Stúdentafréttir

Stúdentafréttir Fréttir um allt sem tengist Háskóla Íslands unnar af nemendum í námi í blaðamennsku

Meðlimir Röskvu og Vöku mættu í Háskólaumræðuna. Annarsvegar Eiríkur Kúld Viktorsson fyrir hönd Vöku og Auður Halla Rögn...
24/03/2025

Meðlimir Röskvu og Vöku mættu í Háskólaumræðuna. Annarsvegar Eiríkur Kúld Viktorsson fyrir hönd Vöku og Auður Halla Rögnvaldsdóttir, fyrir Röskvu. Þau ræddu ákveðin málefni á fagmannlegan hátt fyrir komandi kosningar til Stúdentaráðs.

Halldór Ingi Óskarsson og Þórður Ari Sigurðsson stýrðu þættinum þess vikuna.

Hlekkur í fyrstu athugasemd🔗

Að þessu sinni var það fjölmiðlakonan Þorbjörg Alda Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, sem kom og tók þátt í ...
16/03/2025

Að þessu sinni var það fjölmiðlakonan Þorbjörg Alda Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, sem kom og tók þátt í Háskólaumræðunni.
Í þættinum er litið til fortíðar og rýnt í langan feril Tobbu, en hún er tiltölulega stórt nafn í fjölmiðlabransanum og hefur unnið mikið að miðlum og efni sem höfðar til ungs fólks.
Tobba var meðal annars fréttakona á hinu umtalaða tímariti Séð og heyrt, þar á meðal sem hún var ritstjóri á DV og svo margt fleira.
Hlekkur í fyrstu athugasemd🔗

Síðastliðið haust vakti stúdentahreyfingin Röskva athygli á því að engin gangbraut væri yfir Sæmundargötu. Við götuna er...
15/03/2025

Síðastliðið haust vakti stúdentahreyfingin Röskva athygli á því að engin gangbraut væri yfir Sæmundargötu. Við götuna er eitt stærsta bílastæði skólans og því fjölmargir nemendur sem leggja leið sína yfir götuna daglega til þess að komast í skólann. S. Maggi Snorrason, röskvuliði og verkfræðinemi, segir gangbrautarleysið bjóða hættunni heim og að það sé ekki ásættanlegt að stúdentar séu í áhættu á háskólasvæðinu.
Hlekkur í fyrstu athugasemd🔗

Vímuefnanotkun meðal háskólanema er viðkvæmt en sífellt meira áberandi umræðuefni. Þó að flestir tengi háskólanám við fr...
14/03/2025

Vímuefnanotkun meðal háskólanema er viðkvæmt en sífellt meira áberandi umræðuefni. Þó að flestir tengi háskólanám við fræðslu og sjálfsþroska, þá er ekki hægt að horfa framhjá því að sumir nemendur grípa til vímuefna – hvort sem það er í afþreyingarskyni eða til að auka námsgetu. Sérstaklega hefur notkun kannabis og ADHD-lyfja orðið umtöluð innan háskólasamfélagsins.
Hlekkur í fyrstu athugasemd🔗

„Ég hef tekið á mig verkin til þess að komast í stofuna eða á fyrirlesturinn“ segir Styrmir Hallsson meðlimur Röskvu.Mik...
13/03/2025

„Ég hef tekið á mig verkin til þess að komast í stofuna eða á fyrirlesturinn“ segir Styrmir Hallsson meðlimur Röskvu.

Miklar áskoranir eru til staðar í flestum byggingum skólans fyrir nemendur og starfsfólk sem nota hjólastól eða eru hreyfihömluð. Styrmir Hallsson og Röskva hafa nýverið birt myndbönd á TikTok þar sem þau kanna aðgengið og fjalla um þær hindranir sem geta komið upp þegar þau koma sér á milli staða.
Hlekkur í fyrstu athugasemd🔗👇🏼

Fróði, nemendafélag sagnfræðinema Háskóla Íslands, er nemendafélag vikunnar. Dagný Guðmundsdóttir, skemmtanastjóri Fróða...
08/03/2025

Fróði, nemendafélag sagnfræðinema Háskóla Íslands, er nemendafélag vikunnar. Dagný Guðmundsdóttir, skemmtanastjóri Fróða, segir sagnfræðinema vera blöndu af drykkfelldum furðufuglum en einnig hið ljúfasta og klárasta fólk.

Dagný svaraði nokkrum laufléttum spurningum um nemendafélagið.

Hlekkur á fréttina er í fyrstu athugasemd 🔗

Í fyrsta sinn verða inntökupróf í lækna- og tannlæknadeild HÍ haldin á Akureyri. Hingað til hafa prófin einungis verið l...
08/03/2025

Í fyrsta sinn verða inntökupróf í lækna- og tannlæknadeild HÍ haldin á Akureyri. Hingað til hafa prófin einungis verið lögð fyrir í Reykjavík.

Magnús Ragnar Guðmundsson, deildarstjóri læknadeildar Háskóla Íslands, segir það hafa verið tímabært að bæta við öðrum próftökustað. Magnús vonast þó ekki eftir mikilli aukningu á prófsókn.

Hlekkur í fyrstu athugasemd🔗

Námsleiðir og framtíðin- Hvernig taka nemendur ákvörðun ?Val á námsleið er ein stærsta ákvörðun sem ungt fólk stendur fr...
05/03/2025

Námsleiðir og framtíðin- Hvernig taka nemendur ákvörðun ?

Val á námsleið er ein stærsta ákvörðun sem ungt fólk stendur frammi fyrir. Sumir finna strax hvað hentar þeim, á meðan aðrir þurfa að prófa sig áfram. En hvað skiptir mestu máli þegar fólk velur sér nám ?

Rætt var við nemendur á göngum skólans.
Hlekkur í fyrstu athugasemd🔗👇🏼

Þann 24. október næstkomandi eru fimmtíu ár síðan konur gengu út frá störfum sínum og efndu til fyrsta kvennafrídagsins....
04/03/2025

Þann 24. október næstkomandi eru fimmtíu ár síðan konur gengu út frá störfum sínum og efndu til fyrsta kvennafrídagsins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum fimmtíu árum en baráttan heldur áfram og samtökin Kvennaár voru stofnuð í tilefni af þessum tímamótum. Samtökin efndu til þjóðfundar ungra kvenna og kvára um helgina.

Hlekkur í fyrstu athugasemd🔗👇🏼

Ritver Háskóla Íslands veitir nemendum og starfsfólki aðstoð við fræðileg skrif eins og heimildaskráningar og lokaritger...
04/03/2025

Ritver Háskóla Íslands veitir nemendum og starfsfólki aðstoð við fræðileg skrif eins og heimildaskráningar og lokaritgerðir. Nemendur geta bókað viðtöl og fengið ráðgjöf bæði á íslensku og ensku.

Hlekkur á frétt í fyrstu athugasemd 🔗👇🏼

Kosningabarátta til stúdentaráðs hefst á næstu vikum. Lág kjörsókn felur í sér að Röskva og Vaka þurfa að taka upp á ýms...
02/03/2025

Kosningabarátta til stúdentaráðs hefst á næstu vikum.

Lág kjörsókn felur í sér að Röskva og Vaka þurfa að taka upp á ýmsum brögðum til þess að fá nemendur til þess að kjósa.

🔗Hlekkur í athugasemdum

Nemendur gætu átt möguleika á að fá einingar fyrir félagsstörfStúdentaráð samþykkti nýverið tillögu sem felur í sér að n...
02/03/2025

Nemendur gætu átt möguleika á að fá einingar fyrir félagsstörf

Stúdentaráð samþykkti nýverið tillögu sem felur í sér að nemendur geti hlotið einingar fyrir þátttöku í félagsstörfum innan skólans.

Að sögn Birkis Snæs Brynleifssonar, stúdentaráðsfulltrúa Vöku á Félagsvísindasviði, er markmið tillögunnar að hvetja nemendur til að taka virkan þátt í félagslífi og að nemendur fái launað fyrir vel unnin störf innan skólans.

🔗Hlekkur í athugasemdum

Address

Sæmundargata 2
Reykjavík
101

Telephone

+3545254229

Website

https://linktr.ee/studentafrettirhi

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Stúdentafréttir posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Stúdentafréttir:

Share

Stúdentafréttir

Hvað er að frétta? Meistaranemar í blaða- og fréttamennsku vinna útvarps-, sjónvarps- og netfréttir um það helsta sem er að gerast á háskólasvæðinu og birta á vefnum student.is.