Book Award and was selected as the booksellers’ favorite title as well.

Gleðilega Hinsegin daga! 🏳️‍🌈🏳️‍⚧️
09/08/2025

Gleðilega Hinsegin daga! 🏳️‍🌈🏳️‍⚧️

Tansaníski Nóbelsverðlaunahafinn Abdulrazak Gurnah hitti Egil Helgason á Bókmenntahátíðar Reykjavíkur og var samtali þei...
26/05/2025

Tansaníski Nóbelsverðlaunahafinn Abdulrazak Gurnah hitti Egil Helgason á Bókmenntahátíðar Reykjavíkur og var samtali þeirra sjónvarpað í Kiljunni á dögunum. Bók hans Malarhjarta kom nýlega út í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur, en hún þýddi einnig skáldsögu hans Paradís sem kom út árið 2023.

Nóbelsverðlaunahafinn Abdulrazak Gurnah skrifar á á óvæginn hátt um áhrif nýlendustefnunnar, þó án þess að setjast í dómarasæti. Hann reynir að skilja mannskepnuna og ákvarðanir hennar. Sjálfur var hann í vanda staddur þegar hann fór að skrifa.

22/05/2025

Bókaforlag sem opnar glugga út í heim með útgáfu vandaðra og fallegra bóka sem stækka sjóndeildarhringinn. Fyrir börn og fullorðna, eitthvað fyrir alla.

Kiljan spennandi í kvöld! Tansaníski Nóbelsverðlaunahafinn Abdulrazak Gurnah var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík fyr...
07/05/2025

Kiljan spennandi í kvöld! Tansaníski Nóbelsverðlaunahafinn Abdulrazak Gurnah var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík fyrir skemmstu og tók Egill viðtal við hann í Norræna húsinu. Angústúra hefur gefið út tvær skáldsögur eftir hann, Paradís og nú nýlega Malarhjarta. Helga Soffía Einarsdóttir þýddi.

Address

Skólavörðustígur 12
Reykjavík
101

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Angústúra posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Angústúra:

Share

Category

Our Story

Angústura bókaforlag opnar glugga út í heim með útgáfu spennandi og fallegra bóka í vönduðum þýðingum frá öllum heimshornum.