Angústúra

Angústúra Angústúra opnar glugga út í heim með útgáfu spennandi og fallegra bóka frá öllum heimshornum

Abdulrazak Gurnah verður í spjalli á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík í Norræna húsinu í dag klukkan 11.00 og í Iðnó annað...
24/04/2025

Abdulrazak Gurnah verður í spjalli á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík í Norræna húsinu í dag klukkan 11.00 og í Iðnó annað kvöld, föstudaginn 25. apríl, kl. 21.30. Einstakt tækifæri til að hlýða á þennan stórkostlega höfund. Öll velkomin.

📷 Mike Pringle

Rán Flygenring hlaut rétt í þessu Barna- og ungmennabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir Tjörnina! Enn ein rósin í hnapp...
23/04/2025

Rán Flygenring hlaut rétt í þessu Barna- og ungmennabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir Tjörnina! Enn ein rósin í hnappagat Ránar fyrir þessa góða og marglaga verk. Innilega til hamingju, Rán og aðrir verðlaunahafar!

Einstök bókmenntaveisla!Bókmenntahátíð í Reykjavík verður sett á morgun, miðvikudag, og stendur fram á sunnudag. Einn ge...
22/04/2025

Einstök bókmenntaveisla!

Bókmenntahátíð í Reykjavík verður sett á morgun, miðvikudag, og stendur fram á sunnudag. Einn gesta hátíðarinnar í ár er Abdulrazak Gurnah, en bók hans Paradís kom út á íslensku fyrir rúmu ári síðan og skáldsagan Malarhjarta er væntanleg í næstu viku. Helga Soffía Einarsdóttir þýðir. Gurnah ræðir við Þóru Arnórsdóttur í Norræna húsinu á fimmtudaginn klukkan 11.00 og við Helgu Soffíu í Iðnó föstudagskvöldið klukkan 21.30. Auk hans sækja fjölmargir áhugaverðir höfundar hátíðina heim, eins og sjá má á dagskránni.

Viðburðir fara fram á ensku nema annað sé tekið fram og aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tengill á dagskrána í athugasemd.

Tjörnin er tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Innilega til hamingju, Rán Flygenring! Þriðja prentun komi...
16/04/2025

Tjörnin er tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Innilega til hamingju, Rán Flygenring! Þriðja prentun komin í verslanir.

Tjörnin og Vigdís voru báðar valdar á Frábæru bókahilluna á barnabókahátíðinni í Bologna sem hefst í næstu viku, en þar ...
25/03/2025

Tjörnin og Vigdís voru báðar valdar á Frábæru bókahilluna á barnabókahátíðinni í Bologna sem hefst í næstu viku, en þar munu þær standa ásamt öðrum framúrskarandi verkum fyrir börn frá ýmsum löndum. Innilega til hamingju, Rán Flygenring!

Bókin um Óla K. er komin aftur í verslanir um allt land, en hún seldist upp fyrir jól. Verkið hlaut á dögunum tvenn gull...
24/03/2025

Bókin um Óla K. er komin aftur í verslanir um allt land, en hún seldist upp fyrir jól. Verkið hlaut á dögunum tvenn gullverðlaun FÍT.

„Glæsileg bók sem auðvelt er að sökkva sér ofan í, aftur og aftur.“ Golli. Kjartan Þorbjörnsson, Heimildinni ⭐️⭐️⭐️⭐️1/2

„Það er alveg unun að fletta þessari bók.“ Egill Helgason, Kiljunni

Höfundur: Anna Dröfn Ágústsdóttir
Hönnuður: Kjartan Hreinsson

Gagnrýnendur Kiljunnar voru hrifin af Óla K. eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur, líkt og aðrir lesendur. Þetta glæsilega verk...
13/03/2025

Gagnrýnendur Kiljunnar voru hrifin af Óla K. eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur, líkt og aðrir lesendur. Þetta glæsilega verk seldist upp fyrir jól en annað upplag er væntanlegt í næstu viku.

„Það er alveg unun að fletta þessari bók.“ Egill Helgason

„Maður flettir henni af áhuga og það er nauðsynlegt að þessar myndir séu til fyrir okkur venjulega fólkið.“ Kolbrún Bergþórsdóttir

„Þetta er rosalega gott ferðalag í gegnum 20. öldina, frá lokum stríðs, og ótrúlega flottir rammar. Hann hefur verið sérstaklega laginn við að fanga spennuaugnablik milli fólks, sem segja mikla sögu.“ Þorgeir Tryggvason

Höfundur Anna Dröfn Ágústsdóttir
Bókarhönnun Kjartan Hreinsson

Tengill 👇

Og enn ein gleðifréttin af Tjörninni því Rán Flygenring hlaut Fjöruverðlaunin fyrir bókina - þriðju verðlaunin sem hún f...
07/03/2025

Og enn ein gleðifréttin af Tjörninni því Rán Flygenring hlaut Fjöruverðlaunin fyrir bókina - þriðju verðlaunin sem hún fær fyrir þetta hyldjúpa verk.

Umsögn dómnefndar:

Tjörnin eftir Rán Flygenring fjallar meðal annars um leikgleði, vináttu og málamiðlanir. Garður einn er uppáhaldsleiksvæði tveggja vina og dag einn taka þau eftir dæld í grasinu og þá hefst ævintýrið. Myndirnar kallast vel á við textann en líka íslenskan nútíma og á afslappaðan hátt er ýmsum áhugaverðum orðum bætt við orðaforða ungra lesenda, til dæmis krapagildra og krokketbogi. Tjörnin er fallegt og fyndið listaverk en líka skemmtileg og fræðandi saga.

Innilega til hamingju, kæra Rán Flygenring og aðrir verðlaunahafar, Birgitta Björg Guðmarsdóttir og Ingunn Ásdísardóttir!

Tjörnin eftir Rán Flygenring situr á toppi bóksölulistans!„Þessi hyldjúpa saga fjallar um mikilvægi þess að deila auðlin...
06/03/2025

Tjörnin eftir Rán Flygenring situr á toppi bóksölulistans!

„Þessi hyldjúpa saga fjallar um mikilvægi þess að deila auðlindum náttúrunnar með öðrum. Stórmenni þessa heims gerðu ekkert af sér rétt á meðan þeir læsu um ævintýri Fífu og Spóa.“ Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda

Rán Flygenring er í fyrsta sæti á toppi bóksölulistans með bók sína Tjörnina. En hún hlaut einmitt Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka.

Persepólis eftir Marjane Satrapi, í þýðingu Snæfríð Þorsteins, var tekin fyrir af gagnrýnendum Kiljunnar og hlaut lofsam...
05/03/2025

Persepólis eftir Marjane Satrapi, í þýðingu Snæfríð Þorsteins, var tekin fyrir af gagnrýnendum Kiljunnar og hlaut lofsamlega dóma.

„Nú er ég ekki mikill aðdáandi myndasagna ... en smám saman nær þessi saga algjörum tökum á manni og hún er gríðarlega áhrifarík og mögnuð ... Saga sem virkilega snertir mann ... einmitt bók fyrir unga lesendur og ætti í raun að lesa í skólum.“ Kolbrún Bergþórsdóttir

„Rosalega áhrifamikil saga sem mun sitja í öllum þeim sem hana lesa ... Ég fagna því gífurlega að þetta verk sé nú til á íslensku. “Ingibjörg Iða Auðunardóttir

„Mælum með þessari.“ Egill Helgason

Tengill á þáttinn í athugasemd 👇

Nýkrýndur handhafi Íslensku þýðingaverðlaunanna, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, og Egill Helgason ræddu saman í Kiljunni u...
03/03/2025

Nýkrýndur handhafi Íslensku þýðingaverðlaunanna, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, og Egill Helgason ræddu saman í Kiljunni um þýðingar og bókmenntir. Elísa Björg hefur þýtt alls níu af Bókum í áskrift, allar stórmerkilegar, en hún fékk verðlaunin fyrir þýðingu sína á Sögu af svartri geit eftir tamílska höfundinn Perumal Murugan sem heillað hefur íslenska lesendur.

„Ég stend mig í seinni tíð að því að óttast þessa tækni,“ segir Elísa Björg Þorsteinsdóttir sem hlaut íslensku þýðingarverðlaunin fyrir skáldsöguna Saga af svartri geit. Hún segir brýnt að gæta þess að gervigreind geri störf þýðenda ekki úrelt.

Aldeilis uppskera hjá hönnuðum og teiknurum Angústúru á FÍT verðlaununum í gærkvöldi  - þrenn gullverðlaun og ein silfur...
01/03/2025

Aldeilis uppskera hjá hönnuðum og teiknurum Angústúru á FÍT verðlaununum í gærkvöldi - þrenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun! Innilega til hamingju með tvenn gullverðlaun fyrir Óla K. Kjartan Hreinsson, Rán Flygenring með gullverðlaun fyrir Tjörnina og Atli Sigursveinsson með silfurverðlaun fyrir Álfheima. Gyðjuna. Bravó!

Angústúrubækur fengu fjórar tilnefningar til FÍT verðlaunanna! Innilega til hamingju Kjartan Hreinsson fyrir tilnefninga...
26/02/2025

Angústúrubækur fengu fjórar tilnefningar til FÍT verðlaunanna! Innilega til hamingju Kjartan Hreinsson fyrir tilnefningar í flokki bókarkápa og bókarhönnunar fyrir Óla K., Atli Sigursveinsson fyrir tilnefningu í flokki stakra myndlýsinga fyrir Álfheima. Gyðjuna og Rán Flygenring í flokki myndrænna frásagna fyrir Tjörnina. Verðlaunin verða afhent föstudaginn 28. febrúar.

24/02/2025
Hún er kannski ekki lunkin í tamílsku en hún er einn besti þýðandi landsins og í dag hlaut hún Íslensku þýðingaverðlauni...
22/02/2025

Hún er kannski ekki lunkin í tamílsku en hún er einn besti þýðandi landsins og í dag hlaut hún Íslensku þýðingaverðlaunin 2025 fyrir þýðingu sína á Sögu af svartri geit eftir indverska höfundinn Perumal Murugan. Innilega til hamingju með verðskulduð verðlaun, kæra Elísa Björg!

„Í þetta skipti, og almennt og yfir höfuð, eru frábærir þýðendur tilnefndir,“ segir Elísa Björg Þorsteinsdóttir, handhafi Íslensku þýðingaverðlaunanna 2025.

Einstaklega skemmtileg og greinargóð umsögn um Tjörnina eftir Rán Flygenring í Tímarit Máls og menningar eftir Viðar Hre...
18/02/2025

Einstaklega skemmtileg og greinargóð umsögn um Tjörnina eftir Rán Flygenring í Tímarit Máls og menningar eftir Viðar Hreinsson.

„Tjörnin dregur upp lifandi og fjölbreytta náttúru sem leynist allstaðar og er óútreiknanleg, í samleik við hugmyndaflug barnanna og skapandi hugsun sem er þeim eðlislæg ... Sagan bregður upp samvistum tegunda í lífríki þar sem mannfólk er bara ein tegund af mörgum.“

Rán Flygenring: Tjörnin. Angústúra 2024. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2025. „Hundafiskur“!!! sagði þriggja ára snáði þegar afi var að lesa Tjörnina fyrir hann enn eina ferðina og dýralíf í ímyndaðri tjörn birtist, með moskítóflugum, froskum, skjaldböku, lilju...

Bókmenntahátíð í Reykjavík / The Reykjavik International Literary Festival tilkynnti nýlega hvaða erlendu gestir sækja h...
17/02/2025

Bókmenntahátíð í Reykjavík / The Reykjavik International Literary Festival tilkynnti nýlega hvaða erlendu gestir sækja hátíðina heim í ár og er tansaníski Nóbelsverðlaunahafinn Abdulrazak Gurnah þeirra á meðal. Við hlökkum mikið til að hitta þennan stórkostlega höfund og mælum með að taka 23.-27. apríl frá til að hlýða á hann og aðra flotta rithöfunda á hátíðinni.

Paradís eftir Gurnah kom út í íslenskri þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur árið 2023.

Address

Skólavörðustígur 12
Reykjavík
101

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Angústúra posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Angústúra:

Share

Category

Our Story

Angústura bókaforlag opnar glugga út í heim með útgáfu spennandi og fallegra bóka í vönduðum þýðingum frá öllum heimshornum.